Þjóðviljinn - 09.06.1985, Side 17
NÁTTÚRAN II
Málmar á Islandi
í landafræðibókum stendur
að dýrmæt jarðefni séu lítil
sem engin á íslandi. í þvíer
nokkur sannleikur: Olía og
venjuleg kol eru ekki til og
löngu er hætt að vinna brenn-
istein til púðurgerðar og siifur-
bergið góða. A hinn bóginn
geta t.d. vikur og leir verið not-
hæf jarðefni. Um málma má
segja eitt og annað og sumt
óvænt.
Járn og títan
íslendingar geta ekki hrósað
happi yfir málmæðum eða
málmnámum af þeirri tegund
sem mest eru nýttar erlendis. En
þrátt fyrir það er allmikið um
málma í landinu; gallinn er bara
sá að þeir eru vel dreifðir í smá-
sæjum kornum í jarðlögum.
Svo vill til að í basalti, stundum
nefnt blágrýti eða grágrýti, er
mikið um ákveðnar málm-
tegundir miðað við ýmis önnur
frumefni í grjótinu. Petta má sjá
af venjulegri efnagreiningu á
hraunmola eða vikurkorni. í
Kötlugjósku eru rúm 4% af
þunganum títanmálmsamband.
Títan er nokkuð dýr málmur sem
blandað er m.a. í stál til þess að
herða það. Járnið í sömu gjósku
nær 15 þungaprósentum en
málmurinn magnesíum er tæp
5%. Hann er t.d. notaður í létt-
málmsblöndur.
Dýr vinnsla
Af þessu má draga þá ályktun
að við erum ekki beint fátæk af
sumum málmum. Dýrmætir
málmar svo sem kopar og zink
eru snefilefni í kviku á íslandi en
safnast óvíða saman í umtals-
verðu magni. Einhver kann að
spyrja hvort ekki megi vinna 5%
af títani, 15% af járni og 5% af
magnesíum úr muldu basalti t.d.
svarta sandinum á allri suður-
ströndinni.
Enn sem komið er mun svarið
Ari Trausti
Guðmundsson
skrifar
vera neikvætt. Þegar svona til-
tölulega ódýrir málmar eru nán-
ast jafndreifðir um jarðlög kostar
óhemju orku og fyrirhöfn að
skilja þá úr grjótinu. Þetta varðar
sérstaklega járnið og magnesí-
umið. Ef reynt væri að bræða og
rafgreina basalt er helst um títan-
nám að ræða. Slíkt er þó ekki í
undirbúningi. Kannski þarf fyrst
að finna nógu ódýra kosti til
virkjana eða orkuframleiðslu;
hingað til hefur dýr orka verið
nýtt til að vinna úr innfluttu hrá-
efni til máimgerðar fyrir tiltölu-
lega lágt verð.
Mýrarauði
Margir muna eftir sögnum um
vinnslu mýrajárns eða mýra-
rauða. Bæði ritaðar heimíldir og
ýmsar fomminjar sýna óyggjandi
fram á að fornmenn Islands
kunnu þá list að þvo úr mó járn-
frauð sem berst með jarðvatni úr
bergi í mýrar og skafa upp þunn
lög hins rauða járnsambands sem
fellur til í mýrunum. Með sér-
stökum bræðslu- og blásturs-
aðferðum mátti svo fá allhreint
járn til smíða úr rauðanum, en
aðeins þó í smáum stíl. Og
vinnsla mýrarauða verður aldrei
hagkvæm héðanaf því magnið er
einfaldlega of lítið.
Fleiri námur
í tengslum við stór kvikuinn-
skot og gömul á SA-landi fundust
kvikuæðar sem innihalda
málmsambönd í líkingu við það
sem þekkist í forngrýtislandslagi
meginlandanna. Þær hafa verið
rannsakaðar, m.a. með tilliti til
kopar- og blývinnslu. En æðarnar
eru of litlar til arðbærrar vinnslu,
því miður, en málmmagnið eins
og best gerist. Þessa fundarstaði
má m.a. skoða við Svínhóla í
Lóni, skammt frá hringveginum.
Þá er komið að hafinu. Flestir
kannast við saltvinnsluna á
Reykjanesi. Auk matarsaltsins
má vinna þar úr heita jarðsjónum
fjölmörg efnasambönd og málm-
sölt, t.d. magnesíumsambönd. í
öllum tilvikum er um frekar
flókna og dýra vinnslu að ræða en
forvitnilega kosti engu að síður.
Það væri mjög miður ef óráðsía
eða rangar pólitískar ákvarðanir
leiða til þess að þróunarstarfinu á
Reykjanesi verði hætt. íslending-
ar eiga að ryðja nýjar brautir í
notkun jarðvarma og jarðhita-
vökva.
Enn er langt í land með að
menn viti nóg um málmnámur á
sjávarbotni, sérstaklega í nánd
við gossvæði og jarðhitastróka á
N-Atlantshafshryggnum. Ýmis
konar málmsambönd falla út í
hafinu, oft utan um kúlulaga
völur, víða um heim. Líklegt er
að skylt efnaferli verði í heitum
sjó yfir virkasta hluta Atlants-
hafshryggjarins. Þar eru víða stór
útstreymisop jarðhitasvæða þar
sem kvikmyndir sýna kolsvarta
efnum hlaðna stróka standa upp í
sjóinn yfir opunum og dyngjur
efnasambanda allt í kring. Kann-
ski liggja mestu verðmæti ís-
lenskra jarðefna á hafsbotninum
suðvestan við Reykjanesskaga og
undan NA- og N-landi. Það kem-
ur væntanlega í ljós einhvern
tíma. En ljóst er að það væri erf-
iðleikum bundið að ná hráefninu
upp á þeim slóðum.
Takmörkuð
gœði
Augljósustu málmnámunni
hef ég sleppt hingað til: Brota-
málmum þeim sem liggja eftir
okkur mennina um allt land: Allt
frá áli og járni til eirs. Það falla
hundruð ef ekki þúsund tonna til
á ári. Víst er unnið að því að
koma upp verksmiðju sem nýtir
hluta af þessu rusli og er það vel.
En um leið minnir þetta okkur á
að það er fleira til sem mætti end-
urnýta og satt best að segja eru
margir Islendingar drembilátir
umhverfissóðar, sérstaklega þeg-
ar komið er út fyrir eigin íbúð eða
lóð.
En jafnvel nátttröllum pening-
avaldsins er farið að skiljast að
það verður að nota gæði jarðar af
meiri sparsemi og kostgæfni en
tíðkast hefur til þessa. Vinnandi
menn mega fjandakornið ekki
vera skammsýnni en þau tröllin.
Sposlukóngarnir
Sposlukóngarnir þrír úr álvið-
ræðunefndinni, þeir Jóhann-
es Nordal, Guðmundur G.
Þórarinsson og Gunnar G.
Schram prófessor hafa vakið
þjóðarathygli fyrir óheyrilega
háar sposlur fyrir störf sín í
nefndinni. Ekki hefur síður
vakið athygli hvernig sumir
nefndarmanna hafa ráðið
sjálfa sig í „ráðgjafastörf” fyrir
nefndina, og þannig fengið
tvíborgað.
Sumir þessara manna eru
þó ekki alls ókunnir því að
taka laun fyrir þægileg nefnd-
arstörf. Á sínum tíma var til
dæmis á dögum sérstök
stjórnarskrárnefnd sem átti
m.a. að starfa undir stjórn
Hannibals Valdemars-
sonar. Sú nefnd var raunar
fræg fyrir það eitt að gera
næstum því ekki neitt og
halda næstum því enga fundi.
Aftur á móti hafði hún sérstak-
an starfsmann allan tímann
og sá þáði ágætis laun fyrir.
Hver það var? Jú, eitthvað
hljómar nafnið kunnuglega:
Gunnar G. Schram! ■
H
IIMIM
ú
Jafn ferða-
hraði er öruggastur
og nýtir eldsneytið best.
Þeir sem aka hægar en að-
stæður gefa tilefni til þurfa að
aðgæta sérstaklega að hleypa
þeim framúr er hraðar aka. Of
hraður akstur er hins vegar
hættulegur og streitu-
valdandi.
UMFERÐAR
RÁÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
Gríptu þetta einstæða tækifæri til að
eignast ódýrt og gott hjónarúm.
Rúm nr. 9, litur bæsuð eik, dýnumál 170x200 Rúm nr. 53, litur bæsuð eik, dýnumál 180 x 200. Rúm nr. 55, litur bæsuð eik, dýnumál 180 x 200.
Sendum að kostnaðarlausu á Stór-Reykjavíkursvæðinu
og á vöruafgreiðslustaði.
Rúm nr. 7,
Hringdu strax í dag og pantaðu - sími 92- 3377. d
BUST0Ð
Vatnsnesvegi 14, Keflavík.
sími 92-3377
Sunnudagur 9. júní 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 17