Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 9
HEIMURINN Heilbrigði Stökkbreytingar á sendiráðsmönnum? Bandaríkjamenn kvarta undan heilsuspillandi njósnum í Moskvu. Sovét: einskœr hugarburður Washington/Moskva - Utan- ríkisráðuneytið í Washington sendi kremlverjum á mánudag harðorð mótmæii við óheilnæmum njósnum um bandaríska sendiráðsmenn í Moskvu. Bandaríkjamenn halda því fram að sovéska leyniþjónustan njósni um þá með efninu nítró- phenylpentadien sem dreift sé meðal annars á bfla og festist þannig við hendur diplómatanna og föt þeirra. Efnið segja ráðu- neytismenn að sé stökkbreytir og gæti valdið krabbameini. Vladimir Sjústoff sovéskur sendinefndarmaður hjá SÞ sagði í bandarísku sjónvarpi í gær að tal bandaríkjamanna væri „einskær hugarburður“. Enginn mun hafa veikst enn við Laufásveg Moskvuborgar en þegar eru hafnar rannsóknir á langtímaáhrifum efnisins. Ekki er vitað hvernig moskóvítar þefa efnið uppi, en bandaríkjamenn Priðji heimurinn Suðurbanki Djakarta - Fulltrúar ríkja í „77- hópnum" hafa komið sér sam- an um að stofna banka sem á að kallast Suðurbankinn á fundi í Indónesíu. 77-hópurinn er nafn á lauslegum samtökum þróunarríkja innan Sameinuðu þjóðanna. Stofnfé bankans á að vera jafn- gildi 60 milljarða íslenskra króna. Enn er óljóst hvernig fjár verður aflað til bankans og hver hlut- deild hvers ríkis skal verða, en þetta á að ákveða á öðrum fundi enn háttsettari manna. segja að því sé stráð í ósýnilegu púðurformi og festist við fólk og staði sem sendiráðsmennirnir heimsækja. Haldi menn að hér sé verið að rekja söguefni í 007-mynd: nei, málið er svo alvarlegt að Larry Speakes talsmaður Reagans Bandaríkjaforseta telur ekki ó- líklegt að það komi upp í nóvem- ber samræðum Reagans og Gor- batsjoffs í Genf. Og það ber ör- ugglega á góma í viðræðum utan- ríkisráðherra ríkjanna í næsta mánuði. Annars eiga stórveldasendi- ráðsnjósnir sér allnokkra sögu sem bandarískir hafa hingaðtil verið einir um að segja, - frá sinni hlið: Árið 1960 fannst hljóðnemi í nefinu á eminum í skjaldarmerki Bandaríkjanna inní sendiráði þeirra í Moskvu, og hefur síðan ekki linnt uppákomum í því húsi: 1964 fundust 40 hljóðnemar á víð og dreif um sendiráðið, 1976 vom sovétmenn sakaðir um að láta ör- bylgjur dynja á húsinu til að geta náð fjarskiptum skilaboðum, árið 1978 uppgötvaðist loftnet á þakinu tengt rafeindahnusurum í grannbyggingu sovéskri. Ekki furða þótt sendimenn í Moskvu séu hvekktir, þegar það bætist við að fylgst er vel með öllu samneyti þeirra við heimamenn, sem em lattir viðræðu við útlend- inga, - og flestir vegir lokaðir fyrir sendiráðsmenn útúr höfuð- borginni. Enda mun sá siður stundaður í hinum einangraða hópi vestan- tjaldsmanna við Kremlarmúra að samkvæmi hefjast á því að glösum er lyft útí loftið í átt að meintum hlerunartækjum og mælt fram kveðjan: Skál Boris! Líbanon Sýrlendingar sáttasemjarar Vopnahlé í Beirút Beirút - Samið var um vopna- hlé í Beirút í fyrrinótt og var tiltölulega kyrrt i borginni og nágrenni hennar í gær eftir þriggja daga hamslausa bar- daga. Um vopnahléð var samið af nefnd helstu málsaðila og kom hún saman undir forystu háttsetts foringja í sýrlenska hernum. Eiga sýrlenskir fulltrúar að tilkynna um öll frávik frá vopnahlénu. Karami forsætisráðherra og Berri helsti leiðtogi shíta hafa báðir óskað aukinnar þátttöku sýrlend- inga í Líbanon. Yfir hundrað manns féllu í bar- dögunum í Beirút í vikunni, en þeir hófust eftir að bílasprengjur sprungu á yfirráðasvæðum krist- inna og múslima með miklu manntjóni. Desmond Tutu hlýðir á sjónvarpsræðu Pieter Botha forseta. Suður-Afríka Verkfallinu frestað Genscher hvetur Botha til að ræða við Nelson og Tutu Johannesburg - Samband námumanna í Suður-Afríku hefur frestað verkfalli sem boðað hafði verið í gull- og kol- anámum landsins á sunnu- dag. Námueigendur lögðu í fyrra- dag fram nýtt tilboð og ætla námumenn að svara því á mið- vikudag í næstu viku. Efnisatriði í tilboðinu eru ókunn. Talsmenn stærsta félagsins innan sam- bandsins sagði í gær að ef ekki tækjust samningar skylli verkfall- ið á sunnudaginn 1. september. Ókyrrð er en mikil í svörtum úthverfum helstu borga í landinu, en átök virðast minni. í fyrrinótt dó „aðeins" einn, átta særðust. Kanadamenn hafa hert á efna- hagsþvingunum gegn Suður- Afríku-stjórn og í vikunni til- kynntu ástralíumenn harðar að- gerðir. Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra Vestur-Þýska- lands sagði í gær að Suður-Afríka stæði á þröskuldi byltingar vegna ósveigjanleika stjórnarinnar í Pretoríu, og hvatti ráðamenn til viðræðna við leiðtoga svartra, fyrst og fremst fangann Nelson Mandela og biskupinn Desmond Tutu. Vestur-þýska stjórnin hef- ur lagst gegn efnahagsþvingun- um. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna fordæmdi enn í fyrrakvöld stjórnarstefnuna í Suður-Afríku og lítur alvarlegum augum ný- legar yfirlýsingar Botha forseta, og mun þar átt við sjónvarpsræðu hans í síðustu viku sem valdið hefur vonbrigðum innanlands og utan. Petta líka... ...Samningaviðræður tamilskra skæruliða við stjórnina á Sri Lanka (Ceylon) eru farnar útum þúfur. Ta- mílar berjast gegn meirihluta slnghalesa og vilja sjálfstjórn eða sjálfstæði. Þetta var önnur við- ræðulota aðila, sem fyrir tilstilli indverja settust að græna borðinu í höfuðborg Himalaja-ríkisins Bhutan í júlí. ...54 létust í flugslysi á Manchester-flugvelli í gær þegar eldur braust út t Boeing 737 þotu réttfyrir flugtak. ...Þokkalega rólegt er í Punjab- fylki í Indlandi þráttfyrír morðið á helsta leiðtoga sikka, Longowal sem útför hans var gerð í fyrradag. Gandhi leiðtogi Indlands heidur fast við fyrirtætlun sína um kosn- Ingar í fylklnu mánaðar. síðla september- Sjónvarp Evrópskur J.R.: úrafursti í Sviss Zurich - Tökur eru nú hafnar í Sviss á nýjum framhaldsþætti fyrir sjónvarp og á hann aö að siá við síbyljunum bandarísku, Dallas og Dynasty að minnsta kosti á evrópskum markaði. Efniviðurinn er auðvitað stór- fjölskylda í milljónabraski,- en í evrópsku þáttunum, Sinfóníu, eru söguhetjurnar svissarar og byggja veldi sitt á úrsmíðum. Höfuð Sinfóníu-fjölskyldunnar er tilþrifamikil ekkja sem reynir að stilla saman strengi stríðandi barna, tengdabarna og svo framvegis,- og laga gamla fjöl- J.R. og Sue Ell- en: verður þeim skákað skyldufyrirtækið að nýjum há- tækniaðstæðum. Að þáttagerðinni standa sjón- varpsstöðvar í Sviss, Frakklandi, Belgíu og Vestur-Þýskalandi og hafa lagt undir jafnvirði 160 milljóna íslenskra króna. Sýning- ar eiga að hefjast í Sviss eftir næstu áramót. Einn leikara er Josephine Chaplin, dóttir Charles og yngri systir Geraldínu. Talsmaður framleiðenda segir að Sinfónía sé aðeins fyrsta verk- ið af mörgum sem stöðvarnar hyggjast setja á flot til samkeppni við bandaríska framleiðlsu. ...Vestur-Þjóðverjar eru agndofa yfir gríðariegu njósnamáli: austur- þýskir njósnarar eiga greiðan að- gang að æðstu stöðum, og er talið að forsprakki njósnahringsins sem er fyrir rétti sé flúinn austur- um og hættur störfum sem - yfir- maður vesturþýsku gagnnjósna- stofnunarinnar. ...Lögreglan í Ástralíu hefur sent til Filippseyja lista yfir kunna ástr- alska barnaþuklara. Lögreglan á Fllippseyjum er í herferð gegn kynferðisiðnaði ýmissar tegundar t höfuðborginni og segir ástrali helstu viðskiptavini. ...Borgarstjórnin í Leningrad ætlar að endurreisa þrjú hús sem minnismerki um kapitalisma t Rússíá. Húsin eru villa aðals- manns, venjulegt íbúðarhús og krá þarsem fá má veitingar í stíl þess tíma þegar staðurinn hét St. Pétursborg. Húsin eiga að sýna hvernig stéttirnar lifðu fyrir bylt- Ingu. ...Einn helsti oddviti stjórnarand- stöðunnar í Panama fannst í gær hálfmeðvitundarlaus við landa- mæri Costa Rica. Tveir ókunnung- ir menn réöust að Mauro Zuniga á veitingahúsi í Santiago norðan við höfuðborgina, neyddu hann inní bíl og börðu hann í klessu. ...Biskupinn í Jaen á Spáni sagði í gær að kona sem gekkst undir lög- lega fósturey ðingu í borginni hefði þarmeð bannfært sjálfa sig. Hið sama gildir um lækni konunnar og aðstoðarmenn hans. Fóstur- eyðingarlög voru nýlega sam- þykkt á Spáni í fyrsta sinn og má eyða fóstrum ef líf konunnar er í hættu, búist er við vansköpuðum börnum eða konunni hefur verið nauðgað. Sú sem hér um ræðir var með rauða hunda. Lee lacocca. Ynni Bush Detroit - Skoðanakönnun vestra bendir til að lacocca, stjóri í Crysler-bílaverksmiðj- unum ynni Bush varaforseta í forsetakosningunum. lacocca er í sviðsljósi eítir að hafa hífað Chrysler uppúr gjald- þrotshættu og kornið smiðjunum aftur á legg, en hefur ekki sagst sækjast eftir pólitískum frama. Þótt kannanir sýni lacocca vin- sælli en hvaða repúblikana sem er segja þær að demókratar halli sér fremur að Edward Kennedy sem frambjóðanda flokks síns. REUTER Umsjón: MÖRÐUR ÁRNASON Rainbow Warrior Reyndist úr hernum Wellington - Nýsjáienska ]ög- reglan tiikynnti í gær að annar tveggja ákærðra fyrir tilræðið við Rainbow Warrior væri liðs- foringi í franska hernum. Franska lögreglan hefur til- kynnt hinni nýsjálensku að kon- an sem er í haldi vegna málsins ásamt „eiginmanni" sínum heiti ekki Sophie Turenge einsog fals- að vegabréf gaf til kynna, heldur Dominique Prieur, og sé liðsfor- ingi í franska hemum en ekki fé- lagsfræðiprófessor einsog hún hafði haldið fram. Staðfestast þarmeð fréttir franskra blaða. Um raunnafn og stöðu karlsins er enn ekki vitað. Forsætisráðherra Nýja- Sjálands, David Lange, sagði í gær að þetta táknaði ekki endi- lega að franska leyniþjónustan væri viðriðin málið, en gaf í skyn að öll vötn féllu til þess fjarðar. Opinberri franskri skýrslu hér- um er vænst á hverri stundu. Föstudagur 23. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.