Þjóðviljinn - 25.08.1985, Page 9
Tónleikar
Ung tónskáld í Norrœna húsinu
Tónleikartil styrktarog kynningará Tónlistariðju norrœns œskufólks
I dag kl. 17.00 halda UNM
(Ung Nordisk Musik) samtökin á
Islandi tónleika með nýrri tónlist í
Norræna húsinu. Norrænt
æskufólk heldur árlega tónlistar-
hátíð sína í Helsinki í haust og eru
fyrrnefndir tónleikar í
kynningar- og fjáröflunarskyni
fyrir ferð íslensku þátttakend-
anna.
Efnisskráin í Norræna húsinu
er all-rafmögnuð, en leikin verða
rafhljóðverk eftir Lárus H.
Grímsson, Kjartan Olafsson, Sig-
urð H. Sigurðsson og Helga Pét-
ursson. Þá mun Guðni Franzson
leika Músík Hróðmars Sigur-
björnssonar fyrir klarinctt, en
verkið vakti athygli á síðustu
UNM hátið í Málmey. Loks eru
tvö söngverk á efnisskránni.
Anders Torsten Josephsson syng-
ur með gítarleik Páls Eyjólfs-
sonar í Danslagi eftir Misti Þork-
elsdóttur, og Andrea Gylfadóttir
syngur þrjú lög eftir Báru Gríms-
dóttur. Með Andreu leika Helga
Laufey Finnbogadóttir á píanó og
Kolbeinn Bjarnason á flautu.
„Samtök norræns tónlistar-
fólks hafa á íslensku hlotið nafnið
Tónlistariðja ungs fólks en á
skandinavísku ganga þau undir
nafninu Ung Nordisk Musik,
UNM. UNM var stofnað á
Norðurlöndunum 1946 en ísland
kemur ekki inní fyrr en á áttunda
áratugnum", segir Atli Ingólfs-
son, einn af félögum í UNM. „í
samtökunum eru bæði tónskáld
og hljóðfæraleikarar undir þrí-
tugu. Hátíðir eða mót UNM eru
haldin árlega. Á hátfðunum eru
flutt verk eftir ung tónskáld og
þau kynnt og kynnast hvert öðru.
Þá eru iðulega í gangi námskeið á
þessum hátíðum og fengin fræg
nöfn utan úr heimi til að
leiðbeina. Á sfðustu hátíð í Sví-
þjóð í fyrra var Arditti strengjak-
vartettinn meðal leiðbeinenda og
einnig var boðið upp á slagverks-
námskeið og námskeið fyrir tóns-
míði. í Finnlandi verður nám-
skeið í hljómborðsleik og
leiðbeinandi þar er ung japönsk
stúlka sem ég kann ekki að nefna
en hún er mikill píanóvirtúós.
Paul Zukofsky mun og leiðbeina
á fiðlu. Tónskáld flytja oft fyrirle-
stra á hátíðunum og fjalla venju-
lega eitthvað um þau verk sem er
flutt á hátíðinni.
UNM eru ekki beint formleg
samtök nema að því leyti að í
hverju landi er stjórn. Við erum
fjögur sem sitjum í stjóm hér á
landi núna. Formenn stjórnanna
hittast nokkmm mánuðum fyrir
hvert mót til að skipuleggja en
skipulagning hátíðanna liggur
algerlega í höndum UNM.
í flestum löndunum verður að
velja á milli umsækjenda á hátíð-
irnar. Við úrvalið er lagður bæði
listrænn og praktískur dómur á
verkið. Það verður að taka tillit
til þess hvort hægt er að flytja
verkin. Hér væri til dæmis ekki
hægt að flytja verk fyrir stóra
málmblásturshljómveit eða stór-
an kór. Hingaðtil höfum við ekki
verið það mörg á íslandi að þurft
hafi að velja á milli. En það stefn-
ir allt í það og við verðum líklega
að koma á laggirnar hlutlausri
dómnefnd til að velja verkin.
Þau íslensku tónsícáld sem fara
utan em Mist Þorkelsdóttir, Lár-
us H. Grímsson, Hróðmar Sigur-
björnsson, Helgi Pétursson,
Kjartan Ólafsson, Haukur Tóm-
asson, Hilmar Þórðarson og Atli
Ingólfsson. Hljóðfæraleikarar
sem fara á hátíðina eru Anna
Guðný Guðmundsdóttir, píanó,
Gerður Guðmundsdóttir, fiðla,
Bryndís Björgvinsdóttir, selló,
Páll Eyjólfsson, gítar, og Helga
Þórarinsdóttir, víóla. Jósef Fung
frá Hong Kong sem búsettur er á
íslandi slæst í förina sem tónskáld
og gítarleikari.
Hátíðin stendur í viku og byrj-
ar 29. september og stendur til 6.
október. Ferðin er styrkt af
menntamálaráðuneytinu og nor-
ræna tónlistarráðuneytinu. Við
eigum eftir að sj á hvernig útkom-
an verður, hvort styrkurinn dug-
ir, og svo er auðvitað ágóðinn af
tónleikunum", segir Atli bjart-
sýnn. Mörg íslensku verkanna
verða flutt af finnskum hljóð-
færaleikurum vegna þess að við
getum ekki sent alla hljóðfæra-
leikara sem til þarf en alls erum
við 13 auk Fungs sem förum að
þessu sinni. -aró
Atli Ingólfsson
BILASYNING
Laugardag frá kl. 10—5. Sunnudag frá kl. 1—6
Bíllinn,
sem beðið var eftir er kominn!
Nýr MAZDA 323
árgerð 1986
Það er erfitt að gera frábæran bíl eins og MAZDA 323 betri, en það hefur verkfræðingum MAZDA nú
samt tekist.
Nú um helgina kynnum við nýjan stórkostlegan MAZDA 323, sem kominn er á markaðinn með nýju og gjör-
breyttu útliti og fjölmörgum tæknilegum nýjungum.
MAZDA 323 er nú á ótrúlega hagstæðu verði, sem enginn getur keppt við.
Sjón er sögu ríkari — Komið, skoðið og reynsluakið MAZDA 323 og þið sannfærist um að hjá MAZDA fáið
þið alltaf mest fyrir peningana.
BILABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 '