Þjóðviljinn - 30.07.1985, Síða 16

Þjóðviljinn - 30.07.1985, Síða 16
Aðalsfmi: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Þrlðjudagur 30. júlí 1985 172. tölublað 50. örgangur DJÚÐVIUINN Kjötstríðið Engin tollskoðun á kjöti Kristinn Ólafsson tollgœslustjóri: Spurning hvort utanríkisráðherra vill láta stoppa uppígatið. Lögreglustjóri Keflavík: Enginfyrirmœli um hreytta Jollskoðun“ Ekki sér enn fyrir endann á kjötstríðinu sem geysar innan ríkisstjórnarinnar á milli fjármála- og utanríkisráðherra. Vopnahlé ríkir nú á yfirborðinu meðan ráðuneytis- og tollgæslu- menn bíða þess að Rainbow Hope snúi aftur. Á meðan eru næstu aðgerðir undirbúnar. Fjármálaráðherra fór með sigur af hólmi í fyrstu lotu en utanríkisráðherra á næsta leik og hann er einfaldlega sá að flytja kanakjötið með flugi beint inná Völlinn. Par er að vísu tollgæsla, en sú tollgæsla heyrir ekki undir fjármálaráðherra heldur undir varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins. „Við höfum engin afskipti af tollamálum inni á Vellinum. Her- inn hefur þann möguleika að fara aðrar leiðir með þessa kjötflutn- inga ef þeir vilja nýta sér það. Spurningin er hvort utanríkisráð- herra vill láta stoppa uppí það gat“, sagði Kristinn Ólafsson toll- gæslustjóri í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Ólafur Hannesson aðalfulltrúi hjá lögreglustjóraembættinu á Keflavíkurflugvelli sagði að það væri ekki venja að tollskoða flutninga hersins með flugvélum Olíufélagið segir NT upp Vilhjálmur Jónssonforstjóri ESSO: „Vilekki kaupaþetta blað“. Grein ísíðasta helgarblaði umgamla Olíufélagssvindlið á Keflavíkurflugvellifylltimœlinn Forstjóri Olíufélagsins h/f sagði í gær upp áskrift sinni á NT og jafnframt áskrift Olíufélagsins á blaðinu en það hefur verið keypt í Knattspyrna Fram í úrslit Framarar leika til úrslita í bik- arkeppni KSÍ annað árið í röð og í tíunda skiptið alls eftir sigur á Þórsurum frá Akureyri, 3-0, I undanúrslitunum á Laugardals- vellinum í gærkvöidi. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því fram- lengt. Strax í upphafi framleiig- ingarinnar skoraði Guðmundur Torfason fyrir Fram og síðan bætti Pétur Ormslev öðru marki við. Undir lokin innsiglaði svo Örn Valdimarsson sigurinn með þriðja markinu. Fram leikur við IBK eða KA í úrslitunum en þau félög mætast í Keflavík 13. ágúst. -gsm/VS Sjá bls. 9-12 stóru upplagi á allar bensínaf- greiðslur og skrifstofur félagsins. Astæðan er grein í síðasta helgar- blaði NT þar sem rifjuð voru upp málaferlin út af margvíslegu mis- ferli Olíufélagsins varðandi við- skipti við bandaríska herinn á sjötta áratugnum. „Það er Ieiðinlegt þegar verið er að tína svona upp. Það hefði verið skynsamlegra að birta hæstaréttardóminn heldur en að vera að tína upp úr ákærum sem ekki stóðust fyrir rétti eins og gert er í þessari grein“, sagði Vil- hjálmur Jónsson. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er tilurð greinarinnar um brask Olíufélagsins á sínum tíma nokkurs konar hefnd í garð fé- lagsins en það hefur sýnt lítinn áhuga á að styrkja útgáfu NT í þeim þrengingum sem blaðið býr við. Hefur verið lagst þungt á hina ýmsu forstjóra Sambands- fyrirtækjanna að leggja sitt af mörkum en Vilhjálmur Jónsson haft lítinn áhuga á málinu. Að- spurður um þessi mál sagði Vil- hjálmur: „Ég veit ekki um þeirra tilfinningar eða þeirra ástæður eða hvaða fólk þeir umgangast. En það er rétt ég sagði blaðinu upp. Ég vil ekki kaupa þetta blað“, sagði forstjóri Olíufélags- ins. -lg. Togaraútgerð Akureyringar drýgstir Af togurum á botnvörpuveið- um voru Akureyrartogarar drýgstir ásamt Gullveri NS 12 hvað aflaverðmæti snertir fyrstu fimm inánuði þessa árs. Harð- bakur EA 303, Svalbakur EA 302, Kaldbakur EA 301 og Gullver NS 12 öfluðu allir fyrir meira en 25 miljónir króna á tímabilinu frá janúar til maí. Einungis fjórir togarar fengu allan þorskafla sinn metinn í fyrsta flokk á sama tíma. Þeir eru allir frystitogarar, Örvar HU, Akureyrin EA, Siglfirðingur SI og Hólmadrangur. Langflestir togaranna fengu 90% þorsk- aflans eða meira í 1. flokk, en togararnir Haukur GK 25, Snorri Sturluson RE 219, Þorleifur Jónsson HF 12, Ögri RE 72 og Ý mir Hf 373 fengu minna en 70% þorskins í hæsta gæðaflokk. gg inn á Völlinn. „Ég þori ekki að sagði að ekki hefðu borist nein inu um breyttar starfsvenjur við segja hvaða vörur þetta eru því fyrirmæli frá utanríkisráðuneyt- „tollskoðun" á Vellinum, -lg. þetta er ekki tollskoðað". Hann Sjáfrekar um kjötstríðið í Klippi á bls. 4. Jóhann Hjartarson, nýbakaður stórmeistari í skák: fslendingar eiga nú fjóra stórmeistara í skák, til samanburðar má geta þess að hinar Norðurlandaþjóðirnar eiga tvo stórmeistara hver. islendingar eiga nú flesta stórmeistara í heimi - að sjálfsögðu miðað við fólksfjölda. Stórmeistararabb Allar skákir erfíðar Jóhann Hjartarson útnefndur stórmeistari á nœsta þingi FIDE. íslendingar eigaflesta stórmeistara í heimi, miðað við fólksfjölda. inn ungi skákmaður Jóhann Hjartarson, 23 ára, kom sl. laugardag heim frá Noregi þar sem hann hafði tekið þátt í skák- móti í Gjövik. Á skákmóti þessu aflaði Jóhann sér nægilegs fjölda stiga til þess að hljóta stór- meistaratitil. í þvi sambandi hafði blaðamaður Þjóðviljans samband við Jóhann. Hvað varðar framtíðaráform segist Jóhann Hjartarson munu leggja stund á lögfræðinám við Háskóla íslands eins og reyndar fleiri þeirra íslendinga er náð hafa langt í skákinni. Jóhann tel- ur þetta vera vegna þess að lög- fræðinámið sé ekki jafn krefjandi hvað varðar tímasókn og aðrar námsgreinar við Háskólann. Hann hafi því frjálsari tíma og hyggst reyndar einbeita sér að skákinni að meðaltali 3 tíma á dag. Annars segist Jóhann kunna vel að meta lögfræðinámið. Að lokum kvað Jóhann allar skákir á skákmótum hafa reynst sér erfiðar og gæti hann hvorki nefnt andstæðing, skák né mót sem hefði skorið sig þar úr. Þjóðviljinn óskar Jóhanni Hjartarsyni til hamingju með þann rétt sem hann hefur áunnið sér til þess að hljóta stórmeistara- titil og óskar honum gæfu á skák- brautinni. -já-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.