Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Þeir em allir Kjötkrókar Á árinu 1983 nam heildarkjötneysla íslend- inga 15.535 tonnum. Á síðasta ári dróst neyslan saman um tæplega 1000 tonn, var í heild sinni 14.560 tonn. Samdrátturinn varð í nær öllum tegundum kjöts, þannig að hitti fyrir svín sem kindur. Að vísu jókst sala fuglakjöts lítillega en það er tæpast marktæk aukning. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins brást þannig við, að ákvarða hækkanir á kjötinu til að enn færri hefðu efni á að kaupa það en áður. Það gerði hún með útgáfu reglugerðar um 130% kjarnfóðurgjald. Afleiðingar þessarar pólitísku ákvörðunar ríkisstjórnarinnar er nú að koma í Ijós í formi mótmælaályktana sem rignir yfir ríkisstjórnina. Jón Helgason landbúnaðarráðherra gerði ekki annað með útgáfu reglugerðar sinnar en að framkvæma þá stjórnarstefnu sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn ákváðu í sameiningu. Reglugerðin er gefin út á grund- velli nýrra laga sem stjórnarflokkarnir stóðu saman að um Framleiðsluráð landbúnaðarins. Auk þessa var gert ráð fyrir tekjuöflun af hækkun fóðurgjaldsins um 100 miljónum á þessu ári í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Það er því alveg rétt sem segir í leiðara mál- gagns forsætisráðherra í gær, að það má undarlegt heita að formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson, sem stóð að fjárlögun- um, og nýju lögunum um Framleiðsluráð land- búnaðarins, skuli nú láta einsog hann beri enga ábyrgð. Stjórnarflokkarnir eru báðir ábyrgir fyrir þessari nýju aðför að kjötframleiðendum í landinu, - og að neytendum ekki síst, sem allt þurfa að greiða í formi hærra búvöruverðs. Það er vægast sagt undarleg pólitík hjá Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum sem standa að þessari hækkun búvöru í landinu, að bregðast þannig við samdrætti kjötneyslu að hækka verðið. Hvað hafa kjötframleiðendur gert þessari ríkisstjórn? Ríkisstjórnin fer nú að uppskera svo sem hún til sáir. Félögin mótmæla hinni pólitísku ákvörð- un Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks- ins í langri bunu: kúabændur á Suðurlandi, ali- fuglabændur, kjúklingabændur og Neytenda- samtökin. Þjóðviljinn tekur undir með áskorun Neytendasamtakanna um að viðurkenndur verði réttur almennings til að njóta eins lágs matvælaverðs og unnt er. Það eru stjórnvöld sem eru ábyrg fyrir hinu háa matvælaverði og nánast hlægilegt þegar formaður Sjálfstæðis- flokksins reynir að skjóta sér undan ábyrgðinni af eigin gerðum. Með fóðurgjaldshækkuninni hefur Sjálfstæðisflokknum og Framsóknar- flokknum tekist að finna enn eina leið til að veiða kjötbita uppúr innkaupatöskum landsmanna. láglaunasamningar hiynja í Þjóðviljanum í gær er greint frá því, að stjórn- endur Búlandstinds á Djúpavogi hafi brugðist þannig við láglaununum í fiskvinnslunni að greiða konum sem þar starfa aukalega fyrir börn. Greiðslan nemur 18 krónum átímann fyrir eitt barn en séu börnin fleiri en eitt á aldrinum 0-7 ára fær hún 9 krónur á tímann fyrir hvert þeirra. Þessum kostnaði er ætlað að mæta kostnaði við gæslu barnanna meðan móðirin vinnur. Þessar aukagreiðslur geta numið allt að 6200 krónum á mánuði. Þannig hefurfyrirtækið tekið að sér verkefni sveitarfélags og ríkis með því að kosta sjálfsagða félagslega þjónustu og hundsað samninga um láglaun sem nægja engum til framfærslu. Til samanburðar við 6200 krónurnar má geta þess að með samningunum á dögunum hækkuðu mánaðarlaun fiskvinnslu- konu með sjö ára starfsreynslu um 822 krónur. í Þjóðviljanum í gær er einnig freint frá því að fiskvinnslufyrirtæki á Vestfjörðum hafi auglýst eftir fólki í vinnu og boðið 160 krónur í dagvinnu- tímakaup, sem er nær helmingi hærra tímakaup' en taxtarnir segja til um. Auk þess var boðið upp á frítt húsnæði, fæði og ferðir. Það hefur margoft verið sýnt fram á að það borgar sig margfalt fyrir fiskvinnslufyrirtæki að hafa vönu og góðu starfsfólki á að skipa, -og að helmingi hærri laun eru fljót að borga sig fyrir fyrirtækið. Það getur heldur ekki nokkur lifandi maður lifað af taxtakaupi - og því eru samning- arnir nú að hrynja. -óg. KLiPPT OGSKORID Gervihnatta- sjónvarp Á dögunum var í leiðara NT fjallað um mikla tónleika sem út- varpað var um allan heim í góð- gerðaskyni. Þar segir: „Einnig var sjónvarps- sendingjn sjálf fyrirboði þess sem koma skal. Næstum því öll heims- byggðin gat fylgst með einstökum atburði á sjónvarpsskermum sín- um. Innan fárra ára verða send- ingar af þessu tagi daglegt brauð. Og sá tími koma mun, að við munum geta stillt á tugi sjónvarpsstöðva um allan heim, sem stöðugt minnkar.” Þessi spá er líklega rétt í stórum dráttum. Fjölmiðlatæknin breytist mjög ört. Nú kostar það enn svo miklar tilfæringar að taka niður sjónvarpsdagskrár frá gervihnöttum, að sá kostnaður er í sjálfu sér „sía” sem gerir mögu- legt að stunda tiltekna fjölmiðla- pólitík í hverju landi. En næst á dagskrá er DBS, Beint sjónvarp frá gervihnetti. Það gerir ráð fyrir svo öflugum boðum, að hægt er að taka við þeim á tiltölulega litla „diska” sem einstök heimili - eða nokkur saman, hafa ráð á. Þá er komið að því sem NT talar um, að menn geta horft á allskonar sjónvarpsefni héðan og þaðan. Þá er líka komið að því að hvert þjóðríki ræður ekki lengur yfir fjölmiðlun í sínu landi. Stundum er bent á að þetta hafi fyrir löngu gerst með hljóðvarp - en það er smámál og allt annars eðlis en það sjónvarpsævintýri sem hér er á minnst. David Webster, sem er yfir- maður skrifstofu BBC í Banda- ríkjunum hefur skrifað grein um þessi mál í tímaritið Dialogue. Hann talar meðal annars um það, að stjórnir ríkja viti ekki sitt rjúk- andi ráð. Það sem þær gera eða láta ógert á þessu sviði beri vott um mikla ringulreið - stundum sé verið að hugsa um að örva vissa hátækniþjónustu, stundum um að tryggja atvinnu, stundum um að vernda þjóðmenningu, stund- um er hugsað sem svo, að mark- aðslögmálin muni leiða allt á besta veg, en í sömu mund eru uppi ráðagerðir um að reyna að móta einhverja opinbera stefnu eða þjóðlega. Greinarhöfundur er bersýnilega ekki á því að skyn- samlegast sé að láta allt reka á tæknireiðanum: „Sjónvarpsdagskrár endur- spegla þau gildi sem virt eru í landinu sem býr þær til. Jafnvel þótt þær séu ópólitískar eru þær ekki hlutlausar. Þær kunna að vera góðar eða slæmar frá list- rænu sjónarmiði, en það sem mestu varðar er að þær eru ekki þínar dagskrár. Því er það, að ef þjóð á sér menningu sem er nokk- urs virði og hún telur að eigi að fá traustan sess í þeim fjölmiðli sem ríkjandi er, þá mætir hún nú ný- jum vanda. Þjóðir sem hafa við- kvæm ný fjölmiðlakerfi gætu lent undir forræði þeirra sterku.” Við íslendingar Eins og liggur reyndar í augum uppi. Ef við lítum til þess sem skrifað er á íslandi, þá verður einatt svipað uppi og í fyrrnefnd- um leiðara NT: þetta er að koma, bráðum sjáum við ótal rásir. Flestir eru ánægðir, telja að því meir sem framboðið er því betra. Færri spyrja um mögulegar af- leiðingar þessarar þróunar, hvort og hvernig skuli bregðast við henni. Menn eru víst að búa sig undir það í anda nýrra útvarpslaga að brydda upp á einkasjónvarpi. DBS, Beint sjónvarp frá gervi- hnöttum, gerir þau áform öll úr- elt áður en af stað er farið. Hvernig ætti stöð á örlitlum markaði eins og hér að geta lifað af auglýsingum, þegar fjöl- þjóðarisar sveima yfir og allt um kring með sitt DBS? Meira að segja skreppur saman innlendur auglýsingamarkaður ef að líkum lætur, hinn alþjóðlegi hluti hans stingur sér niður úr alþjóðlegum, það er að segja engilsaxneskum gervihnöttum. Líklega verður allt tal um það, hvort Islendingar eigi að dreifa kröftum sínum á fleiri eða færri innlendar sjónvarpsstöðvar út í hött. Spurt verður hvernig og hvort ríkis- útvarpið plumi sig sem eini vett- vangur íslenskrar tungu í sjónvarpsframboði sem getur svosem leitt til þess, að mikið af börnum heyri jafnmikið af ensku á uppvaxtarárum og íslensku, eða meira! Hið mögulega og æskilega Bretinn sem ég var að vitna til kemur reyndar inn á þetta: menn verða að styrkja sína eigin fram- leiðslu á sjónvarpsefni. Hann segir m.a.: , JHver ætti að vera grundvöllur fyrir skynsamlegri afstöðu ríkis- stjórna? Fyrsta reglan ætti að vera: „meira er ekki alltaf betra”. Og önnur reglan sú, að „það sem er mögulegt er ekki alltaf æski- legt.” Hvorutveggja reyndar í and- stöðu við ríkjandi viðhorf hér á íslandi. David Webster heldur áfram: „Stjórnir sem vilja gefa þegn- um sínum fleiri sjónvarpsvalkosti með tiltækri tækni - án þess að skola burt vonum sem tengdar eru við eigin framleiðslu á sjónvarpsefni - ættu að byrja á því að styrkja undirstöðu þeirrar framleiðslu.” Hann segir ennfremur, að menn eigi ekki að vera að bæta á sig fjarskiptamöguleikum án þess að gera sér sæmilega skýra grein fyrir því hvað það er sem þeir ætla að senda út. „Ef að einhver segir: Ég skal gefa þér fimmtíu rásir. Þá er eina rétta svarið: Fimmtíu rásir af hverju? Vegna þess, að magn er ekki sama og valfrelsi. Eitt er, segir hann að eiga kost á raunverulegri fjölbreytni, annað að sitja uppi með endalaust magn „af stöðluð- um einingum, sem kallast dag- skrár, og eru framleiddar með sem minnstri fyrirhöfn fyrir sem allra stærstan áhorfendaskara.” ÁB Utkeyrsla, afgrelftsla, auglýslngar, ritstjórn: Sfóumiila 6, Reykjavík, síml 81333. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóftviljans hf. Prentun: Btaftaprent hf. Verft I lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverft: 35 kr. Áskriftarverft á mánufti: 360 kr. Afgreiösla blaösins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn slmi: 81663. DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. júlí 1985 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Biaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Óskarsdóttir. Utlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbroiöslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýaingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.