Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Úr leik Vals og Breiðabliks í gærkvöldi. Breiðabliksstúlkurnar náðu að stöðva allar sóknir Vals, eins og þarna, og sigruðu 2-0. Mynd: Ari. . 1. deild kvenna Stefnir í einvígi Breiðablik vann Val ogfylgirÍA eins ogskugginn Grand Prix Forysta Einars óbreytt Keppt í London um helgina Einar Vilhjálmsson heldur sex stiga forystu sinni í stigakeppni Grand Prix mótanna í frjálsum íþróttum - hún minnkaði ekkert eftir mótið í Nice í Frakklandi á þriðjudaginn. Einar er með 40 stig í karla- flokki en þrír Bandaríkjamenn eru nú í næstu sætum. Doug Pa- dilla (5000 m hlaup) er með 34 stig, Mark Rowe (400 m hlaup) 32 stig og Steve Scott (1500 m hlaup) 29 stig. Fimmti er svo so- véski stangarstökkvarinn Aleks- ander Krupski með 28 stig. Stefka Kostadinova, hástökkv- ari frá Búlgaríu er áfram með for- ystu í kvennakeppninni, hefur 45 stig. Genowefa Blaszak frá Pól- landi (400 m grind) er með 36 stig, Judi Brown-King frá Banda- nkjunum (400 m grind) 31 stig og þær Louise Ritter frá Banda- ríkjunum (hástökk) og Ella Ko- vacs frá Rúmeníu (800 m hlaup) eru með 28 stig hvor. Næsta Grand Prix mót hefst í London í kvöld og því lýkur á morgun. Einar verður þar meðal keppenda, svo framarlega sem meiðslin sem tóku sig upp í lands- keppninni í fyrrakvöld hindri hann ekki. -VS/Reuter Helgar- sportid Knattspyma Frá leikum í 1. og 2. deild karla er sagt annars staðar en í 1. deild kvenna er ekkert leikið. í 3. deild er einn úrslitaleikjanna, Selfoss- Grindavík, í kvöld en á morgun leika Ármann-Reynir S, Stjarnan-ÍK, Austri-Leiknir F, Magni-HSÞ.b, Huginn-Þróttur N. og Einherji-Valur Rf. og á sunnudag HV-Víkingur Ó. I 4. deild er leikið í öllum riðlum - þýðingarmestu leikir eru ÍR- Grótta í kvöld og Höttur-Neisti á morgun. Frjálsar Meistaramót fslands fyrir 15-18 ára fer fram á Húsavík um helgina og meistaramótið fyrir 14 ára og yngri verður haldið á Egilsstöð- um. HSK gengst fyrir Bláskóga- skokki á sunnudaginn. Golf Toyota-mótið verður haldið hjá Keili á morgun, laugardag, og á sunnudag. A morgun verður keppt í 1., 2. og 3. flokki karla og leiknar 18 holur án forgjafar. A sunnudag verður leikið í öldunga- flokki, með og án forgjafar, í kvennaflokki með forgjöf og í meistaraflokki karla án forgjafar. Skráningu verður að ljúka fyrir kl. 18 í dag í Golfskálanuin eða í síma 53360. Æfingadagur er í dag, gegn greiðslu þátttökugjalds, kr. 400. Opið mót fer fram á Sauðár- króki um helgina á vegum Golf- klúbbs Sauðárkróks. Leiknar verða 36 holur, með og án forgjaf- ar. Þá fer fram í dag í Grafarholti fyrirtækjakeppni GSÍ - 18 holur með forgjöf. Siglingar íslandsmót á Optimist, Tropp- er og Laser bátum fer fram á Foss- vogi um helgina. Það hefst kl. 19 í kvöld, 10 í fyrramálið og kl. 13 á sunnudag. Þrír leikir fóru fram í gær- kvöldi og þar sem Valur tapaði, og Þór tapaði í fyrrakvöld, virðist stefna í einvígi á milli ÍA, sem er taplaust, og Breiðabliks, sem hef- ur aðeins tapað 1 leik, um Is- landsmcistaratitilinn í ár. ÍBÍ-ÍA 0-4 (0-2). ísfirsku stúlk- urnar sóttu fyrstu 15 mín., en eftir það var aldrei spurning um sigurinn. Ragnheiður Jónasdóttir skoraði fyrst, og Karitas Jóns- dóttir bætti öðru við fyrir leikhlé. í síðari hálfleik skoraði Vanda Sigurgeirsdóttir 2 mörk. IBK-KR 1-4 (0-3). KR var mun sterkara í fyrri hálfleik og höfðu þá góða forystu. í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn og fóru þá Suðurnesjaliðið oft illa með góð marktækifæri. Fengu m.a. víta- Spyrnu, en Karólína Jónsdóttir í marki KR varði spyrnu Ingu B. Hákonardóttur. Mark heimaliðs- ins gerði Svandís Gylfadóttir, en mörk KR gerðu þær Björg Sig- þórsdóttir 2 og þær Ragnheiður Sæmundsdóttir og Sigríður Snorradóttir 1. Valur-UBK 0-2 (0-0). Valsliðið gat náð Breiðabliki að stigum með því að sigra í leiknum. Vafi var á að hægt yrði að byrja leikinn, þar sem línudómara vantaði, og tafðist leikurinn um 20 mín.. Valsliðið sótti öllu meira í fyrri hálfleik, en skapaði sér fá Allt Keppnin í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu hefst á ný nú um helgina eftir hálfs mánaðar hlé. í 1. deild karla verður lcikin 10. umferð en 9. umferð í 2. deild. í 1. deildinni mætast á morgun, laugardag, Valur og Víkingur að Hlíðarenda kl. 14, IBK og Fram í Keflavík kl. 14, ÍA og Þór á Akranesi kl. 14.30 og FH-Víðir á Kaplakrika kl. 16. Síðasti leikur umferðarinnar er síðan viðureign Þróttar og KR á Laugardalsvell- inum kl. 20 á sunnudagskvöldið. Staðan í 1. deild er þessi: Fram................9 7 1 1 24-14 22 ÍA..................9 5 2 2 22- 9 17 Þór A...............9 5 1 3 16-13 16 færi. í síðari hálfleik var það Kópavogsliðið sem réð lögum og lofum á vellinum. Lára Ásbergs- dóttir skoraði uni miðjan hálf- leikinn en markið var dæmt af. Hún bætti um betur stuttu síðar og náði forystunni fyrir UBK. Asta M. Reynisdóttir átti síðan sendingu fyrir markið, en mark- vörður Vals, sem var haltrandi í markinu eftir árekstur nokkru Valur................9 4 3 2 13- 9 15 Þróttur..............9 4 1 4 13-11 13 IBK..................9 4 1 4 13-13 13 KR...................9 3 3 3 12-15 12 FH...................9 3 1 5 9-16 10 Víðir................9 1 3 5 9-20 6 Víkingur.............9 1 0 8 11-22 3 í 2. deild eru geysiþýðingar- miklir leikir á dagskrá en hæst ber viðureign Breiðabliks og Völsungs á Kópavogsvellinum kl. 20 í kvöld. Á sama tíma er mikilvægur leikur á Akureyrar- veli, KA gegn KS. Á morgun leika síðan IBÍ-Skallagrímur og Leiftur-Fylkir kl. 14 og UMFN- ÍBV kl. 17. Staðan í 2. deild er þessi: áður, missti boltann klaufalega inn og sanngjarn sigur Blikanna var staðreynd. Staðan í 1. deild kvenna: lA 8 8 0 0 40-4 24 Breiðablik 7 6 0 1 35-5 18 Þór A 9 5 0 4 15-19 15 Valur 8 4 0 4 23-15 12 KR 9 4 0 5 15-20 12 KA 8 3 0 5 8-16 9 IBK 9 3 0 6 9-41 9 iBl 8 0 0 8 5-30 0 -gsm/KRG Breiðablik.........8 5 1 2 17-10 16 KA..................8 4 2 2 15- 7 14 Völsungur...........8 4 2 2 15-11 14 (BV ................8 3 4 1 12- 8 13 KS..................8 3 3 2 11- 9 12 lÐl.................8 2 4 2 10-10 10 Skallagrímur........8 2 4 2 12-15 10 UMFN................8 2 3 3 5- 9 9 Fylkir..............8 1 3 4 5- 9 6 Leiftur.............8 0 2 6 6-20 2 í næstu viku verður einntg leikið í 1. og 2. deild. í 1. deild mætast Fram og Víkingur, Þór- ÍBK, Víðir-ÍA, Þróttur-Valur og KR-FH. í 2. deild: KA- Skallagrímur, ÍBÍ-Fylkir, Breiðablik-Njarðvík, Leiftur- Völsungur og ÍBV-KS. Handbolti Pállí Víking Páll Björgvinsson, einn leik- reyndasti handknattleiksmaður landsins, er genginn til liðs við Víking, sitt gamla félag, á nýjan leik. Páll hefur þjálfað og leikið með Þrótti og KR undanfarin ár og náð góðum árangri en sleppir þjálfuninni næsta vetur. Arni Indriðason, annar gamalkunnur leikmaður Víkinga, þjálfar liðið. Þetta er mikill styrkur fyrir Vík- inga sem hafa misst tvo af sínum sterkustu mönnum, Þorberg Að- alsteinsson og Viggó Sigurðsson. -VS England Parf ekki að girða Enska knattspyrnusambandið afturkallaði í gær þann úrskurð sinn að 1. deildarliðið Luton Town yrði að koma upp girðingu á velli sínum, Kenilworth Road, sem kæmi í veg fyrir að áhorfend- ur gætu farið inná völlinn. Luton fékk slíkan dóm eftir að stuðningsmenn Millwall höfðu valdið miklum óspektum á bikar- leik félaganna sl. vetur. Enska sambandið ákvað einnig að fella niður 7,500 punda sekt sem Millwall var dæmt til að greiða. Formaður Luton segir að félagið ætli að koma í veg fyrir að fylgis- menn aðkomuliða geti sótt leiki á Kenilworth Road næsta vetur. -VS/Reuter Spámaður Tvöfalt hjá Juve! ,Juventus verður ítalskur meistari og Evrópumeistari í nattspyrnu næsta vetur og Frakkinn Michel Platini verður enn á ný markakóngur 1. deildarinnar“, scgir ítalski spámað- urinn Francesco De Barba, sem er þekktari undir nafninu Töframaður- inn frá San Rcmo. Hann spáir því líka aö Inter Mi- lano, AC Milano eða Torino vinni UEFA-bikarinn, en spáir því aö gengi Verona og AS Roma valdi von- brigöum. De Barba vildi minna segja um möguleika ítala í heimsmeistara- keppninni næsta ári en sagði þó aö lið heimsmeistaranna myndi fara vax- andi með hverjum leik. -VS/Reuter Húsvíkingar Fjölmenna í Kópavog Stór hópur Húsvíkinga er væntanlefur á höfuðborgarsvæð- ið í dag og er í baráttuhug. Ástæðan er sú að Völsungar mæta Breiðabliki í þýðingar- miklum leik í 2. deildinni í knatt- spyrnu á Kópavogsvellinum í kvöld og getur hann jafnvel haft úrslitaþýðingu um hverjir fara uppí 1. deildina. „Nú kemst Völs- ungur í 1. deildina í fyrsta sinn,” sagði Arnar Björnsson, for- sprakki hópsins, og hann vildi hvetja alla Húsvíkinga á höfuð- borgarsvæðinu til að mæta á Kópavogsvöllinn kl. 20 í kvöld. -VS Föstudagur 19. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15 Golf Landsmótið nálgast Haldið á Akureyri31. júlítil 4. ágúst Landsmótið í golfi 1985 fer fram á Jaðarsvelli Golfklúbbs Akureyrar dagana 31. júlí til 4. ágúst. Golfklúbbur Akureyrar á 50 ára afmæli þann 19. ágúst þannig að tilhlýðilegt þótti að mótið færi fram á Akureyri að þessu sinni. Keppt verður í 7 flokkum á landsmótinu. Meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki karla. Allir flokkar leika 72 holur nema 2. flokkur kvenna sem leikur 36 holur. Keppendur hafa aðgang að vellinum tvo síðustu dagana fyrir mótið til æfinga og á mánudag- inn 29. júlí fer fram hin árlega Einherjakeppni - keppni þeirra sem hafa farið holu í höggi. Stjórn Landsmótsins skipa Gylfi Kristjánsson formaður, Gísli Bragi Hjartarson og Birgir Björnsson, Gylfi verður blaða- fulltrúi og veitir allar umbeðnar upplýsingar. Sími á Jaðri er 22974, vinnusími Gylfa 24222 og heimasími 25384. Knattspyrna í gang á ný

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.