Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI Húsnæðismálin; miðar í áttina Á yfirstandandi þingi hafa orðið miklar umræður um húsnæðismál. Alþýðubandalagið hefur haft afgerandi forystu á vettvangi þingsins um marg- víslegar tillögur til úrbóta í húsnæðismálum. Sá flokkur hefur sérstaklega vakið athygli á því, að ófremdarástandið er af manna völdum, það á aðalorsök sína í þeirri pólitísku ákvörðun ríkis- stjórnarinnar í upphafi ferilsins, að afnema dýr- tíðarbætur á laun. í þeirri gerræðislegu ákvörðun og lagasetn- ingu stjórnarinnar liggja flest höfuðbein íslensks launafólks í dag og húsnæðiskaupenda einnig. Húsnæðishreyfingin hefur einmitt lagt áherslu á það í málflutningi sínum, að stærstur sé vandinn vegna misgengis launa og lánskjara. Stjórnarflokkarnir höfðu lýst því yfir að ekkert yrði meira aðhafst í húsnæðismálum á þessu þingi. Stjórnarandstaðan knúði þá fram við- ræður við talsmenn ríkisstjórnarinnar, þá Þor- stein Pálsson og Steingrím Hermannsson. Stjórnarandstaðan lagði til fjáröflunarleiðir í húsnæðiskerfið sem hefðu skilað 1.7 miljarði til húsnæðismála til viðbótar. Þessar fjáröflunar- leiðir ganga aðallega út á að færa fjármagn frá þeim sem það hafa, svosem einsog með veltu- skatti á fyrirtæki og eignaskattsviðauka, hagn- aður Seðlabankans rynni til húsnæðismála og fleira í þeim dúrnum. Tillögur stjórnarandstöðunnar voru ítarlegar og hafa verið birtar í greinargerð þar um. Ríkis- stjórnin hefur í nokkru látið undan þrýstingi stjórnarandstöðunnar og fólksins sem tekið hefur höndum saman um að fá stjórnina til að hreyfa sig í þessum málum. Þó heildarsamkomulag hafi ekki náðst milli stjórnar: og stjórnarandstöðu í þessum málum er hitt Ijóst að árangurinn er töluverður. Þess vegna er skiljanlegt að Ögmundur Jónasson talsmaður húsnæðishreyfingarinnar fagni því að skriður er kominn á húsnæðismálin. Þetta er byrjunin - og sýnir að samtakamáttur fólksins og sameinuð stjórnarandstaða geta þokað mikilvægum málum áleiðis. Ástæður þess að samkomulag tókst ekki eru m.a. þær að stjórnin kaus að gera söluskatts- hækkun að meginfjárölfunarleið til húsnæðis- mála. En stjórnarandstaðan er að sjálfsögðu andvíg þeirri hækkun. Þá hafnaði stjórnin tillögu andstöðunnar um vaxtalækkun og að miðað verði við kaupgjaldsvísitölu í lánskjörum. Þeir voru heldur ekki reiðubúnir ráðamenn að tryggja afgreiðslu Búsetafrumvarpsins, né heldur að tryggja endurgreiðslurnar til fórnar- Ókurteisi Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir drýgindalega í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann sjái ekki ástæðu til að vera í neinum samningum við stórnarandstöðuna um afgreiðslu þingmála í lok þingsins. í fyrsta lagi er ráðherrann nýkominn úr samningaviðræðum við stjórnarandstöðuna um einn veigamesta vandamálaflokk stjórnarinnar þegar hann lætur þessi orð falla. Með þeim viðræðum lýstu for- menn stjórnarflokkanna vantrausti á tvo ráð- lamba ránskjaravísitölunnar þegar á þessu ári. Ríkisstjórnin vildi líka standa vörð um hagnað Seðlabankans. Hins vegar féllst stjórnin á að skipa milli- þinganefnd, sem þá verður væntanlega skipuð fulltrúum allra flokka á alþingi og hefur það verk- efni að gera tillögur um uppstokkun húsnæðis- lánakerfisins. Stjórnin féllst einnig á tillögur um eignarskattsviðauka og hún gefur fyrirheit um endurgreiðslur til húsnæðiskaupenda í gegnum skattakerfið á næsta ári. Á blaðamannafundi stjórnarandstöðuflokkanna lýsti Svavar Gests- son formaður Alþýðubandalagsins ánægju sinni með skipun milliþinganefndarinnar, og aukið fjármagn í húsnæðislánakerfið og að opn- að skuli fyrir endurgreiðslur. Þannig er kominn skriður á húsnæðismálin. Svo er samtakamætti fólksins og málafylgju stórnarandstöðunnar á þingi fyrir að þakka. raðhena herra sem ekki hafa valdið þessum málaflokk- um, þæ. félagsmálaráðherra og fjármálaráð- herra. í öðru lagi hefur ríkisstjórnin ekki enn lagt fram lista yfir þau mál sem hún vill leggja áherslu á að afgreidd verði fyrir þinglok. Ráðaleysi og eymingjadómur ríkisstjórnar- innar er vandamál útaf fyrir sig, en ráðherrarnir skulda þinginu engu að síður lágmarkskurteisi. -óg Gott veður hf Dagur á Akureyri er vaxandi blað og oft á tíðum með fjörug- asta móti. Um daginn fór rannsóknarblaðamaður þeirra á stúfana til að kanna nýjungar í atvinnulífi norðanmanna og komst heldur en ekki í feitt: „Stofnað hefur veríð nýtt fyrír- tœki á Akureyrí og nefnist það Gott veður hf, og fœst við að taka upp góðar veðurspár úr fjölmiðl- um og gefa út á snœldum, jafnvel vídeóspólum. Petta þykir henta mjög velfyrir þá sem œtla íferða- lag um verslunarmannahelgi og aðrar helgar í sumar. Einnig þyk- ir gott að hafa góða spá á hunda- dagahátíðinni sem haldin verður á Akureyri ísumar. Að sögn for- ráðamanna fyrirtækisins er búið að ráða ónafngreindan banka- stjóra hér í bœ til að taka upp góð- ar veðurspár... “ Þetta nýja fyrirtæki er greini- lega hið þarfasta þing. Hjá því geta menn hér eftir keypt sér gott veður eftir þörfum. NT gæti keypt sér gott veður hjá Fram- sóknarflokknum, Þorsteinn Páls- son sömuleiðis fjárfest í blíðviðri næst þegar Albert Guðmundsson snýr uppá sig og við hér á Þjóð- viljanum keypt okkur gott veður hjá verkalýðshreyfingunni. Sem- sagt gott! Mogginn og lyftingarnar f Degi er líka að finna merki- lega skilgreiningu á Morgunblað- inu sem rannsóknarblaðamaður tíndi upp á ónefndri kaffistofu á Akureyri. KLIPPT O^KORIÐ drykkiui . sem hóist Uife sUhj(ð\ tcngi\,vað. utíft ew>Vags n>;v «&***** lífsstarfinu sem hafa tíma til að lesa Morgunblaðið“. Víti vímunnar Bjórinn hefur um langt skeið verið aðaláhugamál þingmanna, og þrátt fyrir að milli 60 og 70 þjóðþrifamál bíði afgreiðslu í þinginu hafa stjórnarliðar tekið fimbulfamb um bjórinn framyfir þau. Um þetta skrifar Helgi Hannesson rokhressa grein í NT í gær; þar sem hann byrjar á að lýsa dásemdum bannáranna: „Pá hófst loks sú tíð, sem besta fólk landsins hafði lengi þráð. Fá- ein nœstum ölœðislaus ár á ís- landi! - Flestar vondar fyllibyttur ”££***** . ...5 a annan • , m VaWaT btugöw rFvóðaíT" • vcrnveg- {étagsskab Wcvt Sem rén að andbann'ftS niða og þvi on«m arunn öttum þá undi’ M.»g«u- utn þ»' einn þetb em ,etk'A- Spurt er: Mogginn- hvað er nú það? Svarið er: jú, það er blað fyrir ellilífeyrisþega sem hafa stundað kraftlyftingar! Þetta skýrir Dagur út á eftirfar- andi hátt: „Blaðið er orðið svo stórt og þungt að það er ekki nema fyrir þrautþjálfað fólk að halda á því. Auk þess er það borín von, að fólk ífullri vinnu geti eða nenni að leita eftirgreinunum innan um all- ar auglýsingasíðurnar. Pví eru það ekki nema þeirsem lokið hafa hœttu að kvelja konur sínar og hrœða börnin sín. Slysum fœkk- aði stórum. Glœpir og afbrot gleymdust nœrri því. Sagt var að- einn maður hefði lent í fangelsi nœsta ár. Á íslandi sýndist vera í vœndum einslags nýr Fróða friður. Læknaspírinn Flestir drykkfelldir verkakall- ar, sveitamenn og hásetalýður virtust sœtta sig við orðinn hlut. En margir fínir drykkjurútar; embœttismenn og flibbalallar brugðu við á annað og verri veg. Þer mynduðu félagsskap „and- banninga", sem réri að því öllum árum, að níða og brjóta bann- lögin, með öllum tiltœkum ráðum. Þeir ýttu undir brugg og smygl- og tœldu lækna til að selja lyfseðla á „lœknaspíritus". “ Ölþursar Þvínæst tekur Helgi þingmenn bjóri hlynnta til bæna: „Lögbrot ráðherra og lygin um smyglið eru röksemdir öl- þursanna, fyrir því að Alþingi skuli svipta þjóð vora þeirri vörn sem bjórbannið er og hefur verið, gegn síölvun og barnadrykkju- skap - samanber vœgast sagt voðalega reynslu nágrannaþjóða. Alþingismenn, sem það verk vinna, eru mörgum sinnum verri en einfaldir manndráparar. “ Svo mörg voru orð Helga Hannessonar. _ÖS ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðvifjans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjómarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Öladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN * Flmmtudagur 6. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.