Þjóðviljinn - 09.06.1985, Page 15

Þjóðviljinn - 09.06.1985, Page 15
Bjarki Bjarnason: Dagbók af sjó Annar hluti Viö höldum áfram birt- ingu á Dagbók af sjó eftir Bjarka Bjarnason. í dag er vikið meðal annars að mat- arvenjum þjóða, vindmyllu í Grímsey og þaðan til Don Kíkóta... Mánudagur 30. ágúst í dag byrjaði veiðin að glæðast dulítið hjá okkur, þetta allt upp í tvö tonn í hali, en það var allt ufsi og ekki fæst nema 60% af þorsk- verðinu fyrir hann blessaðan. Það er annars merkilegt hvað matarvenjur eru misjafnar eftir þjóðum sem eiga kannski allar að teljast siðmenntaðar menningar- þjóðir. Til dæmis vilja íslending- ar helst ekki setja ufsann inn fyrir sínar varir eins og ég áður sagði, á meðan Þjóðverjar kaupa hann dýrum dómum. Ég tala nú ekki um ef hann er niðursoðinn í legi undir nafninu sjólax (á þýsku: Seelachs), guð má vita hvers kon- ar kvikindi það er, en þetta er fínasta álegg, á meðan við étum túnfisk sem verið er að útrýma í Suðurhöfum. Ellegar danskan krækling, dreginn geislavirkan upp úr Limafirðinum. Svo eru til fisktegundir t.d. skötuselurinn (lat: Lophius pisc- atorius), sem enginn sannur ís- lendingur lagði sér til munns, þar til menn fréttu að barónar og lordar dekkuðu borð sín með þessum ófríða fiski í Englandi og víðar. Síðan hefur skötuselurinn verið einn dýrasti matur sem hægt er að panta á íslenskum veitingahúsum, og gera það helst engir nema geðbilaðir menn og þeir sem eru á biðilsbuxunum. Svona hefur þetta líka verið hér á íslandi fyrr á tímum. Mig minnir að ég hafi lesið að Vestfirðingar hafi étið steinbít von úr viti og notað svo roðið í skó, á meðan þeir fyrir austan hafi hent honum umsvifalaust fyrir borð ef hann tók á færið. Og ekki tekur betra við úti í hinum grænu löndum að okkur finnst. Okkur óar við að verið sé að skjóta lóur sér til matar en það er nú reyndar gert í SKOTlandi. Já sinn er siður í landi hverju - og jafnvel innanlands. Allt þetta spjall fer að minna mig á brandarann (?) um Kín- verjann sem setti skál fulla af hrísgrjónum á leiðið hjá konunni sinni. Vesturlandabúi sem kom aðvífandi fór að glotta og spyrja hvenær hann héldi að konan risi upp frá dauðum og færi að gæða sér á hrísgrjónunum. „Ætli það verði ekki um svipað leyti og þín kona stígur upp frá dauðum og ,fer að lykta af rósavendinum frá þér,” svaraði Kínverjinn og sprakk af harmi, því konan hans var nýdáin. Þriðjuáagur 31. ágúst Jæja, núna eru Grímseyingar búnir að fá vindmyllu í eyna (hún fór í gang í gær). Þetta er mjög merkilegt apparat og ætla þeir að nota mylluna til að hita upp vatn í húsin sín. Við skulum vona að vindmyllan í Grímsey eigi eftir að snúast bæði vel og lengi og ylja eyjarbúum um hjartaræturnar, og víðar því ekki er að spyrja að kuldanum norður í Grímsey, þar sem 110 manns búa rétt við heimskautsbauginn. Þetta er annars merkilegt með heimskautsbauginn í Grímsey og annars staðar, því að hann er sagður færast norður um 14 metra á ári hverju. Það er því engin byggð í Grímsey lengur fyrir norðan bauginn nema þá helst fuglabyggð. Próf. dr. Trausti Einarsson jarðeðlis- fræðingur skýrði málið á þennan veg, þegar hann var eitt sinn inntur eftir því hvar heimskauts- baugurinn lægi nákvæmlega: „Ef til vill kemur svarið nokkuð á óvart,” sagði Trausti, „því að lega baugsins er engan veginn einfalt mál. Lega hans ákveðst af halla jarðmönduls við brautar- flötinn, sem er um 23°5, og verð- ur baugurinn þá nærri 66°5. Ná- kvæmari tala er 23°27 en hið rétta er, að meðalhallinn sem miða verður við, minnkar hægt og hægt með tímanum. Hann var 23°27 ’08” um síðustu aldamót, en er nú 23°26 ’37”. Þessi breyting svarar sem næst til þess að baugurinn færist norður um 14 metra á ári.” Og af því að við vorum byrjuð að snakka um vindmyllur þá tók ég af tilviljun bók nokkra út á sjó, sem heitir Don Kíkóti frá Manc- ha, og er eftir Spánverjann Cer- vantes (d. 1616). í þeirri sögu er gert óspart grín að riddarasögum þeim sem voru mjög svo vinsælar á dögum höfundar. Aðalsöguhetjan Don Kíkóti telur sjálfan sig göfugan riddara, og býr sér til margs konar ímynd- uð baráttumál til að sanna hreysti sína. Við grípum hér niður í bók- inni í 8. kafla. „Rétt í þessu komu þeir félagar auga á þrjátíu eða fjörutíu vindmyllur þarna á slétt- unni, og óðar en Don Kíkóti sá þær sagði hann við skjald- sveininn: Gæfan stjórnar betur málum okkar en hugsanlegt er fé- lagi Sansjó. Sjáðu hvar þarna gnæfa ófreskir risar, þrjátíu eða þar um bil, og hef ég í hyggju að eiga við þá bardaga og svipta þá lífinu... Hvaða risa? Spurði San- sjó Pansa. Þú sérð þá þarna með sína löngu handleggi, svaraði húsbóndinn. Sumir risar hafa næstum tveggja mflna víðan faðm. Gætið nú vel að yðar náð, bað Sansjó. Þetta eru ekki risar heldur vindmyllur.” - Ekki skal það rakið hér hvemig viðureign riddarans við vindmyllurnar lyktaði, en síðan er það haft að orðtaki víða um lönd, að berjast við vindmyllur. Sr. Guðbergur Bergsson hefur þýtt söguna af Don Kíkóta og á þýðingin að koma út í átta bind- um. Fyrsta bindið kom út hjá Al- menna bókafélaginu árið 1981. Ég mæli með þessari lesningu bæði fyrir þá sem eru á sjó og landi. Takk fyrir í dag. Sunnudagur 9. júni 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 15 Opinn fundur um kjaramál verður haldinn á mánudagskvöld 10. júní kl. 20.30 á Hallveigarstöðum. Konur fjölmennum á fundinn undir kjörorðinu: Lausa samninga í haust. Samtök kvenna á vinnumarkaðnum. Laugarvatnsstúdentar Aðalfundur og árshátíð Nemendasambands ML verða haldin sunnudaginn 16. júní á Hótel Borg og hefjast kl. 19.30. Matur verður framreiddur kl. 20.30 (kalt borð) og dagskrá meðan borðhald stendur. Þátt- töku í borðhaldi og skemmtidagskrá þarf að ákveða fyrir 12. júní. Aðgöngumiðar eru til sölu í Félagsstofnun stúdenta (Atli) og í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar við innganginn (Harpa). Miðapantanir á kvöldin í símum 26973, 39329 og 45737, svo og hjá bekkjarfulltrúum. Verð aðgöngumiða kr. 800 (allt innifalið), en eftir borð- hald og dagskrá um kl. 22.30 verða miðar seldir á kr. 300 við innganginn. Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í Reykjavík 1985 Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1985 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1984 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. T engi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1982 eða fyrr. Sama gildir um bifhjól. Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla verður birt síð- ar. Skoðun fer fram virka daga aðra en laugardaga frá kl. 08.00 til 16.00 hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, Bíldshöfða 8, Reykjavík, á tímabilinu frá 3. júní til 18. október: 3. júní til 28. júní 1. júlí til 12. júlí 26. ág. til 30. ág. 2. sept. til 30. sept. 1. okt. til 18. okt. ökutæki nr. R-43001 - R-55000 ökutæki nr. R-55001 - R-60000 ökutæki nr. R-60001 - R-62000 ökutæki nr. R-62001 - R-70000 ökutæki nr. R-70001 - R-74000 Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild ökuskír- teini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vátrygging ökutækis sé í gildi. Skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Á leigubif- reiðum skal vera sérstakt merki með bókstafnum L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1984. Lögreglustjórinn i Reykjavík, 5. júní 1985 Sigurjón Sigurðsson. ffl Laus staða Iflhjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann til eftirtalins starfs. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Fóstra eða starfsmaður með aðra uppeldis- fræðilega menntun óskast frá og með 12. ágúst á skóladagheimilið í Breiðagerðisskóla. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 10. júní 1985.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.