Þjóðviljinn - 12.06.1985, Síða 5
Byggðaþróunin
Framkvæmda-
stofnun faldi
tölurum
fólksflóttann
Hjörleifur Guttormsson: Verið að breiðayfir
afleiðingar stjórnarstefnunnar. Stefán
Guðmundsson: Forstjórunum að kenna, ekki
stjórninni
Eins og skýrt var frá í Þjóð-
viljanum fyrir réttri viku hefur
ekki verið meiri fólksflótti utan
af landi frá því skýrslugerð
hófst en var á síðasta ári. Á
hverjum degi allt síðastliðið ár
fluttí t.d. einn maður frá Norð-
urlandi eystra „suður“ umfram
þá sem þangað komu. Upplýs-
ingar sínar hafði Þjóðviljinn
m.a. úr greinargerð Hjörleifs
Guttormssonar og Steingríms
J. Sigfússonar með þingsál-
yktun um nýja byggðastefnu
og var þar vitnað í drög að Árs-
Stálfélagið
„Huldumaður“
kom til bjargar
Þingmenn vara við fyrirhugaðri
staðsetningu verksmiðjunnar í Fögruvík
á Vatnsleysuströnd
Efri deild alþingis hefur til
umfjöllunar tillögu um ríkis-
ábyrgð til handa Stálfélaginu
hf. að upphæð 60 miljónir
íslenskra króna. Kristín
Astgeirsdóttir, Kvennalista,
mælti ein gegn samþykkt
málsins á mánudagskvöld og
taldi m.a. að nóg væri komið af
„hæpnum" fyrirtækjum í ís-
lensku atvinnulífi. Þá taldi hún
staðsetningu verksmiðjunnar
í Fögruvík allsóviðunandi og
of nálægt Látrum við Hvassa-
hraun, sem eru á náttúruminja-
skrá.
I áliti meirihluta fjárhags- og
viðskiptanefndar, sem fulltrúar
allra flokka nema Kvennalista
styðja segir að heimild fyrir ríkis-
ábyrgð sé samþykkt í trausti þess
að „hún verði því aðeins notuð að
eiginfjárstaða fyrirtækisins verði
trygg, bankaviðskipti með eðli-
legum hætti og náttúruverndar-
sjónarmiða gætt.“
Stálfélagið hf. óskaði eftir
ríkisábyrgðinni snemma vetrar
vegna láns sem félagið hefur sótt
um hjá Norræna fjárfestinga-
bankanum í nefndaráliti Kristín-
ar Ástgeirsdóttur segir m.a. að
málið hafi lengi velkst í nefndinni
þar sem fjárhagsgrundvöllur
fyrirtækisins hafi verið talinn
með hæpnasta móti. Allt í einu
hafi svo kviknað grænt ljós með
tilkomu einhvers „huldumanns"
sem lofaði fyrirtækinu 17-19 milj-
ónum króna! Kristín sagði í sam-
tali við Þjóðviljann að ekki hefði
verið upplýst í nefndinni hver
þessi einstaklingur væri, aðeins
að hann væri íslenskur.
Eiður Guðnason lagði þunga
áherslu á að verksmiðjunni yrði
fundinn annar staður en einmitt í
Kúagerði sem væri fallegasti
staðurinn við Reykjanes-
brautina. Hann sagðist vona að
Náttúruverndarráð léti málið til
sín taka enda ætti Vatnsleysu-
strandarhreppur nóg landrými.
Ragnar Arnalds lagði í máli
sínu áherslu á að þetta væri þjóð-
þrifafyrirtæki, sem einnig gæti
sparað þjóðinni umtalsverðan
gjaldeyri, sem nú væri eytt í að
kaupa inn steypustyrktarjárn.
1
Þetta átti að fela:
Fólksflutningar 1984
(aðfluttir umfram brottflutta)
Innanlands Útlönd Samtals Hlutfall
Höfuðborgarsvæðið + 1130 -42 + 1088 0,8%
Suðurnes -59 -27 -86 0,6%
Vesturland -226 -64 -290 1,9%
Vestfirðir -159 -19 -178 1,7%
Norðurland-vestra -70 + 15 -55 0,5%
Norðurland-eystra -365 -41 -406 1,5%
Austurland -102 -83 -185 1,4%
Suðurland -149 -8 -157 0,7%
1984 fluttu 1130 manns frá landsbyggðinni „suður" umfram þá sem þangað fluttu. Að auki tapaði allt landið
269 manns til útlanda. Heildartap landsbyggðarinnar 1984 var 1357 manns eða um 1,2% af íbúafjöldanum.
Á sama tíma fjölgaði um 1088 í Reykjavík eða 0,8%. Þetta er mesti fólksflótti af landsbyggðinni frá því
skráning hófst 1961.
skýrslu Framkvæmdastofnun-
ar Islands.
Á alþingi sl. mánudagskvöld
gerði Hjörleifur Guttormsson að
umtalsefni þá staðreynd að í árs-
skýrslunni er ekki að finna neinar
upplýsingar um þessa hrikalegu
byggðaþróun. Hann sagði að
þessum upplýsingum hefði verið
úthýst úr skýrslunni að undirlagi
stjórnar Framkvæmdastofnunar
og spurði formann hennar, Stef-
án Guðmundsson, hverju slíkt
sætti. „Þessar tölur, sem afhjúpa
afleiðingar stjórnarstefnunnar
eiga erindi til alls almennings,“
sagði Hjörleifur.
Stefán Guðmundsson sagði að
það væri margt sem ekki kæmist
fyrir í skýrslunni en stjórnin hlut-
aðist ekki til um hvað færi inn og
hvað ekki. Það gerðu forstjórarn-
ir. Stefán svaraði því í engu hvort
honum þættu þessar tölur ekki
eiga heima í skýrslunni.
Á meðfylgjandi töflu má sjá
hvernig allar byggðir landsins
töpuðu fólki tÚ Reykjavíkur,
samtals 1130 manns á síðasta ári.
-ÁI
Fiskverkunarfólk
Þeir sögðu nei við
lengri upp-
sagnarfresti
Nafnakail var viðhaft þegar
18 stjórnarliðar vísuðu frá til-
lögu Guðmundar J. Guð-
mundssonar o.fl. um lengri
uppsagnarfrest í fiskiðnaðin-
um. Þjóðviljinn birtir hér nöfn
þeirra þingmanna sem sögðu
nei við þessari sjálfsögðu rétt-
arbót:
Alexander Stefánsson, Birgir
ísl. Gunnarsson, Eggert Hauk-
dal, Friðjón Þórðarson, Friðrik
Sophusson, Guðmundur Bjarna-
son, Guðrún Tryggvadóttir
(varamaður Halldórs Ásgríms-
sonar), Halldór Blöndal, Matthí-
as Bjarnason, Ólafur G. Einars-
son, Páll Pétursson, Páll Dag-
bjartsson (varamaður Pálma
Jónssonar), Pétur Sigurðsson,
Stefán Guðmundsson, Stefán
Valgeirsson, Sverrir Hermanns-
son, Þorsteinn Pálsson, Þórarinn
Sigurjónsson.
Gegn frávísuninni voru 16
þingmenn stjórnarandstöðunnar
og tveir þingmenn stjórnarliðs-
ins: Ellert B. Schram, Garðar
Sigurðsson, Geir Gunnarsson,
Guðmundur Einarsson, Guð-
mundur J. Guðmundsson, Guð-
rún Agnarsdóttir, Guðrún Agn-
arsdóttir, Guðrún Helgadóttir,
Hjörleifur Guttormsson, Jó-
hanna Sigurðardóttir, Karvel
Pálmason, Kjartan Jóhannsson,
Kristín Halldórsdóttir, Kristín S.
Kvaran, Ólafur Þ. Þórðarson,
Steingrímur J. Sigfússon og Svav-
ar Gestsson.
Fjarstaddir voru: Gunnar G.
Schram, Jón Baldvin Hannibals-
son, Matthías Á. Mathiesen,
Ragnhildur Helgadóttir, Stein-
grímur Hermannsson og Ingvar
Gíslason.
-ÁI
Miðvikudagur 12. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5