Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Umbrotin innan BJ Segja má aö í umbrotum þeim sem nú standa yfir í Bandalagi jafnaðarmanna megi sjá ýmis tákn um gerjun sem nær út fyrir raðir BJ og jafnvel til grundvallaratriða í pólitík. Forysta Bandalags jafnaðarmanna hefur lent í vandræðalegustu röksemdafærslu sem lengi hefursést í íslenskum stjórnmálum. Bandalagið lagði á sínum tíma einkar klókindalega og skynsamlega upp í auglýsingaherferð þarsem sagt var í síbylju á þessa leið: látið ekki stjórnmáiamönnunum einum eftir að ræða pólitíkina. Þetta fannst öllum lýðræðissinnum einkar vel til fundið slagorð og meiraðsegja þrungið merk- ingu. Raunveruleg valddreifing og lýðræði gengur útá það, að sem allra flestir taki þátt í mótun stefnu og pólitískum ákvörðunum. Segja má að það sé góður mælikvarði á gæði stjórnmálasamtaka hversu margir eigi þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku á hans vegum. Á hinn bóginn lýsir það einnig getuleysi stjórnmálaflokka ef fáir einstaklingar taka mikil- vægar ákvarðanir fyrir hans hönd. Miðstýrðar ákvarðanir. En lítum nú á hvernig forystu Bandalags jafn- aðarmanna hefur tekist að fara eftir hinu ágæta slagorði sínu. Formaður Landsnefndar BJ sagði í útvarpsviðtali fyrir skömmu: „Við höfnum fulltrúalýðræði og það hafa engir menn innan bandalagsins neitt umboð til að bera fram skoðanir - nema þingmenn.” Þing- mannadýrkun af þessum toga er priikið fágæti á seinni tímum, enda kemur í Ijós að fyrir forystu BJ er ekki sama hvaða þingmenn eigi í hlut. Þannig segir Valgerður Bjarnadóttir varafor- maður Landsnefndarinnar í viðtali við Morgun- blaðið að sér finnist „það út af fyrir sig mjög alvarlegt mál að tveir þingmenn á Alþingi íslendinga skuli vera tilbúnir að undir- gangast það að hlýða því sem einhver átta manns segja.” Tilefnið er það, að nokkur hópur fólks sem frá upphafi hafa staðið í fararbroddi BJ, þar á með- al tveir þingmenn flokksins, hafa stofnað félag um vöxt og viðgang jafnaðarstefnunnar. For- ysta BJ er hins vegar öll fyrir stjórnkerfisbreyt- ingar og vill notfæra sér tómarúm til hægri við Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt því sem sagði í leiðara DV á dögunum, þarsem frjálshyggju- arminum svokallaða var hampað mjög. Þannig hefur forysta BJ á síðustu dögum afhjúpað tvennt, a) Að það er ekkert að marka yfirlýsta stefnu BJ-forystunnar um að láta eigi öðrum en stjórnmálamönnum eftir að fjalla um stjórnmálin í alvöru, - að draga eigi úr miðstýringu og þar- með auka lýðræði, b) Það er að minnsta kosti á mörkunum að félagafrelsi sé viðurkennt. Það er auðvitað sorglegt að félögum í BJ sé ekki látið eftir að ræða pólitíkina og móta stefn- una, - enda hafa jafnaðarmenn í Bandalaginu séð það ráð vænna, að mynda félagsskap um klassísk markmið jafnaðarstefnunnar, heldur en að elta ólar við apparat, þarsem þingmenn- irnir einir skipta máli í pólitík, einsog formaður Landsnefndarinnar komst að orði í útvarpinu. Eftir stendur að fulltrúalýðræði er betra en einræði og pólitískt verkefni allra þeirra sem unna lýðræðinu er að styrkja hvern þann vísi að auknu lýðræði sem skýtur rótum. Áhrif almenn- ings á stjórnmál eru hvergi nærri nógu mikil og fulltrúalýðræði í sjálfu sér tryggir ekki lýðræði. Hins vegar hljóta menn að átta sig á því, að ef annars konar form á lýðræði á að leysa fulltrúa- lýðræði af hólmi, þá verður það að fela í sér meiri áhrif fleiri manna. Hins vegar þýðir mið- stýrt einræði þingmanna að sjálfsögðu ekki annað en verið sé að bægja frá áhrifum fleiri manna. Almennt er niðurstaðan af umbrotunum innan BJ sú, að ungum stjórnmálasamtökum hefur orðið ótrúlega lítið úr sæmilegu veganesti í mörgum greinum. Það er langur vegur frá orð- um til athafna. Leiðarahöfundur DV lét í það skína á dögun- um, að tómarúm væri fyrir frjálshyggjuflokk til hægri við Sjálfstæðisflokkinn til að veita honum aðhald. Hvort hægri arminum í BJ auðnast að halda eftir þannig skipulagsbroti lifandi eða gangi beint í Sjálfstæðisflokkinn skal ósagt látið. Á hinn bóginn hljóta allir vinstri menn og lýðræðissinnar að fagna því, að jafnaðarmenn innan BJ séu að skipuleggja sig í andstöðu við svokallaðan frjálshyggjuarm. Þau umbrot gætu átt eftir að segja víða til sín á næstunni. -óg KUPPTOG SKORIÐ Stöðuveitingar í útvarpi Árið 1981 gerðist það, að þá- verandi útvarpsstjóri réð í stöður fréttamanna umsækjendur sem höfðu minnihlutafylgi í útvarps- ráði. Þáverandi útvarpsráðsmað- ur, Markús Örn Antonsson, var stórhneykslaður: honum þótti það mesta óhæfa að „ceðsti emb- œttismaður stofnunarinnar“ skyldi sýna „lítilsvirðingu“ því ráði sem Alþingi hefði kosið til að fara með útvarpsmál. Á dögunum gerist það svo að sá sami Markús Örn, nýorðinn útvarpsstjóri, ræður menn til starfa sem minna fylgi hafa en aðrirumsækjendur. Og þá bregð- ur svo við, að hann telur sig engar áhyggjur þurfa að hafa af hinni þingkjörnu nefnd, eins víst reyndar að hann móðgist niður í tær þegar hann er sjálfur sakaður um að sýna útvarpsráði „lítils- virðingu". Hann fylgir þeirri stjórnsýslureglu sem nú er vin- sælust í Sjálfstæðisflokknum: ég geri það sem mér sýnist og lýð- ræðið getur étið það sem úti frýs. Hér er ekki staður eða stund til að karpa um írambjóðendur um þau störf sem Ríkisútvarpið var að ráða í. Líka vegna þess, að menn þekkja nú orðið svo vel sópunaraðferðir hinna „nýju vanda“ að þeir sækja ekki um störf lengur sem þeir hefðu huga á: þeir vita að búið er að ákveða fyrirfram hver fær hvaða starf. Óg þetta er ein alvarlegasta hlið málsins. Einatt er sagt sem svo, að allir flokkar séu sekir um pólit- ískar mannaráðningar. Og það er rétt, að pól'tísk andúð og samúð hefur lengi ráðið alltof miklu í slíkum málum. En menn gleymi því ekki, að slíkar aðferðir hafa, þegar á heildina er litið, verið á undanhaldi fyrir heilbrigðari viðhorfum þangað til einmitt nú. Og í annan stað: öngvir komast nú með tærnar þar sem valda- menn úr Sjálfstæðisflokki hafa hælana í ósvífnum valdhroka. Kjötfarsi og ríkissjóður Kjötfarsinn þeirra Geirs og Al- berts heldur áfram. Nú er, einsog allir hafa séð og heyrt, brugðið á það ráð að láta dómstóla skera úr ágreiningi innan ríkisstjórnar. Hæstiréttur mun kveða upp lærðan úrskurð um það, hvort Geir megi flytja inn kjöt með flugvélum til hersins eða ekki. Öll þjóðin hlær, en Morgunblað- ið er eitthvað svo miður sín að það skrifar í gær leiðara um þá rómantísku hugmynd að hægt sé að selja íslenskt kindakjöt í Bandaríkjunum fyrir margfalt hærra verð en allt annað kjöt af sömu dýrategund. Við hér á Klippinu erum ekki nægilega vel að okkur um djúp- sálarfræði til að skilja til fulls, hvað í raun og veru felst á bak við kjötfarsann hjá ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins. En ef við skoðum hann sem fjölmiðlaleik, þá hefur hann til þessa verið held- ur hagstæður Albert Guðmunds- syni fjármálaráðherra. Meðan fjölmiðlar halda áfram að láta kjötfregnum rigna yfir saklausan almenning, þá vinnst nefnilega,. að menn gleyma þeim stóra höf- uðverk sem fjármálaráðherra er að reyna að banda frá sér. Hann vantar tvo og hálfan miljarð í ríkiskassann og það er „gat“ sem hann veit ekkert hvað hann á að gera við. Og viðskiptahallinn er mikill og skuldasöfnunin heldur áfram af miklum þrótti.... Við tölum ekki um aðra eins andstyggð. Við tölum um lamba- kjöt og bjórlíki. Ekki brestur okkur hugvitið. Illt er það og bölvað Björn Dagbjartsson skrifar jeremíasargrein í Morgunblaðið sitt í fyrradag og kallar hana „ein- kenni úrkynjunar". Hann horfir yfir landið og heiminn og sjá: illt er það flest og bölvað. Hann kemur meðal annars við á sviði listar og menningar. Hann minn- ist á andstöðu listamanna gegn stjórnarfari austan tjalds og á uppreisnarlund skálda á Vestur- löndum, sem hann telur hanga mjög á horriminni af ýmsum ástæðum. Björn segir: „Pað gerir listamönnum lýð- frjálsra ríkja erfiðara um vik með árásir á samfélagið að þeir eru víðast launaðir af opinberu fé. Við það verða þeir latari og daufari. Svo eru menn hœttir að lifa af list sinni eingöngu, þ.e. smekkur almennings skiptir ekki lengur öllu máli. Lœrðir eða sjálfskipaðir gagnrýnendur hafa „vit á listum" fyrir almenning". Og leiðist allt saman út í ,jóða- legar og afbrigðilegar hvatir“ í skáldskap og „afþreyingarlist- um“, segir Björn. Um hvað er maðurinn að tala? Hvenær var sú sæla markaðstíð að menn „lifðu á list sinni ein- göngu“? Eru skáld „daufari“ við að gagnrýna samfélagið á Norð- urlöndum, þar sem allmikið op- inbert styrkjakerfi er í gangi, (langminnst á íslandi) en í Bandaríkjunum þar sem slíkt kerfi er varla til? Heldur maður- inn að „sóðaskapur“ í kvikmynd- um til að mynda komi hið minnsta við skrifum „lærðra gagnrýnenda" sem örfáir menn lesa? Og ef út í það er farið: held- ur maðurinn að gagnrýnendur, hvort sem þeir nú starfa til ills eða góðs, séu ný staðreynd í heimin- um? Menn sem eru, eðli málsins samkvæmt, farnir að „hafa vit fyrir fólki“ um leið og þeir setja viðhorf sín á prent. Rétt eins og alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra er með sinni skrýtnu úr- kynjunargrein að reyna að ala sitt fólk upp í því sem hann kallar „dugnaður, atorka og greind“. PJÖÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgofandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Biaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Öskarsdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrlta- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmunasdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttic, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Bílstjóri: Ólöf Siguröardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Olga Verö * lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverö á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.