Þjóðviljinn - 19.07.1985, Page 12

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Page 12
AIPÝÐUBANPAIAGP Tilkynning til miðstjórnarmanna Alþýðubandalagsins Framkvæmdastjóm Alþýöubandalagsins hefur ákveöiö aö haust- fundur miöstjórnar veröi haldinn í Reykjavík dagana 21 .-22. sept- ember n.k. Meginefni fundarins verða utanríkismál. Miðstjórnarmenn eru beönir aö festa sér þessa dagsetningu í minni og hafa í huga aö berist óskir um að á dagskrá veröi tekin mörg mál gæti orðið aö hefja miðstjórnarfundinn föstudagskvöldið 20. september. Þá er miðstjórnarmönnum bent á ráðstefnu um Þjóðviljann og ný viðhorf í fjölmiölun sem ákveðið hefur verið að halda eftir hádegi sunnudaginn 22. september, en gert er ráð fyrir að Ijúka miðstjórn- arfundinum fyrir hádegi sama dag. - Flokksskrifstofan. Sumarferð Atþýðubandatagsins á Austurlandi sunnudaginn 21. júlí Eins og undanfarin sumur gengst kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi fyrir gönguferð, sem að þessu sinni er ráð- gerð yfir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Gert er ráð fyrir að leggja upp frá eyðibýlinu Stuðlum í Reyðarfirði kl. 09 og þaðan gengið inn Hjálmadal og yfir Stuðlaskarð og niður Stuðl- aheiði að Dölum í Fáskrúðsfirði. Fararstjóri verður HjörleifurGutt- ormsson. Rútuferðir verða skipulagðar eftir því sem þörf krefurfrá Egilsstöðum, Neskaupstað og úr Breiðdal að Stuðlum og síðan til baka frá Dölum. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig sem fyrst hjá einhverjum eftirtalinna: Önnu Þóru Pétursdóttur, Fáskrúðsfirði, sími 5283. Margréti Óskarsdóttur, Eskifirði, sími 6299. Sigurjóni Bjarnasyni, Egilsstöðum, sími 1375. Jóhönnu lllugadóttur, Reyðarfirði, sími 4377. Hjörleifi Guttormssyni, Neskaupstað, sími 7665. Ferðin er öllum opin. - Munið nesti og góða gönguskó. - Stjórn kjördæmisráðs. Vesturland - Sumarferðalag Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalagið á Vesturlandi til útivistar og ferðalaga um verslunarmannahelgina. Nú verður farið um Snæfellsnes og Nesið skoðað undir leiðsögn gagnkunnugra heimamanna. Gist verður í tvær nætur í svefnpoka- plássi á Lýsuhóli í Staðarsveit. Brottför frá Borgarnesi kl. 10 á laugardagsmorgni 3. ágúst. Heimkoma síðdegis á mánudag 5. ágúst. Auglýst verður síðar um frekari tilhögun ferðalagsins en þar til sú auglýsing birtist gefa upplýsingar þau Ólöf Hildur formaður í síma 8811 og Skuli þingmaður í síma 6619. Þetta er fjölskylduferðalag - Allir velkomnir. - Kjördæmisráð. Alþýðubandalagið í Reykjavík Sumarferð ABR 17. ágúst Árleg sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugar- daginn 17. ágúst. Að þessu sinni verður ekið um Hvalfjörð og áð við Saurbæ og á Akranesi við kútter Sigurfara. Þaðan verður ekið að Leirá. Frá Leirá verður farið um Svínadal og að Reykholti. Síðan verður ekið um Uxahryggi og áð í Biskupsbrekku á Kaldadalsleið. Þaðan verður ekið um Þingvelli til Reykjavíkur. Fararstjórn að þessu sinni verður í höndum Árna Björnssonar og Kjartans Ólafs- sonar. Áningastaðir og allt fyrirkomulag ferðarinnar verður nánar kynnt í Þjóðviljanum síðar en ferðanefnd hvetur alla flokksmenn og stuðn- ingsmenn að panta miða tímanlega til að auðvelda allan undirbún- ing. Skráning farþega er í síma 17500. - Ferðanefnd ABR. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Ferðalangar Ath. Sumarferð Æskulýðsfylkingarinnar er frestað vegna óviðráðanlegra ástæðna. - Ferðanefnd. ÆF Reykjavík Stjórnarfundur ÆFR verður haldinn laugardaginn 20. júlí klukkan 17 á Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Starfið og önnur mál. Áríðandi fundur. Munið: stjórnarfundir eru opnir öllum ÆFR fé- lögum. - Formaður. Móðir okkar og tengdamóðir Margrét Einarsdóttir Hjallalandi 24 andaðist í Borgarspítalanum 18. júlí. Einar Kristjánsson Matthías Kristjánsson Oddný Kristjánsdóttir Sigurður E. Kristjánsson Ingileif Eyleifsdóttir Hjördís Magnúsdóttir Ragnar Bjarnason Hólmfríður Sigmundsdóttir 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. júlí 1985 ÁSTARBIRNIR GARPURINN FOLDA í BLÍÐU OG STRÍÐU 2 3 • 4 5 8 7 • 8 9 10 □ 11 12 13 n 14 • n 15 16 1 i 17 18 n 19 20 21 22 23 □ 24 1 □ 25 i KROSSGÁTA nr. 3 Lárétt: 1 yfirráð 4 hring 8 ræfill 9 hópar 11 gróp 12 blaðra 14 keyr 15 peninga 17 týndist 19 ílát 21 málmur 22 blað 24 prik 25 ró. Lóðrétt: 1 öruggur 2 hanga 3 brúsar 4 hreyfir 5 æða 6 gálgi 7 getur 10 dá 13 yfirhöfn 16 sáð- land 17 húðpoki 18 fugl 20 forfað- ir 23 frá. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 hrak 4 slys 8 kvalinn 9 óski 11 endi 12 smakki 14 ið 15 nafn 17 andar 19 egg 21 mar 22 líma 24 tróð 25 satt. Lóðrétt: 1 hrós 2 akka 3 kvikna 4 sleif 5 lin 6 yndi 7 sniðug 10 smánar 13 karl 16 nema 17 amt 18 dró 20 gat 23 ís.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.