Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 4
___________LEHE)ARI
Þjóðháskaleg
Fiskveiöar og fiskvinnsla hafa frá fornu fari
verið helsta verömætalind okkar og um ófyrir-
sjáanlega framtíð munum viö standa og falla
með vinnslu sjávarafla. Nú hefur þaö gerst, aö
ríkisstjórn sem styöur sig við milliliðamógúla
þjóöfélagsins og hyglar þeim helst, hefur setiö
við völd í rösk tvö ár. Á þessum tíma hefur hagur
verslunarinnar og þjónustunnar, atvinnugreina
sem ekki skapa auö, veriö „meö skásta móti“
einsog segir í opinberum skýrslum. En í sama
bili hefur kvarnast svo úr undirstöðu fiskvinns-
lunnar í landinu, aö þessi gamla mjólkurkú
landsmanna er að falla úr hor. Rekstrargrund-
völlur hennar hefur aldrei veriö jafn rækilega
rústaður og á síðustu tveimur árum.
Kjartan Ólafsson, þingmaöur Vestfiröinga,
nefndi þessari hrikalegu þróun glögg dæmi til
staðfestu á þingi fyrr í vikunni. Hann upplýsti, aö
samkvæmt nýjum útreikningum Seðlabankans
hefði eiginfjárstaða fiskvinnslufyrirtækjanna
rýrnað á síðustu fjórum árum úr 56,7 prósent í
41 prósent, eöa um 6 miljarða króna. Stærsti
hlutinn af þessari eignaupptöku hefur orðið á
síðustu tveimur árum.
Erlendu lánsfé hefur verið stefnt inn í landið á
síðustu árum í meiri mæli en nokkru sinni fyrr.
Þessum lánum hefur ekki verið varið í arðbærar
framkvæmdir heldur að verulegu marki í neyslu
og þjónustu. Fólksflótti frá undirstöðugreinun-
um til verslunarinnar og þjónustu hefur svo siglt
í kjölfarið. Fiskvinnslan er ekki lengur sam-
keppnisfær um vinnuafl sökum hróplega lágra
launa fiskverkafólks með þeim afleiðingum að
oft og tíðum er ekki einu sinni hægt að vinna afla
í verðmætustu pakkningarnar.
En það er ekki bara Þjóðviljinn og vinstri
vængurinn sem hefur bent á þetta. í gagnmerkri
ræðu sem forseti Sameinaðs þings, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, hélt á ísafirði á 17. júní
gagnrýndi hann einmitt þessi atriði á afdráttar-
lausan hátt:
„Heil hjörð spekinga situr við mæla á milli-
metramál minnstu hreyfingu á þjóðarfram-
leiðslu og þjóðartekjum svo að þjóðin megi vita
hvern dag hvort upp gengur eða niður. Á sama
tíma er vegið kerfisbundið að rótum undirstöðu-
atvinnuvegar þjóðarinnar, sem varðar hana
mestu um efnahagslega velferð og fjárhagslegt
sjálfstæði. Gengisstefnan, sem fylgt er nú,
tryggir ekki sjávarútveginum nauðsynlegan
rekstrargrundvöll og stefnir arðsemi og eigin-
fjárstöðu þessa höfuðatvinnurekstrar í
fullkomið óefni. Jafnframt hafa verið opnaðar
flóðgáttir fyrir erlendu fjármagni, sem ráðstafað
hefur verið fyrst og fremst til neyslu og hinna
ýmsu þjónustugreina. í kjölfarið hefur mann-
aflinn fylgt í stöðugt ríkari mæli frá undirstöðuat-
vinnuvegunum. Svo er nú komið, að sjávar-
stefna
útvegurinn skortir fólk til að geta hagnýtt sem
best fiskmarkaði okkar erlendis, þar sem at-
vinnurgreinin er ekki samkeppnisfær um vinnu-
aflið. Þannig mergsýgur erlenda skuldasöfn-
unin sjávarútveginn, þann atvinnuveginn sem
við eigum mest undir til þess að geta greitt okkar
erlendu skuldir og haldið okkar fjárhagslega
sjálfstæði. Hér erum við íslendingar komnir í
hinn viðsjárverðasta vítahring.
Afleiðingarnar blasa við hvers manns
augum. Þrengingarnar í sjávarplássunum úti á
landsbyggðinni og þensla þjónustugreinanna á
höfuðborgarsvæðinu tala sínu máli. Fólksflótti
frá strjálbýli til þéttbýlis er staðreynd í dag.
Byggðaröskun blasir við alvarlegri en áður ef
ekki er að gert“.
Þessi þungi dómur yfir afleiðingum stjórnar-
stefnunnar er kveðinn upp af gamalreyndum
þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þarf frekari
vitnanna við? Sýnir þetta ekki einmitt það sem
Þjóðviljinn hefur verið að hrópa í eyðimörkinni:
stjórnarstefnan er þjóðháskaleg. Hún er að
eyðileggja sjávarútveginn, undirstöðu þjóðar-
innar. Hún hefur steypt þjóðinni í forað erlendra
skulda.
Þjóðarháskinn sem Þorvaldur Garöar Krist-
jánsson talar um er einfaldlega afleiðing stjórn-
arstefnu sem er í stórum dráttum alvarlega
röng. _ös
KUPPT OG SKORIÐ
Vísbendingar
Að undanförnu hefur margt
verið að gerast í svokölluðum
kjaramálum á íslandi. SVo sem
venja er hafa borgarafjölmiðl-
arnir, Morgunblaðið og DV sér-
staklega barist með klóm og
kjafti fyrir atvinnurekendur en
Þjóðviljinn varist af kappi. Oft
hefur mönnum fundist sem ríkis-
fjölmiðlarnir leituðust við að
vera hlutlægari á slíkum stundum
heldur en Þjóðviljinn og Morg-
unblaðið - og getað nýtt sér þá
stöðu sem ríkisfjölmiðlar telja sér
til tekna umfram pólitísk mál-
gögn á borð við áðurnefnd dag-
blöð.
En í fjölmiðlafárinu að undan-
förnu þegar hinar sérstæðu við-
ræður og samningsgerð hefur
verið í gangi hefur mjög mörgum
þótt bregða til verri vegar í frétta-
flutningi útvarpsins. Svo mjög,
að margir telja að ríkisfjölmiðl-
arnir hafi hreinlega tekið sér
stöðu í fylkingu atvinnurekenda
og skoðanabræðra þeirra miðri.
Nýr sjónarhóll
Engu er líkara en flestir fjöl-
miðlanna hafi tyllt sér á sjónarhól
VSÍ - uppí Garðastræti, - og efa-
semdir og eðlileg nauðsynleg
gagnrýni hafi ekki læðst að
nokkrum einasta manni sem
strokkaði kjarasmérið oní hlust-
endur og lesendur blaðanna.
Fyrir ekki mörgum misserum
hefði fréttaflutningur og „gefin
viðhorf" fréttamanna í þessum
dúr flokkast undir tjónkun við
öfgaöfl, - þau öfgaöfl sem
kenndu sig við frjálshyggju í þá
tíð.
Kollsteypan
En nú er öðru að heilsa.
Fréttir virðast nú til dags byggjast
allt eins á persónulegum skoðun-
um einstakra manna á útvarps-
bænum.
Dæmi um þennan fréttaflutning
er sá sjónarhóll sem Morgun-
blaðið og Garðastrætisgengið
hefur búið til og hver apar eftir
öðrum m.a. fréttamenn ríkisút-
varpsins, kauphækkanir leiði til
„kollsteypu". Þá er gjaman vitn-
'að til „kollsteypunnar" sl. haust
sem hafi orðið vegna kauphækk-
ana í samningum.
Staðreynd máls er hins vegar
sú, að kaupið var einungis
leiðrétt að hluta til sl. haust, - og
gengisfellingin sem vel að merkja
var réttlætt með kaupsamningum
var löngu fyrirsjáanleg af öðrum
ástæðum. Allir talsmenn sjávar-
útvegsins, hagfræðingar og aðrir
sem til þekkja allir búnir að lýsa
yfir að mikil gengisfelling yrði
gerð. Hún átti rætur sínar að
rekja til þeirrar stefnu ríkis-
stjórnarinnar að þrengja að sjá-
varútvegi - og í anda þeirra
hagsmuna sem verið hafa alfa og
Omega hennar: allt fyrir verslun-
arauðvaldið og braskarana í
Reykjavík. Hvað um það; ekki
einn einasti fræðimaður á sviði
efnahagsmála hefur faglega látið
frá sér fara að „kollsteypan“ sl.
haust hafi verið vegna
kauphækkana.
Þjóðar-
tekjurnar
Með sama hætti hefur ekki ver-
ið hægt að skilja fréttamenn ríkis-
fjölmiðlanna öðmvísi en sem
svo, að við lifðum á tímum rýrn-
andi þjóðarframleiðsiu og
minnkandi þjóðartekna. Þetta
hafa þeir fyrir fréttamönnunum
Þorsteinn Pálsson og Steingrímur
Hermannsson og étur nú hver
fagmaðurinn á eftir öðmm á
fréttastofunum úr lófa þessara
kalla.
Þegar kjarasamningar voru
gerðir snemma árs 1984 og
reyndar alltaf áður í kjarasamn-
ingum hefur verið höfðað til þess
sama, - menn verði nú að taka
tillit til þess hve þjóðarfram-
leiðslan hafi dregist saman og
þjóðartekjurnar séu hverfandi.
Þjóðhagsstofnun hefur oft á tíð-
um spáð í þessum dúr þrenging-
anna þó raunin hafi orðið önnur.
Sú þjóðarlygi sem enn er verið
að suða uppí landsmenn að þjóð-
arframleiðslan fari minnkandi
verður ekki leiðrétt hér af síðasta
móhikananum. En samt skal bit-
ið í skjaldarrendur. Þjóðarfram-
leiðsla jókst í fyrra um rúmlega
2,5%, útflutningsframleiðslan
um nœr 12%, þjóðartekjur um
0,7%, - og þannig mætti lengi
telja. Engu að síður er haldið
áfram að halda hinu gagnstæða
fram.
Kauplækkun
verður
kauphækkun
Útlitið í ár er heldur ekki
slæmt. Hins vegar hefur launa-
þjóðin ekki fengið að njóta í
samningsbundnum launum þess-
arar auknu árgæsku. Þvert á móti
er búið að staðfesta kjaraskerð-
inguna frá 1983.
Það er svo í sama dúr þegar
fréttirnar duna fyrir eyrum
manns um að VSÍ-tilboðið feli í
sér tuga prósenta kauphækkun
og einungis sé vitnað til verka-
lýðsforingja og félaga sem voru
ánægð með það tilboð. Og það er
í saman streng togað þegar sagt er
gagnrýnislaust án tilvísunar til
heimildar að aðilar vinnumark-
aðarins séu þegar farnir að kanna
leiðir til að bæta kjör fiskvinnslu-
fólks, - þó einmitt þeim hópi hafi
verið sleppt útúr samningunum á
dögunum, þrátt fyrir yfirlýsing-
arnar. Og þegar kemur að því
sem í raun og sann hefur verið
aðalmálið - kauptryggingu, - þá
er það orð „tabú“, bannorð í út-
varpinu. Jamm við söknum mörg
faglegrar rýni á fréttastofunum, -
vantar ekki örlitla gagnrýni
gagnvart upplýsingaflæðinu úr
Aðalstræti og Garðastræti?
-óg
DJDÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúl: Oskar Guðmundsson.
. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Ámason, Páll Valsson, Sigriður Pétursdóttir, Sævar Guð-
bjömsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Óskarsdóttir.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrita- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðalustjóri: Sigriður Pétursdóttir.
Auglýalngastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýaingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Clausen.
Afgreiðsiustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Simavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnflörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
BHstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Utkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjóm:
Síðumúla 6, Reykjavík, síml 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Olga Verft J lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskrtftarverð á mánuöi: 360 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN * Föstudagur 21. júní 1985