Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 12
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Kjördæmisráðstefna 24. og 25. ágúst Dagskrá: Laugardagur 24. ágúst Kl. 10.00 1. Þingsetning 2. Skýrsla stjórnar og reikningar 3. Skýrsla um útgáfu Vestfirðings 4. Atvinnu- og byggðamál. Framsögumenn: Kjartan Ólafsson og Ragnar Arnalds. Umræður. 5. Stefnuumræðan. Framsögumaður: Kristinn Á. Gunnarsson. Sunnudagur 25. ágúst Kl. 9.00 6. Nefndastörf 7. Almennar umræður/Nefndastörf 8. Afgreiðsla mála frá nefndum 9. Kjör stjórnar kjördæmisráðs og uppstillingarnefndar. Til- nefning fulltrúa til miðstjórnarkjörs Kl. 17.30- Þingslit AB Norðurlandi eystra Alþýðubandalagsfólk á Akureyri! Vinna er að hefjast við endurbætur og viðhald á Lárusarhúsi. Þeir sem vilja hjálpa til hafi samband við Ingibjörgu í síma 25363 eða Hilmi í síma 22264. Munið! Margar hendur vinna létt verk. - Hússtjórn AB Héraðsmanna Hringborðsumræður verða með alþingismönnunum Helga Seljan og Hjörleifi Guttorms- syni í Valaskjálf (Bláa sal) föstudagskvöldið 23. ágúst kl. 21.00. Allt stuðningsfólk velkomið. - Stjórnin. AB Seyðisfirði Fundur með þingmönnum Fundur verður með alþingismönnunum Helga Seljan og Hjörleifi Guttormssyni í Herðubreið í kvöld fimmtudaginn 22. ágúst kl. 20.30. Allt stuðningsfólk velkomið. - Stjórnin. Sunnlendingar athugið! Síðsumarferð ABS Athugið breytta tímasetningu Síðsumarferðar Alþýðubanda- lagsins á Suðurlandi til Víkur í Mýrdal. Farið verður helgina 31. ágúst til 1. september. Fararstjóri verður Ingi S. Ingason og honum til aðstoðar verður Margrét Gunnarsdóttir á Laugarvatni. Lagt verður af stað laugardaginn 31. ágúst frá Messanum Þorlákshöfn kl. 8.30, Olís Hveragerði kl. 9.00 og frá Kirkjuvegi 7 Selfossi kl. 9.30. Þeir sem vilja slást í hópinn á austurleið verða teknir í hópinn eftir samkomulagi. Byggðasafnið á Skógum verður skoðað, ekið að Sólheimajökli og Dyrhólaey skoðuð. Farið að Görðum í Reynishverfi og upp í Hlíðardal og að lokum til Víkur í Mýrdal. Kl. 21.00 um kvöldið hefst vaka í Leikskálum í umsjá heimamanna og gist í svefnpokapláss- um um nóttina. - Reiknað er með að hver komi með sitt nesti. Sunnudaginn 1. september verður ekið af stað kl. 10.00 austur um og gengið á Hjörleifshöfða. Eftir hádegi verður Víkin og um- hverfi hennar skoðuð. Væntanlega komið á Selfoss um kl. 18.00. Félagar og stuðningsfólk! Takið með ykkur fjölskylduna og kunningjana. Skráið ykkur hjá Ármanni Ægi í síma 4260, Önnu Kristínu í síma 2198 eða hjá félagsmönnum eigi síðar en 27. ágúst. - Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN ÆFR Stjórnarfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 25. ágúst kl 17.00. Rabbað um starf vetrarins og starfsreglur stjórnar ÆFR. Einnig fjallað um haustfund ÆF. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa. Formaður Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Skrifstofan er lokuð í dag, fimmtudaginn 22. ág- úst, vegna flutnings. Opnar á mánudag í Skipholti 50 A. SKÚMUR ÁSTARBIRNIR GARPURINN FOLDA í BLÍÐU OG STRÍÐU KROSSGÁTA Nr. 20. Lárétt: 1 vaða 4 verur 6 gagn 7 vatnsfall 9 spildu 12 kirtill 14 stilla 15 huggun 16 matur 19 sundfæri 20 hugleysi 21 gramri Lóðrétt: 2 þannig 3 svari 4 spil 5 öðlist 7 áður 8 skriðdýr 10 strit 11 flón 13 viljugur 17 málmur 18 hreinn Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 brag 4 stal 8 fantana 9 eklu 11 ólag 12 kvikar 14 ra 15 urin 17 hræri 19 ævi 21 átt 22 níði 24 lati 25 satt Lóðrétt: 1 blek 2 afli 3 gaukur 4 stóri 5 tal 6 anar 7 lagaði 10 kvarta 13 arin 16 næða 18 ætt 20 vit 23 ís. 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.