Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 7
Ég heyri helst um svona mál hjá strákunum,
sagði Beggi 16 ára.
Nauðsynlegt að krakkar hafi verið á föstu þegar
þau byrja að lifa kynlífi, sagði Ragnheiður 14 ára.
Kynfræðsla í skólum allt of lítil, sagði Hilmar 15
ára.
Það ætti hiklaust að vera kynfræðsla í 7. bekk,
sagði Erla 14 ára.
Kynfræðsla
Heimsókn á kynfræðsludeild
Spjallað við Helgu Daníelsdóttur um starf deildarinnar og kynlíf unglinga
Kynfræðsludeild Hellsu-
verndarstöðvar Reykjavík-
urtóktil starfa 1975. Deildin
tilheyrir mæðradeild og er
opin á mánudögum frá
16.15til 18.00. Markmið
hennar er að koma í veg
fyrirótímabærar þunganir
með fræðslu og getnaðar-
vörnum. Þjónustan er
ókeypis fyrir Reykjavíkur-
búa, en utanbæjarfólk
borgar göngudeildargjald
og ekki þarf að panta tíma.
Símaþjónusta er einnig
veitt.
Til þess að fræðast nánar um
starf kynfræðsludeildarinnar tók
blaðamaður Helgu Daníelsdótt-
ur deildarstjóra mæðradeildar
tali og spurði hana fyrst hverjir
nýttu sér helst þjónustu deildar-
innar og um hvað væri helst
spurt.
„Það eru helst stelpur á aldrin-
um 15-18 ára sem leita hingað
eftir fræðslu um getnaðarvarnir
og til þess að fá pilluna. Hún er að
mati lækna langöruggasta vörnin
gegn þungun, en er yfirleitt ekki
gefin nema að viðkomandi sé í
föstu sambandi. Að minnsta
kosti ráðleggjum við krökkunum
að kaupa frekar smokka og krem
ef þau eru ekki á föstu", sagði
Helga.
Kotna strákar þá minna hing-
að?
„Já, frekar. Þó koma þeir oft
með stelpunum, það er algengt.
Nú, ef stelpa vill til dæmis fá pill-
una þá talar hún fyrst við hjúkr-
unarfræðing og lækni og hann
metur hvort hún er nógu þroskuð
til þess að taka þetta lyf. Það eru
stelpur allt niður í 14 ára aldur
sem geta fengið pilluna, en æski-
legast er að reglulegar blæðingar
hafi staðið yfir í 1-2 ár. í fyrsta
sinn sem komiðer, ergerð venju-
leg kvensjúkdómaskoðun og
blóðþrýstingur er mældur. Ég tek
það fram að það er ágætt fyrir
krakka að tala við foreldra um
þessi mál, en það er engin skylda
að hafa leyfi þeirra til þess að fá
pilluna.“
Hvað með kynsjúkdóma, eru
veittar upplýsingar um þá hér?
„Já, það er gert, en best er að
fara á kynsjúkdómadeild til þess.
En við getum veitt allar almennar
upplýsingar um einkenni og ann-
að slíkt. f dag er Clamydia lang
algengasti kynsjúkdómurinn, en
það lýsir sér mjög svipað og lek-
andi, sviði við þvaglát hjá strák-
um og óþægindi eða bólgur hjá
stelpum. Þessi sjúkdómur getur
legið niðri í allt að fimm ár áður
en hann finnst og ég vil benda
fólki á að um leið og það verður
vart við eitthvað sem er öðruvísi
en venjulega og bendir til ein-
kenna kynsjúkdóma, að koma
strax. Það er algjör óþarfi að vera
feiminn við það.“
Hvenœr heldur þú að krakkar
hafi nægan þroska til þess að lifa
kynlífi?
„Það er mjög misjafnt. Fyrst
og fremst finnst mér að krakkar
þurfi að þekkjast vel og vita hvað
þau vilja. Það er algengt að
krakkar, sem skortir blíðu í dag-
legu lífi byrji full snemma að lifa
kynlífi. Þau eru oft einfaldlega að
leita eftir athygli, blíðu og snert-
ingu við annað fólk. Og það kem-
ur alltof oft fyrir enn að ungar
stelpur biðja um fóstureyðingu."
Hvað gerir stelpa sem heldur að
hún sé ólétt?
„Hún getur farið með þvag-
prufu hingað, á Landspítalann,
heilsugæslustöðvar eða á apótek
frá 5-11 dögum eftir að blæðingar
hafa átt að vera og fengið þannig
að vita hvort urn þungun er að
ræða. Ef hún vill fá fóstureyðingu
þá fer hún á kvennadeild Land-
spítalans og talar þar við félags-
ráðgjafa og lækni. Ef ákveðið er
að framkvæma fóstureyðingu þá
pantar hún tíma og ef hún kemur
í aðgerð að morgni getur hún far-
ið heim að kvöldi. Það er ekki
hægt að gera fóstureyðingu eftir
12. víku meðgöngu.“
Af hverju heldur þú að fóstur-
eyðingar hjá ungum stelpum séu
svona algengar eins og þœr eru?
„Fræðslan er aldrei of rnikil, en
það virðist líka að krakkarnir séu
einfaldlega alltof kærulausir með
getnaðarvarnir. Þau vita flest
hvernig á að útvega sér þær, en
þegar búið er að drekka er fólk
oft mun kærulausara en ella. Og
þau eru oft alls ekki nógu þrosk-
uð andlega og líkamlega til þess
að lifa kynlífi, halda bara að þetta
sé eitthvað sem verður að byrja á
sem fyrst. Það er misskilningur
og til dæmis gefa klámblöð mjög
ranga mynd af kynlífi", sagði
Helga Daníelsdóttir að lokum.
Og til þess að fræðast urn hvað
krökkunum sjálfum fyndist um
þessi mál þá tókum við tvær stelp-
ur og tvo stráka tali niðri í bæ og
spurðum þau álits á kynfræðslu,
fóstureyðingum og fleiru.
Hilmar 15 ára:
„Mér finnst kynfræðsla í
skólum alltof lítil. Maður fræðist
helst um þessi mál af félögunum,
já.og í bókurn."
Hvað finnst þér um getnaðar-
varnir?
„Þær eru auðvitað nauðsyn-
legar en maður tekur stundum
sénsa. Það er best að kaupa
smokka í Núllinu, það er gónt svo
ferlega á mann í apótekunum.
Það á hiklaust að selja þetta í
sjoppum eða sjálfsölum, stelpur
eru svo ferlega feimnar við þetta.
Þeim finnst ábyggilega mál að
láta skoða sig hjá lækni til að fá
pilluna.“
Beggi 16 ára:
„Kynfræðsludeildin á Heilsu-
verndarstöðinni? Nei, ég hef
aldrei heyrt um hana! Heyri helst
um svona hjá strákunum. Ég held
að pillan sé langbesta vörnin, það
stóð í Vikunni, held ég, að hún sé
99%.“
Hvenœr finnst þér að krakkar
geti byrjað að lifa kynlífi?
„Það fer bara eftir þroska
hvers og eins. Maður pælir kann-
ski ekki nógu vel í getnaðarvörn-
um. En ég er alveg fylgjandi fóst-
ureyðingum, ef ég væri til dæmis
með stelpu núna sem yrði ólétt,
þá myndi ég biðja hana um að
láta eyða.“
Ragnheiður 14 ára:
„í Æfingadeildinni er ágæt
kynfræðsla. Ég fékk smá kyn-
fræðslu í 12 ára bekk og svo meiri
fræðslu í 8. bekk. Mér finnst
nauðsynlegt að krakkar hafi ver-
ið á föstu þegar þau byrja að lifa
kynlífi. En það er mjög misjafnt
hvenær krakkar byrja á þessu.“
Hvaða getnaðarvörn telur þú
öruggasta og hvað myndir þú gera
ef þú yrðir ófrísk?
„Smokkurinn og sæðisdrep-
andi krem er besta vörnin. Ég
yrði ekki ófrísk“.
Erla 14 ára:
„Það ætti hiklaust að vera
kynfræðsla í 7. bekk. Ég er að
fara í 8. bekk í Fellaskóla og hef
ekki fengið neina kynfræðslu
ennþá.“
Erla taldi að ílestir krakkar
væru orðnir nógu þroskaðir til að
byrja að lifa kynlífi 16-17 ára. En
helst þurfa þau að hafa verið á
föstu í ár áður en þau byrja að
sofa saman.
„Ég er ekki alveg á móti fóstur-
eyðingum, það fer eftir aðstæð-
um hverju sinni. En byrgja ber
brunninn áður en barnið er dottið
ofan í og því ætti að selja smokka í
sjálfsölum. Þá þora krakkar að
kaupa þá.“
Það er algjör óþarfi að vera feiminn við að koma hingað á kynfræðsludeildina, sagði Helga Daníelsdóttir.
i
H
i
Föstudagur 23. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7