Þjóðviljinn - 09.05.1985, Síða 22
HEIMURINN
I vörslu
óskilamunadeildar
lögreglunnar
er margt óskilamuna svo sem:
reiðhjól, barnavagnar, fatnaður, lyklaveski, lykl-
akippur, seðlaveski, handtöskur, úr, gleraugu
o.fl.
Er þeim, sem slíkum munum hafa glatað, bent á að
spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfis-
götu 113, (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14.00-
16.00.
Þeiróskilamunirsem eru búnirað veraívörslu lögregl-
unnar ár eða lengur verða seldir á uppboði í portinu að
Borgartúni 7, laugardaginn 11. maí 1985.
Uppboðið hefst kl. 13.30.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
7. maí 1985.
Til sölu
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í skemmu,
bárujárnsklætt stálgrindarhús, ásamt lóðarréttindum.
Lyngás 15-17, Egilsstöðum.
Stærð skemmunnar er 9,1 x 16 m að grunnfleti og
selst í núverandi ástandi. Rúmmál um 710 rúmmetrar.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins Egilsstöðum fyrir kl. 11, mánudaginn 20. maí 1985,
þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóð-
endum er þess óska.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Meö hlutverk Stalíns í kvikmyndinni fer landi hans, grúsíski leikarinn Ramas Tsjikvadze.
Stalín á kvikmynd um
Potsdamráðstefnuna
SVR auglýsir eftir
Vagnstjórum
til sumarafleysinga við akstur strætisvagna á tímabil-
inu júní/ágúst.
Þeir sem hafa áhuga, eru beðnir að snúa sér sem fyrst
til eftirlitsmanna SVR að Hverfisgötu 115.
Strætisvagnar Reykjavíkur.
Auglýsing
Að gefnu tilefni vill siglingamálastjóri minna eigendur
skipa og báta á að færa skip og báta til árlegra
skoðana lögum samkvæmt. Ennfremur er kaupend-
um skipa og báta bent á að ganga ætíð úr skugga um
að lögbundnar skoðanir hafi farið fram og tilheyrandi
búnaður fylgi við eignaskipti.
7. maí 1985
Siglingamálastjóri.
• Blikkiðjan
lönbuö 3, Garöabæ
Önnumst þakrennusmiói og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiöi.
Gerum föst verðtilboö
SIMI 46711
Blaðbera
vantar víðsvegar um borgina
frá 1. mai.
DiúDvnnNN
Dýrin kunna ekki umferöarreglur. Þess vegna þarf aö sýna aögæslu
í nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hestamenn að kunna umferöar-
reglur og ríða hægra megin og sýna bilstjórum sams konar viömót
og þeir ætlast til af þeim.
yUMFERÐAR
RÁÐ
Skákar þar vestrœnum andskotum sínum auðveldlega - Fyrri
ásökunum eins og kippt burt úrsögunni
Á fjörutíu ára afmæli friðar í
Evrópu er haldið af fullum
krafti áfram deilum um þaö,
hvernig beri að skilja einstaka
þætti í framvindu styrjaldar-
innar og þá ekki síður áform
sigurvegaranna eftir stríð. Ein-
mitt um þetta er fjallað í nýrri
sovéskri stórmynd sem heitir
„Sigurinn" og sýnir Stalín so-
vétmarkskálk í mjög jákvæðu
Ijósi, en viðmælendur hans,
forystumenn Vesturlanda,
sem mjög hæpna pappíra.
Kvikmyndin fjallar um ráð-
stefnuna í Potsdam, skammt frá
Berlín, sem hófst um miðan júlí
og stóð fram í ágúst árið 1945.
Aðalmenn á ráðstefnunni voru
þeir Churchill forsætisráðherra
Bretlands, Truman Bandaríkja-
forseti (Roosevelt var nýlátinn)
og Stalín. Meðan á ráðstefnunni
stóð fóru fram kosningar í Bret-
landi sem tóku umboð af Churc-
hill og fengu það í hendur Clem-
ents Atlees, formanns Verka-
mannaflokksins breska.
Hvítt og svart
Höfundum stríðsmynda hefur
að jafnaði verið annað betur gef-
ið en sanngirni í lofi og lasti, þótt
jafnan dragi úr heiftinni eftir því
sem tími líður. Þessi mynd er að
því leyti sérstæð, að hún fjallar
ekki svo mjög um Þjóðverja - en
þeim mun meira um það upphaf
kalda stríðsins sem varð m.a. í
Potsdam. En þar var deilt hart
um framtíðarstjórnarfar Pól-
lands, um vesturlandamæri þess
sama ríkis, um stríðsskaðabætur
- og þangað inn bárust Stalín
fréttir af því að Bandaríkjamenn
væru búnir að smíða kjarnorku-
sprengju sem féll svo nokkrum
dögum síðar á Japan.
Þeir sem séð hafa myndina,
sem byggð er á skáldsögu eftir
Alexander Tsjakovskí, segja að
andi hennar sé í stuttu máli þessi:
Austrið er gott en vestrið er
slæmt. Truman er lýst sem afar
slóttugum og ískyggilegum
náunga sem vill helst byrja sem
fyrst að hræða Rússa með atóm-
sprengjunni. Churchill er ímynd-
inni önuglyndur karlfauskur sem
er líka að reyna að skelfa Stalín
en það tekst náttúrlega ekki.
Stalín er aftur á móti óumdeild
hetja dagsins í þessari löngu
mynd (sýning hennar tekur þrjár
og hálfa stund). Hann er úrræða-
góður, hefur húmor, stundum
nokkuð grófan að vísu. Hann sér
í gegnum andstæðinga sína eins
og ekkert sé, hann magnar upp
heilastormsveipa í sínum
mönnum með skynsamlegum
spurningum. Og þegar honum
þykir þörf þá ber hann í borðið og
haggast hvergi.
Blað sovéska hersins, Rauða
stjarnan segir m.a. svo um þessa
mynd: „Stundum er hann hryss-
ingslegur, stundum hlédrægur,
stundum kátur eða háðskur, en
jafnan fylgir hann mjög ákveðið
eftir hinni fastmótuðu utanríkis-
stefnu Sovétríkjanna.“
Dómur
Krúsjofs
Eins og kunnugt er var Stalín
borinn mjög hörðum sökum af
þáverandi aðalritara Sovéska
kommúnistaflokksins, Níkita
Krúsjof, á flokksþingi 1956. í
ræðu Krúsjofs þá og í ýmsum
skrifum og endurminningum,
sem út komu á næstu árum og allt
til 1965 eða þar um bil, var Stalín
meðal annars fundið það mjög til
foráttu að hann hefði vanmetið
árásarundirbúning Hitlers og auk
þess hefði hann á árum áður mjög
dregið úr varnarmætti landsins.
Með því að láta taka af lífi mikinn
fjölda hershöfðingja og herstjóra
sovéska hersins. I sagnfræði og
skáldsögum þeirra ára var það
mjög algengt viðhorf að hinir
miklu ósigrar Sovétríkjanna
fyrstu misseri stríðsins og hið
mikla manntjón sem þeir urðu
fyrir hafi verið Stalín að kenna,
beint eða óbeint.
Lítið sem ekkert er eftir af
þessum söguskilningi í þeirri
kvikmynd sem hér er nefnd. Þul-
ur segir á einum stað í myndinni,
að Stalín hafi verið „flókinn“ og
stundum „grimmur og órétt-
látur“ og hafi Kommúnistaflokk-
urinn fellt sinn dóm yfir „þver-
stæðufullri skapgerð hans.“
Hinsvegar er ekkert um það sagt
hver sá dómur var.
Stríðssaga
Svipað má reyndar segja um þá
miklu stríðssögu í einum tólf
bindum sem nýlega var lokið við
að gefa út í Sovétríkjunum. Einn
af ritstjórnum hennar, Oleg
Rzeshevskí, var hér í fyrirlestrar-
ferð fyrir skömmu. Hann sagði
að það væri ekki tekið aftur sem
flokkurinn hefði sagt um Stalín
árið 1956. En að því er varðar
hlutverk Stalíns í stríðinu þá væri
það nú metið „allmikils." Hann
tók það þó fram, að þess væri
getið í stríðssögunni, að „órétt-
mætar refsiaðgerðir gegn nokkr-
um hluta herforingja sovéska
hersins" hefðu spillt fyrir varnar-
mætti landsins í upphafi stríðs.
Að öðru leyti taldi sagnfræðing-
urinn enga nauðsyn bera til að
fara nánar út í þá sálma.
Kvikmyndin Sigurinn er að
sönnu ekki einsdæmi um að Jósef
Stalín er að nokkru leyti endur-
reistur í frásögnum úr sovéskri
sögu. En myndin er talin bera
meira lof á hann en dæmi eru um
lengi.
(áb tók saman)
Verkamanna-
flokkurinn
nær forskoti
Samkvæmt nýlegri skoðana-
könnun hefur Verkamanna-
flokkurinn breski nú 5% fylgi
umfram íhaldsflokkinn breska.
Á síðastliðnum mánuði misstu
íhaldsmenn um 3% atkvæða og
hefur fylgi þeirra ekki mælst
minna allar götur frá kosningun-
um 1983.
íhaldsmenn njóta samkvæmt
könnun þessari fylgis 33% kjós-
enda en þeir fengu 44% atkvæða í
þingkosningunum 1983. Verka-
mannaflokkurinn er nú með 38%
atkvæða en fékk 28% í kosning-
unum. Bandalag Frjálslyndra og
Sósíaldemókrata er nú með 28%
atkvæða en hafði 26% í þing-
kosningunum. Ekki er ljóst af
þessum tölum hve marga þing-
menn miðjubandalagið gæti
fengið, en einmenningskjör-
dæmaskipanin gerir þriðja flokki
mjög erfitt um vik á Bretlandi
eins og kunnugt er.
22 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 9. maí 1985