Þjóðviljinn - 09.06.1985, Síða 16
VÆT
Útboð á flutningum
Fyrir hönd Kaupfélags Borgfiröinga í Borgarnesi óskar
VST hf. eftir tilboðum í flutninga á sláturfé að slátur-
húsi KB í Borgarnesi í haust. Flytja skal 60-70 þúsund
fjár á sex vikna tímabili. Útboðsgögn verða afhent hjá
VST hf. Ármúla 4 í Reykjavík og Berugötu 12 í Borgar-
nesi frá og með 10. júní. Tilboð verða opnuð mánu-
daginn 24. júní 1985 kl. 13.30 hjá VST hf. Berugötu 12
í Borgarnesi.
Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiöi.
Gerum föst verötilboö
SÍMI 46711
Kennarar
Lausar kennarastöður við Hafnarskóla Höfn Horna-
firði.
Kennslugreinar:
Almenn kensla í 1.-6. bekk, smíði, íþróttir, og tón-
mennt.
Húsnæði á staðnum.
Nánari upplýsingar veitir Hermann sími 97-8181 og
Svava í síma 97-8595.
■ ' , ,y
11 i§1 rir fáÉML »
JJ íií 1 1 íaa jHEESSaÉM
Súlnaröðin mikla
Okkur borgarbúum hefur nú
verið tilkynnt um úrslit í sam-
keppni um einn af sagnhelgustu
stöðum Reykjvíkur, Arnarhól,
sem á víst að breyta töluvert fyrir
200 ára afmæli kaupstaðar í
Reykjavík á næsta ári. Ég hef
svolítið verið að glugga í þessar
tillögur og líst bara nokkuð vel á
þær að flestu leyti. Þó fékk ég
smá bakþanka um 25 flóðlýstar
súlur sem eiga að ná frá Hæsta-
rétti, um þveran hólinn og alveg
niður að alþingishúsi. Hver súla á
að vera í 13 metra hæð yfir sjávar-
máli og verða þær hæstu allt að 8
metra háar samkvæmt fréttum í
fjölmiðlum.
Arnarhóll er nokkuð reglu-
lega lagaður hóll þar sem styttan
af Ingólfi Arnarsyni gnæfir við
himin efst uppi. Lækjartorg er
einn af miðpunktum Reykjavík-
ur og frá því er hóllinn gamal-
kunn og hefðbundin sjón. Ég er
hræddur um að hvít súlnaröð ská-
hallt niður hólinn trufli þá ágætu
sýn til Arnarhóls sem við okkar
blasir í norðaustri þegar við erum
að bíða eftir okkar daglega stræt-
isvagni. Átta metra há súla við
hlið stjórnarráðsins og önnur
álíka milli alþingishúss og dóm-
kirkju hlýtur líka að draga
óþyrmilega athygli frá þessum
byggingum og skemma myndræn
hlutföll.
Öndvegissúlur Ingólfs rak fyrir
neðan Arnarhól en það er ekki
þar með sagt að þær hafi verið
tuttugu og fimm, ætli þær hafi
ekki öllu heldur verið tvær, og
varla hafa þær verið átta eða
þrettán metra háar. Ég er því
þeirrar skoðunar að þessi risa-
skúlptúr, súlnaröðin, sé ofrausn á
viðkvæmum stað.
Annars mætti margt um Arn-
arhól segja. Þar sem styttan er
núna var lengi samnefnt býli en
það var jafnað við jörðu 1828.
Síðasti ábúandinn þar hét Sveinn
og þar ólst upp dóttir hans Mál-
fríður sem var kvenna fríðust í
Reykjavík á sinni tíð. Hún gat
barn við hinum franska vísinda-
manni Xavier er kom hingað með
Gaimard. Annað kot var þar sem
Seðlabankinn er núna. Það hét
Litli Arnarhóll eða Arnarhóls-
kot. Þar hlóð Jörundur hunda-
dagakonungur vígi sem kennt var
við Phelps en var yfirleitt kallað
Batteríið.
Æðstu valdsmenn konungs
bjuggu í gamla Tugthúsinu (nú
Stjómarráði) og þeir höfðu
nytjar af Arnarhólstúni. Var það
girt með miklum grjótgarði en
um mitt túnið var þjóðleiðin inn
til Reykjavíkur, svokallaðar
Arnarhólstraðir, og var farið yfir
lækinn við ósinn. Þegar verslun
jókst í Reykjavík var svo mikill
ágangur á túnið af ferðamönnum
sem fóru Arnarhólstraðir að einn
stiftamtmaðurinn ákvað að láta
moka ofan í þær og beina umferð-
inni niður Bakarabrekku (nú
Bankastræti) í staðinn. Enn sést
móta fyrir tröðunum og kannski
væri skemmtilegra að láta grafa
þær upp til minningar um elsta
þjóðveg á íslandi í stað þess að
reisa súlurnar.
-Guðjón
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Kjör og kröfur
í framhaldi af maí-fundi Kvennafylkingarinnar með konum í stjórn-
arandstöðu hafa Samtök kvenna á vinnumarkaði boðað til opins
fundar um stöðuna í kjaramálum og kröfur í samningunum. Fund-
urinn verður haldinn mánudaginn 10. júní klukkan 20.30 að
Hallveigarstöðum. Konur í Kvennafylkingunni og AB eru hvattar til
að mæta.
Miðstöð kvenna.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur bæjarmálaráðsfund mánu-
daginn 10. júní n.k. kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Rætt um
ákvörðun meirihlutans um sölu á BÚH og undirbúningur fyrir
næsta bæjarstjórnarfund.
Allir félaqar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Stjórnm
Alþýubandalagið í Reykjavík
Almennur félagsfundur
verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 20.30 að Hverfisgötu 105.
Fundarefni: Vinstra samstarf í Reykjavík. Frummælendur verða
þau Margrét S. Björnsdóttir og Sigurjón Pétursson. Félagsmenn
og stuðningsfólk er eindregið hvatt til að fjölmenna.
Stjórnin.
Kvennafylkingin - AB konur
Áríðandi fundur
verður haldinn nk. laugardag, 8. júní að Hverfisgötu 105 og hefst
hann kl. 11.00. Til umræðu: 1) Kjaramálin. 2) Undirskriftasöfnun
friðarhópsins.
Miðstöð kvenna
Alþýðubandalagið Austurlandi
Vorráðstefna
Alþýðubandalagsins
á Hallormsstað 29.-30. júní.
Alþýöubandalagið á Austurlandi éfnir til vorráðstefnu í Sumar-
hótelinu á Hallormsstað helgina 29.-30. júní og er hún opin félög-
um og stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins.
Dagskrá er fyrirhuguð þessi:
Laugardagur 29. júní:
Kl. 10.00 Æskulýðsmál. Framsögu hefur Sigurjón Bjarnason.
Kl. 13.00 Sveitarstjórnarmál. Framsögumenn: Adda Bára Sigfús-
dóttir og Kristinn V. Jóhannsson.
Kl. 16.00 Atvinnumál. Framsögumaður Finnbogi Jónsson.
Kl. 20.30 Kvöldvaka.
Sunnudagur 30. júní:
Kl. 09-12 Vinna í starfshópum.
Kl. 13-16 Álit starfshópa og umræður.
Kl. 16 Ráðstefnuslit.
Fulltrúar í kjördæmisráði og sveitarstjórnarmenn eru sérstaklega
hvattir til að sækja ráöstefnuna.
Pantið gistingu á Hótel Eddu Hallormsstað, sími 1764.
Fjölmennið.
Stjórn kjördæmisráðs.
AB Akureyri
Aðalfundur
verður haldinn í Lárusarhúsi, Eiösvallagötu 18 laugardaginn
8. júní kl 13.30.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar,
2. Reikningar og tillaga stjórnar um félags- og flokksgjöld,
3. Stjórnarkjör
4. Önnur mál.
Kaffi á könnunni. Félagar fjölmennið!
Stjórnin
Stjórnarfundur ÆFR
Fundur verður haldinn í stjórn
ÆFR sunnudaginn 9. júní kl.
17.00.
Dagskrá fundarins verður sem
hér segir.
1. Starfið framundan.
2. Fjármál ÆFR.
3. Virkni félaga.
4. Staða ÆFR á vinstri-
kantinum.
5. Málefni nefnda.
6. Önnur mál.
Þeir sem enn hafa rukkanir frá
ABR hjá sér eru beönir að skila
þeim á fundinum. Fundurinn er
opinn öllum félögum Æskulýðs-
fylkingarinnar.
Stjórnin.
Skrifstofa Æskulýðs-
fylkingarinnar
í sumar mun ÆFAB starfrækja
skrifstofu að Hverfisgötu 105, 4.
hæð. Hún verður opin alla virka
daga milli klukkan 15-18. Allir
sem hafa áhuga á að kynna sér
starfsemi ÆFAB eru hjartanlega
velkomnir í kaffi og spjall. Þeir
sem kynnu að hafa áhuga á því
að starfa á skrifstofunni e-n tíma
eru beðnir um að hafa samband
við okkur. Síminn er 17500.
Stjórnin.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVi INN Sunnudagur 9. júní 1985