Þjóðviljinn - 07.09.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 07.09.1985, Page 3
Útvarpsráð FRETTIR Þátturinn verður sýndur Inga Jóna Pórðardóttir: „Ekki er vitað nóg um þennan svarta lista. “ Aútvarpsráðsfundi á föstudag- inn báru Eiður Guðnason og Jóhanna María Lárusdóttir fram tillögu þess efnis að fella niður þáttinn með söngvaranum Cliff Richard sem á að sýna á laugar- daginn í íslenska sjónvarpinu. Inga Jóna Þórðardóttir for- maður útvarpsráðs bar fram frá- vísunartillögu á það að fella þátt- inn niður á þeim forsendum að ekki væri nóg vitað um þennan svarta lista sem Cliff Richard er á hjá Sameinuðu þjóðunum. Greidd voru atkvæði og þau féllu þannig að Árni Björnsson, Eiður Guðnason og Jóhanna Mana Lárusdóttir vildu láta fella þátt- inn út af dagskrá en hinir 4 út- varpsráðsmennirnir vildu láta sýna hann. Skólamál Umræður um einkaskóla Félag skólastjóra og yfirkennara kynnir ólík sjónarmið á fundi á Hótel Esju í dag Nú um helgina heldur Félag skólastjóra og yfirkennara aðalfund sinn og ársþing og fer það fram á Hótel Esju. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður í dag, laugardag, efnt til umræðna um einkaskóla og ríkis- skóla. Umræður þessar hefjast klukk- an 9.30 og standa til kl. 12.30. Þar verða flutt fimm framsöguerindi um kosti og galla einkaskóla og ríkisskóla. Málshefjendur eru Inga Jóna Þórðardóttir aðstoðar- maður ráðherra, Gerður G. Ósk- arsdóttir , endurmenntunarstjóri Háskóla íslands, Haukur Helga- son skólastjóri í Hafnarfirði og þær María S. Héðinsdóttir og Margrét Theódórsdóttir en þær eru skólastjórar Tjarnarskóla. Á eftir verða panelumræður og taka þátt í þeim auk framsögumanna skólastjórarnir Kári Arnórsson og Ragnar Júlíusson. Eftir hádegi í dag, kl. 13.00, S-Afríka Frelsum Mandela! AB skorar á ríkis- stjórnina að stöðva viðskipti við S-Afríku Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi framkvæmdastjórn- ar Alþýðubandalagsins varðandi Suður Afríku: Framkvæmdastjórn AB lýsir fyllsta stuðningi við baráttu blökkumanna Suður Afríku og lýsir ítrustu fordæmingu sinni á kynþáttaaðskilnaðarstefnu hinn- ar hvítu yfirstéttar þar í landi. Framkvæmdastjórnin telur að ríkisstjórn íslands beri þegar í stað að hlutast til um að öll við- skipti íslenskra fyrirtækja við Suður Afríku verði stöðvuð, og jafnframt að fulltrúum íslands beri að styðja allar tillögur á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, sem miða að því að koma á refsiað- gerðum gegn stjórn Suður Afr- íku. Þarlend stjórnvöld hafa myrt á áttunda hundrað manna í yfir- standandi átökum og fangelsað þúsundir. Einungis með alþjóð- legri samstöðu mun hryðjuverk- um stjórnarinnar ljúka og hinar undirokuðu þjóðir blökkumanna Suður Afríku ná rétti sínum. Jafnframt skorar framkvæmd- astjórnin á ríkisstjórn íslands og Alþingi að beita öllum mætti sín- um til þess að Nelson Mandela, hinn óskoraði leiðtogi blökku- manna í Suður Afríku, sem hefur verið í fangelsi um áratugaskeið verði látinn laus þegar í stað. kynnir formaður FSY, Viktor A. Guðlaugsson, niðurstöður úr nýrri könnun sem félagið hefir gert á aðstöðu og búnaði í grunn- skólum og ber þær saman við nið- urstöður hliðstæðrar könnunar sem gerð var fyrir fjórum árum. Sjálfur aðalfundurinn hefst svo kl. 16 í dag og stendur fram á sunnudag. _þ|f Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins sendi Útvarpsstjóra og öllum í útvarpsráði bréf þar sem bent er á að útsending þáttar þessa er óbeinn stuðningur við aðskilnaðarstefnu Suður-Afíku— stjórnar. Því Cliff Richards hefur ekki farið eftir þeim tilmælum Sameinuðu þjóðanna að hætta við hljómleikaför sína til S- Afríku, í mótmælaskyni við að- skilnaðarstefnu stjórnarinnar. Æskulýðsfylkingin hefur einn- ig sent starfsmannafélagi sjón- varpsins bréf þar sem þeir eru hvattir til að beita sér fyrir því að þátturinn verði ekki sýndur. Þorgeir Ástvaldsson sat út- varpsráðsfundinn og sagði að í næstu viku yrði flutt á rás 2 viðtal sem Arnþrúður Karlsdóttir tók við Cliff Richard í Noregi. SA Teigamálið Borgar- stjóri for- dæmdur „Stjórn ABR fordæmir fram- göngu borgarstjórans í Reykja- vík í hinu svokallaða Teigamáli. Með tilboði sínu um kaup Reykjavíkurborgar á húseign Verndar við Laugateig ýtir borg- arstjórinn undir kröfur íbúanna sem byggðar eru á ótta við þessa nýju nágranna og vanþekkingu á störfum samtakanna Verndar. Ærlegur borgarstjóri vinnur að auknum skilningi og samstöðu borgarbúa en reynir ekki að not- færa sér tortryggni eða vanþekk- ingu til atkvæðaveiða.“ VEGNA HAGSTÆÐRA SAMNINGA VIÐ FRAMLEIÐENDUR Pkl 1 HJ m ml H ™ rai - vfcMi H H Hsm I HP HP'fmi Hn NISSAN SUNNY NISSAN PULSAR 336 non a kr. yvwiUlnli NISSAN MICRA á kr. Aðeins þessi eina sending. Tökum flesta notaöa bíla upp I nýja. Munið okkar landsfrœgu kjör. Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14-17. IIXIGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.