Þjóðviljinn - 16.08.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 16.08.1985, Side 15
IÞROTTIR Úrslitakeppni Steinar með fjögur Dómarinn sagði 7, Valsmenn sögðu 8! Steinar Ingimundarson skoraði 4 mörk þegar KR sigraði Selfoss 7-0 í úrslitakeppni 3. flokks í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið er í Vcstmannaeyj- um. Hilmar gerði 2 markanna og Heimir Guðjónsson eitt. Þróttur Reykjavík vann Hött 3-0 meö mörkum Péturs, Ingva og Rún- ars en þau fjögur lið sem hér hafa verið talin skipa A-riðil. ÍK vann Fylki 2-0 í B-riðlinum. Hinn marksækni Gunnar Guðmunds- son skoraði annað mark Kópavogs- liðsins og Ólafur Kristjánsson hitt. Þar gerðu Týr og KA jafntefli, 1-1. Hlynur Sigmarsson skoraði fyrir Tý en Björn Pálmason fyrir KA. f dag mætast Höttur-Selfoss og Þróttur-KR í A-riðli og Fylkir-KA og ÍK-Týr í B-riðli. Á Akureyri er leikið í úrslitum 4. flokks. í A-riðli vann Valur Leikni Reykjavík 7-0 og Breiðablik sigraði Hött 3-0. Valsmenn töldu sig hafa gert 8 mörk gegn Leikni en dómari sagði sjö. Kjartan Sigurðsson 2, Gunnar Már Másson 2, Sigurjón Hjartarson 2, Magnús Jónsson 1 og Grétar Jónsson 1 eru markaskorarar Vals samkvæmt þeirra talningu. f B-riðli vann Fram sigur á Víkingi, 3-0, og Selfoss og KA gerðu jafntefli, 1-1. Kristinn Magnússon skoraði fyrir KA en Guðjón Þorvarðarson fyrir Selfoss. f dag leika í A-riðli Höttur-Leiknir R. og Breiðablik-Valur og í B-riðli Víkingur og Fram-Selfoss. -JR/K&H/VS 1. deild Ný von nyrðra! Ifyrsta sinn síðan 1968 er Akureyrarliðið íbaráttu um sigur í 1. deild. Forskot Fram horfið - ÍA er í efsta sætinu Það var síðast árið 1968 sem Akur- eyringar eygðu von um íslands- meistaratign í knattspyrnu. Sú von brást - en ný hefur kviknað í brjóstum norðanmanna eftir góðan sigur Þórs á Frömurum á Akureyrarvellinum í gærkvöldi, 2-0. Þór er nú aðeins stigi á eftir efsta liði og allt getur gerst. Fram var betri aðilinn fyrstu 25 mínúturnar. Ómar Torfason átti gott skot rétt yfir á 6. mínútu og Kristinn Jónsson slapp innfyrir vörn Þórs á 10. mín. en Baldvin Guðntundsson varði vel. Síðan jafnaðist leikurinn en Guð- mundur Torfason, sem var mjög kröftugur og ógnandi, skallaði naum- lega yfir Þórsmarkið á 33. mín. Þórsarar fengu sitt fyrsta færi á 39. mínútu. Halldór Áskelsson átti lúmskt skot frá vítateig, boltinn fór í innanverða stöng og út og Framarar náðu að hreinsa. Sigurbjörn Viðars- son átti rétt á eftir hörkuskot af 25 m færi rétt yfir Framslána. Þórsarar áttu nánast seinni hálfleik og á 47. mínútu skaut Kristján Krist- Italía Falcao heim Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Paulo Roberto Falcao gengur að öllum líkindum til Sao Paulo í heima- landi sínu nú á næstu dögum. Hann hefur leikið í fimm ár með Roma á Italíu en félagið rifti samningi sínum við hann fyrr í sumar. Falcao meiddist og leitaði lækningar hjár sér- fræðingum í Bandaríkjunum. Roma vildi fá hann í læknisskoðun en Falcao sinnti því ekki og því fór sem fór. Tals- maður Sao Paulo sagði í vikunni að um 70 prósent líkur væru á að Falcao myndi skrifa undir tveggja ára samn- ing við félagið. -VS/Reuter Ítalía Rossi seldur AC Milano keypti nú í vikunni hinn fræga knattspyrnumann Paolo Rossi frá Juventus. Samningaviðræður fé- laganna hafa staðið lengi yfir og enn hefur kaupverðið ekki verið gefið upp. Rossi gaf til kynna í júní að hann vildi yfirgefa Juventus en sl. vetur gekk hvorki né rak frá þessari stjörnu Itala úr siðustu heimsmeistara- keppni. -VS/Reuter jánsson utan vítateigshorn í þverslána við samskeytin fjær. Og markið lét ekki bíða eftir sér, í næstu sókn sendi Jónas Róbertsson fyrir mark Fram- ara, Siguróli Kristjánsson skallaði til Halldórs sem negldi boltanum í netið af markteig, 1-0. Eins og venjulega drógu Þórsarar sig til baka eftir að hafa náð foryst- unni en að þessu sinni var það aðeins í nokkrar mínútur. Þeir voru komnir í stórsókn á ný 55. mínútu, Hlynur Birgisson sneri á Sverri Einarsson og sendi á Kristján en hann sneri vit- lausum fæti að boltanum og kingsaði. Halldór fékk boltann á vítateig en skaut yfir. Fram átti sín færi, aldrei betri en þegar Guðmundur Steinsson hafði betur eftir rimmu við Árna Stefáns- son á 60. mín. Guðmundur skaut tví- vegis en í bæði skiptin kastaði Baldvin sér fyrir hann og bjargaði glæsilega. Jónas skaut rétt framhjá marki Fram eftir skemmtilega útfærða auka- spyrnu á 66. mín. og Óskar Gunnars- son skaut hörkuskoti í stöng og útaf úr þröngu færi á 81. mín. Sigurður Pálsson kom inná seint í leiknum og hann gerði útunt vonir Framara. Kristján gaf háa sendingu inní vítateig Fram, Sigurður tók bolt- ann skemmtilega niður með lærinu og skoraði af öryggi, 2-0. Þriðja tap Fram í síðustu fimm leikjununt og forskotið góða er orðið að engu - efsta sætið er nú í höndunt Skaga- manna. —K&H/Akureyri 1. deild I álögum? Víkingar síst lakari en töpuðu3-0. Guð- mundur inná og gerði tvö Fyrsti heimasigur Víðis í 1. deild er á mörkum þess að teljast sanngjarn þó stór hafi verið - 3-0 gegn botnliði Víkinga. Víkingar voru síst lakari að- ilinn í leiknum, áttu fyrri hálfieikinn með húð og hári en eins og svo oft áður í sumar dugði það þeim ekki til. Eins og þeir séu í álögum og 12. tapið í röð varð ekki umflúið. Guðmundur Jens Knútsson var hetja Víðis, hann kom inná sem varamaður í fyrri hálf- leik - lék mjög vel og gerði 2 mark- anna. Víkingar sóttu stíft í fyrri hálfleik en fengu lítið af hættulegum færum. Annaðhvort brotnaði sókn þeirra á Gísla Eyjólfssyni eða þeir skutu yfir og framhjá. Gísli Heiðarsson þurfi Víftir-Víkingur 3-0 (0-0) ★ ★★ Mörk Víðis: Guðmundur J. Knútsson 67. og 81. mín. Einar Á. Ólafsson 88. mín. Stjörnur Víðis: Guðmundur J. Knútsson *• Gísli Eyjólfsson •* Einar A. Ólafsson • Rúnar Georgsson » Slgurður Magnússon • Stjörnur Vikings: Einar Einarsson • Aðalsteinn Aðalsteinsson • Dómari: Eysteinn Guðmundsson »** Áhorfendur 304 ekki að verja skot þrátt fyrir press- una. Seinni hálfleikur byrjaði rólega en á 51. mínútu átti Fáskrúðsfirðingur- inn Helgi Ingason, sem þarna lék sinn fyrsta leik með Víkingi, hörkuskot rétt framhjá Víðismarkinu. Það voru bara 23 mínútur eftir þeg- ar fyrsta markið kom. Einar Ásbjörn gaf fyrir mark Fram og Guðmundur Jens var frír og skoraði örugglega, 1-0. Við þetta var einsog leikmenn beggja liða vöknuðu af dvala og mik- ill kraftur var í báðum liðum til leiks- loka. Einar Einarsson átti þrumuskot rétt framhjá Víðismarkinu á 69. mín. Níu mínútur eftir - 2-0. Víkingar í sókn en Víðismenn hreinsa. Guð- mundur Jens komst einn uppað marki Víkings og skoraði. Víkingar gáfust ekki upp, Aðalsteinn skallaði yfir á 84. mínútu og síðan var Jóhann Holt- on í hörkufæri en skaut beint í sam- herja. Óg í lokin innsigluðu Víðismenn sigurinn. Einar Ásbjörn komst innfyrir vörn Víkings, lék á Ögmund Kristinsson og skoraði, 3-0. A loka- mínútunni var svo Guðmundur Jens rétt búinn að skora sitt þriðja mark og fjórða Víðis, einn framanvið Víkings- markið en skaut framhjá. Við þessi úrslit er ljóst að ekkert bjargar Víkingum frá falli úr þessu. Víðismenn eiga hinsvegar góða möguleika á að halda sæti sínu í 1. deild, eru aðeins stigi á eftir FH og Þrótti. -SÓM/Suðurnesjum Ásbjörn Björnsson skallar að marki ÍBK, Willum Þórsson félagi hans úr KR er við öllu búinn. Valþór „Heimaklettur" Sigþórsson býst til varnar. Mynd: E.ÓI. 1. deild Þór-Fram 2-0 (0-0) *** Mörk Þórs: Halldór Áskelsson 48. mín. Sigurður Pálsson 86. mín. Stjörnur Þórs: Halldór Áskelsson •* Nói Björnsson • Ámi Stefánsson • Siguróll Kristjánsson • Stjörnur Fram: Ásgeir Elíasson * Guðmundur Torfason • Dómari: Magnús Theodórsson ** Áhorlendur 1122 (300 i viöbót með boðs- miðum og í „Skotastúkunni") Barátta í fyrimími Góður sigur ÍBK á KR. Var víti á Þorstein? Baráttan sat í fyrirrúmi í leik KR og ÍBK á KR-vellinum í gærkvöldi. Keflvíkingar voru öllu sterkari og baráttugiaðari og uppskáru sigur 2-0 og eru þar með komnir á fullt í barátt- unni um íslandsmeistaratitilinn. Á fyrstu 5. mín. leiksins átti hvort liðið eitt skot, en þau fóru bæði yfir. Mikil keyrsla var hjá báðum liðum, en Keflvíkingar þó ákveðnari. Liðin náðu ekki að skapa sér tækifæri og fór leikurinn að mestu fram um miöbik vallarins. Eina hættulega tækifærið í fyrri hálfieik fengu Keflvíkingar og dugði það þeim til að ná forustu. Helgi Bentsson lék upp að endalínu, gaf aftur á Óla Þór Magnússon sem Stadan 11. deildarkeppninni i knatfspyrnu: lA............ 13 8 2 3 28-13 26 Fram.......... 13 8 2 3 26-19 26 Valur......... 13 7 4 2 19-10 25 Þór A..........13 8 1 4 22-16 25 IBK........... 13 7 1 5 22-14 22 KR.............13 6 3 4 23-20 21 Þróttur........13 4 1 8 14-22 13 FH............ 13 4 1 8 15-24 13 Viðir......... 13 3 3 7 14-28 12 Víkingur.......13 1 0 12 12-30 3 Á morgun kl. 14.30 leika IA og FH og á sunnudagskvöld kl. 19 Valur og Þór. Á mánudagskvöld mætast ÍBK-Þróttur og Fram-Víðir og á þriðjudagskvöld Víkingur-KR. sendi fyrir á Sigurjón Kristjánsson. Sigurjón skaut firnaföstu skoti og söng í netinu en boltinn þandi það út. Virkilega fallegt mark og vel að því staðið. ÍBK átti fyrsta færið í seinni hálf- leik en Ingvar Guðmundsson skaut rétt framhjá marki KR. Á 61. mín. skallaði Ásbjörn Björnsson að marki ÍBK, en yfir. Valþór varnarmaður Sigþórsson brá sér í sóknina öðru hvoru og á 64. mín. sendi hann vel fyrir á Sigurjón sem skallaði, en laust og Stefán Jóhannsson átti auðvelt KR-IBK 0-2 (0-1) * * • Mörk IBK: Sigurjón Kristjánsson 26. mín. Björgvin Björgvinsson 90. mín. Stjörnur KR: Hálfdán Örlygsson • • HannesJóhannsson * Björn Rafnsson * Willum Þ. Þórsson * Sæbjörn Guðmundsson • Stjörnur ÍBK: Sigurjón Kristjánsson • • Valþór Sigþórsson • * Freyr Sverrisson * Sigurður Björgvinsson • Gunnar Oddsson * Helgi Bentsson * Dómari: Þoroddur Hjaltalin Áhorfendur: ca 840 með að verja. KR-ingar reyndu að jafna og sóttu, en höfðu ekki erindi sem erfiði á móti sterkri vörn Suður- nesjamanna. í staðinn náðu Keflvíkingar skyndisóknum og í einni þeirra lék Gunnar Oddsson laglega í gegn og sendi fyrir, en þar var enginn samherji. KR komst næst því að skora þegar Sæbjörn Guðmundsson átti skot framhjá og svo þegar Ás- björn komst innfyrir vörn ÍBK. Reyndi hann að leika á Þorstein Bjarnason. Báðir duttu og virtist Þor- steinn grípa í fætur Ásbjörns, en varnarmaður kom aðvífandi og hreinsaði og dómarinn sá ekkert at- hugavert. Það var síðan alveg í lokin að Keflvíkingar tryggðu sigurinn. Sig- urjón Sveinsson spyrnti fyrir mark KR. Varnarmönnum mistókst að hreinsa og gekk boltinn á milli and- stæðinga. Loks barst hann til Björg- vins Björgvinssonar, sem hafði kom- ið inná 6. mín. áður, og hann var ekk- ert að tvínóna við hlutina og skoraði með góðu skoti. Þetta var hans fyrsta mark í 1. deild. Sigur ÍBK var sanngjarn. Liðið barðist vel, vörnin sterk og oft góð samvinna, sérstaklega á milli félag- anna Helga og Sigurjóns. Valþór „heimaklettur" stóð vel undir nafni í þessum leik. KR-ingar börðust vel, en reyndu of mikið af þversendingum fyrir markið sem vörn IBK náði flestum. -gsm ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.