Þjóðviljinn - 12.06.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.06.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. DflðÐVIUINN Miðvikudagur 12. júní 1985 131. tölublað 50. árgangur Landsleikurinn Dómarinn í talbanni Blaðamönnum Þjóðviljans var í gær meinað að tala við Sviss- lendinginn Andre Daina, sem mun í kvöld dæma landsleik Spánverja og Islendinga í knatt- spyrnu. Daina dæmdi einmitt hinn afdrifaríka úrslitaleik ítal- ska liðsins Juventus og Liverpool i Brússel á dögunum, en hátt á fímmta tug manna létu þar lífíð í óeirðum sem brutust út. Úrslit leiksins í Brússel réðust af vítaspyrnu sem Juventus fékk, án þess að margra dómi að eiga hana skilið. í fjölmiðlum í Belgíu kom upp sterkur kvittur um að vítaspyrnan hefði verið fyrirfram ákeðin af forráðamönnum UEFA til að tryggja Juventus sig- urinn til að koma í veg fyrir meiri óeirðir og forðast þannig frekari blóðsúthellingar. Þessu var með- al annars haldið fram í belgíska sjónvarpinu. Þegar Þjóðviljinn ætlaði að fá viðtal við Andre Daina um málið kom í ljós að verið er að rannsaka á vegum UEFA hvort kvitturinn á við rök að styðjast. Meðan sú rannsókn er í gangi hefur Andre Daina verið verið bannað, sam- kvæmt skipunum UEFA, að ræða málið við fjölmiðla þannig að lesendur Þjóðviljans fá ekki viðhorf Daina eins og til var stofnað. -ÖS/VS KampakátirlandsliðsmennílokaátökunumfyrirHM-leikinnviðSpánáLaugardalsvelli í kvöld. Sjá viðtöl við landsliðsmenn og Tony Knapp á íþróttasíðu. Mynd E.ÓI. Stjórnarliðið Rífast um framleiðsluráð Óánœgja með stjórnarfrumvarpið. Skilyrði Sjálfstœðisflokksins frá landsfundi setja Framsóknarmenn í bobba. Forsœtisráðherra sendir bœndum sem ekki vilja samþykkja frumvarpið strax tóninn. Talið að frumvarpið verði pínt hálfkarað úr landbúnaðarnefnd. Gífurleg óánægja cr með frum- varp til Framleiðsluráðslaga sem nú er í landbúnaðarnefnd neðri deildar. Fundir nefndar- innar féllu niður alla síðustu viku og ótal athugasemdir og umsagnir eiga eftir að koma á frumvarpið. Þrátt fyrir það hefur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hafnað beiðnum bænda um rýmri Fálkabanar Málið fýmt? Lögregluskýrsla um fálkaban- ana á Húsavík verður tekin fyrir í sakadómi bæjarins í þessari viku og sfðan send saksóknara, sagði sýslumaður Þingeyinga, Sigurð- ur Gissurarson, við Þjóðviljann í gær. Fyrir skömmu fundust fjórir fálkar frystir í hólfi á Húsavík og hafa nokkrir ungir menn játað að hafa komið fuglunum fyrir katt- arnef. Einhverjir fálkanna voru skotnir fyrir meira en tveimur árum að sögn sýslumanns, og gæti verið að þau mál séu fyrnd. Ríkissaksóknari ákveður hvort gerð verður dómsátt eða mál höfðað. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins eru refsiákvæði við ólöglegar fugla- veiðar sektir, varðhald eða fang- elsisvist og ef um fágætar fugla- tegundir er að ræða þyngjast við- urlögin. -aró tíma til athugunar frumvarpsins. í Morgunblaðinu sl. viku sagði forsætisráðherra að bændur hugsuðu einungis um eigið skinn en ekki fjöldann. Steingrímur Hermannsson leggur áherslu á að frumvarpið verði afgreitt þrátt fyrir marga lausa enda í frumvarpinu. í land- búnaðarnefnd hefur ekki enn fengist skýring á því hverjir eigi að greiða bændum út það fjár- magn sem til þarf eigi þeir að fá fyrr greitt fyrir afurðir sínar en nú er. Á Varðarfundi í sl. viku upp- lýsti Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins að hann hefði ásamt Ólafi G. Einarssyni farið á fund Steingríms Her- mannssonar og Páls Péturssonar þarsem Framsóknarmennirnir féllust á skilyrði landsfundar Sjálfstæðisflokksins um af- greiðslu þingmála sem áttu að hafa forgang. Meðal slíkra for- gangsmála eru Framleiðsluráðs- lögin. Hóta Sjálfstæðismenn kosningum ella, ef þetta gengur ekki eftir. Þess vegna mun nú for- sætisráðherra leggja mikið kapp á afgreiðslu frumvarpsins, en Stefán Valgeirsson nefndarfor- maður og fleiri þingmenn vilja fá nánari útskýringar á fjölmörgum málum. Talið er að látið verði undan þrýstingnum og að nefnd- in greiði frumvarpið í dag eða á morgun. Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður taldi í samtali við blaðið í gær, að alls ekki hefði tekist að sætta sjónarmið neytenda og bænda í þessu frum- varpi - og þegar af þeirri ástæðu einni væri ástæða til að skoða það nánar. Kvaðst hann einnig efast um að þinginu lyki á föstudag ef til kasta þingsins kæmi. -óg Kísilmálmverksmiðjan Nýr vonbiðill Islensk stjórnvöld leita hófanna hjá alþjóðlegum auðhring, Ríó Tinto Zinc. Um þessar mundir eru staddir hér á landi fulltrúar frá al- þjóðlega auðhringnum Ríó Tintó Zinc til viðræðu um mögulega að- ild hringsins að kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfírði. En eins og kunnugt er, þá leita ís- lensk stjórnvöld nú með logandi Ijósi að erlendum aðila sem kynni að hafa áhuga á þátttöku í verks- miðjunni. Fyrirtækið hefur mikil umsvif í málmvinnslu víða í heiminum. Það vinnur úraníum í Kanda og Ástralíu, báxít í Ástralíu, hefur ítök í blý-, sink-, og silfurvinnslu, auk þess sem það vinnur kopar. Þess má geta að við sögu Ríó Tintó Zinc hefur mjög komið auðjöfurinn Tiny Rowland, sem Edward Heath, þáverandi for- sætisráðherra Breta kallaði hið óþolandi andlit kapítalismans („the unacceptable face of cap- italism“). -ÖS Tiny Rowland, sem komið hefur mjög við sögu Ríó Tintó Zinc. Hið óþolandi andlit kapítalismans, að dómi Edward Heath, fyrrum for- sætisráðherra Breta. Hafnarfjörður Lax í Lækirni Yfir20löxum sleppt í Hafnar- fjarðarlœk eftir nœstuhelgi. Tókst mjög vel ífyrra og vakti mikla athygli. Stangveiðifélag Hafnarfjarðar tók upp á þeirri nýbreytni í fyrra- sumar að sleppa nokkrum stæði- legum löxum í Lækinn við Lækjarskóla. Þetta framtak Stangveiðimanna mæltist mjög vel fyrir hjá bæjarbúum og eftir næstu helgi verður leikurinn endurtekinn. Að sögn Sigurjóns Ingvars- sonar stjórnarmanns í Stang- veiðifélaginu undi laxinn sér vel í Læknum í fyrrasumar og hafði fólk gaman af að fylgjast með ferðum hans upp og niður Læk- inn. Um haustið gekk laxinn til sjávar. í næstu viku verður síðan um og yfir 20 löxum sleppt í Læk- inn að nýju bæjarbúum og öðrum vegfarendum til ánægju. Stangveiðifélagið hefur haft hug á því að rækta upp fisk í Læknum svo hægt verði að veiða þar. Til að svo megi verða þarf m.a. að byggja fiskistiga við neð- stu brúna í Læknum en hugmynd- um um fiskirækt hefur verið slegið á frest í bili að sögn Sigurj- óns vegna mikils umróts í ný- byggingarhverfi fyrir ofan Læk- inn. „Við viljum hafa Lækinn al- veg tandurhreinann þegar við hefjumst handa“, sagði Sigurjón Ingvarsson. -•g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.