Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Föstudagur 23. ögúst 1985 192. tölublað 50. örgangur DJÓÐVIUINN Hastarieg afleiðing kvótans Valtýr Sigurbjörnsson bœjarstjóri: Blasir við töluvert mikið atvinnuleysi til áramóta. Nœr200, mest konurþegar búnar að missa atvinnuna. Vilja látaflýta síldveiðum til að tryggja vinnu í haust. Bæjaryfirvöld á Ólafsflrði ætla að reyna að þrýsta á sjávarút- vegsráðherra um aukinn kvóta handa heimatogurunum en þeir eru að klára kvótann og öll vinna í frystihúsunum að leggjast niður. Hátt á annað hundrað manns, að- aUega konur, eru komin á atvinnuleysisskrá. í fyrrakvöld funduðu bæjar- stjórnarmenn með þingmönnum kjördæmisins og kynntu þeim stöðu atvinnumála. A fundinum var m.a. rætt um að athuga þann möguleika hvort hægt væri að flýta síldveiðum í haust og tryggja þannig sfldarsöltun í bænum. „Það er auðvitað ekki hægt að búa við þetta ástand og að sjálf- sögðu hlýtur að þurfa að leita eftir því að kaupa fleiri báta og skip hingað,” sagði Valtýr Sigur- björnsson bæjarstjóri á Olafsfirði í samtali við Þjóðviljann í gær. Þrír togarar eru gerðir út frá Ólafsfirði. Frystitogarinn Sigur- björg á smávegis kvóta eftir, Sól- berg fékk nýlega keyptan við- bótarkvóta af Siglfirðingum og Ólafur Bekkur aflar nú fyrir Hvaleyri hf. í Hafnarfirði. „Ég býst við að kvótakerfið hafi komið hastarlegar við at- vinnulíf héma en víðast annars staðar vegna þess hve lífsafkoma Ólafsfirðinga hefur fyrst og fremst byggst á þorskveiðum. Samdrátturinn var einmitt mest- ur í þorskveiðinni í kvótakerfinu og þess vegna er meira skarð fyrir Vari Baldur situr á laununum Dagsbrún höfðar mál gegn Vara „Það sem gerist næst I þessu máli er að við munum höfða mál á Vara vegna þessara þriggja starfsmanna. Eg á von á að þau mál verði þingfest í september,” sagði Atli Gíslason lögmaður Dagsbrúnar þegar Þjóðviljinn spurði hann um framgang Vara- málsins sem nokkuð hefur verið skýrt frá á síðum blaðsins að und- anförnu. Baldur Ágústsson, eigandi ör- yggisþjónustunnar Vara, hefur enn ekki greitt þeim Ragnari Guðlaugssyni, Axel Hilmarssyni og Karli Karlssyni laun þeirra fyrir júlímánuð en þau átti að greiða 10. þessa mánaðar. Enn fremur hefur hann neitað að leyfa þeim að vinna út Iöglegan upp- sagnarfrest og mun ekki ætla að borga þeim hann að heldur. Dagsbrún mun því höfða þrjú mál á hendur Baldri, og krefjast þess fyrir hönd hvers og eins þeirra að þeim verði greiddur uppsagnarfrestur eins og lög gera ráð fyrir svo og laun sem þeir fé- lagar hafa þegar unnið fyrir. -gg skildi hér en þar sem fjölbreytnin ástandið verði svipað í mörgum erum með þeim fyrstu að klára mikið atvinnuleysi til áramóta. hetur venð mein. Eg býst við að sjávarplássum innan tíðar. Við kvótann og hér blasir við töluvert sagði Valtýr. 4 Undirbúnlngur heimilissýningarinnar í Laugardalshöll, sem hefst á fimmtudag ínæstu vikuerífullumgangi. Myndintekinafsmiðumviðvinnusina ( gær. Ljósm. e. ói. Heimilissýning 1985 Sýning, markaður, skemmtan Heimilissýning Kaupstefnunn- ar 1985 verður opnuð í Laugardalshöll I Reykjavík flmmtudaginn 29. ágúst og stend- ur hún til sunnudagsins 8. sept- ember, sagði Halldór Guðmunds- son talsmaður Kaupstefnunnar þá hann kom til viðtals við Þjóð- viljann í gær. „Um er að ræða 8. heimilissýn- ingu Kaupstefnunnar frá því fyr- irtækið hóf starfsemi 1970, að auki höfum við staðið fyrir þrem- ur stórum alþjóðlegum vörusýn- ingum. Ákvörðun var tekin um það 1973 að efnt skyldi til slíkra heimilissýninga árlega, undir- búningur er þegar hafinn að Heimilissýningu 1986. Þátttakendur í Heimilissýn- ingu 1985 verða á annað hundr- að; til sýnis verður því allt sem nöfnum tjáir að nefna varðandi heimilishald og þjónustu við heimilin. Samsýning verður á vegum 20 franskra fyrirtækja auk þess sem verslunarfulltrúi franska sendiráðsins hefur haft milligöngu um komu fransks tískusýningarflokks sem koma mun fram. Er ekki að efa að margir munu hafa áhuga á því að sjá með eigin augum tískusýning- ar slíks flokks. Viss franskur blær verður yfir heimilissýningunni. Ríkisútvarpið mun eiga stóran þátt í sýningunni, bæði sjónvarp og útvarp. Gefst sýningargestum kostur á að sjá gerð dagskrárefnis og jafnvel beinar útsendingar sjónvarps. Tylft íslenskra og er- lendra aðila setja upp íbúð í Laugardalshöll með innan- stokksmunum. Þá má ekki gleyma sérstöku kvikmyndahúsi sem starfrækt verður í sambandi við heimilissýninguna, verða þar sýndar mjög svo hrífandi kvik- myndir, áhorfendur munu t.d. hafa það sterklega á tilfinning- unni að þeir séu um borð í flugvél sem hrapar í gljúfur eða er um það bil að rekast á fjall. Einkunnarorð heimilissýning- arinnar 1985 verða: Sýning, markaður, skemmtan. Hingað til hafa sýningargestir heimilissýn- inga verið 60-80.000,“ sagði Hall- dór að lokum. -já. 15% hækkun dagvistunargjalda Nú kostar 4150 kr að hafa barn á dagvistarheimili. Gjöld íKópavogi hœkkuðu um 9% fyrir mánuði. 100 dagvistarpláss íReykjavík eru laus en börn ekki tekin inn vegna skorts áfóstrum Gjöld á dagvistarheimili í Reykjavík hækka um 15% frá og með 1. september. Fulltrúar Alþýðubandalagsins greiddu at- kvæði gegn þessari hækkun í borgarráði og félagsmálaráði. Eftir 1. sept. þurfa svokallaðir forgangshópar þ.e. einstæðir for- eldrar og námsmenn að greiða 2750 kr. á mánuði fyrir börn sín á dagheimilum Reykjavíkurborg- ar. Fyrir hækkun kostaði þetta 2400 kr. Gift fólk greiddi fyrir börn sín kr. 3600 á mánuði fyrir hækkun en þarf nú að borga 4150. Pláss á leikskóla kostar nú 1750 á mánuði, fyrir fjögurra tíma gæslu á dag en kostaði áður 1500. 5 tímar á dag kosta 2150 kr. á mán. en kostuðu 1875. 6 tímar á dag kosta nú 2550 í stað 2250 áður. 1. ágúst hækkuðu dagvistar- gjöld í Kópavogi um 9%. Bragi Guðbrandsson félagsmálastjóri í Kópavogi sagði í samtali við Þjóðviljann að forgangshóps- gjald væri 2600 á mánuði en aðrir greiddu 4300 fyrir barn á dag- heimili. Fjögurra tíma gæsla á Leikskóla kostar 1740 kr. á mán- uði en fimm tíma gæsla kostar 2200. Bragi sagði að forgangshópur- inn væri nær eingöngu einstæðir foreldrar. Þó geta námsmenn sótt um að fá að greiða forgangshóps- gjald en það fer eftir efnahag þeirra. Biðtími eftir plássi á dagheimili í Kópavogi er nú um 1-lVS ár. f Reykjavík bíða nú um 1200 börn eftir plássi á leikskóla en 465 bíða eftir plássi á dagheimili. Hjá skrifstofu Dagvistarheimila Reykjavíkurborgar var blaðinu tjáð að um 100 pláss hafa verið laus undanfarið en ekki hefur verið ráðstafað í þau vegna skorts á fóstrum. SA Ólafsfjörður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.