Þjóðviljinn - 12.06.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 12.06.1985, Side 13
Ræða Svavars Gestssonar við útvarpsumrœðurnar í gœr Þeir hugsa of mikið um eigið skinn Nýsókn íatvinnumálum. Mætti aukaþjóðarframleiðslu umlO-15 prósentmeð betri nýtingu. Um aldamót gœtu 18þúsund manns verið í nýjum iðngreinum einsog upplýsingaiðnaði. Fullvinnsla sjávarafla gœti gefið fimm og hálfan miljarð. Fiskeldi getur skapað meiri auð en nemur verðmætiþorskaflans. íslenskthugvit. „Þeir hugsa of mikið um eigið skinn, en ekki um fjöldann.” Þannig komst Steingrímur Her- mannsson að orði á dögunum. Um hverja var hann að tala? Var það Seðlabankinn? Nei, auðvitað ekki. Var það Verzlunarráð ís- lands? Nei, auðvitað ekki, því þaðan tekur ríkisstjórnin stefnu sína. Voru það bankarnir eða ok- urlánasjoppurnar sem eru nú í umboði ríkisstjórnarinnar að fé- fletta húsbyggjendur, á nauðung- aruppboðunum, bændur og út- vegsmenn? Nei, auðvitað ekki því með því hefði forsætisráð- herrann hitt sjálfan sig og stefnu sína fyrir. Nei, vissulega var ráðherrann ekki að skamma þessa þröngu sérhagsmunahópa, þennan örlitla minnihluta fjár- magnseigenda sem nú ráða fs- landi. Nei, forsætisráðherrann og formaður Framsóknarflokksins var að tala um bændur. Það er athyglisvert hvernig Framsóknarflokkurinn hefur fjarlægst uppruna sinn í núver- andi ríkisstjórn. Hann lætur allt falt fyrir ráðherrastólana, svo gjörsamlega að þegar formaður Framsóknarflokksins byrstir sig loksins þá ræðst hann gegn bænd- um og þar með í rauninni öllum þeim sem búa við svipaðar að- stæður vegna stjórnarstefnunnar, húsbyggjendum og framleiðslu- atvinnuvegum. Kaldar kveðjur Og fiskverkunarfólkið sem skapar þau meginverðmæti sem við lifum á fær líka kaldar kveðj- ur þessa dagana: Fellt er frum- varp Guðmundar J. Guðmunds- sonar um kauptryggingu verka- fólks. Frumvarpið var allt í senn, byggðamál, jafnréttismál og mannréttindamál. Jafnréttismál vegna þess að meginhluti starfs- fólks í fiskiðnaði eru konur, mannréttindamál vegna þess að flestir hópar í landinu hafa þegar fyrir löngu tryggt sér lögvarinn eða samningsbundinn rétt and- spænis fyrirvaralausum uppsögn- um, en byggðamál vegna þess að meirihluti fiskvinnslunnar fer fram á landsbyggðinni. Öryggis- leysið í fiskverkunarhúsunum er ein meginástæða fólksflóttans utan af landi og kaupið er svo svívirðilega lágt, að fólk leitar sér að öðrum störfum annars staðar- ef það þá kemst í burtu vegna þess að íbúðirnar úti á landi eru óseljanlegar með öllu. Staðan er nú þannig að fiskvinnslan getur ekki látið vinna í dýrustu pakkn- ingar þannig að lágu launin í fisk- iðnaðinum valda beinu tjóni í verðmætasköpun þjóðarbúsins í heild. Framleiðslan er undirstaða lífskjaranna og framleiðslan get- ur aldrei gengið ef verkafólkinu er sýnd fyrirlitning eins og sú sem birtist í siðlausum kauptöxtun- um. Þessi láglaunastefna hittir fyrir alla þá sem síst skyldi. Um þessar mundir eru fóstrur að ganga út af dagheimilum Reykjavíkur- borgar. Þar eru mannaskipti svo ör að þess eru dæmi að sama barnið hafi haft yfir sér 12 starfs- menn á einu besta dagheimili Reykjavíkur s.l. níu mánuði. Kennarar eru að hverfa frá störf- um vegna lágra launa. Þannig er vegið að undirstöðunni allri: Framleiðslustéttirnar að gefast upp, húsbyggjendur að missa íbúðarholurnar á nauðungarupp- boðum, bændur að yfirgefa sveitirnar, uppeldis- og menntakerfið í upplausn. En á sama tíma og þetta gerist vaða afturhaldsöflin yfir landið með hroka og stærilæti sem aldrei fyrr í sögunni. Stuttbuxnadeildin í Sjálfstæðisflokknum æðir hér um þingsalina þessa dagana með forsætisráðherra í tjóðurbandi og það ber ekki á minnstu viðleitni Framsóknarforystunnar til þess að streitast á móti. Stuttbuxna- deildin beitir sér fyrir tug- milljónagjöfum úr sjóðum borg- arbúa til gæðinga sinna á sama tíma og útsvör í Reykjavík eru hærri en nokkru sinni fyrr. Borg- arstjórinn ákveður nú að afhenda þekktri íhaldsfjölskyldu Bæj- arútgerð Reykjavíkur. Þannig eru dæmin utan endis og spurn- ingin er: Vill þjóðin hafa þetta svona? Eða er ekkert við þessu að gera? Ránvaxtastefnan Er það óhjákvæmilegt að launin verði jafnlág til frambúðar og þau eru nú - 25-30% lægri en þegar ríkisstjórnin tók við? Er það kannske óhjákvæmilegt að vextir séu okurháir áfram, eins og ákveðið var af ríkisstjórninni í fyrra og nú eru allt að drepa? Ránvaxtastefnan var innleidd að kröfu Alþýðuflokksins og það er hún sem er auk lágu launanna stærsta efnahagsvandamálið á ís- landi í dag. Er kannske óhjákvæmilegt að frystihúsin nærri lokist vegna þess að þar er greitt allt of lágt kaup? Er það kannske óhjákvæmilegt að kennarar, fóstrur og aðrar uppeldisstéttir hafi lág laun og flýi starfsgreinina? Ekkert af þessu er óhjákvæmi- legt, en það er vísvitandi stefnt að því að brjóta niður félagslega þjónustu til þess að geta komið upp einkaskólum og einka- dagheimilum og einkasjúkra- húsum. Það er pólitík, stjórnmál, sem þessu ræður, trúarofstæki frjálshyggjunnar birtist okkur með þessum hætti, enda lagði helsti hugmyndafræðingur þeirra til að sala á eiturlyfjum yrði gef- inn frjáls eins og það var orðað, en frelsi þeirra þýðir áþján fjöld- ans. Niðurskurður - nauðungaruppboð En þá skuluð þið góðir hlust- endur gera ykkur ljóst að með því að kjósa íhaldið eru menn að kjósa nauðungaruppboðin á íbúðum og skipum, kjósa niður- skurð í skólakerfinu, kjósa lágt kaup, kjósa vaxtaokrið, kjósa byggðaeyðingu. Það er kominn tími til þess að fólk átti sig á sam- hengi atkvæðis síns og valdsins í landinu. Þeir sem styðja íhaldið eru að kjósa gegn sínum eigin hagsmunum. Eða er það kannske þetta þjóðfélag sem fólk vill? Þar sem húsnæðismálin eru rædd við geðlækna, þar sem valdastéttin greiðir sjálfri sér nefndalaun, ráðgjafalaun og starfsmannalaun sem eru margföld laun sam- kvæmt kauptöxtunum? Vill fólk aukið misrétti þar sem hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku fá- tækari? Ég hef enga trú á því að svo sé og ég bendi á hliðstætt dæmi: f verkfalli BSRB stóðu menn hlið við hlið úr öllum stjórnmálaflokkum - enginn lét sér til hugar koma að bregðast félögum sínum og brjótast af verkfallsvaktinni né að fremja verkfallsbrot. En stuðningur við íhaldið er hliðstæður - vegna þess að stuðningur við íhaldsöflin jafngildir árás á eigin hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar. Hvaða flokkur ætli það sé sem hefur lagt sig fram um að berjast gegn stjórnarstefnu leiftursókn- arinnar? Ætli það sé Alþýðu- flokkurinn sem með glamri og töfrabrögðum hefur dregið að sér athygli að undanförnu? Nei, vegna þess að stefna formanns Alþýðuflokksins er átakanlega lík stefnu íhaldsins svo að flokk- arnir geta fyrirstöðulaust runnið saman í ríkisstjórn strax eftir næstu kosningar. Ætli það séu nýju flokkarnir? Hafa þeir breytt einhverju í þágu félagslegra sjón- armiða? Nei, því miður. Þvert á móti bendir allt til þess að sundr- ung félagshyggjufólks sé ein meginástæðan fyrir stórsókn afturhaldsins á öllum sviðum, meðal annars sérstaklega gegn konum. Staða þeirra hefur ekki batnað heldur versnað. Það var athyglisvert að þessir þrír flokkar vildu ekki taka þátt í því að mynda landsstjórnarafl gegn íhaldinu. Með því lýstu þessir flokkar ábyrgðarleysi sínu gagnvart alþýðu þessa lands. Eina mótvægið Eini stjórnmálaflokkurinn sem getur myndað mótvægi við í- haldsöflin og framsókn hægri afl- anna er Alþýðubandalagið. Það er sama hvort um er að ræða kjaramál, þjóðfrelsismál eða menningarmál - hvað eina sem nefnt er: Alls staðar eru ítrustu andstæður milli íhaldsins og Alþýðubandalagsins. Það er lífsnauðsyn fyrir þjóðfélagið að þetta jafnvægi sé afdráttarlaust og það er kjósenda að gera það upp við sig hvort þeir kjósa nauðungaruppboð leiftursóknar- innar, miðjumoðið eða félagsleg sjónarmið Alþýðubandalagsins. Og við höfum bent á leiðir sem eru færar: Við höfum flutt ítar- legar tillögur um efnahagsmál, um kauptryggingu, um húsnæð- ismál og um hvers konar menn- ingarmál, en þau eru líka hluti af lífskjörum okkar. Við höfum sýnt fram á að þjóðin þarf ekki að una þeim afarkostum sem stjórnvöld skammta alþýðu- heimilunum í landinu. Við neit- um því að skorturinn taki öll völd í landinu. Við neitum því að skorturinn taki öll völd á heimil- unum. Um leið og stjórnarherrarnir vaða hér um með hroka hefur það gerst í vetur að langtímum saman hefur þingið verið stjórn- laust. Það tækifæri hafa þing- menn úr öllum flokkum notað sér til þess að ná samstöðu um veiga- mikil mál - utanríkismál, hús- næðismál og jafnréttismál þar sem alls staðar hefur náðst verulegur árangur. Þá var fellt frumvarp um sölu á Sements- verksmiðju ríkisins. Þessi mál og málatilbúnaður stjórnarand- stöðunnar í vetur og heilleg til- lögugerð Alþýðubandalagsins í flestum málaflokkum hafa litla athygli vakið vegna þess að fréttamennirnir hafa aðallega sagt frá bjórumræðum hér á þing- inu. Það segir að mínu mati meira um fréttamennina en um þing- mennina. Kauptrygging Nú standa yfir samningar um kaup og kjör verkafólks í landinu. Vinnuveitendasam- bandið hefur boðið upp á kjara- samninga sem í raun myndu festa láglaunastefnuna í sessi til fram- búðar. Það er háskalegt. Samn- ingur án kaupmáttartryggingar er ekki mikils virði eins og dæmin sanna. Þess vegna hefur Alþýðu- bandalagið markað þá megin- afstöðu sína að kaupmáttar- trygging hljóti að vera úrslita- atriði. Jafnframt þarf að tryggja í samningum að kaupmáttur launa aukist verulega frá því sem nú er. Núverandi kaupstig er óþolandi og niðurlægjandi, um leið og það er efnahagslega fráleitt. Á miðstjórnarfundi Alþýðubanda- lagsins nýlega sýndu ungir hag- fræðingar fram á það að lágu launin eru aðalefnahagsvanda- málið á íslandi því þau leiða til stöðnunar þegar fram í sækir þeg- ar kaupstig er miklu lægra en í samkeppnislöndum okkar. Alþýðubandalagið telur það eitt meginverkefni íslenskra stjórnmála nú að byggja upp sterkt mótvægi við íhaldið, afl sem getur varist við hlið verka- lýðshreyfingarinnar, afl sem get- ur sótt fram til nýrra og betri lífskjara. Við viljum fá fólkið til þess að líta upp úr bónus- kúguninni og vinnuþrældómnum og gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir vaxandi vandamál sem nú- verandi ríkisstjórn er um að kenna eru verulegir möguleikar á öllum sviðum. Við verðum auðvitað að gera okkur ljóst að stórfelld erlend skuldasöfnun má ekki eiga sér stað og við verðum líka að koma í veg fyrir að gengið verði á höfuðstói lífrænna auð- linda okkar. En þrátt fyrir þetta Miðvikudagur 12. júní 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.