Þjóðviljinn - 22.05.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Side 15
ÍÞRÓTTIR Karate Kennt á ísafirði Drengjaliðið Yfirburðir Grikkja Skoruðu eftir 45 sek. og unnu 4-0 „Grikkirnir höfðu mikla yfir- burði - skoruðu eftir 45 sekúndur og okkar strákar áttu aldrei möguleika þrátt fyrir góða bar- áttu allan tímann. Grikkirnir eru stórir og sterkir og spila góða knattspyrnu og það var eins og þeir væru tveimur til þremur árum eldri en íslensku piltarnir," sagði Helgi Þorvaidssoa ungling- anefndarmaður í knattspyrnu í samtali við Þjóðviljann í gær. Island tapaði í gær þriðja og síðasta leik sínum í úrslitum Evr- ópukeppni drengjalandsliða í Ungverjalandi, 4-0 gegn Grikkj- um. ísland fékk því ekki stig i keppninni og liðið er væntanlegt heim í dag. Grikkirnir eru komn- ir í undanúrslit og leika þar við Spánverja en Sovétmenn og Austur-Þjóðverjar mætast í hin- um undanúrslitaleiknum. -VS Svanur Þór Eyþórsson úr Þórs- hamri mun kenna karate á ísa- flrði í sumar. Kennslan hefst nú um hvítasunnuhelgina í sund- laugarsalnum á ísafirði og fer fram laugardag og sunnudag kl. 15-17. Kennari með Svani um helgina verður Karl Gauti Hjalta- son úr Gerplu. Innritun er hjá Sverri Sverrissyni í síma 4517. Karateíþróttin er smám saman að ná aukinni útbreiðslu úti á Skotfimi Cai J. þríðji Carl J. Eiríksson náði mjög góðum árangri á alþjóðlegu móti í skotfimi sem fram fór í Dan- mörku um síðustu helgi. Hann varð í þriðja sæti í keppni með riffli og hlaut 590 stig en sigurveg- arinn sem var sænskur hlaut 594 stig. Carl keppir fyrir íslands hönd á Ólympiuleikum smáþjóða sem hefjast í San Marino á morg- un. landi. Ágúst Österby kennir á Selfossi - hann hélt námskeið á Neskaupstað í fyrrasumar og vonir standa til að hann fari þang- að aftur í sumar. Hörkulíf í kar- ate er á Homafirði eins og undan- farin ár undir stjórn Sveinbjörns Imslands og á Akranesi og Hvolsvelli hefur farið fram kennsla í umsjón Karatefélags Reykjavíkur. Handbolti Ársþing HSÍ Ársþing HSÍ, það 29. í röðinni, verður haldið í samkomusal íþróttahússins við Strandgötu í Hafnarfirði um næstu helgi. Þingið verður sett á föstudag, 24. maí, kl. 18 og stendur fram á laugardag. Mörg þýðingarmikil mál verða á dagskrá og er sér- staklega búist við miklum um- ræðum um keppnisfyrirkomulag 1. deildar karla. Grindahlaup Mark lA: Sveinbiörn Hákonarson 9. mfn. Skagamenn taka forystuna, Sveinbjörn Hákonarson horfir á eftir boltanum í netið - Stefán Jóhannsson markvörður og varnarmaður KR fá ekkert að gert. Mynd: E.ÓI. ^ deild Hðrðurþó! Mark KR: Björn Rafnsson 90. mín. (víti). Stjörnur KR: Ágúst Már Jónsson * BJÖrn Rafnsson * Hálfdán Örlygsson » Jóstelnn Elnarsson • Stefán Jóhannsson » Stjörnur IA: Guðjón Þóröarson »»* Árnl Svelnsson * Jón Áskelsson • Júlfus Ingólfsson • Karl Þóröarson * Dómari: Ragnar örn Pétursson * Áhorfendur 1391. Klúðraði dauðafœri í lokin og ístaðinn jöfnuðu 10 KR-ingar Knatíspyrna Trausti í Víking Trausti Ómarsson miðvallarspilari úr Breiðabliki sem leikið hefur með portúgalska 2. deildarliðinu Campin- ese í vetur er á heimleið og er genginn til liðs við 1. deildarlið Víkings. Hann verður löglegur með liðinu 20. júní. 1. deild Helga undir 60 sekúndum Helga Halldórsdóttir úr KR setti sitt annað íslandsmet í 400 m grindahiaupi kvenna á stuttum tíma um síðustu helgi. Hún hljóp þá á 59,58 sekúndum á skólamóti í Kaliforníu en „gamla” metið hennar var 60,27 sek. Á 89. mínútu slapp Hörður Jó- hannesson alcinn uppað marki KR. ÍA var með 1-0 forystu og KR-ingar voru manni færri síðan Jakob Pétursson var rekinn útaf á 72. mínútu. Nú eru úrslitin ráðin, hugsuðu hörðustu KR-ingar með sér. En, Hörður hefur áreiðan- lega verið með martröð í nótt. Hann var alltof seinn að skjóta, renndi loks boltanum til hliðar á Sveinbjörn Hákonarson sem skaut framhjá. KR geystist upp - í vítateig ÍA srnall knötturinn í hendi Sigurðar Lárussonar. Víta- spyrna! Spennan í algleymingi - Björn Rafnsson stillti boltanum V. Þýskaland Völler til Napoli? Þrír í kvöld Þrír leikir fara fram í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Þór og Víkingur leika á Þórsvelli á Akureyri, Víðir og ÍBK í Garðinum og Fram-Valur í Laugardal. AUir hefjast kl. 20. Þá fara fram einir 13 leikir í 1. um- ferð bikarkeppni KSÍ í kvöld og verður leikið víðs vegar um landið. Frá Jóni H. Garðarssyni, frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: ítalska knattspyrnufélagið Napoli, sem hefur Diego Mara- dona innan sinna vébanda, er á höttunum eftir markakónginum Rudi Völler frá Werder Bremen. Napoli mun hafa boðið honum samning til þriggja ára að verð- gildi 3,9 miljónir vestur-þýskra marka en Völler vill ekkert um málið segja. Hann hafði áður lýst því yfir að hann yrði kyrr í V.Þýskalandi, a.m.k. framyfir heimsmeistarakeppnina á næsta ári. Bernd Förster landsliðsmaður hefur ákveðið að leika með Stutt- gart næsta vetur og hefur skrifað undir eins árs samning. Hann hafði áður tilkynnt að hann sæi enga framtíð fyrir sig hjá Stutt- gart en talið er að bróðir hans, Karl-Heinz Förster, eigi stóran þátt í þessari ákvörðun. upp á vítapunkti ÍA, tók tilhlaup og þrumaði af krafti í netið. Úrslit 1-1, Skagamenn höfðu kastað frá sér tveimur stigum. En þegar á heildina er litið eru úrslitin sanngjörn. KR-völlurinn virðist bjóða uppá opna og skemmtilega leiki og bæði lið óðu í færum allan tímann. ÍA fékk þrjú dauðafæri áður en Sveinbjörn skoraði eftir góða rispu - hann skaut með vinstri frá vítateig (sjá mynd), óverjandi fyrr Stefán Jóhannsson. KR sótti í sig veðrið um miðjan hálfleikinn og Ásbjörn Björns- son, Gunnar Gíslason og Sæ- björn Guðmundsson voru allir nálægt því að jafna. Opnara varð það þó ekki en á 44. mínútu þegar Birkir Kristinsson markvörður ÍA missti af boltanum í úthlaupi og Björn skaut á opið markið utan vítateigs en hitti ekki ram- mann. f seinni hálfleik var enn meira um að vera í vítateigunum. Á 54. mínútu bjargaði Karl Þórðarson á marklínu IA, Skagamenn geystust upp, Sveinbjörn komst í gegn og skaut en Birkir bjargaði naumlega í horn. Hörður skallaði í stöng KR-marksins á 58. mín. og Stefán bjargaði frá Karli rétt á eftir. Ágúst Már Jónsson þrum- aði rétt yfir Skagamarkið og Sæ- björn hitti boltann hörmulega í dauðafæri. Árni Sveinsson stakk sér snilldarlega í gegnum vörn KR en tókst síðan ekki að lyfta yfir Stefán. Þá kom rauða spjaldið á Jakob sem sparkaði í Júlíus Ingólfsson sem áður braut á honum. KR-ingar 10 það sem eftir var, þrjú stig virtust komin í Akraneshöfn, en knattspyrnan er ó- útreiknanleg og leikurinn tók óvænt- ar stefnur í lokin eins og áður er frá sagt. Skemmtilegur og opinn leikur, bæði lið lögðu áherslu á spil og Skaga- mönnum tókst öllu betur upp að því leyti, með Guðjón Þórðarson sem al- besta mann. Reyndur og útsjónar- samur varnarmaður sem er geysilega virkur í sóknarleiknum - hann steig ekki í rangan fót í allt gærkvöld. -VS Jónsmálið Hálfmaraþon Steinar fyrstur Steinar Friðgeirsson, IR, kom fyrstur í mark á meistaramótinu í hálfu maraþoni sem fram fór í Keflavík og Njarðvík um helgina. Hann hljóp 21 km á 1 klukku- stund, 14,18 mínútum. Annar varð Bragi Sigurðsson, Ármanni, á 1:14,29 klst. og þriðji Jóhann Ingibergsson, FH, á 1:19,05 klst. Keppendur voru 12, þar af þrír erlendir gestir. England Robson velur Bobby Robson landsliðs- einvaldur Englendinga tilkynnti í gær byrjunarlið sitt gegn Finnum í dag. Þjóðirnar mætast í undan- keppni HM í knattspyrnu í Hels- inki. Liðið er þannig skipað: Pet- er Shilton - Viv Anderson, Kenny Sansom, Terry Fenwick, Terry Butcher - Trevor Steven, Ray Wilkins, Bryan Robson - Trevor Francis, Mark Hatley, John Barnes. -VS Enginn úrskurður Þorsteinn Ólafsson fyrrum landsliðsmarkvörður átti stórleik þegar Magni og KA mættust í bik- arkeppni KSÍ á Þórsvellinum á Akureyri í gærkvöldi. Þorsteinn er þjálfari Magna og hann sá til þess að Grenivíkurliðið átti alltaf möguleika á hinu óvænta í leiknum. En þegar upp var staðið skildi mark Tryggva Gunnars- sonar á 48. mínútu liðin af - KA vann 1-0 og leikur við Tindastól eða Vask í 2. umferð. -K&H/Akureyri Bikarkeppni Stórleikur Þorsteins Aganefnd KSÍ kvað ekki upp úrskurð í máli KR-ingsins Jóns G. Bjarnasonar á fundi sínum í gær. Stjórnarmenn KR mættu á fundinn og gerðu grein fyrir sinni afstöðu í málinu og því var síðan frestað til næsta fundar, n.k. þriðjudag. Það er því áfram á huldu hvort KR heldur stigunum eða hvort Þróttarar fá þau. -VS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.