Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.07.1985, Blaðsíða 7
Magnús Sigurðsson og Sigríður Ólafsdóttir á Úlfsstöðum á Völlum. Fljótsdalshérað Nóg til af kjötinu í heimsókn hjá Magnúsi og Sigríði á Úlfsstöðum áVöllum. Það er fallegt að aka upp að bænum á Úlfsstöðum á Völlum á Fljótsdalshéraði, vegurinn og bílaplanið mal- bikað, tré gróðursett við veginn og stórt og fallegt steinhæðabeð framan við húsið. Umhverfið berábú- endunum, þeim Magnúsi Sigurðssyni og Sigríði Ól- afsdótturfagurt vitni. Fljót- lega eftir að þau tóku við jörðinni byggðu þau upp öll útihús og endurnýjuðu íbúðarhúsið. Þá voru túnin aðeins tveir ha. en eru nú um 25 ha. Magnús erfrá Sauðhaga á Völlum og Sig- ríður er frá Siglufirði. Auk þess að sinna sauðfjárbú- skap sjá þau hjón um félags- heimilið Iðavelli og sumarbústaði Alþýðusambands Austurlands að Einarsstöðum. Við spyrjum þau um búskapinn og önnur störf þeirra. Skógrækt - Ég vil gjarnan fara að breyta svolítið til, fækka bústofninum og fara að hugsa um aðra hluti, það er víst nógtilafkjötinu.Égvarnú aldrei mikið fyrir skógrækt hér áður, en fékk áhugann allt í einu. Það hefur orðið mikil breyting á skóginum hérna eftir að hætt var Þriðjudagur að beita fé á hann. Nýgræðingur- inn rýkur hér upp fyrir ofan, sér- staklega eftir að fé var haldið inni alveg frá september og fram í júní, sagði Magnús. - Ár trésins hafði líka mikil áhrif, þá fóru margir af stað, sagði Sigríður. Kvenfélagið á Völlum gróðursetti tré, sem Kvenfélagasamband íslands gaf, við Iðavelli í vor. - Skjólbelti auka tvímælalaust grasvöxt og ég er viss um að slík ræktun mun aukast mjög á næstu árum. Hér á Héraði þrífst t.d. lerki mjög vel. Félagsheimilið á Iðavöllum Félagsheimilið á Iðavöllum, sem er í eigu Vallahrepps var reist árið 1964. Magnús hefur verið umsjónarmaður þess frá upphafi. Hann segir húsið mikið notað. Þar eru söngæfingar og dansleikir. - Þetta er vandað hús og fal- legt, sagði Magnús, og við leggj- um áherslu á að hafa það alltaf tiltækt þegar á þarf að halda. Sumarbústaðirnir á Einarsstöðum Við spyrjum þau um sumar- bústaðina á Einarsstöðum sem Magnús og Sigríður hafa séð um frá byrjun, eða 1971. - Nú hér eru 32 hús, en það l. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 vantar þjónustumiðstöðina. Hús- in eru í stöðugri notkun á sumrin og notkun á vetrum fer vaxandi. Þau eru í eigu flestra aðildarfé- laga Alþýðusambands Austur- lands auk félaga annars staðar á landinu. - Fólk gengur hér vel um og er þakklátt á allan hátt sagði Sig- ríður, við erum bara leið yfir því að ekki skuli alltaf vera gott veður. Hafa þau hjón þá nokkurn tíma til að sinna fénu? - Við erum nú bara með 150 ær, við höfum fækkað talsvert hjá okkur, en þær gefa ágætis arð, mest allt tvílembt. Við höfum verið hér með vetrarrúningu til þess að fá ullina sem hreinasta og án mors, sagði Magnús. - Ærnar eru nú í afrétt austur í Skagafelli á Fagradal og það er dæmi um hvað samgöngur og vegir hafa batnað mikið að við förum með féð á fjall alla leiðina á bundnu slitlagi. Við höfum frétt að Magnús og Sigríður ættu góða hesta. Talið berst að þeim að lokum. - Já við eigum góða gripi og höfum mjög gaman af hestunum. Ég ætla mér með tvær hryssur á landsmótið á næsta ári, en hvort sá draumur rætist veit ég nú ekki, sagði Magnús brosmildur, þegar við kveðjum þau hjón á tröppun- um á Úlfsstöðum með útsýnið yfir fagurt Lagarfljótið og Fljóts- dalshéraðið. GGÓ ísland spennandi „Okkur fannst ísland spennandi, - hér er hægt að ferðast frjáls um allt. Við vonum bara að veðrið haldist svona" - sögðu þessir Svisslending- ar, sem við hittum í sólskininu austur við Skógafoss. Þeir ætla að ferðast á bílaleigubíl um landið næstu þrjár vik- urnar, en nöfnin eru (frá vinstri): Rue- di Nageli, Heinz Eberhart, Lukas Rothlisberger og Peter Schreiber. mynd-eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.