Þjóðviljinn - 25.08.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 25.08.1985, Side 4
Gabriel Jackson skrifar Höfundur þessara greina, bandaríski sagnfræöingurinn Gabríel Jackson, var á ferö í Nicaragua fyrr í sumar. Þess- ar þrjár greinar eru eins konar vitnisburður um ástandið í landinu eftir valdatöku Sand- ínista. í þessari fyrstu grein kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að stjórnmálastarfsemi í Nicar- agua beri öll einkenni fjöl- flokkakerfis, sem myndi hald- ast ef friður ríkti og erlend íhlutun hætti ásvæðinu. 1. GREIN Nicaragua er stýrt af „Frente Sandinista de Liberación Nacio- nal“ (FSLN), pólitískri og hern- aðarlegri samsteypu margra þjóðfélagsafla, sem unnu að því frá miðjum sjöunda áratugnum að steypa harðstjórn Somozafjöl- skyldunnar. Eftir það tókst í júlí 1979 hefur samsteypa þessi unnið að því að skapa í landinu samfé- lag félagslegs réttlætis, pólitísks frelsis, trúfrelsis, með blönduðu hagkerfi og hlutleysisstefnu f al- þjóðamálum. Á mælikvarða hugmyndafræði Frá kosningafundi Lýðræðislega Ihaldsflokksins í Nicaragua í nóvember 1984. Sandínistabyltingin í Nicaragua sex órum síðar okkar tíma sækja stjórnendur hugmyndir sínar jöfnum höndum í smiðju marxismans og vinstri straum innan kaþólsku kirkjunn- ar, bæði þá er tengjast „frelsun- arguðfræðinni" svo og til manna eins og Helders Cámara í Brazilíu og Romero erkibiskups í San Sal- vador, er myrtur var fyrir ekki löngu. En grundvallarstefnumörkun sína sækja stjórnendur beint til kenninga og athafna Augusto César Sandinos, sem túlkaðar hafa verið og útfærðar af síðari baráttumönnum. Má þar fremst- an telja Carlos Fonseca, andleg- an föður FSLN, sem drepinn var í bardaga af Somozaliðinu árið 1976. Af núlifandi hug- myndafræðingum Sandinista ber hæst þá Sergio Ramírez og Tóm- as Borge. Sandino hershöfðingi starfaði á grunni þrenns konar megin- markmiða sem hann uppfyllti án nokkurra krafna um auð eða völd sjálfum sér til handa. Hann skóp lítinn her bænda og námaverka- manna til að verja alþýðu lands- ins gegn ágangi og arðráni at- vinnurekenda og erlendra auðfé- laga. Hann lofaði að leggja niður vopn og viðurkenna borgaralega stjórn í landinu á þeirri stundu er síðasti landgönguliðinn úr flota Bandaríkjanna yfirgæfi hersetið Nicaragua. Við það loforð stóð hann árið 1933. Að loknu borgarastríðinu helgaði Sandino krafta sína sköp- un samvinnufélaga landbúnaðar- verkamanna og námaverka- manna þar til hann var myrtur í febrúar 1934 að undirlagi Ánast- asio Somoza, foringja þjóðvarð- liðsins. Þjóðvarðlið þetta var þjálfað af Bandaríkjamönnum til að leysa af hólmi landgöngulið- ana bandarísku svo halda mætti uppi „reglu“ í landinu. Núverandi stjórn FSLN skóp á sínum tíma alþýðuher að dæmi Sandinos til að þjóna og vernda arðrænda þegna samfélagsins, til að berjast gegn erlendri ásælni og til að skapa hagkerfi, er ekki væri kapitalískt heldur aðlagaði sig þörfum og aðstæðum lands og þjóðar. Núverandi stjórnkerfi svarar því hvorki til alræðis- kommúnistaflokka eins og í Sovétríkjunum, né til lýðræðis- legs þingræðis eins og við þekkj- um á Vesturlöndum. Sandinista- hreyfingin er pólitísk samtök, miklu opnari og frjálsari en kom- múnistaflokkar eru gjarnan og óbundnari þeim kenningaklafa, sem svo mjög einkennir marga slíka flokka. Á sama tíma er Nic- aragua þróunarland, sem aldrei hefur búið við fjölbreytt efnahag- slíf, né.átt sterka miðstétt, né fengið reynslu af sjálfræði í hér- aðastjórn, en allt þetta ruddi brautina fyrir lýðræðisþróun í Vestur-Evrópu, á Norður- löndum og í Engilsaxneska heiminum. Heiðarlegar kosningar Frá júlí 1979 til nóvember 1984 var framkvæmdavaldið í landinu í höndum Ríkisráðs undir forsæti Daniels Ortega. Þann 4. nóvem- ber 1984 efndi Ríkisráðið til kosninga, þar sem Daniel Ortega var kjörinn forseti, en auk þess var kosið þjóðþing til að semja nýja stjórnarskrá fyrir ríkið. Fjölmargir útlendingar voru viðstaddir kosningarnar og hafa vitnað um framkvæmd þeirra. Ég las og heyrði margar ásakanir frá stjórnarandstöðuflokkunum um oftjeldi og ofbeldishótanir við kosningarnar. Kosningabaráttan var mjög stutt og einkenndist nokkuð af tilviljanakenndum rit- skoðunum, sem unnt var að rétt- læta af öryggisástæðum. Þann 22. apríl s.l. birti „La Prensa“, helsta blað stjórnarandstöðunnar, töl- fræðilega úttekt sem gaf til kynna að Sandinistar hefðu aukið sinn hlut í kosningunum með 400.000 tilbúnum atkvæðum. Enda þótt þessi gagnrýni sé tekin til greina að öllu leyti stendur sú staðreynd óhagganleg að Sandinistar fengu meira en tvöfaldan atkvæða- fjölda sterkustu andstæðinga sinna. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar ásökuðu Sandinista einnig fyrir að hafa beitt óheiðarlegu bragði á síðustu stundu með því að lækka kosningaaldurinn úr 18 árum í 16 og að gefa hermönnum kost á að kjósa í fyrsta sinn. En .mér virðist næsta erfitt að auka lýðræðið með því að neita sextán ára fólki um kosningarétt, því í þróunarlandi eins og Nicaragua hafa sextán ára unglingar þegar axlað ábyrgð hina fullorðnu. Sama gegnir um það fólk sem gegnir herþjónustu og landvörn- um. Það er einnig staðreynd að' Sandinistar töpuðu þúsundum at- kvæða af völdum „contra- skæruliða", en hernaður þeirra kom í veg fyrir að þúsundir manna kæmust á kjörstað. Þessi margvíslegu ásökunarefni, sem öll hafa nokkurn sannleik að geyma án þess þó að unnt sé að meta gildi þeirra að fullu, hafa ýtt undir þá gagnrýni að stjórnar- andstaðan hafi ekki eins mörg sæti á þingi og henni beri. Það er einnig ljóst að vegna hernaðar- ástandsins á landamærunum hef- ur þingið ekki enn hafið mark- vissa vinnu við hina nýju stjórnarskrá. Hvort kosningarnar 1984 verða dæmdar jákvæðar eða nei- kvæðar frá lýðræðislegu sjónar- miði fer að sjálfsögðu eftir þeim mælikvarða sem beitt er. Niður- staðan verður að sjálfsögðu nei- kvæð sé reiknað með því að Nic- aragua geti haldið jafn heiðar- legar kosningar og tíðkast í Bret- landi eða á Norðurlöndum eftir 150 ára setu spilltra einræðis- stjórna, þar sem hið raunveru- lega vald hefur lengstum verið í höndum alþjóðlegra auðfélaga. En séu kosningarnar settar í samhengi við sögu Nicaragua þá reynast þær, þrátt fyrir alla sína 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.