Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN FRETTASKYRING Þvottavél - strauvél Óskum eftir að kaupa notaða þvotta- vél og strauvél. Þurfa að vera í góöu standi. Strauvélin þarf helst að hafa 150 cm breiðan vals. Á sama stað fæst lítill svefnsófi gefins. Sími 71891 e. kl. 18. Aðdáendur Austan-tjalds bifreiða: Skodilakk, árgerð '78 (gott upp- skeruár eystra) til sölu fyrir mjög sanngjarnt verð. Er á mjög góðum hjólbörðum, óryðgaður, en með hrekkjóttan vélargarm. Bifreiðin er sérstaklega áhugaverð fyrir áhuga- fólk um einkabílisma og góð bíla- kaup. Nánari uppl. gefur Þrúða í síma 20807 utan vinnutíma. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Strandó. Barngóð 12 ára stelpa óskar eftir barnagæslu í sumar. Helst í Heima- eða Langholtshverfi. Upp- lýsingar í síma 84092. Reiðhjól Til sölu reiðhjól fyrir unglinga (26 tom- mu) og 24 tommu telpnahjól. Eru í lagi, en þarfnast aðhlynningar í útliti. Sími 28321. Toyota prjónavél - dúkkuhús Ónotuð Toyota prjónavél, 3ja ára til sölu. Fylgihlutir t.d. borð munstur- sleðar og gataspjöld fyrir útprjón. Til- valið fyrir barnafólk. Á sama stað er til dúkkuhús á tveimur hæðum. Sími 28321. M.A kommar Endurhæfingarleshringnum haldið áfram á Gauki á Stöng nk. föstudags- kvöld. Námsgögn á staðnum. Ráðið. Blár páfagaukur fannst sl. laugardag (2. júní) í Sól- heimum. Sími 38841 eða 685127. Hafnarfjörður - norðurbær Hugguleg 2ja-3ja herb. íbúð ásamt heimilistækjum og einhverju innbúi til leigu frá 1. ágúst í 10 mánuði a.m.k. Sími 53840. Húshjálp óskast 2svar í viku. Uppl. í síma 25074 e. kl. 21. Til sölu nýuppgerður gírkassi í Skodabíl. Sími 44465. Vaskur - klósett Okkur vantar hvítan vask og hvítt klósett, helst af eldri gerðinni. Kom- um og sækjum allt. Á sama stað er til sölu grænt klósett og vaskur. Símar 15383 og 15442 eftir kl. 17. Gömul eldhúsinnrétting Þarf ekki einhver að losna við gamla eldhúsinnréttingu? Komum og sækj- um og rífum niður ef óskað er. Símar 15383 og 15442 eftir kl. 17. Til sölu hár barnastóll úr beyki, hægt að nota á tvennan hátt. Uppl. í sima 77393, eftir kl. 17. Lúpínur Vill einhver sem á skrautlúpínur í garðinum sínum selja eða gefa mér rótarskot. Steinunn sími 81699 á daginn, 77393 á kvöldin. Barnarúm óskast fyrir 3ja-6 ára. Sími 30504 e. kl. 18. Til sölu fjölær blóm og runnar vegna breytinga á garði. Sími 81455. VW-bjaila árgerð 1970 Gullfalleg bjalla, hvít, óryðguð, skoðuð '85, sparneytin 1200 vél, ekin um 30 þúsund km. Verð 45 þús. 10 þús. út og 5 þús. á mánuði, eða 35 þús. staðgreitt. Upplýsingar gefur Sigurjón í síma 28511 eða 16198. Kvenreiðhjól óskast Óska eftir nýlegu 3ja gíra kven- reiðhjóli. Uppl. í síma 36474. Fender Rhodes rafpíanó til sölu, góður hljómur, gott verð. Uppl. í sfma 33646. Klassískt píanó til sölu, selst ódýrt. Uppl. í síma 33646. Baðborð til sölu, sem nýtt Baby Björn baðborð á sanngjörnu verði. Uppl. í síma 621454. Baby-Björn til sölu og öryggisbelti fyrir burðarrúm kr. 600 kr. Sími 42085. Eyrarbakki Til sölu lítið einbýlishús mikið endur- nýjað. Upplýsingar í síma 10686 og 19662. Dýravinur Falleg páfagaukshjón ásamt búri og öllu tilheyrandi fást næstum gefins. Sími 46546. Rýjamottur - ruggustóll Til sölu 2 rýjamottur og sænskur pinnaruggustóll. Ódýrt. Sími 35055. Gaseldunartæki óskast í sumarbústað. Sími 621161. Viltu losna við gömlu, góðu þvottavélina þína? Hringdu þá í Hörð í síma 76229 eftir kl. 19. Til sölu vegna brottflutnings: Vel farið hjónarúm m/innbyggðu út- varpi, klukku, vekjara o.fl. kr. 8-10 þús. 25 I. fiskabúr m/öllu kr. 3000.- Skrifborð m/4 skúffum og skáp kr. 1500,- 2 stk. Good Year sumardekk á felgum 13“ kr. 1500 stk. Þríhjól (trakt- or) kr. 500. Sími 45306 á kvöldin. Reykvísk kennarahjón með tvö börn óska eftir vinnu í sumar úti á landi. Allt kemur til greina. Hús- næði þarf að fylgja. Sími 79614. Opinn fundur um kjaramál verður á mánudagskvöld 10. júní kl. 20.30 á Hallveigastöðum. Konur fjöl- mennum á fundinn undir kjörorðinu: Lausa samninga í haust. Samtök kvenna á vinnumarkaðnum. Gamalt hjónarúm (2 rúm) til sölu ásamt náttborðum með marmaraplötu og snyrtikom- móðu með hreyfanlegum spegli, mætti afsýra. Einnig stór fataskápur. Sími 25641 e. kl. 17. Barnarúm tvílyft, stærð á dýnum 57x153 cm. Hringið í síma 36037 kl. 18-21. Eldavél stór Westinghouse með efri og neðri ofni til sölu. Hlægilegt verð. Sími 32185. Þingmenn Hvemig væri að hressa upp á skand- inaviskuna í þingleyfinu; sænskuling- uaphone til sölu, sími 32185. Til sölu vel með farinn ísskápur fyrir lítið. Sími 30545. Háskólanemar sem hyggið á framhaldsnám í Sví- þjóð í haust. Þurfið þið ekki að bæta sænskukunnáttuna. Þá hef ég sænsku-linguaphone til sölu, gott verð. Sími 32185. Tek að mér að sauma fatnað og gera við. Uppl. í síma 35707. Svart-hvítt sjónvarp Ég óska eftir sv/hv. sjónvarpi, helst gefins. Hringið í síma 33394. Tölva Til sölu Dragon 32K ásamt leikjum. Sími 81663 kl. 9-16. Bára. Barnagæsla Óskum eftir unglingsstelpu til að gæta 4 ára gamals stráks í Þingholt- unum frá kl. 9-13,30. Uppl. í síma 28737 eftir kl. 17. Borðstofusett Hvítt antik borðstofusett til sölu, stólar hvítir með rósrauðu plussi. Fæst á sanngjörnu verði. Uppl. í síma 46346. Barnavagn til sölu. Fallegur, góður, rauður að lit úr riffluðu flaueli. Verð kr. 8 þúsund. Sími 82249. Þingmaðurinn Gunnar G. Schram. Laun: rúmlega 600 þúsund. Álviðræðunefndarmaðurinn Gunnar G. Schram. Laun: 515 þúsund. Sporslukóngarnir Prófessorinn Gunnar G. Schram. Laun: 275 þúsund. Var vinnuvika Gunnars G. Schram 107 tímar? Alþingismaðurinn og lagaprófessorinn þáði 1,4 milljónir íárslaun hjá íslenska ríkinu ífyrra. Viðþað bœtastýmsar aukasporslur eins og dagpeningar í utanlandsferðum og símakostnaður. Vinnuframlag Gunnars samsvarar22/3 ársverkum Eftir því sem Þjóðviljinn kemst næst fékk Gunnar G. Schram tæpar 1,4 miljónir króna í laun hjá ríkinu á árinu 1984. Á sama ári greiddi Bandalag háskóla- manna Gunnari u.þ.b. 15 þúsund krónur fyrir að standa í for- mennsku fyrir samtökunum en eitt af heistu hlutverkum BHM er að standa vörð um hagsmuni há- skólamanna sem starfa hjá ríkinu og eru ekki ofhaldnir í launum. Eins og fram hefur komið í Þjóðviljanum og öðrum fjölmiðl- um á Gunnar sæti í álviðræðu- nefnd ríkisstjórnarinnar og hlaut að launum fyrir störf sín þar rúm- lega 515 þúsund krónur á síðasta ári. Þá eru ótaldir dagpeningar á ferðalögum erlendis sem ekki voru tilgreindir sérstaklega í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Geirs Gunnarssonar alþingis- manns í síðustu viku. Alþingi: Rúmlega 600 þúsund Upphæðin sem Gunnar þáði fyrir viðræður við Alusuisse og Sumitomo er nokkurn veginn sú sama og þingfararkaup árið 1984. Samkvæmt upplýsingum Alþing- is nam þingfararkaup þingmanns úr Reykjaneskjördæmi tæplega 530 þúsund kr. í fyrra. Vegna ná- lægðar við vinnustað sinn fá þeir engan húsaleigustyrk en á hverj- um mánuði fá þingmenn úr Reykjaneskjördæmi kr. 6.350 í ferðastyrk, samtals 76.200 krón- ur á ári. Því til viðbótar fá þeir greiddan símakostnað, bæði af eigin síma og öllum langlínusam- tölum sem þeir þurfa að standa í hvar sem þeir eru niðurkomnir. Loks fá þeir endurgreiddan beinan útlagðan kostnað vegna ferða sem farnar eru innanlands, svo sem á pólitíska fundi. Háskólinn: 275 þúsund Og matarholur Gunnars eru fleiri. Hann er prófessor í lögum við Háskóla Islands og er þar í hálfri stöðu með þingmennsk- unni. Að sögn Stefáns Sörensens hjá Háskóla íslands skilaði Gunnar öllu því starfi sem af hon- um var krafist og hlaut fyrir það kr. 200.775. Einnig fékk hann frá Háskólanum tvenn mánaðar- laun, samtals kr. 74.346, fyrir „lúkningu sérstakra rannsóknar- verkefna“ eins og það er nefnt. Þessa þóknun geta kennarar við Háskólann fengið ef þeir sækja um og stofnunin og menntamála- >1 l*» ÞRÖSTUR \ HARALDSSON y ráðuneytið fallast á að veita hana. Gunnar fékk þetta fyrir tvær bækur sem hann lagði fram í fyrrahaust og fjallaði önnur um umhverfisrétt en hin um alþjóð- legan rétt varðandi efnahagslög- sögu, hvor um sig upp á u.þ.b. 200 bls. Að sögn Halldórs Guðj- ónssonar kennslustjóra Háskól- ans mega verk sem fram eru lögð með umsókn helst ekki vera eldri en tveggja ára svo væntanlega hefur Gunnar ritað þessar bækur á árunum 1983-84 því þær voru lagðar fram í fyrrahaust. 117 þúsund á mánuði Nú og svo er Gunnar formaður Bandalags háskólamanna. Að sögn Sigmunds Stefánssonar hjá BHM fær formaður rúmar 400 kr. fyrir hvern stjórnarfund sem hann stýrir. Þeir eru haldnir viku- lega að vetrum en sjaldnar á sumrin. Ef fundirnir hafa verið 35 á árinu 1984 hafa laun Gunnars verið u.þ.b. 15.000 kr. Að auki fékk Gunnar greidda dagpeninga í þrjá daga vegna utanlandsferðar á vegum BHM. Séu þessar upphæðir lagðar saman kemur út tala sem rétt los- ar 1.400 þúsund krónur á árinu 1984. Það samsvarar rúmlega 117 þúsund krónum á mánuði. En eins og áður segir eru þessar tölur ekki tæmandi. Inn í þær vantar símakostnað og ferðakostnað sem alþingi hefur reitt af hendi. Og inn í þær vantar einnig dag- peninga og annan ferðakostnað sem Gunnar hefur fengið greiddan á árinu. í svari iðnaðar- ráðherra kom fram að dagpen- ingar og annar ferðakostnaður ál- viðræðunefndarinnar nam u.þ.b. einni miljón. Hversu stór hlutur Gunnars var í þeirri upphæð skal ósagt látið. Frá hverjum fór Gunnar? Ef reynt er að meta starf Gunn- ars hjá ríkinu samsvarar vinnu- framlag hans á árinu tæpum þremur ársverkum. Þá er þing- mennskan talin eitt ársverk, starfið við Háskólann metið á 8 mánaða starf (þ.e. hálf prófess- orsstaða plús tveir mánuðir til viðbótar) og launin fyrir álvið- ræðurnar nema nokkurn veginn sömu upphæð og þingfararkaup- ið. Og ef við leikum okkur dálítið meira þá hefur vinnuvikan verið 107 tímar eða þar um bil. Samnefndarmaður Gunnars í álviðræðunum, Guðmundur G. Þórarinsson, þáði líka drjúgan skilding fyrir framlag sitt í nefnd- inni. í viðtali við Þjóðviljann s.l. laugardag kemur fram að Guð- mundur telur þessar greiðslur til sín eðlilegar. „Ég fer frá mínu fyrirtæki á sama hátt og þeir“, segir hann og ber sig þar saman við lögfræðilega ráðgjafa nefnd- arinnar. Þá er það spurningin: frá hvaða fyrirtæki fór Gunnar G. Schram þegar hann sinnti ráðgjöf fyrir ál- viðræðunefndina? -ÞH 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.