Þjóðviljinn - 30.07.1985, Side 14

Þjóðviljinn - 30.07.1985, Side 14
i Laus staða i heimspekideild Háskóla íslands er laus til umsóknar staöa lektors í íslenskum bókmenntum. Fyrirhugaö er aö ráða í stööuna til þriggja ára frá 1. september 1985 aö telja. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, ritsmíöar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skulu þærhafa borist fyrir 20. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 25. júlí 1985. Laus staða í læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar staöa dósents í lífefnafræöi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 25. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 25. júlí 1985. Akraneskaupstaður Bæjarritari Laust er til umsóknar starf bæjarritara á Akranesi. Starfið er aðallega fólgiö í eftirfarandi: • skrifstofustjórn bæjarskrifstofu, • undirbúningi viö gerð fjárhagsáætlunar, og eftirliti með henni, • aö vera staðgengill og fulltrúi bæjarstjóra, • umsjón með lífeyrissjóði, • tilfallandi verkefnum. Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri í síma 1211 og Guöjón Guðmundsson forseti bæjarstjórnar í síma 2252 eöa 1160. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 1985. Bæjarstjórinn á Akranesi. Læknastofa Læknastofa mín verður í Dómus Medica, Egilsgötu 3 frá 1. ágúst. Símaviðtalstími frá 9-10. Tímapantanir, upplýsingar kl. 9-18. Vitjanabeiönir fyrir kl. 13. Viðtalstími alla virka daga frá kl. 10.00. ísak B. Hailgrímsson, sími 15033. Grundarfjörður Kennarar - kennarar Við Grunnskóla Eyrarsveitar, Grundarfirði, eru lausar almennar kennarastöður. Leitað er eftir kennurum sem geta tekið að sér: kennslu yngri barna, kennslu forskólabarna, kennslu í líffræði, eðlisfræði, tón- mennt, og handmennt (hannyrðir). Húsnæði í boði (húsnæðisfríðindi), leikskóli á staðnum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 93-8619 eða 93-8802. Skólanefnd. Faðir okkar, tengdafaðir og afi Ágúst Friðriksson járnsmíðameistari sem andaðist á Hrafnistu 24. júlí s.l. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. júlí kl. 13.30. Ásta Ágústsdóttir, Nína Ágústsdóttir, Ragna Agústsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Agúst Morthens, Hrefna Halldórsdóttir og barnabörn _____________________HEIMURINN__________________________ Verklýðshreyfing: Nú á „sveigjanleiki” að bæta úr atvinnuleysi Spurt umþjóðfélag framtíðarinnar en ekki „hagrœðingu” Fyrir nokkru lofuðu hagfræð- ingar og ríkisstjórnir því einatt, að virkasta ráðið til að kveða niður atvinnuleysi væri að kveðaniðurverðbólgu. Ená sl. fimm árum hefuratvinnu- leysi í Evrópu tvöfaldast, enda þótt dregið hafi um helming úr verðbólgu íflestum löndum. Nú er brugðið á það ráð, að segja verkafólki og samtökum þess, að „sveigjanleiki” sem svo er nefndur sé vísasta leiðin til þess að skapa ný störf, en talsmenn verklýðs- samtaka efast stórlega um að þaðmunieftirganga. Búist er við því að á þessu ári fari atvinnuleysi í Vestur-Evrópu upp í 20 miljónir manna. Um þessi mál fjallar John Evans frá „Rannsóknarstofnun evrópskra verklýðssamtaka” í blaðinu Free Labour World ný- lega, en fyrrgreind stofnun hefur nýlega látið gera skýrslu um „Sveigjanleika og atvinnutæki- færi”. í greininni segir á þá leið, að menn hafi ekki viðurkennt, að formúlan „minni verðbólga - minna atvinnuleysi” hafi brugð- ist. Þess í stað beri menn fram nýja: þá um sveigjanleikann. Það á að vera „sveigjanleika” að þakka að störfum hefur fjölgað í Bandaríkjunum síðan 1982, og er þá látið lönd og leið, hvernig störfum fækkaði fram að því, sem og það, hvernig skuldasöfnun og fjárlagahalli í Bandaríkjunum heldur uppi skammgóðum vermi á vinnumarkaði. Afleit áform Evans telur, að hugtakið „sveigjanleiki” sé orðið einskon- ar feluorð sem á bak við leynist margt annað en ásökun um að launafólk í Evrópu sé alltof ríg- bundið við fyrri verkaskiptingu, við sitt stéttarfélag og sína starfs- grein - amk. miðað við það sem gengur og gerist í Bandaríkjun- um. Á bak við leynist í raun til- ræði við kaupmátt'launa, áform um að auka misrétti og gera launastigann brattari, draga úr atvinnuöryggi og þeirri vernd sem menn hafa í félagslegum tryggingum. Þessi áform munu ekki aðeins gera Evrópu að verri stað að búa á, þau munu heldur ekki skapa ný störf. Þvert á móti, segir Evans - með því að spilla lífskjörum og draga úr öryggi ein- staklingsins bæði á vinnustað og utan hans munu menn að líkind- um verða enn „ósveigjanlegri” en áður, enn hræddari við ýmsar breytingar sem í raun og veru eru nauðsynlegar. Mótrök Rannsóknarstofnun evrópskra verklýðsfélaga hefur farið í saumana á þessum málum. í skýrslunni sem fyrr var nefnd er athugað hvernig gengið hefur að skapa ný störf í Bandaríkjunum, Japan og Vestur-Evrópu, fjallað unt „sveigjanleika” í launastefnu, í rekstri fyrirtækja og að því er varðar vinnutímann sjálfan. Meðal helstu niðurstaðna í skýrslunni eru þessar: • Það er rangt að spyrða öll Evr- ópuríki saman í þessu máli. Sum hafa skapað tiltölulega jafn mörg ný störf og Bandaríkin, og í átta löndum er atvinnuleysi minna en í Bandaríkjunum. Það eru yfir- leitt lönd þar sem stjórnvöld hafa virk afskipti af vinnumarkaðin- um - öfugt við það sem gerist í Bandaríkjunum. • Framtíð Evrópu hlýtur að tengjast háum launum, hátækni og mikilli framleiðni, en ekki því að bjóða ódýrt vinnuafl í sam- keppni við aðra. • Samanburðarrannsóknir á launum og atvinnuástandi í Evr- ópu sem Bandaríkjunum sýna, að sú kenning, að hægt sé að draga úr atvinnuleysi með því að skera niður laun fær ekki staðist. • Meiri hreyfanleiki vinnu- aflsins sýnist ekki ýkja sannfærandi lausn á atvinnuleysi, þegar menn hafa það í huga að eins og er eru 20 umsækjendur um hvert starf sem losnar í Evr- ópu. • Ef menn ætla að ná góðum tökum á hinum miklu breyting- um sem tækniþróun hefur í för með sér, þá þarf að nýta vel möguleika starfsmanna (og þá væntanlega með starfsöryggi) en ekki reka þá stefnu, að ráða fólk og reka það eftir hendinni. • Þeim löndum sem skást vegnar í Vestur-Evrópu hefur tekist að ná nauðsynlegum sveigjanleika með því að gefa vinnandi fólki öryggi og þar með traust á breytingarnar og með því að stuðla að því að vinnandi fólk hafi möguleika á að hafa áhrif á breytingarnar sér í hag. Hvers konar framtíð? Verklýðsfélögin hafa svo borið fram sínar tillögur um „sveigjan- leika”. Þar er gert ráð fyrir því að samið sé um tæknibreytingar og breytingar á stjórnsýslu við verkafólk, að virk stefna sé tekin að því er varðar fjárfestingar og . endurmenntun og að vinnutími sé styttur. Evans segir að lokum á þessa leið: Umræðan um „sveigjanleika” snýst að verulegu leyti um það, í hvers konar þjóðfélagi við viljum lifa í Vestur-Evrópu. Rök fyrir nýjum starfsmöguleikum tengj- ast einnig því, hvers konar störf við viljum að fólk vinni í framtíð- inni og hvernig hægt er að koma á breytingum með þeim hætti að menn geti sætt sig við þær. Það „mynstur” að ójöfnuður sé mikill og hinir ríku þá færir um að borga fyrir aukna þjónustu hinna fá- tæku, kann að vera freistandi fyrir efnað fólk, en þar er ekki um einhverja þá leið að ræða sem óhjákvæmilegt er að fara ef menn vilja draga úr atvinnuleysi í Evr- ópu. Hinn kosturinn, sem verk- lýðshreyfingin hlýtur að mæla með, hefur ekki síður í sér mikla möguleika til að skapa ný störf - sá kostur gerir ráð fyrir því að lífskjör batni með því að dregið sé úr misrétti og fátækt útrýmt. ÁB endursagði. Mér var sagt að ég fengi frekar vinnu ef ég sýndi nógu mikinn sveigjanleika. 18 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.