Þjóðviljinn - 12.06.1985, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 12.06.1985, Qupperneq 1
ÞJÓPMÁL MENNING Hafnarfjörður Sala BÚH keyrð í gegn með offorsi Meirihluti bœjarstjórnar neitaði að látafarafram útboð. Forseti bœjarstjórnar er lögfrœðingur og íbúðasali stœrstu eigendanna íHvaleyri h/fsem var afhent eignir B UH Magnús Jón Arnason bœjarfulltrúi AB: Eignirseldar undir verði essi kaupsamningur hefur verið keyrður í gegn með of- forsi meirihlutans og hagsmunir bæjarins eru alls ekki nægjanlega tryggðir með þessari sölu. Eg held því fram að það sé verið að selja eignir bæjarins undir verði, sagði Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins I Hafnarfirði á sögulegum fundi bæjarstjórnar sem stóð fram undir miðnætti í gær. Meirihluti bæjarstjórnar ásamt fulltrúa Framsóknarflokksins samþykkti á fundinum að selja hlutafélaginu Hvaleyri h/f eignir BÚH og bæjarbúa fyrir 280 milj- ónir. Sami meirihluti felldi áður á fundinum dagskrártillögu frá bæjarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins um að sala BÚH yrði tekin út af dagskrá fundarins, þar sem fullkomlega óeðlilegt væri að selja eignir sveitarfélagsins til einkaaðila án undangengins út- boðs auk þess sem ekki lægi fyrir viðhlítandi mat á veðum og ábyrgðum ífyrirliggjandi kauptil- boði Hvaleyrar h/f. Bentu fulltrú- ar minnihlutans á að hér væri ver- ið að versla með hagsmuni bæjar- ins og bæjarbúa á mjög óviðfelld- inn hátt. Magnús Jón Árnason upplýsti það á fundinum að Árni Grétar Finnsson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar er lögfræðingur Hagvirkis h/f og sér um sölu á söluíbúðum verktakans, en eigendur Hagvirkis eru eignarað- ilar að 40% hlutafjár í Hvaleyri h/f. Eins og áður hefur komið fram höfðu tveir aðrir útgerðaraðilar sýnt áhuga á kaupum á eigum BÚH en bæjaryfirvöld gáfu þeim ekki einu sinni tækifæri til að bjóða formlega í eignir BÚH og lögðust síðan í gærkvöld gegn því að hagsmunir bæjarins yrðu tryggðir með formlegu útboði á eignunum. -Jg Sjá bls. 2. Sjómenn Alþjóðlegur stuðningur? Sambandstjórnarfundur á mofgun Formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Guðmundur Hallvarðsson, er nú í Englandi og á þar meðal annars í viðræðum við forystumenn í Alþjóða flutn- ingaverkamannasambandinu (ITF) um hugsanlegan stuðning við sjómannaverkfallið í Reykja- vík. Ekki er enn Ijóst í hvaða for- mi stuðningurinn yrði. Ákveði ITF-menn að styðja reykvíska sjómenn í verkfalli kemur ýmislegt til greina annað en fjárhagsleg hjálparhönd þar- sem deilan er að því leyti alþjóð- leg að útgerðarmenn láta sigla með aflann á erlendar hafnir. Stjórn Sjómannasambands ís- lands kemur saman fyrir hádegi á morgun til að ræða sjómanna- verkfallið í Reykjavík. Stjórn Reykjavíkurfélagsins fór í fyrra- kvöld formlega frammá aðstoð sambandsins og bíður á meðan átekta um hugsanlegar aðgerðir. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. -m Eyjaskák Lein sigraöi Jóhann hálfum vinningi og einufýlukasti frá stórmeistaratitli Bandaríski stórmeistarinn An- atoly Lein stóð upp frá tapskák sinni gegn hinum enska Short i gær sem sigurvegari alþjóðam- ótsins í Eyjum. Helstu keppinaut- ar hans, Helgi Ólafsson og Jó- hann Hjartarson, gerðu báðir jafntefli og dugði Lein því fyrri forysta. Jóhann var hálfum vinningi frá stórmeistaratitli, hefði þurft að vinna Jón L. í gær, - og reyndar að endurtaka skákina sem Lomb- ardy mætti ekki til vegna ósættis á sunnudag. Slíkir vinningar eru ekki taldir með við titlatog, en Lombardy mun hafa boðist til að tefla skákina. Raunar muni Jó- hanni hafa verið á móti skapi að ná stórmeistaratitli á þann hátt. Lein fékk 9>/2 vinning. í öðru til þriðja sæti urðu Jóhann og Helgi (9v.), Short í fjórða (8V2V.), í fimmta til sjötta sæti Karl Þor- steins og Guðmundur Sigurjóns- son (8v.). Sex efstu menn unnu til peningaverðiauna. -m Með kóp í garðinum Fágætt hcimilisdýr var á Norðurvangi 15 í Hafnarfírði, en eins og lesendur Þjóðviljans hafa tckið eftir er dýralíf þar Qöl- skrúðugra en í öðrum bæjum. Selurinn Skjöldur er nýjasti bæjarbúinn, - iítill og mjósleginn kópur sem hefur dvalist þar síðan á sunnudag. Hann sefur í baðker- inu og unir sér vel í sólbaði á dag- inn í garðinum, þar sem hann get- ur líka svamlað í litlum potti. Forsaga kópsins er sú að brim- ið þeytti honum á land við Nýja- bæ. Sonur hjónanna á Norður- vangi 15 er þar í sveit og fann hann kópinn illa haldinn í fjör- unni, síðastliðinn fimmtudag. En Norðurvangur er ekki framtíðar- heimili þessa litla kóps. í gær var hann fluttur í Sædýrasafnið til samfélags við aðra seli. Heimilis- fólkið mátti þó varla sjá á bak honum, því hann hefur verið þeim til mikillar ánægju. Hann svaf stillilega um nætur og hagaði sér sem besta heimilisdýr í hví- vetna, - var aðeins tregur til að borða. Skjöldur er mikil félags- vera og sagði heimilisfólkið að hann hafi alltaf viljað hafa ein- hvern hjá sér og farið að væla ef fólk fór frá honum. -pv

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.