Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 2
___________________FRÉTTIR____ Ríkisstjórnin Auka olnbogarýmið Þrímenningarnir á vegum ríkisstjórnarinnar leggja til margvíslegar ráðstafanir fyrir atvinnulífið: Skattafríðindi, rýmri löggjöf verðlœkkun á rafmagni, breytingar í peningamálum. Heimildir fyrirtækja til að taka erlend lán verði rýmkaðar, skattafríðindi vegna hlutabréfa- kaupa verði rýmkuð, virðisauka- skattur verði lögfestur fyrir árs- lok, og fjárfestingahömlur út- iendinga hérlendis og íslendinga erlendis verði rýmkaðar veru- lega. Þetta eru nokkrar af þeim til- lögum sem starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði af sér fyrr í sumar varðandi aðgerðir til að hvetja til nýsköpunar í at- vinnulífinu. I starfshópnum áttu sæti þeir Ólafur Davíðsson, Ingj- aldur Hannibalsson og Þorsteinn Ólafsson. í álitsgerð sinni til forsætisráð- herra segja þremenningarnir að þeir telji brýnt að undirbúningur hefjist þegar á vegum viðkom- andi ráðuneyta að svo miklu leyti sem hann er ekki hafinn til að koma tillögunum í framkvæmd. Gera þurfi veigamiklar breytingar á peninga-, lána-, gjaldeyris- og skattamálum. Efla þurfi bankakerfið, koma á verð- bréfamarkaði, rýmka um öll gjaldeyrisviðskipti, auka skatt- fríðindi vegna hlutabréfakaupa og lögfesta virðisaukaskatt. I kafla skýrslunnar um sérstak- ar aðgerðir til nýsköpunar er m.a. lagt til að ríkið borgi helm- ing launa nýrra starfsmanna í rannsóknar- og þróunarstarfsemi í fyrirtækjum í tiltekinn ára- fjölda. Felld verði niður ýmis gjöld af tækjum og búnaði fram- leiðslu, ríkisábyrgðum verði beitt í ríkari mæli og að fjárfestingar- hömlur í löggjöf verði rýmkaðar verulega, hvort heldur er um að ræða fjárfestingu íslendinga er- lendis eða erlendra aðila hér- lendis. Þó verði gerðir sérstakir fyrirvarar varðandi fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi og fiskeldi. Einnig verði heimilt að undanþiggja fyrirtæki í nýjum greinum tekjuskatti, launaskatti og aðstöðugjaldi um ákveðinn tíma. Söluskattur og verðjöfn- unargjald á raforku til fram- , leiðslufyrirtækja verði fellt niður og mótuð verði stefna um verð- lagningu á raforku sem hvetji til uppbyggingar nýrra fyrirtækja.-lg Húsamerkingar Að merkja eða merkja ekki... Húsin Reynisnes og Reynistað- ur við Skildinganes í Skerjaflrði bera húsnúmerin 13 og 15. Þessar upplýsingar fengust hjá Mælingadeild borgarinnar. í Þjóðviljanum í gær var sagt frá því að gatnamálastjóri hefði látið setja upp skilti með nöfnum þess- ara húsa. Gatnamálastjóri, Ingi Ú. Magnússon sagði að þetta hefði verið gert að ósk íbúanna, m.a. vegna þess að þessi hús hefðu ekkert götunúmer. Það er ekki rétt hjá honum. Þessi hús Hvar er götunúmerið? Mynd. E.ÓI. bera, eins og áður sagði, númerin hér í borg með götunúmerum, þó ekki orðið svo með Reynisnes og 13 og 15 við Skildinganes. Eins og svo þau beri ákveðin nöfn. Af Reynistað í Skerjafirði. kunnugt er skal merkja öll hús einhverjum ástæðum hefur það -IH Ég hef aldrei ratað neitt í Skerjafirðinum. AB - Vestfirðir Kjördæmis- ráðstefna Kjördæmisráðstcfna Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum verður haldin nú um helgina á Reykhólum í Austur-Barða- strandasýslu. Ráðstefnan verður sett kl. 10.00 árdegis á laugardag, 24. ágúst en verður slitið á sunnu- daginn kl. 17.30. Auk hefðbundinna dagskrár- atriða kjördæmisráðstefnunnar mun verða fjallað um útgáfu Vestfirðings, fjallað verður sér- staklega um atvinnu- og byggða- mál. Framsögu hafa þeir Kjartan Ólafsson og Ragnar Arnalds. Þá mun Kristinn Á. Gunnarsson for- maður kjördæmisráðsins hafa framsögu um stefnuumræðuna. Á sunnudeginum hefst dag- skráin með nefndastörfum, um- ræðum og afgreiðslu mála frá nefndum. Þá verður kjör stjórnar kjördæmisráðs og uppstiílinga- nefndar, tilnefning til miðstjórn- arkjörs. Einsog áður sagði er gert ráð fyrir þingslitum kl. 17.30. Hvanneyrarfundurinn Fyrirlitning og tillitsleysi Fjölmargir bændur eru óá- nægðir með afgreiðslu Alþingis á lögunum um Framleiðsluráð sem, - meira af kappi en forsjá, - Mannréttindabrot Fangar mánaðarins-ágúst 1985 Mannréttindasamtök Amnesty International sendu frá sér frétt þar sem þeir vekja athygli manna á samviskuföngum júní- mánaðar og hvetja fólk til að sýna andstöðu sína við mannréttindabrotum í verki og skrifa bréf til hjálpar þessum föngum. Samviskufangar júnímánaðar Kenya. Maina wa Kinyatti 41 árs háskólakennari. Hann var handtekinn 1982 og ákærður fyrir að hafa undir höndum upp- reisnarskjöl. Gögn þessi fundust ekki heima hjá honum. Hann var dæmdur f 6 ára fangelsi. Maina wa Kinyatti var þekktur fyrir marxískar skoðanir sínar og and- stöðu við stjórnina. Hann var handtekinn þegar stjórn landsins breytti stjórnarskrá landsins þannig að aðeins einn stjórnmálaflokkur var leyfður. Taiwan. Pai Ya-tsan, lögfræð- ingur, var handtekinn 1975. Hann var þá í framboði til þings. í framboðsræðu gagnrýndi hann utanríkisstefnu stjórnarinnar og spillingu innan ríkisins. Pai Ya- tsan var dæmdur í lífstíðarfang- Markaðsmál Torhyggnir gagnvart ódýru kjöti Vaxandi ótti við kemisk efni, lyfjagjöf og verksmiðjubúskap £ inn þeirra manna, sem þeir Sigurgeir Þorgeirsson og Gunnar Páll Ingólfsson ræddu við er þeir voru að athuga mögu- leika á sölu íslensks dilkakjöts 1 Bandarikjunum, var Fred D’Agostino. Hann er einn af eigendum og aðalforstjórum D’Agostino matvöruverslananna. Hann rekur 20 verslanir í „fínni“ hverfum New-York borgar og hefur á sér það orð, að bjóða að- eins hágæðavörur. D’Agostino taldi að við ættum skilyrðislaust að verðleggja kjöt- ið hátt og forðast samanburð og samkeppni við Nýja-Sjáland. „Þið eruð með vöruna, sem ég get selt og mínir viðskiptavinir spyrja sjaldan um verð“. Hann kvaðst reiðubúinn að taka kjötið, skipuleggja með okkur ódýrasta máta á auglýsingum, sem beint yrði að hans viðskiptavinum, og ítrekaði æ ofan í æ, að verðið mætti ekki vera of lágt. „Mínir viðskiptavinir eru tortryggnir gagnvart ódýru kjöti“, sagði hann. Hann sagði einnig, eins og margir fleiri, að sívaxandi ótti fólks við „kemisk“ efni, lyfjagjöf og andúð á verksmiðjubúskap, skapaði aukna ásókn í allt, sem teldist náttúrlegt og á því sviði dytti sér engin kjötvara í hug, sem stæði betur að vígi en ís- lenska lambið. Sjálfur hefði hann borðað íslenskt lambakjöt og bragðið væri frábært. D’Agustino lagði áherslu á að ná sambandi við „foodeditors" virtra blaða og tímarita og vinna hylli þeira á lambakjötinu. Kvaðst hann geta orðið þar að liði. -mhg elsi fyrir að „reyna að koma á uppreisnaranda" með skoðunum sínum. Austur-Þýskaland. Hjónin Al- fred (43 ára) og Helga (37 ára) Kulhanek, starfsmenn í ávaxta- ræktarfýrirtæki. Þau sóttu um leyfi til þess að fá að yfirgefa landið en án árangurs. í október 1984 tók dóttir þeirra, sem búsett er í V-Berlín þátt í mótmælastöðu við landamærin vegna þess að 35 ár voru síðan A-Þýskaland var stofnað. Þetta gerði hún til að undirstrika kröfu foreldra sinna. Þau voru handtekin nokkrum klst. síðar og dæmd fyrir að „hafa tekið þátt í ólögmætum sam- skiptum" þó þau hafi að sögn ekki vitað um fyrirætlanir dóttur sinnar. Alfreð var dæmdur í 18 mánaða fangelsi en Helga í 2 ár og 2 mánuði. í frétt frá Amnesty segir að þeir sem vilji leggja þessum föngum lið séu beðnir um að hafa sam- band við skrifstofu fslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Rvík. Síminn er 16940. Skrifstofan er opin frá 16-18 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar og veitt er aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. SA voru knúin gegnum þingið á sið- ustu dögum þess í vor. Nýafstaðinn stofnfundur Landssamtaka sauðfjárbænda lýsti því einróma yfir, að hann „fordæmdi þá fyrirlitningu og til- litsleysi, sem Alþingi íslendinga sýndi bændastéttinni, er lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum voru knúin í gegnum Alþingi í andstöðu við samtök bænda”. -mhg Sigurgeir sinni markaðs- málum Hvanneyrarfundur sauðfjár- bænda taldi að betur þyrfti að vinna að markaðsmálum, hér- lendis og erlendis, en gert hefði verið til þessa. Því beindi fundurinn „þeim eindregnu tilmælum til Búnað- arfélags íslands, að það feli sauðfjárræktarráðunaut sínum, Sigurgeiri Þorgeirssyni, að starfa að markaðsleit fyrir sauðfjáraf- urðir, heima og erlendis, á næstu mánuðum. Eins og málum sauðfjárbænda er komið í dag, þá er það lífsnauðsyn stéttarinnar að tryggja markaði. Fundurinn telur að héraðsráðunautar eigi að geta unnið að því kynbótastarfi, tíma- bundið, sem áformað var að Sig- urgeir ynni“. -mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.