Þjóðviljinn - 25.08.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.08.1985, Blaðsíða 5
Agusto César Sandino byltingarleiðtoginn sem lagði hugmyndalegan grunn að starfi Sandinista. annmarka, fyrstu kosningar í sögu landsins þar sem allri þjóð- inni er gefinn kostur á að móta framtíðarstefnu í stjórnmálum landsins. Hvort framkvæmd kosninga í framtíðinni á eftir að batna eða ekki hvílir að verulegu leyti á því hvort vestræn lýðræðis- ríici veiti Nicaragua diplómatísk- an og efnahagslegan stuðning eða hvort þau samþykkja skil- greiningu Reagans, að Nicaragua búi við kommúnistíska harð- stjórn. Helsti vitnisburðurinn um póli- tískt frelsi í Nicaragua er að mínu mati ekki umræðan um kosning- arnar eða samsetningu þingsins. Miklu áhrifameiri vitnisburður er hin pólitíska starfsemi í landinu frá degi til dags. Sú gagnrýni er ég las í „La Prensa“ og þær umræður er ég heyrði í útvarpi og sjónvarpi voru álíka margbreytilegar og báru viðlíka vott um fjölflokka- umræður og þær sem ég hef heyrt í Bandaríkjunum eða á Spáni. Alla þá neikvæðu dóma um stefnumál Sandinista, um efna- hagsstjórn, utanríkismál, með- ferð á Miskító-indíánum og brot á mannréttindum, sem ég hef heyrt utan Nicarauga heyrði ég einnig í landinu sjálfu. Ég ræddi við leiðtoga „Lýðræðislega íhaldsflokksins“, „Sósíaldemo- krataflokksins“ og „Kommún- istaflokksins", við verkalýðsleið- toga í andstöðu við Sandinista og við lögfræðinga, verjendur þeirra sem ákærðir eru fyrir andbylting- arstarfsemi. Enginn þessara aðila bað mig að halda nafni sínu leyndu né fara með orð sín sem trúnaðarmál. Allir gagnrýndu þeir harkalega kosningarnar, dómstóla landsins, fangelsismál og efnahagsstjórn Sandinista. En enginn þessara aðila ákærði Sandinista fyrir hreinsanir í stfl Stalíns eða Hitlers, enginn ákærði stjórnvöld fyrir kerfis- bundnar pyntingar í stfl við það sem tíðkaðist í Argentínu eða Ur- uguay. Þessir menn komu ekki fram eins og þeir byggjust við of- beldi eða fangelsun fyrir pólitíska starfsemi sína. Stjórnmálaflokkarnir hafa fullkomið frelsi til skipulagsstarfs og útgáfu áróðursefnis. Þeir gefa út bæklinga viku- og mánaðarrit, sem eru álíka fjölbreytileg og þekkist í Vestur-Evrópu. f samtölum mínum við opin- bera starfsmenn og við lestur málgagna stjórnarinnar, „Barric- ada“ og „Nuevo Diario", kom iðulega fram svipuð gagnrýni og hjá stjórnarandstöðunni, enda þótt meiri velvilja gætti í skýring- um þeirra á gerðum stjórnarinnar og fyrirætlunum. Þessi reynsla mín af pólitísku lífi hversdagsins hefur sannfært mig um, að bylt- ing Sandinista hafi fjölflokkayfir- bragð, sem muni geta haldist ef Contadora-ríkjunum tekst að lokum að tryggja frið í Mið- Ameríku og koma í veg fyrir íhlutun á svæðinu. Sigurður Hjartarson sneri úr „E1 País“. Sunnudagur 25. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Heinrich Böll skildi eftir sig skáldsögu Afhjúpun á þvísem geristaðtjaldabaki í Bonn Þegar hinn ágæti þýski rit- höfundur Henrich Böll lést fyrir mánuði skildi hann eftir sigtímasprengju. Meðöðrum orðum: skáldsögu sem út kemur á mánudag, nítjánda ágúst. Hún heitir „Konur við árlendi" - Frauen vor Fluss- landschaft-og ekkiertalinn vafi á því að þessi síðasta skáldsaga meistarans muni vekja athygli, deilur og reiði. Af þeim upplýsingum sem bor- ist hafa er hér um að ræða beiska og hrollvekjandi afhjúpun á hinu pólitíska kerfi í Vestur- Pýskalandi - eins og það kemur konum fyrir sjónir. Sögusviðið er höfuðborgin Bonn, en ekki sú Bonn sem hver og einn þekkir, heldur það sem gerist þar að tjaldabaki. Þetta er ekki lykilskáldsaga, Böll reynir ekki að vísa mönnum á þekkta stjórnmálamenn. Persónurnar eru í felulitum ef svo mætti segja, en menn kannast við þær sem fi'g- úrur, sem vel gætu verið á hinu pólitíska sviði í Bonn. í bókinni gerist ekki margt, en undir lygnu yfirborði hennar er að finna lýsingu á pólitísku valda- kerfi sem er óhugnanlega líkt þeirri fortíð sem Þjóðverjar vilja helst ekki rifja upp. Baráttu- maður Menn þekkja það úr mörgum iöndum, að til er valdakerfi sem skiptist í þá sem stjóma opinber- lega og allir þekkja og þá sem ráða í raun og enginn þekkir. En þegar Heinrich Böll lýsir slíkum valdapýramída með sínum hóg- væra stflsmáta þá skapast óhugn- aður sem erfitt er að komast undan. Það er í senn frumlegt og mjög í anda fyrri bóka Heinrich Bölls að það eru konurnar á bak við stjórnmálamennina - eigink- onur, vinkonur, ástkonur - sem eru hinar eiginlegu „hetjur“ sög- unnar, það eru þær sem hafa varðveitt það sem í þeim bjó, það Böll: Ég gef málstaðinn aldrei upp á bátinn. eru þær sem geyma þá eiginleika sem þarf til að sjá hlutina eins og þeir eru. Heinrich Böll kom fyrr og síðar við kaunin á samferðamönnum sínum með miskunnarlausri gagnrýni á því sem honum fannst til óheilla horfa í Sambandslýð- veldinu Þýskalandi. Því var hann skammaður og svívirtur meira en flestir menn aðrir - einkum voru þau blöð sem Springer blaða- kóngur réði iðin við þann kola. Hægristjórnmálamenn og blaða- snápar Springers kölluðu hann Böll föður hermdarverkanna og öðrum illum nöfnum og mæltu hvað eftir annað sterklega með því að hann færi úr landi eða yrði flæmdur úr landi. Heinrich Böll gekk ekki heill til skógar síðustu árin sem hann lifði. En hann gafst aldrei upp. Árið 1983 tók hann þátt í mót- mælagöngum gegn nýjum eld- flaugum. Hann sagði þá í viðtali: „Ég gef málstaðinn aldrei upp á bátinn". Og málstaðurinn - það var frelsið sem er til þess að nota það. Málstaðurinn var einnig glíman milli gagnrýninna lýðræð- issinna og afturhaídsafla. ÁB tók saman. Hraðatakmarkanir eða eyðing skóga Bílar sem aka hratt menga loft- ið meira en bílar sem aka á skikkanlegum hraða. Og í landi þar sem skógar eru að eyðast fyrir sakir mengunar er ekki nema eðlilegt að barist sé fyrir því að komið verði á ákvæðum um hámarkshraða á þjóðvegum. Vandinn er sá að í þessu landi, Vestur-Þýskalandi hefur til þessa ekki verið í gildi neinn hámarks- hraði bifreiða. Landsmenn hafa geyst áfram á sínum hraðbraut- um eins hratt og bflarnir þoldu, og bflstjórar vilja ógjarna verða af þeim munaði. Á hinn bóginn hafa Vesturþjóðverjar miklar áhyggjur af skógardauðanum og fallast á þær röksemdir náttúru- verndarmanna, að enda þótt eitr- aður útblástur frá bflum sé ekki eina orsökin fyrir eyðingu þeirra, þá sé ekki hægt í einu vetfangi að draga verulega úr mengun með neinu öðru móti en því að setja t.d. 100 km hámarkshraða á um- ferð. Talsmenn bflaiðnaðarins eru mjög andvígir því að það sé gert og segja að hinn mikli hraði, sem leyfður er, ýti undir framfarir í bflasmíði. Helmut Kohl kanslari hefur heitið þvi að láta aldrei skerða „frelsi” hraðans á vegum landsins. Skoðanakannanir sýna, að um helmingur landsmanna vill hraðatakmarkanir en tæpur helmingur er þeim andvígur. Úr- slit í þessu máli munu væntanlega liggja fyrir í nóvember, þegar búið verður að vinna úr niður- stöðum á rannsókn á samhengi mengunar og skógardauða sem nú stendur yfir. ób byggði á Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.