Þjóðviljinn - 16.08.1985, Page 2
FRÉTTIR
Þessi mynd var tekin af flugvélinni TF-BEB skömmu eftir lendingu nálægt Hnausahvísl í Húnavatnssýslu. Mynd Ottarr Magni.
Gálevsi
Lenti flugvél á þjóðvegi
Ekkertsem bannar slíkt segir Grétar Óskarsson hjá
Loftferðaeftirlitinu
Einhver hlýtur að vera þyrstur
úr því að lekinn finnst ekki.
Löggan
Vinningar
Dregið hefur verið í byggingar-
happdrætti Lögreglufélags
Reykjavíkur:
1. Sharp myndbandstæki á númer
9804
2. Fimm daga ferð til Amsterdam
fyrir tvo á númer 10545
3. Fimm daga ferð til Amsterdam
fyrir tvo á númer 10951
4. Pioneer hljómflutningstæki á
númer 5729
5. Sharp litasjónvarp á númer
1142
6. Sharp heimilistölva á númer
5139
7. Sharp ferðatæki á númer 8044
8. Sharp ferðatæki á númer 10017
9. Sharp ferðatæki á númer 746
Handhafar vinningsmiða eru
vinsamlegast beðnir um að snúa
sér til Jóns Arnars Guðmunds-
sonar, lögreglustöðinni, Hverfis-
götu 113, eða í síma 10200.
Síðastliðið sunnudagskvöld
varð ljósmyndari Þjóðviljans
fyrir heldur óþægilegri
lífsreynslu þegar hann var á ferð í
bfl sínum í Húnavatnssýslu. Lítil
flugvél af Beachkraft gerð renndi
sér rétt fram fyrir bílinn og lenti á
miðjum þjóðveginum, nálægt
Hnausakvísl. Þetta olli því að
sjálfsögðu að bíllinn fór næstum
út af veginum. Seinna um kvöldið
átti Ijósmyndarinn leið fram hjá
Ljósaklefinn sem settur hefur verið upp í Heilsuverndarstöðinni fyrir psoriasis-
sjúklinga hefur reynst vel og sjúklingar ánægðir.
Psoriasissjúklingar
Ljósaböðin hafa
reynst vel
UVB Ijósaklefinn sem settur
var upp á Húðdeild Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur og er sér-
staklega ætlaður Psoriasissjúk-
lingum hefur reynst mjög vel og
þeir sjúklingar sem hafa notað
klefann eru mjög ánægðir með
hann. Ljósaklefinn er mjög fljót-
virkur og tekur Ijósabað aðeins
örfáar mínútur.
Talið er að UVB ljósaklefinn
geti hjálpað psoriasissjúklingum í
70-80% tilfella og það er því vel
þess virði fyrir psoriasissjúklinga
að reyna klefann. Psoriasissjúk-
lingar hafa reyndar ekki tekið
eins vel við sér og vonast var til og
mun fleiri ættu að notfæra sér
þetta en gert er. Það er ekki nóg
að fara einu sinni í slíkt ljósabað
ef ná á góðum árangri. Helst þarf
að fara daglega eða annan hvern
dag í 2-3 vikur samfellt eða
jafnvel lengur.
Húðdeildin er opin virka daga
frá kl. 8.00-9.00 og 12.00-15.00,
en til að gefa þeim sem ekki kom-
ast á þesum tíma vinnu sinnar
vegna möguleika á Ijósaböðum
verður opið fram á kvöld mánu-
daga og föstudaga.
gg
Staðarskála og þar var sama flug-
vélin komin, 'lagt fyrir framan
skálann.
„Það er ekkert sem bannar
mönnum að lenda hvar sem er,
svo framarlega sem þeir stofna
ekki lífi og eignum annarra í
hættu, sem lítur út fyrir að hafi
verið gert í þessu tilviki," sagði
Grétar Óskarsson framkvæmda-
stjóri Loftferðaeftirlitsins í sam-
tali við Þjóðviljann.
„Menn hafa ágæta yfirsýn yfir
lendingarstaði úr lofti og ef þetta
er gert klaufalega þá er bara um
gáleysi og vanrækslu að ræða.
Flugmenn geta keypt sérstaka
tryggingu ef eitthvað hendir við
þessar aðstæður, og það á sér
hliðstæður í öðrum löndum. Ef
menn lenda á landareignum þá er
það í lagi ef leyfi fæst hjá viðkom-
andi landeiganda. En ef menn
stofna lífi annarra í hættu með
gáleysi, þá er sjálfsagt að kæra
þá.“
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá Skúla Jóni Ósk-
arssyni hjá Loftferðaeftirlitinu er
umrædd flugvél í eigu Erlends
Friðrikssonar, Heiðargerði 9 í
Sandgerði, en ekki fengust upp-
lýsingar um hver hefði verið flug-
maður vélarinnar síðastliðið
sunnudagskvöld.
Áburðarverksmiðjan
Árangurslaus
fundur
Ekkert þokast í samningsátt
hjá iðnaðarmönnum í áburðar-
verksmiðjunni og viðsemjendum
þeirra.
Árangurslaus fundur var í gær
hjá sáttasemjara, að sögn Guð-
jóns Jónssonar formanns félags
járniðnaðarmanna. „Þeir koma
ekkert til móts við okkur“ sagði
Guðjón. -vd-
-vd.
Norrokk ’85
Grafík fulltrúi Islands
íslendingar rokkuðu á vaðið - Danir eiga nœsta leik - Strax farið
að velta fyrir sér Norrokki ’86
Hljómsveitin Grafík verður
fulltrúi íslendinga á Norrokki
’85 sem fram fer í Danmörku 23.
og 24. ágúst, í Árósum og Kaup-
mannahöfn. Fyrri daginn spila
fulltrúar Danmerkur, Islands og
Noregs í Árósum (í Huset) og full-
trúar Danmerkur, Finnlands og
Svíþjóðar í Kaupmannahöfn
(Saltlageret), en seinni daginn er
dæminu snúið við.
í fréttatilkynningu um Norr-
okk segir m.a.: „Norrokk hug-
myndin fæddist haustið 1983 þeg-
ar ýmsir sem tengdust rokktónlist
á einn eða annan hátt hittust í
Osló til að ræða á hvern hátt væri
unnt að efla veg norrænnar rokk-
tónlistar og rokktónlistarmanna.
Var það skoðun viðstaddra að
a.m.k. einir samnorrænir rokk-
tónleikar á ári í einhverju
Norðurlandanna gætu stuðlað að
kynningu tónlistarinnar og tón-
listarmannanna.
fslensku þátttakendurnir, þeir
Ásmundur Jónsson og Hilmar J.
Hauksson, viðruðu þessa hug-
mynd við stjórn Listahátíðar í
Reykjavík og fengu góðar undir-
tektir. Var því fyrsta Norrokk
hátíðin haldin í Reykjavík undir
merki Listahátíðar.
Það var von þeirra sem að há-
tíðinni í Reykjavík stóðu að ef við
riðum á vaðið myndu hin Norð-
urlöndin ef til vill fylgja á eftir.
Þetta virðist hafa gerst að því
leyti að nú er farið að velta fyrir
sér Norrokki ’86 og hvar sú hátíð
á að vera.
Frá upphafi hefur Satt verið
íslenski aðilinn að þessu sam-
starfi ásamt samsvarandi sam-
tökum á hinum Norðurlöndun-
um.“
Hátíð
Nýjum björgunar-
báti fagnað
Sunnudaginn 18. ágúst tekur
Slysavarnadeild Ingólfs í
Reykjavík í notkun nýjan björg-
unarbát og torfærujeppa. Af því
tilefni verður haldin glæsileg há-
tíð þar sem boðið verður upp á
skemmtun og veitingar fyrir alla
Qölskylduna.
Hátíðin hefst kl. hálftvö og
verður í húsi Slysavarnafélagsins
á Grandagarði. Dagskráin hefst
með því að Davíð Oddsson borg-
arstjóri flytur ávarp og gefur nýja
björgunarbátnum nafn, en þetta
er 4ði báturinn sem hingað kem-
ur. Því næst mun séra Sigurbjörn
Einarsson biskup vígja bátinn.
Einnig munu björgunar-
sveitarmenn sýna listir sínar. Þeir
munu m.a. klifra utan á húsinu og
kafa niður á hafsbotn. Yngri
borgurunum verður leyft að
renna sér í björgunarstól og
margt fleira skemmtilegt. SA.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN