Þjóðviljinn - 25.08.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 25.08.1985, Síða 7
„Að láta náttúruna hljóma“ rœtt við Kjartan Ólafsson tónsmið Kjartan Ólafsson. Vatnaverk hans, „Hljómkelda", verður flutt á tónleikum UNM í Norræna húsinu í dag klukkan fimm. Ljósm. Einar Ólason. Eitt þeirra ungu tónskálda sem verk eiga á tónleikum íslandsdeildar UNM í Norræna húsinu í dag er Kjart- an Ólafsson. Hann er ekki síður þekktur fyrir að semja og spila popp- tónlist og tónlist fyrir leikhús. Kjartan var í hljómsveitinni Pjetur og Úlfarnir sem starfaði fyrir nokkrum árum, en nú eru þrír af fjórum meðlimum við nám í klassískri tónlist. Hann samdi líka tónlist við Gúmmí-Tarsan fyrir Leikfélag Kópavogs og við margar sýningar Stúdentaleikhússins. Síð- astliðinn vetur flutti fslenska hljóm- sveitin verk hans „Þúfubjarg" við tex- ta Kolbeins jöklaraskálds. Við rædd- um við Kjartan um tónlist og byrjuð- um á því að spyrja hann um það verk hans sem frumflutt verður í dag. „Það er splunkunýtt verk sem hefur fengið nafnið „Hljóm- kelda“. Þetta er eiginlega vatna- verk. Ég fór og tók upp ansi góð hljóð í hvernum Grýtu í Hvera- gerði, sem ég notaði svo í tón- verk. Eða það má segja að hver- inn hafi sjálfur búið til tónverk. Þessi hljóð fóru svo í gegnum ýmis tæki og þá kemur tónlistin sem er í hvernum í ljós. Það er gríðarlega mikið af tónum í þess- um hver, og þetta er sannarlega náttúruleg tónlist ef slík tónlist er til. „Annars vann ég þetta þannig að ég bjó til sönglínur inní þessa hveratóna. Þórarinn Eldjárn samdi texta við þær fyrir mig og frú Jóhanna Linnet söngkona (lýrískur spintó) syngur. „Það verður þó annað verk eftir mig sem verður flutt á Ung Nordisk Musik í Finnlandi í októ- ber. Það er verk fyrir víólu og píanó og heitir „Dimma“. Það verður frumflutt í Finnlandi og þær Helga Þórarinsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir --------------- ft- spila. Það er engin raftónlist heldur hefðbundinn dúett.“ Raftónlistar- nám í Hollandi - Nú ertu að lœra tónsmíðar og elektróník í Hollandi? „Já, ég er í ágætis konservatoríi í Utrecht. Kennslan fer mikið fram í stúdíói, með og án kenn- ara. Annars er námið þarna með svipuðu sniði og venjulegt tónsmíðanám. Maður setur fram einhverja hugmynd, og vinnur úr henni og ber hana svo undir kennarann sem ræðir þetta við mann. Fyrsta árið var ég jafn- framt þessu námi í Institut voor Sonologi þar sem nokkrir íslend- ingar hafa verið. Þar var meiri tæknikennsla og alhliða þjálfun í raftónlist fremur en í tónsmíðum. Mér fannst því mjög gott að vera í þessu tvennu samhliða. - Hverju svararðu ef ég varpa þeirri fullyrðingu fram, sem oft heyrist, að raftónlist sé eingöngu semjendunum til gleði og nautnar? „Ég hef nú orðið var við þetta viðhorf. Þetta eru mikið til for- dómar og það tilefnislausir. Þeir sem segja svona hafa ekki lagt sig fram við að kynnast þessari mús- ik. Þetta er ung músik. Elektrón- ík er nánast eitt af hljóðfærunum og er ungt miðað við t.d. píanó og fiðlu. Hin síðustu ár hafa orðið gífurlegar framfarir í þessari tón- list. Tæknin hefur tekið stökk- breytingu og um leið breytist tón- listin. Mér finnst margt af raftón- listinni bera þess merki hvað tæknin var vanþróuð þegar við- komandi verk var samið. Tæknin skiptir svo miklu máli í raftón- list.“ - Á þessi tegund tónlistar hljómgrunn á íslandi? „Já, það held ég. Það er til dæmis hlutfallslega meiri áhugi á raftónlist á íslandi en í Hollandi. Hér er mun meiri aðsókn að tón- leikum þar sem raftónlist er leikin en þar, og að mínu mati er þetta jákvætt fyrir ísland. Það er engin spurning um að þessi tón- list á sér framtíð á íslandi. Tækn- inni fleygir fram og það verður sífellt skemmtilegra að vinna að sköpun raftónlistar. Smám sam- an verður hún fjölbreytilegri og aðgengilegri fyrir almenna eyrna- snepla.“ Frumleika- komplexinn á undanhaldi „Við stöndum núna á eins kon- ar tímamótum í tónlist og fleiri listum ef til vill. Við erum að losna undan frumleikakomplex- num, sem var krafa á öllum á tímabili. Allir áttu að vera svo frumlegir og sniðugir. Það var auðvitað nauðsynlegt uppbrot á sínum tíma, segjum á fyrri helm- ingi aldarinnar. Það hefur margt nýtt og gott komið fram. í dag getum við sem stöndum í þessu litið yfir þróunina og valið úr öllum þessum stefnum og uppbrotum sem fram hafa kom- ið. Við horfum á þetta úr vissri fjarlægð og getum vonandi þróað tónlistina áfram. En það er ör- uggt að raftónlistin verður hluti af þeirri þróun.“ - Hvernig er að vera menntaður í klassískum tónsmíðum og semja jafnframt poppmúsik eins og þú hefur gert? „Ja, það er bara grundvallar- atriði að rugla þessu ekki saman, frekar en öðru. Maður spilar t.d. Beethoven öðruvísi en Bach. Poppmúsik er öðruvísi en alvar- legri músik, skulum við segja. Grunnsprettan er sú sama en það er farin önnur leið og auðveldari í poppmúsíkinni. Popplag er andartakshugmynd, en alvarleg tónsmíð er lengri og erfiðari hug- mynd. Á bak við hana liggur meiri vinna og annars konar metnaður. Þetta er eins og munur á skáldsögu og skrítlu, án þess að skrítlan þurfi að vera eitthvað lé- legri eða verri. Það eru bara aðr- ar forsendur og aðrar vinnsluað- ferðir í poppinu. Þær eru staðl- aðri.“ Popp er nauðsynlegt - Ber ekkert á þ ví að „klassíker- ar“ séu með fordóma í garð popptónlistar? „Ég mundi nú kannski ekki kalla það fordóma. Það er auðvit- að upp og ofan hvernig menn líta á poppið. Margir líta á það sem svona léttara hjal, án þess þó að það þurfi í sjálfu sér að vera nokkuð niðrandi. Poppið á rétt á sér eins og aðrar listgreinar, það er alveg jafn nauðsynlegt og klassíkm, djassinn og allt þetta.“ - Ætlarðu að halda áfram að semja poppmúsík? „Já, ætli það ekki. Mér finnst þetta ágæt afslöppun og til- breyting frá klassíkinni og raf- tónlistinni. Það er fínt að semja popplög inn á milli, - það er skemmtileg tilbreyting. í popp- inu vinnur maður meira beint og spontant, framkvæmir um leið og maður fær hugmynd. Það má segja að maður sé í beinna sam- bandi við það sem maður er að gera þar sem maður framkvæmir hana. í klassíkinni tekur allt lengri tíma.“ - Þú hefur samið mikið tónlist fyrir leikhús. Hvernig er það? „Það er mjög skemmtilegt, en um leið öðruvísi vinna en að semja sjálfstætt tónverk. í leikhúsi eru ákveðnar forsendur frá upphafi. Maður er háður leikverkinu og þarf að taka bátt í að byggja upp stemmningu og andrúmsloft sem á að ríkja í sýn- ingunni. Þetta er líka meiri sam- vinna en tónskáld eru vön. Ekki eins einmanalegt og oftast er við tónsmíðarnar. Það er ekki ósvip- að að semja alvarlegt tónverk og taka þátt í uppsetningu leikverks. Það eru svipaðar grundvallar- reglur í listgreinum sem eru háð- ar tíma.“ -pv Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? DJÓÐVIUINN P * J Fararstjóri verður Ólafur Guðbrandsson, sem bjó um tima i Thailandi. Látiö drauminn rætast! Missiö ekki af þessu einstaka tækifæri. Látiö skrá ykkur strax! UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFUNNI í SÍMA 297 40 OG 62 17 40 LAUGAVEGl 28, 101 UNDRAHEIMUR AUSTURLANDA OPNAST FARÞEGUM OKKAR í THAILANDSFERÐINNI í ÓKTÓBER. Viö heimsækjum ævintýraborgina Bankok,einhverja stórkostlegustu ferðamannaborg Asíu. — Síðan veröur dvaliö í tvær vikur á hinni víöfrægu Pattayaströnd sem jafnan er talin besta ströndin í allri Asíu, og hægt verður aö taka þátt í áhugaverðum skoöunarferöum þaóan.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.