Þjóðviljinn - 21.06.1985, Side 6

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Side 6
ÞJÓÐMÁL Leikfélag Akureyrar í Gamla biói 6Pa % eftir Pam Gems ¥ EDDA ÞÓRARINSDÓTTIR ásamt EMELÍU BALDURSDÓTTUR, GESTIJÓNASSYNI, GUÐLAUGU MARI'U BJÁRNADÓTTUR, MARINÓ ÞORSTEINSSYNI, PÉTRI EGGERZ, SUNNU BORG, THEODÓRI JÚLÍUSSYNI, ÞRÁNI KARLSSYNI, dönsurum og hljómsveit. Leikstjóri: SIGURÐUR PÁLSSON. Þýðandi: ÞÓRARINN ELDJÁRN. Leiktjöld: 4 GUÐNÝ B. RICHARDS. Dansar: ÁSTRÓS GUNNARSDOTTIR. Hljómsveitarstjóri: ROAR KVAM. Frumsýning föstudag 21. júní kl. 20.30. Sýningar 22. 23. 25. 26. 28. 29. og 30. júní. Miðasala í Gamla bíó opin frá 18. júní kl. 16 - 20.30 daglega, sími 11475 Visapantanir teknar frá í síma og pantanir teknar fram í tíma. Munið starfshópafsláttinn. Hitt Leikhúsið COUNTRY FRANKLIN "m ik Kaminuofnar með griligrind hentugir fyrir sumarbústaði, garðstofur o.fl., 3 stærðir. Verð frá kr. 24.430.- Ennfremur fleiri gerðir t.d. VERSAILLES Útsölustaðir: Sumarhús h/f Háteigsvegi 20, s. 12811 Efnalaug Suðurlands, Selfossi s. 99-1554 STÁLÍS s/f s: 671130 kSRARIK BK ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Til sölu límtré í skemmu 6 stk. burðarrammar úr límtré til bygginga skemmu. Stærð grunnflatar 12 x 25 m Rafmagnsveitur ríkisins byggingadeild Laugavegi118 105 Reykjavík Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar og bróður Hersteins Magnússonar Sigríður Skúladóttir Herdís Hersteinsdóttir Áslaug Hersteinsdóttir Þórdís Árnadóttir Áslaug Ágústsdóttir Árni Magnússon Móeiður Þorláksdóttir Jensína Magnúsdóttir Hjörleifur Þórðarson og systkinabörn. Alþingi Samkomulag á bláþræði Nýting Seðlabanka undir Stjórnarráð ógnaði samkomulagi um þinglausnir Litlu munaði að samkomulag um þinglausnir í dag færi út um þúfur vegna andmæla Davíðs Að- alsteinssonar við tillögu um könn- un á nýtingu Seðlabankahússins fyrir Stjórnarráðið í gærdag. Forseti gaf 10 mínútur til um- ræðna um tillöguna og sagðist ekki myndu taka máiið til af- greiðslu ef umræður yrðu lengri. Davíð talaði nokkra stund og óskaði í lok ræðu sinnar eftir upp- lýsingum frá forsætisráðherra og bankamálaráðherra og var því sýnt að forseti myndi taka málið af dagskrá. Þessu mótmæltu for- menn stjórnarandstöðuþing- flokkanna harðlega sem broti á samkomulaginu svo og formaður þingflokks Framsóknar, sem skoraði á stjórnarþingmenn að gæta hófs í ræðustólnum. Þingsályktunartillagan var síð- an samþykkt að viðhöfðu nafna- kalli með 28 atkvæðum gegn 9.11 greiddu ekki atkvæði og 12 voru fjarverandi. í umræðunni kom m.a. fram að fyrirhugað er að Þjóðhagsstofnun fái inni í nýja Seðlabankahúsinu þar sem um 500 fermetrar verða til útleigu og að viðræður eru þegar hafnar við bankann um nýtingu á því plássi. -ÁI I Þótt þreyta, kapp og taugaveiklun hafi sett sinn svip á þessa síðustu daga þingsins fremur en kátína, er greinilegt að þremenningarnir á þessari mynd, Jóhanna Sigurðardóttir, Karvel Pálmason og Kristín S. Kvaran hafa hér dottið niður á eitthvað skemmtilegt. Ljósm.: E.ÓI. Alþingi Bætt þjonusta i tannréttingum Tillaga Helga Seljan samþykkt Alþingi samþykkti í gær þings- ályktunartillögu frá Helga Seljan um að fela ríkisstjórninni að leita leiða til að koma ákveðnu skipu- lagi á þjónustu í tannréttingum á landsbyggðinni. Að tillögu Ellerts B. Schram voru orðin „á lands- byggðinni“ þó felld út í endan- legri gerð ályktunarinnar. Kjartan Olafsson mælti fyrir áliti allsherjarnefndar um þessa tillögu og sagði tilgang hennar að aflétta þeim kostnaði sem leitt hefur af ferðalögum ungmenna til Reykjavíkur vegna tannréttinga. Sjúkrasamlögin bera nokkurn hluta þessa kostn- aðar, eða 50% en hlutur þeirra hafði áður verið 75%. Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnun- ar ríkisins er 41% allra ferða- kostnaðargreiðslna, sem úr- skurðað er um vegna tannlæknakostnaðar, fyrst og fremst vegna tannréttinga. Til- lagan miðaði því að því, sagði Kjartan, að koma á sparnaði fyrir íbúa landsbyggðarinnar og sjúkrasamlögunum. Hann sagð- ist ekki vilja stefna afgreiðslu málsins í hættu með því að leggj- ast gegn tillögu Ellerts, en sagðist gera það í trausti þess að við framkvæmd þingsályktunarinnar verði megintilgangur hennar hafður í huga. - AI Skuldaskil Jarðboranimar dauðar? Stjórnarflokkarnir hafna samningi Davíðs og Sverris Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra fékk hvorki blessun Framsóknarmanna né ýmissa samflokksmanna sinna til að leggja fram frumvarp sitt um inngöngu Reykjavíkurborgar í Jarðboranir ríkisins. Hafa menn í báðum flokkunum deilt á ráð- herrann fyrir tvennt: að veita ekki öðrum sveitarfélögum tæki- færi til að ganga inn í fyrirtækið og fyrir að hafa undirritað samn- inginn við Davíð Oddsson án fyrirvara. Síðast var til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarinnar þriðja útgáfan af Jarðboranafrumvarp- inu. Fyrstu útgáfunni um að Reykjavíkurborg ein ætti 50% í fyrirtækinu á móti ríkinu var hafnað í báðum flokkunum. f næstu útgáfu gerði Sverrir Her- mannsson ráð fyrir því að önnur sveitarfélög gætu gerst aðilar að fyrirtækinu og myndi hlutur ríkis- ins þá minnka sem því næmi. Þessu höfnuðu Framsóknarmenn og töldu að borgin yrði þá allsráð- andi í fyrirtækinu. Þriðja útgáfan gekk út á að önnur sveitarfélög gætu gengið inn í fyrirtækið og hlutir ríkis og Reykjavíkurborgar minnkuðu þá jafnt sem nýja hlutnum næmi. Jarðboranir nkisins eru með óreiðuskuldir upp á 120 miljónir króna og er reiknað með að Reykjavíkurborg leggi fram 50 miljónir í beinhörðum peningum um leið og fjármálaráðherra „strikar" yfir skuldirnar. Ekki var haft samráð við Albert Guð- mundsson um þetta mál fyrirfram og mun hann ekki hafa verið sér- staklega hrifinn af því. Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík skrifaði upp á samn- inginn með fyrirvara og hefur honum nú verið vísað til umsagn- ar í stjórn veitustofnana borgar- innar að tillögu Guðrúnar Ág- ústsdóttur. Tilgangslaust er hins vegar að staðfesta samninginn hjá borginni því frumvarp Sverris kemur ekki einu sinni fram, hvað þá að það verði samþykkt á þessu þingi. - ÁI 6 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Föstudagur 21. júni 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.