Þjóðviljinn - 09.06.1985, Síða 2
FLOSI
\iku
skammtur
Ég hef alltaf haft afskaplega mikinn áhuga
fyrir fegurö, bara veriö undirlagöur þegar ég hef
þóst geta skynjað fegurö meö augunum, eyrun-
um, nefinu eöa húöinni.
Alveg trylltur í fegurð.
Nú það er eins meö feguröina og annað í
heimi hér, ekki minnkar dálæti manns á fyrir-
brigðinu, (3Ó hægt sé aö hafa uppúr því peninga.
Þetta veit ég af eigin reynslu því bæði hef ég
prangað með hross, landslag og meira að segja
staðiö fyrir fegurðarsamkeppni og það sem enn
meira er, þetta er satt.
Það var nefnilega ég, sem stóð fyrir fegurðar-
samkeppni karla og árið 1957, ef ég man rétt,
en hef víst aldrei sagt frá þeirri furðulegu uppá-
komu á prenti.
Ég ætla nú heldur ekki að segja ítarlega frá
þeirri fegurðarsamkeppni hér, vegna þess að
sú frásögn á að koma í öðru bindi ævisögu
minnar, sem nú er í smíðum.
Á þessum árum var ég nýgiftur, alveg rosa-
lega blankur og var svona nokkurn veginn til í
að gera hvað sem var fyrir peninga. Slíkt fer nú
af sumum þegar þeir komast í álnir en þó ekki
öllum einsog dæmin sanna.
Nema einn daginn kemur til mín þáverandi
eigandi kvenlegrar fegurðar í landinu og segir
við mig formálalaust:
- Þú ert svo andskoti talenteraður og ég er
með alveg óborganlega hugmynd.
Þessi ræða fannst mér lofa góðu, fann strax
af henni peningalykt, svo ég sagði:
- Lát heyra.
Þá tók hann svo til orða:
- Ef þú getur útvegað tíu „herramenn” til að
taka þátt í fegurðarsamkeppni karla úti í Tívolí í
vor, þá skal ég borga þér þúsund krónur á
skrokkinn.
af fegurð
Og til að gera langa sögu stutta, þá náði ég í
tíu „herramenn”, fegurðarsamkeppni karla var
haldin í Tívolí og ég lagði grundvöllinn að fjár-
hagslegri velgengni, sem ég hef borið gæfu til
að njóta æ síðan.
Ég er nú bara að segja frá þessu til þess að
öllum sé Ijóst að ég veit hvað ég er að tala um
þegar um fegurðarsamkeppnir er að ræða.
Mér er sagt að til séu afskaplega margar
skoðanir á fegurðarsamkeppnum og það má
vel vera. Sjálfur hef ég svosem enga skoðun á
fyrirbrigðinu.
Ég hugsa bara sem svo:
- Djarfir og dugmiklir piltar með takmark í
lífinu hafa yndi af því að græða peninga. Fal-
legar ungartelpur með löng læri hafa yndi af því
að sýna á sér sköpulagið. Og er þetta svosem
ekki gráupplagt?
Eða eins og segir í vísunni:
Lærin og brjóstin í flóðljósum flæða
fegurðarkóngarnir græða og græða
af því að gestirnir biæða og blæða
blæða fyrir að drekka og snæða.
Þegar frá er talin fegurðin hef ég alltaf haft
mestan áhuga á að fylgjast með áhugamálum
fegurðardísanna, því þau eru jafnan tíunduð
gaumgæfilega, svona einsog til að undirstrika
að hér fari ekki bara belgirnir tómir.
Hér fyrr á árum voru áhugaefnin oftast listir,
Laxness, Slaughter og Shakespeare, en nú er
öldin önnur, einsog fegurðarsamkeppni 1985 í
sjónvarpinu ber með sér.
Nú eru horn þeytt og bumbur barðar. Hátíðin
hefst. Hver af annarri tínast þessar elskur fram
á rauða dregilinn, fallegar, elskulegar, feimnar,
hræddar, ungar - sumar nærri barnungar - og
það er ekki laust við að maður fái kökk í hálsinn.
Þetta er eitthvað svo skringilega átakanlegt
ÆIÆIÆIÆIÆ! - Litlu greyin.
Og í hljóðnemann segir fulltrúi piltanna, sem
reka þessa forretningu frá hverjum skrokki fyrir
sig:
- Er í fjölbrautaskóla á listabraut. Áhugamál
listir.
- Er í fjölbrautaskóla og kljáist þar við ekki
færri en fjögur tungumál.
- Er á viðskiptabraut, brennandi áhuga á tölv-
ufræðum.
- Lyfta lóðum, synda, hlaupa eðafaraá skíði.
- Ferðalög og keiluspil.
- Átján, og sálfræðin á hug hennar allan.
- Sautján, og ef hún fær að hreyfa sig, þá
hefur hún áhuga.
- Sautján, á tungumálasviði og franskan
heillar mest.
O.s.frv. o.s.frv.
Svo sungu Rod, Bjöggi, Egill og Kristján,
dömur sýndu sig í fötum og veislugestir grétu,
þegar fegurðardrottningarnar voru krýndar og
þær sungu alheimssigursöng fegurðardrottn-
inganna, sem þýddur var í fyrra yfir á íslensku
og er alltaf sunginn, þegar ein er dæmd vera
fegurri en allar hinar:
Með klókindunum keppnina ég vann.
Eg kannaðist við yfirdómarann.
Ætli maður uppá toppinn
um að gera að nota kroppinn
og að þekkja réttan mann.
Piaf suður
Edit Piaf, leikrit Pam Gems,
sem Leikfélag Akureyrar hef-
ur sýnt viö mikinn fögnuð
norðanmanna flyst nú suður
heiðar. Stykkið verður gesta-
leikur hjá Hinu-leikhúsinu, í
sumar og frumsýningin verð-
ur þann 22. júní. Edda Þórar-
insdóttir leikur aðalhlutverk-
ið sem fyrr en hún hefur þótt
afburða góð í hlutverki Piaf og
sýningin mun öll þykja hin
besta. Stykkið verður flutt af
sama fólki og norðanlands,
en þó munu reykvískir dans-
arar og hljóðfæraleikarar
koma inn í sýninguna.B
en hefurgjarnan titlað sem sig
sem endurskoðanda var í vik-
unni dæmdur í nær heils árs
fangelsi fyrir þjófnað og háar
fjársektir og vörusvik. Hann
var áður starfsmaður á Kefla-
víkurflugvelli og einn af þeim
fimmmenningum sem tóku
þátt í hinu umfangsmikla dek-
kjasvindli á Vellinum á árun-
um 1976-78, en þá var herinn
látinn borga fyrir fjöldann all-
an af dekkjum sem aldrei bár-
ust inná Völlinn en starfs-
menn þar sáu um að hag-
ræða birgðaskýrslum.B
Plebbinn og
aristókratinn
Iðinn í
braskinu
Braskararnir sem sviku út hátt
á aðra miljón með sölu fals-
aðra skuldabréfa sitja nú báð-
ir í gæsluvarðhaldi. Annar sit-
ur inni til 26. júní n.k. en félagi
hans lögmaður var úrskurð-
aður í gæsluvarðhald til 17.
júlí n.k.
Sá fyrrnefndi sem er bókari
Smávægileg eftirmál urðu út
af viðtali Stefáns Jónssonar
og Þjóðviljans á dögunum,
og Stefán sendi blaðinu litla
eftirskrift. Þetta varð til þess
að þekktum hagyrðing hraut
af vörum eftirfarandi vísa:
„Norðurland eystra í sár-
um sat,
er Soffía vék fyrir Stebba,
þar kjósa menn ekki arist-
ókrat,
eigi þeir völ á plebba.B
Jónsmessu-
næturdraumur
í Öskjuhlíð?
Mikil aðsókn hefur verið að
aukasýningum á „Draumi á
Jónsmessunótt" í Iðnó og
færri komist að en vildu. Ekki
er hægt að taka sýninguna
upp næsta haust, þar sem
samkomulag á milli Leikfé-
lagsins og Leiklistarskólans
nær aðeins til þessa leikárs,
og eru nemendur skólans
sem í sýningunni taka raunar
ekki lengur nemendur, heldur
nýútskrifaðir leikarar. Allra
síðustu sýningará verkinu eru
í kvöld, laugardagskvöld og á
föstudagskvöld. Nú ræða
menn hins vegar í fúlustu al-
vöru að hafa sýningu utan-
dyra fyrir þá sem ekki komast
á þessar sýningar á
Jónsmessunni sjálfri 24. júní.
Og þá er helst talað um að
leika verkið í Öskjuhlíðinni...B
Gísli Halldórsson í hutverki Spóla
í Draumnum. Mynd Valdís.
____Hassið í
farangrinum
Nokkrir borgarfulltrúar úr
Reykjavík fóru í síðustu viku til
Færeyja að bera saman
bækur sínar með kollegum í
Færeyjum. Á fimmtudag
komu þeir til baka með ferj-
unni og tóku land á Seyðis-
firði. Þegar þangað kom var
mikill viðbúnaður af hálfu
tollgæslunnar. Farangri allra
farþeganna var raðað upp og
heljarmikill hasshundur látinn
ganga á röðina og þefa af
töskunum. Þegar kom að far-
angri reykvísku borgarfulltrú-
anna æstist hvutti heldur en
ekki. Mitt í farteski þeirra var
nefnilega afskaplega virðuleg
skjalataska sem hafði greim-
lega að geyma hið forboðna
efni. Borgarfulltrúarnir litu
skelfdir hver á annan, fullir
illra grunsemda. Þeim til mik-
ils léttis kom þó í Ijós að tösk-
unni hafði verið plantað af
tollgæslunni sjálfri, svona til
að halda hvutta við efnið, og
tilviljun réði að hún lenti méðal
farangurs hinna reykvísku
fyrirmenna...B
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júní 1985