Þjóðviljinn - 22.05.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Page 3
FRETTIR Samningaleiðir Vildum vorsamninga Guðmundur Þ. Jónsson: Þess virði að prófa þessa leið. Verðum að ná einhverri sameiginlegri niðurstöðu mjögfljótlega Við höfum viljað ná bráða- birgðasamkomulagi nú í vor og stöðva það kaupmáttarhrap sem við sjáum framá í sumar og erum þá um leið tilbúnir að teygja okkur eitthvað lengra en til 1. september með samningstíma, hugsanlega til áramóta en alls engan langtímasamning. Um ára- mótin er allur kjarsamningurinn laus en ekki þann 1. september, sagði Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Landssambands iðn- verkafólks í samtali við Þjóðvilj- ann i gær um stöðu samninga- mála. „Mér finnst málin ekki hafa skýrst mikið við formannafund- inn á mánudag, hreint ekki og það þarf hreinlega að ræða málin betur og reyna að samræma sjón- armið ef við ætlum að standa saman í baráttunni. Það er alveg ljóst að það verður að koma niðurstaða fljótlega þannig að sumarmánuðirnir verði dekkaðir með þeim samningum sem við hugsanlega gerum. Við förum ekki að semja um miðjan júlí eða í ágúst. Ef menn ætla í sumar- samninga þá verða þeir að nást fyrir miðjan júní.“ Ert þú bjartsýnn á að eitthvað náist fram í sutnarsamningum? „Það er náttúrulega alltaf ástæða til að vera með efasemdir og ekki síst eftir yfirlýsingar VSÍ. Hins vegar finnst mér það þess virði að prófa þessa leið. Við fórnum engu með því að reyna hana, en það eru greinilega mis- stemmningar í okkar röðum og við verðum að ná niðurstöðu al- veg á næstu vikum um hvaða leið við veljum“, sagði Guðmundur Þ. Jónsson. -*g- Krakkarnir í Ölduselsskóla skemmta sér vel þessa dagana í alls konar skemmtilegum uppákomum í tilefni 10 ára afmælisins. — Mynd Valdís. Mannlíf Félagsheimili verður grillbúlla Borgarráð samþykkti í gær er- indi frá hestamönnum í Fáki um að fá að selja gamla félagsheimil- ið sitt við Bústaðaveg. Það verð- ur nú gert að skyndibitastað, en til skamms tíma kom líka til greina að hafa þar bílasölu. Fáksmenn eru langt komnir með nýtt félagsheimili á Víði- völlum efst í Elliðaárdal. -m Skoðanakannanir Samstarf eða sameiginlegur listi? Ef sameiginlegur listi allra ann- arra flokka en Sjálfstæðis- flokksins yrði boðinn fram í borg- arstjórnarkosningum í Reykja- vík, hlyti sá listi 41,3% fylgi, sam- kvæmt skoðanakönnun DV í gær, en ef „hinir“ flokkarnir byðu fram hver í sínu lagi fengju þeir 10% minna samkvæmt sömu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 58,7% gegn sameiginlegum lista, en tæplega 70% ella. Þjóðviljinn leitaði álits fulltrúa minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn: Samkvæmt niðurstöðum könnunar DV fengi sameigin- legur listi vinstri flokkanna þriðj- ung meira fylgi en flokkarnir saman ef þeir byðu fram hver í sínu lagi. Er þetta vísbending um nauðsyn vinstra samstarfs í borg- arstjórn? Sigurjón Pétursson, Alþýðubandalagi: Krafa um aukið samstarf Sigurjón Pétursson, Alþýðu- bandalagi: Það er enginn vafi á að þetta er vísbending um nauðsyn á vinstra samstarfi. Hvort það er vísbend- ing um nauðsyn á sameiginlegum Iista, það dreg ég frekar í efa. Það er ótvírætt að af hinum óákveðnu, þeim sem ekki svör- uðu þegar spurt var um listana, eru margir sem ætla að kjósa ein- hvern af andstöðuflokkum í- haldsins en hafa ekki gert upp við sig hvern þeirra. Reynslan bendir til þess að ýmsir taki ekki endan- lega afstöðu fyrren þeir koma í kjörklefann. Um 40 prósent sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn gegn mörg- um listum en þegar spurt var um sameiginlegan lista sögðust um 45 prósent kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Þetta bendir til þess að einhverjir mundu hika við að styðja minnihlutaöflin í borgar- stjórn ef listinn yrði sameigin- legur og kjósa íhaldið í staðinn. Sú ráðstefna sem var haldin um daginn á Hótel Hofi bendir ekki til þess að líkur séu á sameigin- legum lista. Hinsvegar er enginn vafi að það er krafa allra íhald- sandstæðinga í borginni að vinstri flokkarnir hafi með sér verulega aukið samstarf í borgarstjórninni og fyrir næstu kosningar. -m Gerður Steinþórsdóttir, Framsóknarflokki: Vinstri fiokkarnir vinni saman Gerður Steinþórsdóttir, Fram- sóknarflokki: Mér finnst þetta bera vott um að þeir sem svari hafa trú á eða viiji að vinstri flokkarnir vinni saman. Ég tel að við kæmum sterkari út gagnvart núverandi meirihluta ef við ræddum meira um málin og kæmum meira saman sem heild til dæmis með sameiginlegar bókanir. Það er ekki nema gott um sam- starf vinstri flokkanna að segja út þetta kjörtímabil. Síðan verður að láta reyna á það fljótiega hvort hægt sé að undirbúa sameiginlega stefnuskrá í mikilvægum mála- flokkum. -aró. Sigurður E. Guðmundsson, Alþýðuflokki: Enga trú á sameigin- legum lista Sigurður E. Guðmundsson, Al- þýðuflokki: Þar sem ég hef ekki séð DV í dag hef ég ekki tök á að leggja mat á skoðanakönnunina en það er margt inní þessu sem þyrfti að taka tillit til. Til dæmis hefur 1 af flokkunum 4 enn ekki tekið afstöðu til hvort hann ætlar yfirleitt að bjóða fram í næstu borgarstjórnarkosningum og það er Kvennaframboð. Þá eru líka 2 aðilar sem gætu bæst við og það er Bandalag jafn- aðarmanna og Flokkur mannsins og hvað gerist þá? ,É8. er meðmæltur samstarfi vinstri flokkanna í daglegu starfi borgarstjórnar en ég hef enga trú á að sameiginlegur listi vinstri flokkanna nái tilætluðum ár- angri. -aró. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennaframboði: Samstarf á málefna- grundvelli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennaframboði: Ég túlka þessar niðurstöður ekki þannig að sameiginlegur listi vinstri manna fengi þriðjungi meira fylgi en ef þeir byðu fram aðskildir. Það voru margir óákveðnir eða 42% og stór hluti þess fólks er ekki búið að gera upp við sig hvem af vinstri flokkunum það mundi kjósa. Ég tel þetta segja meira um styrkleikahlutföllin hægri - vinstri, og tel ekki einsýnt að túlka þetta sem vísbendingu um nauðsyn á sameiginlegum lista vinstri flokkanna en það má eflaust túlka þetta þannig. Samstarf er alltaf góðra gjalda vert en verður þá að vera á ein- hverjum málefnalegum grund- velti, ekki bara samstarf sam- starfsins vegna. -aró Jónína Leósdóttir, Bandalagi jqfnaðarmanna: Mótvægi við sterku flokkana Jónína Leósdóttir, Bandalagi jafnaðarmanna: Það er erfitt fyrir mig að svara þessu, ég er lítið inn í borgar- stjórnarmálinu þar sem við eig- um ekki fulltrúa í borgarstjórn. En mér finnst þetta ákveðin vísbending um hvað fólk vill sem mótvægi gegn þessum sterku flokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. En sem sagt, ég veit ekki nógu vel hvernig þetta gengur fyrir sig til að geta metið niðurstöðu skoð- anakönnunarinnar. -aró

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.