Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 14
UM HELGINA FERÐAVASABOK FJÖLVÍS 1985 Viö höfum meira en 30 ára reynslu i utgafu vasaboka, og su reynsla kemur viöskiptavinum okkar aö sjalfsögöu til góöa. Og okkur hefur tekist einkar vel meö nýju Feröavasabokina okkar og erum stoltir af henni. Þar er aö fmna ótrúlega fjölbreyttar upplysingar, sem koma feröafólki aö ómetanlegu gagni jafnt heima sem erlendis. Meöal efnis t.d.: 40 íslandskort - Kort af öllum hringveginum - Heimshluta- kort - Sendiráö og ræöismannaskrif- stofur um allan heim - Feröadagbók - Feröabókhald - Öryggiskort - Gjald- eyristöflur - Kaupstaöakort - Evropu- vegirnir - Neyöar- og viögeröaþjón- usta - Vegalengdatoflur - Bandariska hraöbrautakerfiö - o.m.fl. sem of langt er upp að telja. ÓMiSSANDI í FERÐALAGIÐ! L. Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað - með beltið spennt. aUMFERÐAR RÁÐ Blikkiðjan Iðnbuö 3, Garðabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmidi. Gerum föst verðtilboö SIMI 46711 Djúpið 23 hundar elta rautt haf Það er ekki tilviljun að hunda- dögum Ijúki 23. ágúst, sama dag og Þór Eldon sendirfrá sér sína þriðju bók: „23 hund- ar“. (Þórer23 ára)!!! í bókinni eru 11 ljóð og 5 myndir eftir Margréti Örnólfs- dóttur. (Hún er 17 ára)!!! Þetta mun allt verða opinberað í Djúp- inu undir Horninu föstudags- kvöldið 23ja því þá ætlar Þór Eldon að lesa úr bók sinni og á- rita hana. „23 hundar" er ánægju- legt framtak ungs manns á ári hundsins. Það er Medúsu, sem hefur um 6 ára skeið útgefið um það bil 20 bækur (allar fallega prentaðar á góðan pappír) við góðar undirtektir, sönn ánægja að kynna þessa góðu bók. Steingrímur St. Th. Sigurðsson með „Blóm" og „Hverfið". Hveragerði Afmœlissýning tileinkuð Suðurnesjum Þriðjudaginn 20. ágúst opnaði Steingrímur St. Th. Sigurðs- son 58. málverkasýningu sína í Eden í Hveragerði. Sýningin ber yfirskriftina Afmælissýn- ing og ertileinkuð Suðurnesj- um. Steingrímur sýnir stemmnings- og sjávarmyndir, 32 talsins frá ýmsum stöðum á Suðurnesjum, svo sem Merkinesi, Junkara- gerði, Kalmanstjörn, Básendum, Njarðvíkum, Höfnum, Vatns- leysuströnd, Garðsskaga og Vog- um. Myndirnar eru allar málaðar í vor og sumar. Steingrímur hélt sína fyrstu sýningu í Bogasalnum í desember 1966 og var fyrstur til að sýna í Eden á því herrans ári 1974. Nýlistasafnið Samsýning Hjalteyringa Nokkrir Hjalteyringar opna samsýningu í Nýlistasafninu föstudaginn 23. ágúst 1985 klukkan 20. Þessir„nokkrir“ eru fimm og heita: Eric Ro- hner, Rúna Þorkelsdóttir, Jan Voss, Kees Visserog Hettie van Egten. Þau standaað sýningunni, en hafa boðið með sér gesti sem er þýskur myndlistarmaður, Stephan Runge. Þessir „Hjalteyringar" eru reyndar af ýmsu þjóðerni. Þarna eru t.d. Svissari, Þjóðverji; tveir Hollendingar; og einn íslending- ur úr Kópavoginum. Öll dvöldust þau á Hjalteyri við Eyjafjörð sl. sumar, þar sem þau unnu að undirbúningi sýningarinnar, sem samanstendur af skúlptúrum, ljósmyndum, málverkum, teikn- ingum. o.s.frv. Sýningin í Nýlistasafninu er opin frá 16-20 daglega og stendur til sunnudagsins 1. september nk. Nýlistasafnið er að sjálfsögðu á Vatnsstíg 3B í Reykjavík. Norrœna húsið Saga jökla- rannsókna Sunnudaginn 25. ágúst kl. 14.00 verður opnuð í anddyri Norræna hússins sýning á kortum, bókum, myndum og ýmsu, sem tengist rannsókn- um ájöklum á íslandi. Sýning þessi er sett upp á veg- um Norræna hússins í tilefni af alþjóðlegri jöklaráðstefnu, sem haldin verður í Háskóla íslands dagana 26.-29. ágúst næstkom- andi. Á sýningunni getur að líta gömul og ný kort, þar sem sjá má útbreiðslu jökla, hvernig þeir hafa ýmist vaxið eða hopað í tím- ans rás. Meðal mynda á sýningunni eru loftmyndir frá Landmælingum ís- lands og sjást á þeim breytingar, sem orðið hafa á jökulsporðum síðan byrjað var að fylgjast með þeim úr lofti. Elsta myndin er frá árinu 1945 og sést þar sporður Breiðamerkurjökuls og Jökulsár- lónið, sem þá var nýlega komið undan jöklinum og rétt grillir í það. Ennfremur verða til sýnis bækur og tímarit, þar sem fjallað er um jöklarannsóknir og annað þeim tengt. Veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar hefur Helgi Björnsson jöklafræðingur haft, og 3. september heldur hann fyrirlestur með litskyggnum um jöklarannsóknir. Sýningin stendur til 4. sept- ember og er opin daglega á venjulegum opnunartíma Nor- ræna hússins. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Hundar Sýning og fyrirlestur Hundaræktarfélag íslands heldur seinni hluta sinnar ár- legu hundasýningar24. ág- úst. Fyrri hluti sýningarinnar hefur farið fram við félagsmiðstöð gagnfræðaskólans í Garðabæ og tókst með miklum ágætum. Seinni hluti sýningarinnar verður haldinn þ. 24. ágúst á sama stað og hefst kl. 13. Þá verða dæmdir íslenski fjár- hundurinn og Poodle hundar. Dómari þann dag verður Diane T. Anderson frá Noregi. Sunnudaginn 25. ágúst kl. 20 flytur Diane T. Anderson fyrir- lestur og heldur sýnikennslu í fé- lagsmiðstöð um hvernig best sé að undirbúa hund fyrir sýningu, en þar kemur margt til greina, allt eftir hundategundum; einnig hvernig sýna á hund á dómhring. Þetta er fyrsti fyrirlestur sinnar tegundar á íslandi og einstakt tækifæri fyrir áhugafólk. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.