Þjóðviljinn - 12.06.1985, Síða 14

Þjóðviljinn - 12.06.1985, Síða 14
Auglýsing um starfslaun til listamanns Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um starfs- laun til listamanns í allt aö 12 mánuði. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun starfs- launa, sem búsettir eru í Reykjavík, og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir við úthlutun, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Það skilyrði er sett, að listamaðurinn gegni ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Fjárhæð starfslauna fylgir mánaðarlaunum samkv. 4. þrepi 105. Ifl. í kjarasamningi Bandalags háskóla- manna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Starfslaun eru greidd án orlofsgreiðslu eða annarra launa- tengdra greiðslna. Að loknu starfsári skal listamaðurinn gera grein fyrir starfi sínu með greinargerð til stjórnar Kjarvalsstaða, framlagningu, flutningi eða upplestri á verki í frum- flutningi eða frumbirtingu, allt eftir nánara samkomu- lagi við stjórn Kjarvalsstaða hverju sinni og í tengslum við Listahátíð eða Reykjavíkurviku. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri greiðslu samkv. þessari grein, en lista- maðurinn heldur höfundarrétti sínum óskertum. I umsókn skal gerð grein fyrir viðfangsefni því, sem umsækjandi hyggst vinna að og veittar aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Umsóknum skal komið til listráðunauts Kjarvalsstaða fyrir 15. júlí 1985. 10. júní 1985 Stjórn Kjarvalsstaða. Útboð Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í lagningu hita- veitu á Flateyri. Um er að ræða tvöfalt dreifikerfi með 6 greinibrunnum, heildarskurðalengdir ca 2;5 km. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu O.V. á Isafirði og kosta þau 400 krónur. Tilboð merkt „Hitaveita Flateyri” skulu hafa borist til aðalskrifstofuOrkubúsinsfyrirkl. 11 fimmtudaginn27. júní n.k. og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Orkubú Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 ísafirði, sími 94-3211. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald- dagi söluskatts fyrir maímánuð er 15. júní. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 7. júní 1985. Laus staða Staða fulltrúa á skattstofu Austurlandsumdæmis er laus til umsóknar. Starfið krefst bókhaldsþekkingar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Um- sóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum skulu sendar skattstjóra Austurlandsumdæmis Lag- arási 4, Egilsstöðum fyrir 1. júlí nk. Egilsstöðum 1. júní 1985 Skattstjóri Austurlandsumdæmis. Þjóðleikhúsið: Laust er starf í miðasölu Þjóðleikhússins frá og með 1. september n.k. Laun skv. samningum BSRB. Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Nánari upplýsingar veitir miðasölustjóri Þjóðleik- hússins, sími 11204. Þjóðleikhússtjóri. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Ingólfur Pétursson, verkstjóri, Kleppsvegi 18, Reykjavík, sem lést 8. júní s.l. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. júní kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Sæbjörg Jónasdóttir Erling Aðalsteinsson Ragnheiður Jónsdóttir Hilmar Ingólfsson Edda Snorradóttir Pétur Ingólfsson Nanna Aradóttir barnabörn er unnt að benda á möguleika til stórfelldrar aukinnar þjóðar- framleiðslu. Ný sókn Ég ætla hér aðeins að nefna fjögur dæmi: 1. Með því að nýta framleiðslu- fjármuni betur en nú er gert hvort sem er í verslun, sjávar- útvegi, landbúnaði eða iðnaði má auka þjóðarframleiðslu um 10-15% að mati færustu hagfræðinga okkar, en það jafngildir 10-12 milljörðum á ári á verðlagi þessa árs. 2. Með því að leggja áherslu á rannsóknir og vöruþróun og hvers konar nýtækni sem byggist meðal annars á há- menntun, hugviti okkar og reynslu má tryggja hér stór- stígar framfarir. Talið er raun- sætt að 18.000 störf geti orðið í nýjum iðngreinum hér á landi eftir aðeins 15 ár þar með tal- inn svonefndur upplýsinga- iðnaður. 3. Með því að fullvinna sjávar- aflann betur en nú er gert má gera ráð fyrir því að unnt sé að auka útflutningsverðmæti hans um þriðjung. Samhliða slíkri breytingu þarf að eigasér stað skipulagsbreyting í sjávarútveginum, þar sem fiskverkunarfólkinu eru tryggð mannsæmandi laun, fast mánaðarkaup og atvinnu- öryggi og almenn mannrétt- indi ekki lakari en tíðkast í öðrum atvinnugreinum. 4. Margt bendir til þess að ís- lendingar eigi stórfellda mögu- leika í fiskeldi. Össur Skarphéðinsson ritstjóri er einn þeirra ungu sérfræðinga sem fjalla um þessi mál. Hann segir í blaði okkar um helgina að gera megi ráð fyrir allt að 11 milljörðum króna í útflutningsverðmæti í þessari grein - en það er meira en allt verðmæti þorskafurða. Hér hafa verið nefnd fjögur dæmi sem sýna að það er unnt að tryggja mikið betri efnahagsleg lífskjör en nú er um að ræða hér á landi. íslenskt hugvit Stjórnvöld landsins þurfa að hætta að hlaupa á eftir erlendum stórfyrirtækjum um allar jarðir með orku á útsölu. í staðinn eigum við að einhenda okkur í að hagnýta til fulls nýjar atvinnu- greinar sem byggjast á þekkingu og hugviti, reynslu okkar í aldir, og hámenntun af hvaða tagi sem er. Fyrsta skilyrðið er að búa vel að almennri menntun og skólum í landinu, sem skapa grunninn að hvers konar vísindastarfi og rann- sóknum sem markvisst vinni í þessa átt að raunverulegri ný- sköpun verðmæta. Við nýtingu þessara möguleika má ekki láta neinar kreddur ráða hvorki um rekstrarform né almennar fjármögnunaraðferðir. Við eigum einfaldlega að hagnýta þá möguleika sem bestir bjóðast, við eigum að verja verulegum fjármunum til þess að leita að þessum möguleikum og til þess að finna þá. Núverandi ríkis- stjórn gerir allt sem hægt er til þess að koma ríkinu út úr at- vinnurekstri. Þó er ljóst að meiri háttar átak á þessum sviðum mun ekki eiga sér stað nema með for- ystu og þátttöku ríkisvaldsins. Það þarf ekki að þýða að ríkið eigi öll fyrirtæki - fjarri fer því. Aðalatriðið er að stjórnvöld nálgist vandamálin opnum huga en ekki á grundvelli kreddu- sjónarmiða eins og nú er gert og birtist í allsherjarsölu ríkis- fyrirtækja og í leit erlendum samstarfsaðilum ístóriðnaði. Það virðist vera það eina sem ríkis- stjórnin hefur til málanna að leggja í þessum efnum. Samhliða nýrri sókn í atvinnu- málum þarf að tryggja að lýðræð- isleg sjónarmið ráði úrslitum þannig að starfsfólkið sjálft ráði sem mestu, þar sem heimaaðilar Fiskeldi gæti við bestu aðstæður gefið árlega um 11 miljarða af sér, eða meira en nemur öllum þorskafla okkar. hafa frumkvæði og forystu og ráða úrslitum um gang mála. Með því að byggja á hugsjónum lýðræðis, með valdreifingu og með áherslu á þá stórfelldu möguleika sem tæknin býður upp á, má byggja hér nýtt samfélag. Lýðræði á vinnustöðunum á að vera hornsteinn nýrrar sóknar í atvinnu- og efnahagsmálum og lýðræði í byggðarlögunum sjálf- um þar sem sköpuð er ný byggð- astefna sem sækir líf sitt til fólks- ins sjálfs, sjómanna, bænda og verkamanna. Ef við hagnýtum okkur nýja tækni hámenntunar og hugvits og kosti lýðræðisins út í æsar getum við gert okkur vonir um að eignast nýtt ísland, frjálst og fullvalda, þar sem lífskjörin eru ekki einasta sambærileg við það sem gerist í grannlöndum okkar heldur betri. Þannig yrði vinnu- tími styttri en hér er nú, húsnæði ódýrara og hamingjan á heimil- unum yrði ekki aðeins í skoðana- könnunum Seðlabankans. Við þurfum að leggjast á eitt: Fyrst er að safna liði og koma ríkisstjórn ríka fólksins frá, en jafnframt að berjast og standa saman um sterkan stjórnmálaflokk eins og Alþýðubandalagið sem ætlar að beita sér fyrir því sem við hljótum öll að kjósa um: Nýtt ísland, jafnréttis og lýðræðis, frjálst og fullvalda ísland. FERÐAVASABOK FJÖLVÍS 1985 Viö höíum meira en 30 ara reynslu í utgafu vasabóka, og su reynsla kemur viðskiptavinum okkar aö sjalfsögðu til góöa. Og okkur hefur tekist einkar vel meö nýju Ferðavasabókina okkar og erum stoltir af henni. Þar er aö finna ótrulega fjölbreyttar upplysingar, sem koma feröafóJki aö ometanlegu gagni jafnt heima sem erlendis. Meöal efnis t.d.: 40 islandskort - Kort af öllum hringveginum - Heimshluta* kort - Sendiráö og ræðismannaskrif- stofur um allan heim - Ferðadagbók - Feröabókhald - Öryggiskort - Gjald- eyristöflur - Kaupstaðakort - Evrópu- vegirnir - Neyðar- og viögeröaþjón- usta - Vegalengdatöflur - Bandaríska hraðbrautakerfið - o.m.fl. sem of langt er upp aö telja. ÓMISSANDI I FERÐALAGIÐ! 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.