Þjóðviljinn - 16.08.1985, Side 7

Þjóðviljinn - 16.08.1985, Side 7
Ágústa og Einar: Táraflóðið var ægilegt þegar við vorum að fara heim...Mynd Ari. A.F.S. Hvemig er að vera skiptinemi? Spjallað við Agústu og Einar sem dvöldu í Kanada og Austurríki íheilt ár Skiptinemasamtökin A.F.S., þau kannast margir viö. Ungir krakkarsem æðatil útlanda og sjást ekki heima í heilt ár. Eignast nýja foreldra og systkini og víkka sjóndeildar- hringinn, einsog það heitir. En hvernig er að vera skipti- nemi? Til þess að komast að því fengum við tvo krakka þau Ágústu Hafliðadótturog Einar Magnússon, til þess að segja frá þessari einstöku upplifun. Við byrjum á því að spyrja þau til hvaða landa þau hafi farið og hvers vegna. Einar: Ég fór til Austurnkis og var i litlu þorpi sem heitir Deutschlandsberg, staðsett ná- lægt landamærum Júgóslavíu. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að kynnast öðru landi og annarri þjóð, og því ekki Austurríki? Agústa: Eg vildi helst af öllu fara til Frakklands, en það var ekki hægt. Ég var þó alla vega í frönskumælandi landi, það var Kanada. Fyrst var ég í bæ sem heitir Lavalle, en eftir jólin fór ég til annarrar fjölskyldu í Montre- al. Það gekk ekki íLavalle, égvar hjá einstæðri móður, og hún vildi bara láta mig passa krakkann sinn. Svo gekk illa að fá hana til þess að kenna mér frönsku, því hafði ég mestan áhuga á. Einar: Það kemur stundum fyrir að fólk verður að skipta um fjölskyldu, því pappírsvinnan er mun minni úti heldur en hér. Það er alveg nauðsynlegt að það sé vandað valið á heimili þegar maður á að dveljast þar í heilt ár. En skiptinemasamtökin eru svo ung ennþá í sumum löndum að það er misbrestur á því. Annars var ég mjög heppinn, var hjá mjög frjálslyndu fólki, miðað við suma sem ég kynntist. Agústa: Já, hjónin sem ég var hjá í Montreal voru alveg frábær. Þau voru ekkert kirkjurækin, eins og margir í Kanada. Kaþól- ikkarnir eru svo bænheitir, eins og til dæmis amman í fjölskyld- unni. Hún sagði ættingjunum alitaf að þeir ættu bara að biðja meira til Guðs ef eitthvað kom upp á! - Hvernig gekk að læra málin? Einar: Það gekk ágætlega. í upphafi talaði ég mikið ensku, en eftir nokkrar vikur þá var ég bú- inn að safna í sarpinn og dag einn tók ég eftir því að ég talaði ein- göngu þýsku. Kennararnir hjálp- uðu líka svolítið til, með því að tala hægt í tímum. Agústa: Ég lærði einu sinni frönsku á námskeiði, en var búin að gleyma því öllu fyrir löngu. Svo er framburðurinn allt annar í Kanada. En ég var alveg farin að bjarga mér upp úr áramótunum. Það er reyndar svolítið skrítið, að þrátt fyrir allan þennan þjóðern- isríg hjá Kanadamönnum, að þá voru heilmargir sem gátu talað ensku við mig. Þið fóruð í skóla úti, var það ekki? Agústa: Jú. Skólinn sem ég var í var svipaður fjölbrautaskólan- um hér, svona áfangakerfi. En ég eignaðist eiginlega enga vini þar, þetta voru allt 2-3 árum yngri krakkar en ég, og ég var líka búin að læra flest sem var kennt á loka- ári. Ég umgekkst helst aðra skiptinema úr A.F.S. Hitti þau á helgum og svoleiðis. Einar: Ég tók tónlistarbraut í mínum skóla, aðallega af því að á henni eru ekki kennd raun- greinafög. Það er ekki svo gott að ná árangri í efna- og eðlisfræði á nýju tungumáli. En það voru næstum eintómar stelpur í bekknum, 18 stelpur, og svo vor- um við tveir strákarnir. Og ég er enginn áhugamaður um tónlist sérstaklega, svo ég kynntist þeim ekkert að ráði. En systir mín, sem er jafnaldra mér, hún kom mér í kynni við bekkinn sinn og þar eignaðist ég fullt af vinum. En skólinn sjálfur, hann skipti ekki svo miklu máli, maður er þarna til þess að kynnast landinu og menningunni. Svo að ég fékk oft frí til þess að skoða mig um, auðvitað þurfti ég að skila afsök- unarbréfi frá foreldrum til þess. Hver var helsti munurinn á skólagöngu úti og hér heima? Agústa: Það er þessi gífurlega kurteisi sem maður varð að venja sig á, bæði í skóla og annars stað- ar. Þegar ég kom heim núna þá dauðbrá mér, munurinn á fram- komu við til dæmis ókunnugt fólk er svo mikill. Mér finnst fólk hér stundum bara dónalegt. Því hafði ég ekki tekið eftir áður. Einar: Já, hjá mér þá þurfti maður að bukka sig og beygja fyrir kennurunum og aginn var ferlegur. Það má til dæmis ekki hafa hendur í vösum þegar þú ávarpar kennara, og auðvitað verður að þéra hann, alveg sama þó þú þekkir hann vel. Og reykingar eru stranglega bannað- ar á skólasvæðinu. Það eru alltaf send bréf heim með krökkunum ef eitthvað er athugavert við hegðun þeirra, og foreldrar kall- aðir inn á teppi til skólameistara. Ágústa: Það var lögð gífurleg áhersla á að maður mætti alltaf í skólann í Montreal. Og ef maður var veikur þá varð að koma með vottorð og bréf frá foreldrum. Hvernig var félagslífíð í skólun- um? Ágústa: Ekkert. Þeir telja ekki skólann vettvang fyrir annað en lærdóm. Einar: Það var alveg eins hjá mér. Ég reyndi að stofna klúbb sjálfur en það gekk ekki. Hvað fínnst ykkur að þið hafíð lært með þessari ársdvöl er- lendis? Einar: Það var svo margt. Ég held að maður þroskist meira á einu ári erlendis en á mörgum árum hér heima. Maður er sjálf- stæðari, duglegri við að bjarga sér sjálfur. Og maður er miklu víðsýnni og óhræddari við að kynnast nýju fólki. Ágústa: Já, ég er sammála Ein- ari í þessu öllu. Og það var alveg ferlegt að fara heim. Það var fundur með öllum skiptinemun- um áður en við fórum og tára- flóðið var ægilegt. Allir grátandi og svoleiðis. En maður reynir nú að halda sambandi við fólkið, skrifa bréf og heimsækja það ein- hvern tíma aftur. Einar: Já, almáttugur, það var sko grátur og gnístan tanna síð- ustu dagana. En flestir reyndu þó að drekkja sorgum sínum, aðal- lega í rauðvíni blönduðu í kók. Og ég lofaði öllum að skrifa. Það er alveg ákveðið að missa ekki tengslin við þá sem maður kynnt- ist úti. - Og þá þakkaði blaðamaður þeim Ágústu og Einari fyrir spjallið, sem lauk reyndar á um- ræðum um þá hugmynd að senda stóra skiptinemahópa á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna árlega, og þau voru sammála því að slíkt gæti örugglega stuðlað að friði og bætt sambúð ríkjanna. En á meðan Sovét er svona lokað verður lítið úr þessari annars góðu hugmynd í bráð. -vd Föstudagur 16. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.