Þjóðviljinn - 25.08.1985, Blaðsíða 11
Ég var álitinn ágengur og vitlaus. Ég verð alltaf hundeltur. Ljósm.: GFr.
Laugaból. Til hægri er gamla fjósið sem faðir Alla byggði upp.
Kvígan var yxna og horfði með angistarsvip inn um eldhúsglugganh. Ljósm.: GFr.
varðhús á svokölluðum Reykhól
niðri við varpið sem hægt er að
hita upp og þar get ég vakað yfir
varpinu. Það voru vinir mínir sem
reistu húsið fyrir mig.
- Er gott verð fyrir dúninn?
- Það er alltaf á uppleið. Síðast
fékk ég rúm 11 þúsund í SÍS fyrir
hreinsað kfló. Kaupmenn eru
alltaf að nauða í mér að selja sér
dún en mér finnst gott að versla
við SÍS - þeir reynast okkur vel
þar.
- Mér var sagt að þú hefðir einu
sinni œtlað að fara að gera út á
rækju.
- Já, ég keypti 6 tonna rækju-
bát á ísafirði fyrir víxla en ég fékk
ekki að veiða eins og aðrir menn.
Gísli Jónsson á Bfldudal og
Sverrir verkstjóri ætluðu að
kaupa af mér rækjuna en þá
gerðu sjómenn á Bfldudal sam-
þykkt þar sem þeir hótuðu að
hætta að veiða ef keypt yrði rækja
af Aðalsteini á Laugábóli. Ég ætl-
aði að fara út í þetta eftir að við
móðir mín vorum orðin ein eftir
en svona fór það.
Enginn
kvenmaður
tollað
- Er langt síðan faðir þinn dó?
- Hann dó 1936 og tveimur
árum síðar misstum við jörðina til
ríkisins fyrir fátæktar sakir. Ég er
því leiguliði hjá ríkinu með
lífstíðar- og erfðaábúð. En hvað á
ég að gera með erfðaábúð þegar
enginn kvenmaður hefur töllað
hjá mér.
Nú hlær Alli og augun ljóma.
- Þú segist hafa verið í Reykja-
vík árum saman. Lokkar hún þig
ekkert?
- Nei, ég kvefast alltaf þegar ég
kem til Reykjavíkur en aldrei hér
í hreina loftinu. í»að vill nú verða
sjúkhallt á Þingeyri líka. Ekki
hefði ég viljað standa í frystihús-
inu þar og flaka fisk, það er alltof
mikið ófrelsi. Ég er frjáls maður.
- Hefurðu ekki haldið ráðs-
konur?
- Ég hafði konur í nokkur ár á
sumrin. Það voru tveir mánuðir
og mest þrir. Þá var komin skóla-
skylda á börnin og þá urðu þær að
fara. En þetta hafa orðið ágætis
Hvað á ég að gera með erfðaábúð þegar enginn kvenmaður hefur tollað hjá
mér? Ljósm.: GFr.
Ég kvefast alltaf þegar ég kem til Reykjavíkur en aldrei hér í hrema loftinu.
Ljósm.: GFr.
kunningjar mínir. Áður fyrr var
alltaf hægt að fá menn í kaupa-
slátt en það breyttist í stríðinu.
- Hvernig var með skólagöngu
þína?
- Ég var fjóra vetur í barna-
skóla á Þingeyri og svo í einn vet-
ur á Núpi þegar ég hafði tvo um
tvítugt. Þarna voru mest ung-
lingar og ég var kallaður afi sem
var auðvitað mesta meinloka.
Það var mikið dansað en þá dró
ég mig út úr því. Björn skólastjóri
borgaði fyrir mig skólagjöldin og
mikið hafði ég gott af þessu. Mig
langaði annan vetur en það var
ekki hægt. Annars munaði
minnstu að ég yrði sendur til Am-
eríku sem strákur. Guðný amma
mín átti föður minn með Páli
nokkrum en þau giftust ekki. Páll
fór svo til Ameríku og varð bygg-
ingameistari. Hann varð víst vell-
auðugur af námagreftri. Hann
skrifaði foreldrum mínum bréf
þegar hann var kommn á gamals-
aldur og vildi fá sendan strák sem
héti Aðalsteinn, vildi mennta
hann og láta hann sjá um sig í
ellinni. Það var ég.
Áður en við kveðjum þennan
elskulega gamla bónda förum við
upp í baðstofu sem er allsér-
kennileg. Þar eru eins konar lok-
rekkjur og segir AUi að pabbi
hans hafi verið skipstjóri á Þing-
eyri áður en hann gerðist bóndi
og hann hafi smíðað bæinn, koj-
umar minni óneitanlega á lúkar í
skipi. Og hér uppi er allt bjart og
hreint, gólfin rauð og veggir
skærgulir. -GFr
Sunnudagur 25. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11