Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 1
Náttúruverndarmál
Eitri dælt í Mývatn
Alls kyns eitri og lífrœnum efnum er hleypt út ílífríki Mývatns. Árni Halldórssonformaður Samtaka
um verndun Mývatns: Hefur stórfelld áhrifá lífríkið. Ungadauði gífurlegur og silungsveiði slök.
Rotþrœr eru ófullnœgjandi. Ólafur Pétursson hjá Hollustuvernd: Öllþessi efni geta verið skaðleg.
Póroddur Þóroddsson: Gœti hugsanlega verið orsökin fyrir hruni mýstofnsins.
Það hefur verið mikill unga-
dauði við Mývatn síðast liðin
þrjú ár vegna þess að mýið er að
hverfa. Þá er silungsveiði sérstak-
lega siök. Þetta er svona lélegur
reytingur, þótt sumir hafi viljað
trúa öðru og ég tel að orsakanna
sé að leita í mengun í vatninu. Alls
kyns eiturefnum er hleypt út í
vatnið og það hlýtur að hafa sín
áhrif, sagði Árni Halldórsson for-
maður samtaka um verndun Mý-
vatns í samtali við Þjóðviljann í
gær.
„Þaö hafa veriö sveiflur í lífríki
vatnsins áður en ekkert þessu líkt
hefur gerst svo elstu menn muni.
Eitrið sem rennur í Mývatn frá
Kísiliðjunni og byggðinni við
vatnið er gífurlega mikið. Þar má
nefna olíuhreinsiefni sem nefnist
sator og kemur frá verksmiðjunni
og auk þess alls kyns hreinsiefni
og skolp frá byggðinni sérstak-
lega í Ytriflóann," sagði Árni.
Úrgangur frá Kísiliðjunni á
mjög greiðan aðgang að vatninu
og að því er Þjóðviljanum hefur
verið tjáð líður aðeins rúmur
mánuður frá því úrgangur er los-
aður þar til hann skilar sér í vatn-
Kjötvörur
Gífurtegur verðmunur
Verðkönnun Þjóðviljans: 207 kr. verðmunur á dýrasta og ódýrasta kg. aflambasnitsel og244 kr
verðmunur á nautalundum. Kaupmenn taka 250 kr.fyrir að skera niðurkg. af lœrissneiðum
Það munar 207 krónum á kfló-
inu á lambasnitscl þar sem
það er dýrast og ódýrast. Nauta-
lundir kosta ódýrast 605 kr. kg.
en dýrast 849.
Þetta kemur fram í verð-
könnun sem Búsýslan gerði í vik-
unni á unnum kjötvörum í kjöt-
verslunum í Rey kj avík og birt er í
Þjóðviljanum í dag.
Verðlagsstofnun og Búnað-
arfélagið hafa ekki undir höndum
neinar viðmiðunartölur á kjöt-
verði þar sem verðlag á unnum
kjötvörum var gefið frjálst í mars
á liðnu ári.
Hjá Búnaðarfélaginu fengust
hins vegar upplýsingar um
heildsöluverð á lamba- og
nautakjötsskrokkum. Kaup-
menn kaupa kg. af 1. flokks
dilkaskrokki á 172.69 krónur, 2.
flokk á 157.39 kr. og af úrvals-
flokki kostar hvert kg. 180.03 í
heildsölu. Kílóið af 1. flokks
nautaskrokki í heildsölu kostar
188.86 kr. og stjörnuflokkur
kostar 211.03 kr.
Samkvæmt verðkönnuninni
taka kjötverslanir rúmlega 250
krónur fyrir að sneiða niður hvert
kg. af lærissneiðum þar sem þær
eru dýrastar og 450 kr. fyrir að
útbúa lambasnitsel. -sp-
Sjá Búsýslu bls. 5.
ið. Þar á meðal er sator. Sator er
efni sem leysir upp olíu og á síðari
árum hefur mönnum orðið ljóst
að það er mjög varasamt að
hleypa því út í náttúruna í ein-
hverjum mæli.
Skolp og hreinsiefni frá byggð-
inni við Mývatn er leitt í rotþrær,
en það er hald manna að þær
komi að engu gagni eða sáralitlu.
Skolpið hefur svo stutta viðkomu
í þrónum að það nær ekki að
rotna og jafngildir því nánast að
því sé dælt beint út í vatnið. í
hreinsiefnum eru ýmis næringar-
sölt og þegar þau komast útí líf-
ríkið hafa þau áhrif á gróðurfar
þar. Gróðurinn deyr síðan og
rotnar og minnkar þar með súr-
efnismagn í vatninu. Eins er með
skolpið. Þar eru lífræn efni sem
hafa sömu áhrif.
„Öll þessi efni geta haft slæm
áhrif á lífríkið sé um að ræða
ákveðið magn af þeim og auðvit-
að væri æskilegast að losna við
þessi efni á einhvern annan hátt,“
sagði Ólafur Pétursson forstöðu-
maður mengunarvarna Hollustu-
verndar ríkisins í samtali við
blaðið.
Árni Einarsson líffræðingur
sagði í fyrradag að hugsanleg or-
sök þess að mý er að hverfa á
þessu svæði séu byltingarkenndar
breytingar á þörungalífi í vatninu
síðan árið 1978. Þá nánast hurfu
svifþörungar sem voru aðalfæða
mýsins og við það varð hrun í
stofninum. Árið 1983 hafi þessir
svifþörungar síðan komið aftur í
vatnið og þá voru afleiðingarnar
þær sömu, mýið hvarf, en í milli-
tíðinni hafði mýið komist upp á
lag með að lifa á botnþörungum.
Frá árinu 1983 hefur ávallt verið
gífurlegur andarungadauði við
Mývatn vegna mýleysis.
„Það er hugsanlegt að þessi
lífrænu efni sem komast út í vatn-
ið hafi orsakað þessar stórfelldu
breytingar á þörungalífinu og þar
með orðið til þess að hrun hefur
orðið í mýstofninum,“ sagði Þór-
oddur Þóroddsson forstöðumað-
ur rannsóknastöðvarinnar við
Mývatn í samtali við Þjóðviljann í
gær.
gg
Sjá bls. 3.
BHM
Við crum svolítið óhressir með
hvað þessari nefnd miðar
hægt en við vonumst eftir niður-
stöðum í október. Eftir að þessar
niðurstöður liggja fyrir mun
BHM láta reyna á skrifleg loforð
bæði forsætisráðherra og fjár-
málaráðherra um að taka mið af
þeim við gerð næstu kjarasamn-
inga, sagði Stefán Ólafsson for-
maður launamálaráðs BHM í
samtali við Þjóðviljann í gær að-
Höfum loforð láðherra
Samanburðarnefnd á kjörum háskólamanna skilar vœntanlega afsér í
haust. Stefán Ölafsson BHM: Mikil óánœgja meðal okkar fólks.
tið óhressir með spurður um störf nefndar sem á Allt frá því nefndin var skipuð nefndarinnar
spurður um störf nefndar sem á
að gera samanburð á kjörum há-
skólamanna hjá ríkinu og á al-
mennum vinnumarkaði.
Nefndin hefur nú starfað síðan
snemma árs 1984, en að loknum
kjaradómi í vor bættist Bjarni
Bragi Jónsson hagfræðingur í
nefndina svo nú er hún skipuð
þeim Stefáni Ólafssyni, Indriða
Þorlákssyni í launadeild fjár-
málaráðuneytisins og Bjarna.
Allt frá því nefndin var skipuð
hefur markmið BHM verið að
nota niðurstöður hennar í kjara-
samningum og eins og áður segir
hafa Steingrímur Hermannsson
og Albert Guðinundsson lofað að
taka tillit til þeirra við næstu
samninga, sem vænta má í mars á
næsta ári.
„Það er ríkjandi mikil óánægja
hjá okkar fólki og ef ekki verður
tekið ákveðið tillit til niðurstaðna
nefndarinnar má vænta aðgerða
frá okkar hendi í byrjun næsta
árs,“ sagði Stefán.
„Það hefur verið erfitt að koma
nefndinni saman í sumar, en ég á
von á því að hún muni taka til
starfa af krafti á næstunni. Ég get
aftur á móti engu lofað um hve-
nær niðurstaðna er að vænta,“
sagði Bjarni Bragi Jónsson í sam-
tali við blaðið, inntur eftir gangi
mála í nefndinni. gg