Þjóðviljinn - 21.06.1985, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MðÐVIUINN Föstudagur 21. junf 1985 138. tölublað 50. örgangur Vaxtageggjun Gæti munað hundruðum miljóna Mismunandi vextir hjá bönkunum. Sumir bankar gœtuþurft að greiða hundruð miljónir til baka. Viðkvœmt hjá bönkunum. Allir vísafrá sér ábyrgð. Vaxtageggjunin í algleymi. Ef raunin er sú að hjá sumum bönkum séu vextirnir hærri en lög leyfa þá gæti það þýtt að bankarnir þyrftu að greiða hundruð miljóna króna til baka. Hitt er og ljóst að fólkið í land- inu er fórnarlömb vaxtageggjunarinnar og ruglsins sem æðsta yfirstjórn peninga- mála í landinu veit ekkert hvernig á að snúa sér gagnvart, sagði Guðrún Helgadóttir alþingis- maður í spjalli við Þjóðviljann í gær, en viðskiptaráðherra hefur lagt fram skriflegt svar við fyrir- spurn hennar á alþingi um mis- munandi vexti af skuldabréfum. Sem dæmi um mismunandi vexti af skuldabréfum sýndi þing- maðurinn Þjóðviljanum greiðsluseðla frá Samvinnubank- anum annars vegar og Iðnaðar- bankanum hins vegar, þar sem í öðru tilvikinu var vaxtaprósentan 25.703 og í því síðara 28.286. Um er að ræða greiðslu af sömu upp- UwAUAKbíiNKi ISLr.NUs HF U411 j ; lAFN/H'.FlktU, S TK'iNDG. 1, HaFNMF, ERBBKEF - S1Hl SUVÖO UílUUOLUOCUILL SKUtDABFlfrS MF.D OJALDDAOA I t • JUN , 1V 8 5 I ÚTQMuOAOUH/«. VAXTAOAOUn Ui.04.1V84 OJALOOAO! NUMtn 1 AF 4 ‘i v)b(TA»>n<5seNTA j 78,264 VEXTIR 1K OJAIDDAOA rnl ,3.APR.1984’ UFPMAf LEQ FJAMHÆD VS.833,00 T6Q VlSITOLU lltUTF VtS'TOLU J VlSITOLUSTldi r -r ffiuaroovAB rrnm omeioslu 95*833»00 | • NAFMNOMEA ve*rir AstMnTS*”* ' / UPTFAEnSLA vcnoaöTA (-fAttari * *, AFBOOOUN Z3.958,30 tf rmBtOovAH enm onetnsiu 71.874,70 rnonouN an vfRooörA (♦Atiar) 83.988,30 vEoooÆTun / ve m;db i aþ Anun íl^nklSi 'éiþi ,90 8AM1ALS OMtlTT Ö5.692,7.0 VEX11R 31.4 75,60 KOSTNAOUn daoví wtÁri ABvtx nn 20«,70 »cl vrOHfin ooiunu stAticin TUNGOTU 43 R VIK rtoon teqVaa f onvx,n J • be' • trnnsTOOvAn meo vfpobötum [ NAFNNUMEH . Mxf títíir m ■ Xj H ■ X 0ANKIMB ■ x| OJALODAO) |xf SAMTALS GnEITT ’1, ’Mí * ééi mév041164 >;o 106S?..iWVITTUN a hæð, tæplega 96 þúsund krónum og þarf að greiða 52.5 þúsund hjá Samvinnubankanum en 55.4 þús- und hjá Iðnaðarbankanum. Þannig tapar sá sem borgar af bréfunum. í fremur óljósu svari viðskipta- ráðherra segir að „bankar og sparisjóðir geti ekki krafið við- skiptamenn um önnur og þyngri vaxtakjör en Seðlabankinn hefur auglýst frá einum tíma til ann- ars“. Meinið er hins vegar það, sagði Guðrún, að Seðlabankinn hefur að því er virðist heimilað frjálsa vexti hjá viðskiptabönkunum. Vipskiptabankarnir eru komnir í deilu við Seðlabankann vegna þessa en þora væntanlega ekki að láta reyna á málið fyrir dómstól- um af ótta við að þurfa að greiða til baka af of háum vöxtum. -r Ég skora á fólk að kanna vextina á skuldabréfum sínum og ná fram leiðréttingum. Þetta er enn eitt dæmið um þann frum- skóg sem almenningi er ætlað að Dæmi um afborgunarseðla af sömu upphæð en vaxtamunurinn skiptir þúsundum engu að síður, eftir þvl hvort viðskiptavinurinn er hjá Sam- vinnubanka eða Iðnaðarbanka. ganga um vegna fjárhagslegra skuldbindinga. Engin löggjöf virðist ná um vexti og meðferð skuldabréfa og vantar hana sár- lega. Á milli bankanna er þetta síðan viðkvæmt mál en fólkið geldur að sjálfsögðu þessarar vaxtageggjunar. Alþingi og ríkis- stjórn virðast einnig vera háð geðþóttaákvörðunum banka- stjóra og peningafursta úti í bæ um þessi mál. Guðrún gat þess og, að þess væru meira að segja dæmi um að dagvextir væru mísmunandi í úti- búi og.aðalbanka í Reykjavík. í lögunum um bann við okri segir að ársvextir séu heimilaðir jafn- háir þeim vöxtum sem stjórn Seðlabankans leyfir bönkum og sparisjóðum að taka hæsta fyrir fasteignatryggð lán. En þegar Seðlabankinn hefur gefið vexti frjálsa er spurning hvernig þessi lagagrein virkar, sagði Guðrún Helgadóttir. -óg þAHVlNriUiiAFM JSLaNPS 0600 AOALBAllK. ÖÍ \«i,TIATl 7 VfcKCÍSKCF - SlMl ,0700 R. d GREIÐSLUSEÐILL CjyifO^gyOA UTÖU/UDAOUn/i VAXTAIMOUR 03*ÍK«1V64 upphaf'leq F.Mi»H«r,n 9b«fc33,00 QJAI.OUAO) NUMfcR 1 At- tto. vSItOlu hlutf.vIsitOlu 3 0 HAY1985 AFBonouN an vrnouöTA ^nmtapi VtXf* <£ í' * 1001 ? 0 VtntMJK tUR/ VEJTOOOTAHAnLIR VfUHtiltl 7UNGATA 43 IltGPEinSLU 52 #559 tCö oaovextih / onAn ARvexrm Tea.Oft tso.vax onvxn J ht MXi FH4tFNn' ^xl FL ihx ftANKIHB jj xj " OJAUHIAO: jkl SAMTAUI Ohn'lT VSJtnn T'L OJALOnAGA fBA 5«ÁPR«Í9tt4 n*a?4t?o SAMTAUI Qhnn ffimSTÖOVAn MEf) VttWftÖTUM i •* rv í x n r ‘ > c é öocinci Mw\#rmiiki Hreyfill Bensinstríðinu ekki lokið Bensínstöð Hreyfils við Fellsmúla opnuð en Olís unirþví ekki á nýju bensínstöðina okkar. 1. maí tóku þeir vörur úr húsi stöðv- arinnar og bensín og olíur úr jarð- geymum. Olís hefur eignað sér lóðina þó við séum með yfirlýsingu frá fó- geta um að þeir hafi aldrei verið þinglýstir eigendur lóðarinnar. Málið fór fyrir byggingarnefnd í gær og þá fengum við endanlegt leyfi til að opna nýja bensínstöð Hreyfils. Um kvöldmatarleytið í gær komu aftur aðilar frá Olís og byrjuðu að ýta burt sandhrúg- unni en við stoppuðum þá af. Þeir hafa ekkert að gera á þessari lóð nema þeir sýni skriflega yfirlýs- ingu þess efnis að þeir séu hingað komnir til að fjarlægja .þetta kof- askrifli og aðrar eigur sínar.“ - aró. Eg var vakinn rétt fyrir klukk- an 6 í gærmorgun og mér tjáð að á lóð okkar við Fellsmúla væru komnir menn frá Olís á jarðýtum og væru að ýta til sandhrúgu fyrir framan bensínstöð okkar á plan- inu, sagði Einar Þorsteinsson for- ’stjóri Hreyfils. „Samningur okkar við Olís rann út um áramótin en Olís hef- ur verið leiguliði okkar í 14 ár og verið með bensínsölu hér. í bréfi frá þeim þann 11. apríl er þess krafist að Hreyfill greiði við- skiptaskuld sína og þeir muni þá fjarlægja eigur sínar af planinu. Við gengum að þessu og gáfum þeim sólarhringsfrest en ekkert gerðist og þegar við ætluðum að fjarlægja eigur þeirra komu þeir hingað með 15 manns til að hindra það og settu síðan lögbann Orusturnar ( benslnstríðinu (BP/ESSO/Hreyfill) gerast nú nokkuð tíðar. Þær kalla jafnan á athygli vegfarenda og nærliggjandi fjölmiðla einsog (gær. Mynd: Valdís. Alþýðubandalagið Tveggja lítra mjólkursamningur Verkalýðsmálaráðið ályktar Opinn fundur Verkalýðsmála- ráðs Alþýðubandalagsins haidinn að Hverfisgötu 105 þann 19. júní 1985 lýsir fullri andstöðu við nýgerða kjarasamninga milli ASÍ og vinnu veitenda og leggur til að þeir verði felldir. Verkalýðsforystan hefur gengist inn á launastefnu ríkis- stjórnarinnar og áfram mun verkafólk afhenda atvinnurek- endum og ríkisstjórn tugi þús- unda af launum sínum á næstu mánuðum vegna kjararáns ríkis- stjórnarinnar. Nýgerðir samn- ingar breyta þar engu um. Launahækkun sem nemur 59 kr. á dag mun verða létt í pyngju láglaunafólks, enda tæplega jafnvirði 2ja mjólkurlítra. Ekkert kauptryggingarákvæði er að finna í samningunum, held- ur aðeins ósk um að ríkisstjórnin haldi verðlagi innan ákveðinna marka. Þannig er samningurinn ávísun upp á áframhaldandi kjaraskerðingu. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð, sem enn eru notuð við gerð kjarasamninga, þar sem deyfð og kjarkleysi verkalýðsfor- ystunnar ræður ferðinni í stað þess að forystan leiði verkalýðs- hreyfinguna til baráttu gegn ósvífnu kjararáni. Launþegasamtökin geta sam- eiginlega brotið niður launa- stefnu ríkisstjórnarinar endur- heimt lífvænleg laun og fullar verðbætur á laun. Á fundinum höfðu Bjarnfríður Leósdóttir og Margrét Pála Ól- afsdóttir framsögu, en að þeim loknum urðu miklar og líflegar umræður. Ofangreind ályktun var samþykkt mótatkvæðalaust af fundarmönnum sem voru rúm- lega 50. Skafta-málið Þórður vill þunga refsingu Málflutningur hófstfyrir Hœstarétti í gœr Fyrir Hæstarétti hófst f gær málflutningur í svokölluðu Skaftamáli. Málflutningur mun væntanlega standa yfir í allan dag. Ekkert er vitað hvenær Hæstiréttur mun kveða upp úr- skurð sinn. í gær lauk ríkissaksóknari sinni ræðu. Krafðist hann þess að lög- reglumennirnir þrír sem sýknaðir voru í undirrétti fyrir ofbeldi gegn Skafta Jónssyni urðu dæmd- ir til þyngstu refsingar fyrir meint brot sitt, sem Þórður Björnsson ríkissaksóknari kallaði ásetning- arverknað í ræðu sinni. - SG Tannlæknar hafa fengið100% meiri iaunahækkun heldur en ASÍ-félagar. Sjá Þjóðmál bls. 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.