Þjóðviljinn - 12.05.1985, Page 9
Ólafur Gíslason skrifar
RÚSSLANDS-
3. grein
Blaðamaður
Þjóðvlljans í
heimsókn hjó
Lada-
bílaverksmiðj-
unumsem
framleiða eina
bifreið ó 22
sekúndna fresti
Samsetningarlínan er þreföld, 1,8 km að lengd og skilareinum bíl á 22 sekúndna fresti.
Hvernig lítur sá vinnustaður
út, þar sem framleiddir eru 720
þúsund bílar á ári, um 2500 bíl-
ar á dag eða einn bíll á 22 sek-
úndna fresti?
Ég var kominn til Togliatti,
þar sem eru fullkomnustu bíla-
verksmiðjur Sovétríkjanna, og
á hraðfleygri dagsstund fékk
ég að sjá þar meira en orð fá
lýst í stuttri blaðagrein. En
Togliatti hlýtur að teljast so-
véskt efnahagsundur, eða so-
véskt Klondike, allt eftir því
hvernig á málin er litið.
Borgin var stofnuð 1738, og
hét þá Stavropol. Petta var lítill
og friðsæll bær á bökkum Volgu,
þar sem íbúarnir lifðu á landbún-
aði, fiskveiðum og handiðnaði.
Byltingin í Togliatti hófst með
byggingu raforkuversins við
borgina, sem er enn í dag eitt af
10 stærstu vatnsorkuverum í
heiminum. Bygging þess hófst
um 1950, en í kjölfar þess hófst
iðnaðaruppbyggingin sem náði
hámarki með byggingu Volga-
bílaverksmiðjanna árið 1967.
Verksmiðjur þessar voru reistar
eftir fyrirmynd Fiat-verksmiðj-
anna í Torino á Ítalíu, og borgin
fékk nafn eftir leiðtoga ítalskra
kommúnista, Palmiro Togliatti.
Nú búa í borginni um 600 þúsund
íbúar, yfirgnæfandi ungt fólk og
aðflutt, og borgin er á fáum árum
orðin ein af stærstu iðnaðarmið-
stöðvum Sovétríkjanna.
280 hektarar
Hefur þú komið í bílaverk-
smiðjur áður? spurði leiðsögu-
maður okkar um leið og rafknúin
hurð verksmiðjubyggingarinnar
opnaðist og við ókum inn í húsið.
Nei, sagði ég, og við byrjuðumí
málmsteypudeildinni, þar sem
hinir einstöku málmhlutir bíl-
anna eru mótaðir. Tröllauknar
sjálfvirkar vélasamstæður spýttu
út úr sér rauðglóandi fjaðragorm-
um, mótorstimplum og öðrum
vélahlutum og vélagnýrinn var
svo mikill að hann torveldaði
samræður. Þetta reyndist líka há-
vaðasamasta deildin á ferð okkar
um verksmiðjuna, sem var orðin
ærið löng er yfir lauk, því þarna
eru 2,8 miljónir fermetra undir
þaki. Við fórum akandi um
verksmiðjuna, og þarna fékk ég
að sjá hvernig bíll verður til allt
frá mótun fyrstu frumparta þar til
hinni endalegu vöru er ekið full-
búinni frá enda samsetningarlín-
unnar. Ég ætla mér ekki þá dul að
lýsa með orðum þeirri furðuver-
öld sem þarna gat að líta. Til þess
skortir mig bæði samanburð og
tæknilega þekkingu en kerskál-
arnir í álbræðslunni í Straumsvík
eru eins og dúkkueldhús miðað
við stærð og tæknibúnað þessa
vinnustaðar.
48% konur
Það sem ég reyndi helst að átta
mig á var vinnuaðstaða fólksins.
Og hún reyndist betri en ég hafði
ímyndað mér. Loftræsting virtist
góð, en miklir loftsvelgir soguðu
óloft frá'Vélum og tækjum og aðr-
ir blésu fersku tempruðu lofti
inn. Versti vinnustaðurinn var í
málmbræðslunni, en þar var mér
sagt að allir hefðu eyrnatappa og
væru undir árlegu lækniseftirliti,
auk þess sem erfiðustu störfin eru
launuð með sérstökum bónus,
sem getur t.d. falist í því að kom-
ast fyrr á eftirlaun: karlar fimm-
tugir og konur 45 ára.
Áberandi var að sjá konur
þarna í hvers konar málmiðnað-
arstörfum, sem víðast hvar á
Vesturlöndum eru einokuð af
karlmönnum. Mér var tjáð að af
126.000 starfsmönnum verk-
sntiðjunnar væru um 48% konur.
Þær unnu jafnt á samsetningar-
færiböndunum, lyfturum, við
málmsuðu og stjórnun hinna
flóknustu vélasamstæðna.
Unnið er á tveim vöktum,
morgunvakt og kvöldvakt. Vinn-
utíminn er 8 klst og 12 mínútur á
dag, 5 daga vikunnar. Starfs-
menn borða hádegisverð allir í
einu, og sagði ein matráðskonan
mér að þarna væru bornar fram
40.000 máltíðir í einu á 15 mínút-
um. Matsalir eru margir og taka
hver um sig 1100 manns, þar sem
hver á sitt vissa sæti og við hvern
matsal eru búningsklefar og
snyrting fyrir jafn marga. Starfs-
menn borga 40 kópeka eða 20 kr.
fyrir máltíðina (en raunvirði
máltíðarinnar er 65 kópekar að
sögn). Morgunvaktin er frá kl. 7 -
16, kvöldvaktin frá kl: 16 - 0.40.
Sem dæmi um urnfang verk-
sntiðjunnar má nefna að færi-
böndin innan dyra eru samanlagt
yfir 270 km að lengd, (eða álíka
og vegalengdin á milli Reykjavík-
ur og Kirkjubæjarklausturs) en
lengd samsetningarlínunnar sem
er þreföld, er um 1,8 km.
Stóri bróðir
- Verkalýðsfélagið lætur sér
ekkert mannlegt óviðkomandi og
fylgir félögum sínum frá vöggu til
grafar, sagði fulltrúi þess við mig
á fundi sem ég átti með fulltrúum
starfsfólks og stjórnenda verk-
smiðjunnar. Allir starfsmenn
verksmiðjunnar (126.000) eru í
Framhald á bls. 10
Togliatti er ný borg, en borgarlífið virtist fábreytilegt við fyrstu kynni.
Sunnudagur 12. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9