Þjóðviljinn - 09.06.1985, Side 7
frammistöðu Breta eins og fram
koma í skrifum þeirra. Taldi
Morgunblaðið öll slík skrif
óábyrga markleysu:
Blað kommúnista hefir birt hinar
fjandsamlegustu greinar um
Chamberlain forsætisráðherra
Breta. Allir vita eftir hvaða
„línu“ farið er í því blaði, og þess-
vegna undrast menn þetta ekki
fremur en annað ábyrgðarlaust
tal þeirra sem að blaðinu standa.
Eins og fyrr sagði voru skrif
Morgunblaðsins gagnvart Þýska-
landi vegna Tékkóslóvakíudeil-
unnar laus við allan fjandskap.
Ekkert var gert til að gera hlut
þess betri eða verri. Að því er
best verður séð var blaðinu ekk-
ert í mun að lasta þá, amk. ekki í
þessu máli. Því hafði nefnilega
tekist að finna sökudólginn. Og
það var ekki Hitler. Hann bjó
austur við Volgubakka:
Eftir ósigurinn á Spáni beindust
hugir einræðisherranna í Moskvu
um stund óskiptir að Tékkósló-
vakíu. Þeir hugsuðu sjer að nota
mætti þessa viðkvæmu deilu til
þess að koma af stað heimsófriði -
og þá vitanlega „í þágu friðar-
ins“. - Áttu nú stórveldin, Bret-
land og F rakkland að ráða til fulls
niðurlögum fasistaríkjanna, en
upp úr rústunum myndi svo
skapast grundvöllur undir hina
væntanlegu og langþráðu
heimsbyltingu bolsivismans.
dagblöðin kynnu sér ekki hóf í
níðskrifum um Þýskaland. Hvort
önnur blöð sinntu þessu skal ekki
fullyrt en Morgunblaðið fylgdi
þessari línu allvel. Á það sérstak-
lega við um seinasta hluta tíma-
bilsins, þegar Tékkóslóvakíu-
deilan stóð sem hæst.
Greinar um viðskiptamálin
voru ekki margar en í ársbyrjun
1936 var lítillega fjallað um mikil-
vægi þeirra í grein er nefndist
„Þýskalandsviðskiptin". Var hún
skrifuð í tilefni samningaum-
leitana Jóhanns Þ. Jósefssonar al-
þingismanns í Þýskalandi. Sagði
þar m.a.:
Þeim mun meiri markaði sem við
missum, þeim mun meira áríð-
andi verður það að halda þeim
sem eftir eru með öllum mögu-
legum ráðum. Þjóðverjar hafa nú
t.d. verið aðalkaupendur að sfld-
arafurðum okkar undanfarin ár.
Þar hefir verið besti markaður-
inn fyrir sfldarlýsið, sfldarmjölið
og ekki síst fyrir fiskimjölið okk-
ar. Það má segja að þessi mark-
aður í Þýskalandi fyrir íslenskar
afurðir er orðinn þjóðinni alveg
ómissandi.
Sagt var að togarautgerðin
hefði einnig notið góðs af Þýska-
landsmarkaðnum. Sömu sögu
mætti segja af landbúnaðinum,
hefði td. talsvert af ull selst þang-
að. í lok greinarinnar var enn
frekar ítrekað mikilvægi viðskipt-
anna: „Þegar þar við bætist að í
Hugboð Morgunblaðsins
reyndist þegar til kom ekki alveg
út í hött. Morgunblaðinu reyndist
þó auðvelt að sigla milli skers og
báru í viðhorfi sínu með því að
skella skuldinni á kommúnista.
Sovétríkin voru enn ímynd hins
versta. Á síðum blaðsins komst
einræði Hitlers aldrei í hálfkvisti
við einræði Stalíns. Dugði þetta
vel eins og sást með Tékkósló-
vakíudeiluna. Á hinn bóginn gat
reynst erfiðara fyrir önnur dag-
blöð að fylgja þessari forskrift.
Virðing og ótti
Árin 1933-38 voru skrif Morg-
unblaðsins um Þýskaland svo til
ætíð vinsamleg en með vorinu
1937 fór að bera á gagnrýnna við-
horfi til stórveldisins. Þegar Bret-
ar og Þjóðverjar áttust við út af
Tékkóslóvakíudeilunni fengu
Bretar samúð Morgunblaðsins
óskipta. Viðhorfið til Þýskalands
varð þó alls ekki fjandsamlegt.
Ávallt var fjallað um stefnu Hitl-
ers af virðingu. Þegar alvarlega
fór að syrta í álinn í málefnum
Evrópu var ekkert launungarmál
að fslendingum bar eins og öðr-
um lýðræðisþjóðum að fylkja sér
saman með Bretland í brjósti
fylkingar. En í stað þess að áfell-
ast andstæðing þess, Þýskaland,
var sjónum beint að Sovétríkjun-
um. Það mátti ekki styggja Þjóð-
Fánalið þjóðernissinna fylkir liði á Landakotstúninu.
Enn þorði Morgunblaðið ekki
að setja Þýskaland á sama bás og
Sovétríkin. Gagnrýnustu skrifin í
garð Hitlersstjórnarinnar virðast
aðeins hafa verið tímabundin
styggð. Enda var Hitler enn að-
eins að smala „týndum sauðum“
inn í Þýskaland. Hann boðaði
enga heimsbyltingu nasista.
Kröfur hans hljóðuðu aðeins upp
á þann sjálfsagða rétt að þýsku
þjóðarbrotin ættu að tilheyra
Þýskalandi. Ásetningur hans átti
ekkert skylt við heimsbyltingar-
boðskap kommúnista. En hvað lá
raunverulega til grundvallar
þægð Morgunblaðsins gagnvart
Hitlers-Þýskalandi?
Hagsmundir
íslands í veði
Það kom nokkuð glöggt fram í
Morgunblaðinu á þessum árum
að forðast bæri að gefa Þjóðverj-
um nokkra átyllu til viðskipta-
legra þvingana vegna fjandsam-
legra skrifa. Stuttu eftir valda-
töku Hitlers bar nokkuð á i ó-
spektum kommúnista við þýsk
kaupskip í íslenskum höfnum.
Reynt var að rífa niður fána
stjórnarinnar, hakakrossfánann.
Fljótlega linnti óspektum þessum
en meðan á þeim stóð gagnrýndi
Morgunblaðið þær harðlega.
Taldi blaðið að þarna væri að
óþörfu verið að ögra Þjóðverj-
um. Gætti hræðslu um að þeir
kynnuaðgrípa til einhverra hefnd-
araðgerða t.d. viðskiptaþving-
ana. Á sama hátt taldi biaðið það
hættulegt hagsmunum íslands, ef
Þýskalandi getum við notið mjög
hagkvæmra kaupa á ýmsum
nauðsynjavörum er það sýnilegt
hve mikið hagsmunamál það er
okkur íslendingum að vel takist
með viðskiptasamninga þessa.“ í
bókinni Ófriður í aðsigi segir Þór
Whitehead sagnfræðingur að við-
skiptasamningarnir við Hitlers-
stjórnina hafi verið óhagstæðir
fslendingum. Samt varð talsverð
aukning í viðskiptum landanna
eftir valdatöku nasista.
Vegna níðskrifa íslensku dag-
blaðanna um Þýskaland kemur
þetta fram í bók Þórs: „Á árunum
1933-37 létu þýskir embættis-
menn oft brýrnar síga yfir fram-
ferði og skrifum íslendinga þótt
ekki reyndu þeir að nota viðskipti
sín hér til að segja íslenskum
stjórnvöldum fyrir verkum.“ Það
var ekki fyrr en í ársbyrjun 1938
sem Þjóðverjar breyttu um
stefnu í þessum málum. Hér á
landi varð Þjóðviljinn fyrstur til
að egna Þjóðverja. Kom það í
hlut Dr. Gúnters Timmermanns,
ræðismanns Þýskalands, að
kvarta undan níðskrifunum:
Var Timmermann falið að til-
kynna rfldsstjórn íslands, að það
gæti „haft alvarlegustu afieiðing-
ar í för með sér fyrir samskipti
Islands og Þýskalands“ ef ekki
yrði lát á slíkum hatursskrifum.
Það leynir sér ekki hvað í hótun-
um Þjóðverja felst. Þeir vissu
hvernig þjarma mátti að íslend-
ingum svo að um munaði. Vöru-
skiptin voru í höndum þcirra orð-
in að tæki til að hafa áhrif á ís-
lendinga.
Sunnudagur
verja, en slíka friðhelgi höfðu
Sovétmenn ekki.
Ef ekki var til að dreifa hrifn-
ingu á stjórnkerfi Hitlers, hver
var þá ástæðan fyrir vinsamlegum
skrifum Morgunblaðsins? Otti?
Svo virðist vera. Morgunblaðið
óttaðist alla tíð að fjandsamlegar
aðgerðir eða skrif myndu hleypa
illu blóði í Þjóðverja. í hefndar-
skyndi myndu þeir beita okkur
viðskiptalegum þvingunum.
Þetta virðist helsta ástæðan fyrir
ákaflega varkárum skrifum um
nasistaríkið, amk. þegar
mönnum varð ljósara hið rétta
eðli nasismans.
Á heimavelli gat Morgunblað-
ið spilað öðruvísi. Tímabundin
hrifning af íslensku þjóðernis-
hreyfingunni snerist um síðir upp
í fullkominn fjandskap. Sjálf-
stæðisstefnunni var teflt fram
sem algerri andstæðu nasisma og
kommúnisma. Hér þurfti ekki að
sýna neina þvingaða kurteisi.
Morgunblaðið rak því í raun tals-
vert ólíka pólitík gagnvart inn-
lenda nasismanum og móðurríki
hans. Það átti líka eftir að koma í
ljós að ótti blaðsins gagnvart
hugsanlegum þvingunum Þjóð-
verja átti við rök að styðjast.
Þessi grein birtist í nýútkomnu
tímariti sagnfræðinema, Sagnir.
Höfundur greinarinnar, Birgir
Sörensen, stundar nám á cand.
mag. stigi við Háskóla íslands.
Greinin er unnin uppúr lengri rit-
gerð um sama efni sem höfundur
skrifaði við sagnfræðideild Há-
skóla íslands.
9. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Blllinn
skítugur?
Láttu Bónstöðina, Síðumúla 27, hressa upp á
útlitið.
Vönduð vinna, viðurkenndar bónvörur, vanir
menn.
Kíktu inn eða hringdu og pantaðu tíma.
Við erum til þjónustu reiðubúnir.
Bónstöðin, Síðumúla 27.
Simi 687435.
Glæsilegt
framlag til
islenskrar
hðkaútgáfu
ókin Listasajn íslands
1884-1984 er sérstaklega falleg
listaverkabók og jafnframt
aðgengilegt uppsláttar- og
heimildarrit. Hér er á einum
stað heildarskrá íslenskra verka
í eigu safnsins, œviatriði höf-
unda þeirra og ágrip af sögu
listasafnsins. Alls eru í bókinni
167 litmyndir.
ókin er ómissandi fyriralla,
sem láta sig íslenska myndlist
varða: Listamenn, frœðimenn,
námsmenn, listunnendur og
aðra, sem kunna vilja skil á
menningararfi okkar.
Kynningar-
verö
á bökinni
i/ yrst um sinn verður bókin
á sérstöku kynningarverði:
kr. 3.675 Það er gott verð fyrir
mikla bók. Tryggðu þér því
eintak við fyrsta tækifæri.
Listasafn íslands 1884-1984
fœst hjá bóksölum.
Dreifingu annast bókaútgáfa
Arnar á Örlygs.
I
LISTASAFN
ÍSLANDS