Þjóðviljinn - 09.06.1985, Síða 10
Alþingi
Stund milli stríða
Spjallað við Svavar Gestsson um þinghaldið
og vœntanleg þinglok
Þetta tekur auðvitað dá-
lítið á, maður þarf að leggja
nótt við dag svona undir
lokin, sagði Svavar Gests-
son þegar Þjóðviljamaður
spjallaði við hann í stund-
arkorn á fimmtudaginn. Nú
líður senn að þinglokum og
við vildum fá að heyra hvað
formaðurinn segði um
þingið.
„Auðvitað kemur þessi mikla
vinna niður á fjölskyldulífinu,“
sagði Svavar, sem varð afi í vetur.
„Það var góð og ljúf lífsreynsla að
eignast fyrsta barnabarnið, -
enda er ég orðinn 40 ára! - máske
ekkert minni upplifun en við fæð-
ingu eigin barna. Ég sakna þess
líka, að þau dóttir mín, tengda-
sonur og barnabarn, sem bjuggu
hjá okkur í vetur eru nú farin
norður í Hrísey“, sagði Svavar,
en áður en varði barst spjallið að
pólitíkinni.
Á þinginu í fyrra, 1983184,
stillti stjórnarandstaðan saman
sína strengi mun betur heldur en
hún hefur gert á þessu ári. Sam-
starf andstöðunnar í efnahags- og
kjaramálum var þá töluvert, en
minna hefur farið fyrir slíku sam-
starfi í vetur þartil nú. Hvers
vegna? -
Sjálfsagt hafa formannaskiptin í
Alþýðuflokknum valdið nokkru
um minna samstarf
stjórnarandstöðuflokkanna á
þingi nú í vetur, segir Svavar.
„En hinu er heldur ekki hægt að
horfa framhjá, að með samstarf-
inu nú loks í húsnæðismálunum
tókst að þoka málum nokkuð
áleiðis. Og þetta dæmi sýnir okk-
ur, að þegar stjórnarandstaðan
nær saman um stefnu, sem bygg-
ist á þörfum og kröfum lýðhreyf-
inga í landinu, þá stenst ekkert
hennar mátt. Þannig samstaða
ætti að nást um endurheimt
kaupmáttar og kauptryggingu í
kjaramálunum, - hvorki ríkis-
stjórn né atvinnurekendur stand-
ast þrýsting og samtakamátt sem
fólkið í landinu býr yfir“.
Stjórnarllðið
sundurtœtt
Pað hefur ekki farið framhjá
neinum að stjórnarliðið á alþingi
er ekki burðugt. Það hefur ekki
staðið þétt saman ísmáum málum
eða stórum í mjög langan tíma.
Hvenœr hœttu þingmenn stjórn-
arinnar að mynda skjaldborg um
þessa ríkisstjórn?
„Segja má að stjórnarliðið hafi
sundrast við afgreiðslu fjárlaga-
gatsins í fyrra. Eftir það hefur
enginn stjómarsinni haft neina
trú á getu ríkisstjórnarinnar til að
ráða við málin. Frá því þetta
gerðist hefur gengið verið dálítið
upp og niður, en hún hefur aldrei
náð sér á strik á þessu tímabili.
Lægst var gengi hennar eftir að
launafólkið hafði sýnt henni í tvo
heimana í BSRB verkfallinu sl.
haust. Og nú er þetta sundruð
hjörð og ráðvillt, svo sem sjá má
af slappri málafylgju þeirra síð-
ustu dagana“.
Vantrú ó
framhald
stjórnarinnar
Nú er það svo, að þrátt fyrir
bægslagang á köflum milli stjórn-
arflokkanna, þá virðast þeir samt
sjálfir ná betur saman heldur en
þingmenn og ráðherrar innan
sama flokksins. Hverju sœtir?
Svavar telur, að þetta sé fyrst
og fremst vantrú þeirra sjálfra og
getuleysi sem valdi þessari
ímynd. „Þeir hafa gert allt sem
þeir gátu til að, veikja þessa
stjórn. í kjölfar máttleysisins sl.
haust var boðað til landsfundar
Sjálfstæðisflokksins. Þar eru
samþykktar allra handa tillögur
um afgreiðslu ýmissa þingmála. í
rauninni eru þetta kröfur á Fram-
sóknarflokkinn. Þeim góða
flokki var ekkert umhugað um
þessi mál, en óttaðist þó meira
fylgishrunið sem kosningar hefðu
leitt í ljós, svo hann kokgleypti
allt saman“.
Það liggur beint við að álykta
sem svo, að það sé ekki beinlínis
ágreiningur um stefnumál, hug-
sjónir eða þvíumlíkt sem ráði
gerðum ríkisstjórnarinnar þessa
dagana heldur fyrst ogfremst ótt-
inn við dóm kjósenda?
„Já að hluta til er þarna aftur
komið að vantrú stjórnarliða á
ríkisstjórninni, því ef menn hefðu
vissu fyrir því að ríkisstjórnin sæti
áfram, þá myndu þeir hafa frest-
að öllum þeim viðamiklu þing-
málum sem þeir eru að reyna að
böðla í gegnum þingið á síðustu
stundu, og beðið til haustsins.
Þeir bíða ekki af því þeir eru svo
óöryggir um framhaldið. Á hinn
bóginn eru þeir ósammála um
flest í vinnubrögðum, smámálum
og þess háttar...“
í anda frjóls-
hYQQjunnar
En er ekki hugmyndafrœðileg-
ur ágreiningur á milli stjórnar-
flokkanna?
„Ekki er það að sjá af ýmsum
málum sem ríkisstjórnin ber fyrir
brjósti, og eru í anda frjálshyggj-
unnar. Sjáðu til dæmis frumvörp-
in um sölu ríkisfyrirtækja,
tóbaksverslun til heildsalanna,
bankafrumvarpið, og fleiri; öll
ganga þau út á að afhenda
markaðsöflunum á silfurdiski
völd og fjármagn. Þannig hefur
þetta verið allan stjórnartímann
að ekki hefur hnífurinn gengið á
milli stjórnarflokkanna í mörgum
frjálshyggjumálum á þingi. Að
vísu sjást ýms teikn þess að
Framsóknarmönnum mörgum sé
farið að líða afskaplega illa undir
þessu, en þeir hafa ekki látið til
skarar skríða enn. Annað dæmi
nýlegt um stéttareðli ríkisstjórn-
arinnar, er afgreiðsla stjórnarliða
á frumvarpinu um lengri upp-
sagnarfrest fiskverkunarfólks.
Það er sannkallað hneyksli fyrir
þjóðþingið".
Bjórfréttlr
af þingi
Nú þegar líður að lokum þing-
haldsins, þá velta menn því fyrir
sér annars vegar hver sé afrakstur
þingmanna, stjórnarandstöðu og
ríkisstjórnar. Svo mætti og skilja
að mestur áhugi sé á afgreiðslu
skammdegismála einsog bjórsins.
Er hann mesta áhugamál þitt á
þinginu?
„Það er von að spurt sé, því það
hefur borið ótrúlega mikið á því
máli. En það segir meira til um
áhugasvið fréttamanna heldur en
þingmanna. Staðreyndin er sú að
þingmálin eru flest hver í mikilli
beyglu vegna þess hvernig ríkis-
stjórnin hefur staðið að málum.
Hugsaðu þér að það er 6. júní
þegar lánsfjáráætlun ríkisstjórn-
arinnar er að skríða útúr nefnd.
Og hún er fyrir árið 1985. Hún
hefur farið í gegnum fjórar um-
ræður af sex á þinginu, og ríkis-
stjórnin er stöðugt að krukka í
hana, tölurnar eru á stöðugum
hlaupum. Annar málatilbúnaður
stjórnarinnar við frumvörp henn-
ar hefur verið á sömu bók.
Tæknilega eru málin ótrúlega illa
undirbúin og útfærð, þannig að
kallar á mikla vinnu í þingnefnd-
um. Ekki nóg með það, heldur
virðist sem frumvörp ríkisstjórn-
arinnar hafi fengið mjög litla
kynningu í þingflokkum
ríkisstjórnarinnar, þannig að
stjórnarþingmenn eru að skoða
fyrst í nefndum mál sem þeim er
ætlað að styðja í nefndunum.
Þetta er bæði tímafrekt og fyrir-
hafnarmikið.
Staðreyndin er sú, að stjórnar-
andstaðan hefur átt flest málanna
á þingi í vetur. Og það sem lukk-
ast hefur sæmilega á þinginu í
málatilbúnaði er meira og minna
fyrir tilverknað stjórnarandstöð-
unnar, sem hefur breytt fjöl-
mörgum málum til betri vegar.
Víst er að þessarar vinnu og mál-
atilbúnaðar stjórnarandstöðu
sést ekki stað til dæmis í ríkisfjöl-
miðlunum, - þar hafa menn
meira verið að segja fréttir af af-
drifum bjórsins á þingi“.
Viltu spá í lok þingsins?
„Tja, eins og þetta hefur verið
allt í steik hjá stjórninni, þá er
dálítið erfitt að gera það. Hins
vegar tel ég ekki ósennilegt að
gunnfáni frjálshyggjunnar á þingi
verði dregin niður - í bili, og ein-
hver stjórnarmálanna verði
söltuð í sumar, vel að merkja af
stjórnarliðum sjálfum. Þá væri
hægt að ljúka þessu um næstu
helgi. En við í Alþýðubandalag-
inu erum þá ekki sest í helgan
stein, öðru nær. Nú þarf að
hressa við stjórnarandstöðuna.
Við erum vel í stakk búin, til að
undirbúa næsta áhlaup á ríkis-
stjórn ríka fólksins“, sagði Svav-
ar Gestsson að lokum. -óg
Frumvörp ríkisstjórnarinnar eru afskaplega illa tæknilega úr garði gerð, þannig að þetta er óttalegt þóf oft f nefndunum,
segir Svavar við blaðamann á göngutúrnum við Tjörnina. - E.ÓIason.
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júní 1985