Þjóðviljinn - 09.06.1985, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júnl 1985
FRÉTTASKYRING
Á mánuði hafðí hann meira en
árslaun verkamanns á
lágmarkslaunum.
Seðlabankastjórinn ertalsvert
tekjuhœrri en œðstu
embœttismenn ríkisins.
Jóhannes Noráal hafði uþb.
2 miljóniríárstekjurífyrra.
Sporslukóngarnir
Þrettánföld
verkamannalaun
Á flmmtudaginn reyndum við
að finna út hversu mikið Gunnar
G. Schram alþingismaður og pró-
fessor þáði í iaun frá íslenska rik-
inu á árinu 1984. Við komumst
upp í 1,4 miljónir sem er þó alls
ekki tæmandi. Samnefndarmað-
ur Gunnars í álviðræðunefnd
ríkisstjórnarinnar, Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri, virðist
þó seilast öllu dýpra í ríkisvasann
á því sama ári. Okkur telst til að
hann hafi ekki undir tveimur
miljónum króna á árinu.
Eins og alþjóð er kunnugt er
Jóhannes æðsti yfirmaður Seðla-
bankans. Sem slíkur nýtur hann
sömu kjara og aðrir banka-
stjórar. Þeir taka laun eftir sama
launaflokki og hæstaréttardóm-
arar. Á síðastliðnu ári voru árs-
laun þessara stétta kr. 771.000.
Að auki fá bankastjórar marg-
nefnd bílafríðindi. Þau fríðindi
komust í hámæli ekki alls fyrir
löngu þegar gerðar voru heyrink-
unnar niðurstöður nefndar sem
átti að gera tillögur um breytta
tilhögun fríðindanna. Reyndar
lauk sú nefnd störfum í desemb-
ermánuði sl. og varð útkoman sú
að fríðindin voru metin á kr.
450.000 á ári. Alls eru því árstekj-
ur Jóhannesar hjá Seðlabankan-
um. 1.221.000 kr.
Hagfœtur
Jóhannesar
Á dögunum varð heilmikill
hvellur út af þóknun til þeirra
þremenninga í álviðræðunefnd
nkisstjórnarinnar, Jóhannesar,
Gunnnars og Guðmundar G.
Þórarinssonar. Þá upplýsti iðnað-
arráðherra að hlutur Jóhannesar
fyrir störf sín í þeirri nefnd var kr.
443.996.
En Jóhannes á sér marga hag-
fætur. Einn þeirra heitir stjórn-
arformennska í Landsvirkjun.
Fyrir það hlaut Jóhannes kr.
164.600 á sl. ári. Jóhannes á einn-
ig sæti í ýmsum fleiri nefndum,
ráðum og stjórnum. Sumar eru
launaðar en aðrar ekki. Af og til
gefur Fjárlaga- og hagsýslustofn-
un út yfirlit um störf þessara
nefnda, hverjir sitja í þeim og
hvað þeir hafa þegið í laun. Þetta
er ein aðalheimild blaðamanna
um svokallaða nefndakónga. Því
miður er útgáfan stopul og nú
liggja t.d. ekki fyrir nýrri tölur en
frá 1982. Það ár hafði Jóhannes
ívið hærri tekjur fyrir setu í stjórn
Landsvirkjunar en í öðrum
nefndum samanlagt. Ef við fram-
reiknum eftir þeim línum hafa
tekjur hans á síðasta ári verið
nærri 160 þúsundum fyrir setu í
öðrum nefndum en stjórn Lands-
virkjunar. Ekki er þó ólíklegt að
tekjur hans séu hærri en þetta því
nú er við völd ríkisstjórn sem lítur
starfskrafta Jóhannesar öllu hýr-
ari auga en sú sem var við völd
árið 1982.
2 miljónir
og meira til
En hvað sem því líður þá voru
tekjur Jóhannesar hjá þessum
þremur stofnunum, þ.e. Seðla-
bankanum, Landsvirkjun og
álviðræðunefnd, kr. 1.829.596 á
árinu 1984. Að viðbættum öðrum
nefndartekjum fer það nærri að
Jóhannes hafi þegið af íslenska
ríkinu 2 miljónir króna í bein laun
og bílafríðindi á árinu sem leið.
Eins og í dæmi Gunnars G.
Schram vantar inn í dæmi Jó-
hannesar dagpeninga sem hann
fékk á ferðum sínum erlendis. í
svari iðnaðarráðherra við fyrir-
spurn Geirs Gunnarssonar á dög-
unum kom fram að dagpeningar
og „annar ferðakostnaður“ þeirra
þremenninga í álviðræðunefnd
var uþb. 1 miljón en hún var ekki
sundurliðuð nánar. Jóhannes
ferðaðist einnig á vegum Lands-
manna á lágmarkstekjum eða 8
fóstra.
Launa-
stefna og
gengis-
fellingar
Gunnar G. Schram er alþingis-
maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn
og þar af leiðandi stuðningsmað-
ur núverandi ríkisstjórnar. Ekki
hefur farið mikið fyrir því í fjöl-
miðlum að Gunnar hafi mótmælt
launastefnu stjórnarinnar. Samt
er það staðreynd að tekjur launa-
fólks voru í fyrra heldur hærri en
sú launastefna gerði ráð fyrir.
Launastefnan byggðist á því að
banna vísitölubætur launa og
halda laununum innan ákveðins
ramma sem reyndar var sprengd-
ur í fyrrahaust.
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar,
sem nýtur fylgis Gunnars G.
Schram á þingi, voru þau að fella
gengið. Þar með voru launin aft-
ur komin inn í þann ramma sem
stjórnin hafði sett þeim. Einn ák-
afasti stuðningsmaður og
meðmælandi gengisfellinga um
áratuga skeið hefur verið Jó-
hannes Nordal seðlabankastjóri.
Hann hefur verið ráðgjafi fjöl-
margra ríkisstjórna í efna-
hagsmálum og oftast hafa hans
ráð hljóðað á þann veg að til þess
að halda niðri verðbólgunni þurfi
fyrst og fremst að draga úr þenns-
lunni innanlands og þar með
eftirspurn eftir vörum og þjón-
ustu. Leiðin til þess að draga úr
eftirspurninni er líka alltaf sú
sama: Að lækka kaupið og
skerða kaupmáttinn.
í nýlegum útreikningum hefur
komið fram að þessi leið er ansi
hæpin. Þrátt fyrir umtalsverða
kaupmáttarrýrnun hjá almenn-
ingi undanfarin tvö ár jókst innf-
lutningur á árinu sem leið um tæp
10%. Spá Þjóðhagsstofnunar
hafði hins vegar hljóðað upp á
samdrátt í innflutningi. Skýringin
á þessu er sögð sú að þeir hópar
sem duglegastir eru við að kaupa
innfluttan varning hafa komið
best úr úr samdráttaskeiðinu.
Þeir hafa getað haldið í horfinu
eða jafnvel aukið ráðstöfunart-
ekjur sínar í krafti launaskriðs og
aukins gróða fyrirtækja.
Offjór-
festing
Báðir tilheyra þeir Jóhannes
Nordal og Gunnar G. Schram
þeim hópi sem hefur með ýmsu
móti getað viðhaldið kaupmætti
launanna sinna. Fyrir utan ráð-
gjafarstörf í álviðræðunefnd
barst þeim aðstoð frá Kjaradómi
um síðustu áramót. Þá var ákveð-
ið að hækka laun Jóhannesar um
34% og laun Gunnars um heil
37%. Vitaskuld var á það bent í
fjölmiðlum að svona miklar
hækkanir samræmdust ekki
launastefnu ríkisstjórnarinnar,
hvað þá að þær væru í samhengi
við aðra úrskurði Kjaradóms. En
ekki hafa þeir Gunnar og Jó-
hannes mótmælt úrskurðinum.
Þeir hafa bara tekið þegjandi og
hljóðalaust við launaumslögun-
um sínum, þriðjungi þykkari en
fyrr.
Er ekki kominn tími til að úr
því verði skorið hvort þessi
tveggja miljón króna f járfesting
ríkisins í starfskröftum Jóhannes-
ar Nordal geti talist skynsamleg?
Er hún ekki bara ein af þeim
offjárfestingum sem sagt er að
séu að ríða íslensku efnahagslífi á
slig?
Er þetta ekki kjörið verkefni
fyrir Hagvang?
-ÞH
sem leið. Hann hefur því rúmlega
einu þingfararkaupi hærri tekjur
en Gunnar G.Schram. Jóhannes
er líka með töluvert hærri tekjur
en æðstu embættismenn þjóðar-
innar, t.d. forsetinn og forsætis-
ráðherrann, og einnig hærri en
forstjórar í góðum einkafyrir-
tækjum en í fyrra kom það fram í
fjölmiðlum að laun þeirra væru í
kringum 130 þúsund á mánuði.
Það er hægt að halda saman-
burðinum áfram. Dagvinnutekj-
ur verkamanns á lágmarks-
launum voru í fyrra um 150 þús-
und á árinu. Mánaðartekjur Jó-
hannesar Nordal eru því 10%
hærri en árstekjur láglauna-
mannsins. Ætli mánaðarlaun
hans séu ekki ámóta og árstekjur
sóknarfélaga á spítölunum. Það
hefur tekið Jóhannes svona fimm
vikur að vinna fyrir árslaunum
fóstru með þriggja ára starfs-
reynslu. Árstekjur hennar voru í
fyrra 195 þúsund krónur. Með
öðrum orðum: Árstekjur Jó-
hannesar Nordal samsvöruðu í
fyrra dagvinnutekjum 13 verka-
virkjunar og mun hafa farið þrjár
ferðir utanlands fyrir þá stofnun.
Árstekjur
á mánuði
Tvær miljónir á ári eru sæmi-
legur peningur og ef við deilum
þeim niður á 12 mánuði finnum
við út að mánaðarlaun seðla-
bankastjórans hafa verið rúm-
lega 165 þúsund krónur á árinu
ÞRÖSTUR
HARALDSSON