Þjóðviljinn - 16.08.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 16.08.1985, Síða 13
í I I I MYNDUST Gallen' Islensk llst í Gallerí íslensk list, Vest- urgötu 17 stendur yfir sýn- ing á 40 verkum margra af þekktustu listmálurum þjóðarinnar. Á sýningunni eru verk unnin meðolíu, vatnslitum og olíukrít. Sýn- ingin eropin virkadagakl. 9-17 og stendur út ág- ústmánuð. Akureyri Menningarsamtök Norð- lendinga kynna verk Kára Sigurðssonar listmálara frá Húsavík í Alþýðubank- anum á Akureyri. Kári hef- ur haldið 10 einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. I afgreiðslusal Verkalýðs- félagsins Einingar standa menningarsamtökin fyrir Iwnningu á verkum eftir Orn Inga Gíslason listmál- ara. Nýlistasafnið Tumi Magnússon sýnir málverk i Nýlistasafninu við Vatnsstíg í Reykjavík. Tumi hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði heimaog erlendis. Sýning- in er opin kl. 16.00-20.00 virka daga og kl. 14.00- 20.00 umhelgar. Gallerí Salurinn (Galleri Salnum á Vestur- götu sýnir Elín Magnús- dóttir málverk unnin á pappír og silki. Sýningin er opin daglega kl. 13.00- 22.00 og lýkur 18. ágúst. Kjarvalsstaðir Norrænirvefjarlistamenn standa fyrir samsýningu á Kjarvalsstöðum. Vefjar- listasýninginöðru nafni textíltriennalinn er sú sam- sýning norrænna lista- manna sem staðið hefur af sér öll él í 11 ár. Á sýning- unni eru 80 verk. Frá ís- landi fer sýningin til Fær- eyja, Danmerkur, Finn- lands og Svíþjóðar. Sýn- ingin er opin alla daga kl. 14.00-22.00 oglýkur25. ágúst. Oddi Listasafn Háskóla fslands sýnir nú verk sín í glæsi- legum húsakynnum á efstu hæð Odda, nýbyggingar hugvísindadeildar. Opið daglegakl. 13.30-17.00. Ókeypisaðgangur. Gallerí Kirkjumunir Sýning Sigrúnar Jónsdótt- ur í Gallerí Kirkjumunir, Kirkjustræti 10eropindag- legafrá kl. 9 fyrir hádegi. Gallerí Borg Nú stendur yfir sumarsýn- ingíGalleríBorgvið Austurvöll. Þar gefur að líta um 100verkeftiralla helstu listamenn þjóðar- innar. Sýningin eropin kl. 12-18allavirkadaga. Langholtsvegur 111 Um þessar mundir stendur yfir hjá fslenskum húsbún- aði að Langholtsvegi 111 sýning á verkum 5 nem- enda við textíldeild MHl. Sýnendur eru Björk Magn- úsdóttir, Fjóla Árnadóttir, Ingiríður Oskarsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og KristrúnÁgústsdóttir. Ásmundarsafn Opnuð hefur verið í Ás- mundarsafni sýnina er nefnist Konan í list Ás- mundar Sveinssonar. Opið alladagakl. 10-17. Ásgrímssafn Sumarsýning stendur yfir. Opiðdagleganema laugardagakl. 13.30-16. Selfoss f Safnahúsinu á Selfossi stendur yfir sýning á 32 myndum sem Listasafn Árnesinga hefur keypt eða verið fært að gjöf á síðast- liðnum árum. Sýningin er opinkl. 14-16virkadaga og 14-18 um helgar. Að- gangurerókeypis. Norrænahúsið Pia Schutzmann, danskur myndlistarmaður opnar sýningu ágrafíkmyndum í anddyri Norræna hússins á morgun laugardag. Sýn- ingin eropin ávenjulegum opnunartíma hússins og stendurtil22. ágúst. Hveragerði Ray Cartwright sýnir olíu- málverk, vatnslitamyndir ogspjaldristuríEdení Hveragerði. Öll verkin til sölu.Sýninginstendurtil 18. ágúst. Listasafn Alþýðu Sigurlaugur Elíasson sýnir málverk og grafík í Lista- safni Alþýðu.Sýningin opnar á morgun og er opin virkadagakl. 16.00-20.00 og um helgar kl. 14.00- 22.00. Sýningin stendurtil 1. september. Eyrarbakki í samkomuhúsinu á Eyrar- bakka sýnir Þorlákur Krist- insson 40 ný málverkog blekteikningar. Sýningin er sölusýning, opnar 17. ág- úst og stendur til 25. ágúst. Um helgar er opið frá 14- 21 envirkadagafrá 18-22. Norræna húsið Sigurður Flosason, Tómas Einarsson, EyþórGunn- arsson, Friðrik Karlsson og Gunnlaugur Briem halda tónleika í Norræna húsinu ámánudagskvöldkl. 20.30. Á efnisskránni eru nýæfðjassverk. Naustið JassistinnCabKaye skemmtirgestum Naustsins meö píanóleik og söng. Cab sem ættaður er frá Ghana skemmti síð- ast hér á landi fyrir 30 árum og er vel þekktur jassisti umvíðaveröld. Fógetinn Skoski pianóleikarinn og söngvarinn Angus Rollo skemmtir gestum á Fóget- anum öll kvöld nema mánudagskvöld frá 11. ág- úst til 22. ágúst. Grafík Síðustutónleikarnirá hljómleikaferðhljóm- sveitarinnar Grafík verða á Hvolsvelli í kvöld 16. ágúst. ÝMISLEGT Listmunahúsið Á laugardaginn opnar Al- freð Flóki sýningu í List- munahúsinu, Lækjargötu 2. Flóki sýnir40teikningar unnarásíðustu tveimur árum. Sýningin ersölusýn- ing og opin virka daga kl. 10.00-18.00 ogkl. 14.00- 18.00 um helgar. Lokað mánudaga. Gangurinn Nú stendur yfir sýning ítal- ska myndlistarmannsins Carlo Mauro i Ganginum, Rekagranda 8. Hann sýnir bækurogteikningar. CaféGestur Gunnar I. Guðjónsson sýnir málverk á Café Gesti, Laugavegi 28B. Þettaer 14. sýning Gunnars en hann sýndi síðast í Eden í Hveragerði. Kópavogur Gönguferð með Hana-nú laugardaginn 17. ágúst. Lagtafstað kl. 10.00frá Digranesvegi 12. Allir Kópavogsbúar velkomnir í gönguna. Suðurnes Ferðamálasamtök Suður- nesja efna til jarðfræði- ferðarum Reykjanes- skaga sunnudaginn 18. ágúst. Leiðsögn verður í höndum jarðfræðinga. Brottför frá Umferða- miðstöðinnikl. 10.00. Galleri Langbrók I Gallerí Langbrók við Amtmannsstíg í Reykjavík stendur yfir sýning á ýms- umútgáfumafstólnum Sóley. Sýningin stendur í hálfan mánuðog eröllum opin ókeypis. Virka daga er opið frá 10-18 og 14-18 um helgar. Aðgangur ókeypis. LEIKLIST Light Nights Light Nights sýningarnar eru hafnar í Tjarnarbíói en þær eru einkum ætlaðar fyrir erlenda ferðamenn. Sýnt er á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum kl. 21. Norðurland Á sunnudag verður haldin hin árvissa Hólahátið og aðalfundur Hólafélagsins. Kl. 14.00 verðurguðs- þjónustaíkirkjunni.sr. Hanna María Pétursdóttir prédikar. Kl. 16.30 verður flutt hátíðardagskrá með erindiogeinsöng. Sædýrasafnið Sædýrasafnið í Hafnarfirði eropiöalladagakl. 10-19. Háhyrningnum er gefið á klukkutímafresti um helgar kl. 13-17. Þjóðminjasafnið Með silfurbjarta nál heitir sýning sem opnuð hefur verið í bogasal Þjóðminja- safnsins og fjallar hún um íslenskar hannyrðakonur og handverk þeirra. Opið daglegakl. 13.30-16. Þorlákur Kristinsson við eitt verka sinna. Ljósm. Sverrir Vilhelmsson. Eyrarbakki Þorlákur Kristinsson sýnir í samkomuhúsinu A sýningunni verða nýjar myndir, málaðar bæði hér heima og í Berlín sagði Þorlákur Krist- insson myndlista- og fyrrverandi tónlistarmaður sem opnar sýn- ingu í samkomuhúsinu á Eyrar- bakka. Þetta eru um 40 myndir bæði málverk og blekteikningar og allt til sölu. Maður buslar f straumnum og reynir að lifa á þessu en tónlistina hef ég alveg lagt á hilluna. Til þess að ná ár- angri verður að einbeita sér að þessu, dugir rétt mannsævin til ef maður hamast. Ég var síðast með einkasýningu á Sauðárkróki en næsta sýning verður samsýning í Berlín með kóreönskum lista- Nú um helgina lýkur sýningu Ray Cartwrights í Eden í Hvera- gerði. Ray sýnir olíumálverk, vatnslitamyndir og spjald-ristur. Ray er fæddur og uppalinn í Lundúnum á Bretlandi. Hann er kvæntur íslenskri konu og hefur verið búsettur á íslandi undanfar- in fimm ár. Fyrsta sýning Rays á íslandi var árið 1981 en þá tók hann þátt í samsýningu í Eden f Hveragerði. Þetta er þriðja einkasýning Rays í Eden, en hann hefur einnig sýnt spjaldristun á Borgarspítalanum, og verið með sýningu í Ásmund- Sunnudaginn 18. ágúst efna Ferðamálasamtök Suðurnesja til jarðfræðiferðar um Reykjanes- skaga. Landmótunarsaga Reykjanesskagans verður kynnt og ýmis jarðfræðileg fyrirbæri skoðuð. í ferðinni verður komið víða við og efalaust kemur ýmis- legt þátttakendum á óvart af því sem fyrir augu kann að bera. Leiðsögn verður í höndum manni, Bong Kyvlnn. Égheflíka tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Það er oft verið að tala um sýn- ingargleði hjá unga fólkinu en það er bara annar æðasláttur hjá okkur sem erum að finna okkur sjálf, og skapa okkur nöfn en hjá hinum sem hafa komið sér fyrir á olíuborpöllunum og geta_ dæmt okkur sem erum að berjast við að koma okkur áfram. En hver og einn verður að gera upp við sig hvenær er tímabært að sýna. Það er mjög einstaklings- bundið; sumir sýna þriðja hvert ár, sumir aldrei og svo eru nokkr- ir sem taka þetta eins og tónleika- ferð og kýla á þrjár til fjórar sýn- ingar á ári. arsal. Spjald-ristun er ekki með öllu ókunn og byggist á því að sett er hvítt krítar-undirlag á spjald, en svart vax-blek er notað sem yfirl- ag. Síðan er ristað með oddmjó- um hlut eftir öllum kúnstarinnar reglum á spjaldið, en mikillar ná- kvæmni og einbeitingar er krafist við þessa aðferð því hin minnstu mistök geta eyðilagt verkið. Út- koman getur í mörgum tilvikum minnt á ýmsar tegundir graífík- listar. Öll verkin eru til sölu á Sýning- unni. jarðfræðinga sem báðir eru ná- kunnugir jarðfræði Reykjanes- skaga. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni (BSÍ) kl. 10.00. Áætlað er að ferðin taki um 6-7 klst. Verð kr. 500 fyrir fullorðna, 250 fyrir 12-15 ára. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Munið nestið. Sjálfum finnst mér skemmti- legast að sýna úti á landi. Það er álltaf svo mikið af óvæntum atvikum og uppákomum í kring- um sýninguna sjálfa og allt öðru- vfsi en að sýna í hefðbundnum sýningarsölum. Þorlákur sem er búsettur í- Berlín segir um borgina: Það er fínn staður fyrir myndlistarmenn að koma við á. Þar hafa verið miklar hræringar og margt í gerj- un en þó er rólegra þar núna en í þessum hlutum. Svona hræringar og nýbylgjur til dæmis pönkið koma að landi með hvelli eins og hver önnur alda og enda í gutli, fara síðan út aftur með hljóðum, safna kröftum og koma endurný- jaðar til baka. Með það er Þorlákur farinn en á útleiðinni rak hann augun í bæn festa uppá vegg og las upphátt og sagðist vera alveg sammála þessu. Spurningu um hvort hann væri trúaður svaraði hann að auðvitað væri hann trúaður, þó ekki endilega í þessari deild en trúarþörfin væri rík, annars upp- lifði maður ekki hlutina svona dramatískt. -aró Gallerí Langbrók Sóley í Gallerí Langbrók við Amtmannsstíg í Reykjavík stendur yfir sýning á fellistólnum Sóley eftir Valdimar Harðarson arkitekt. Sýndar verða ýmsar út- gáfur af stólnum auk ljósmynda af frumgerðum hans. Þá verða á sýningunni úrklippur úr fjölda er- lendra blaða og tímarita. Þau blöð sem hafa birt greinar um Sóley skipta nú tugum, austan hafs og vestan. Jafnframt verða sýnd verðlaunaskjöl sem Valdi- mar Harðarsón hefur hlotið vegna þessa stóls sem þykir fram- úrskarandi að allri gerð. Fullyrða má að aldrei fyrr hafi íslensk hönnun hlotið slfka athygli og viðurkenningu um allan heim. Sýningin í Gallerí Langbrók stendur í hálfan mánuð og er öllum opin ókeypis. Virka daga er opið frá 10-18 og laugar- og sunnudaga frá 14-18. Hveragerði Olíumálverk, vatns- litamyndir og spjaldristur Suðurnes Jarðfrœðiferð i i i t j j Föstudagur 16. ágúst 1985 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.