Þjóðviljinn - 07.09.1985, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 07.09.1985, Qupperneq 8
MENNING Leikhús Vetrarannir að hefjast Meðal verkefna Þjóðleikhússins í vetur er nýtt leikrit eftir Birgi Engilberts og œskuverk Tsékofs Margt nýtt verður á verkefna- skrá vetrarinshjáleikhúsum. Þjóðleikhúsið frumsýnir með- al annars Grímudansleik eftir Verdi og Alþýðuleikhúsið frumsýnir nýtt breskt verk. Þjóðleikhúsið Grímudansleikur eftir Verdi verður frumsýndur 21. septemb- er. Leikstjóri er Sveinn Einars- son, hljómsveitarstjóri Maruizio Barbacini, leikmynd er eftir Björn G. Bjömsson og búningar eftir Malín Örlygsdóttur. í helstu hlutverkum eru Kristján Jó- hannsson, Kristinn Sigmunds- son, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Elísabet Eiríksdóttir, Katrín Sig- urðardóttir, Robert Becker og Viðar Gunnarsson. ítalski óperukóngurinn Gius- eppe Verdi kom við snöggan blett á ítalskri þjóðarsál með þessu verki, eins og oft á sínum ferli. Sagan er byggð á morðinu á Gústaf III Svíakonungi á grímu- dansleik í lok 18. aldar, en ítölsku ritskoðuninni þótti ekki við hæfi að sýna konungsmorð á leiksvið- inu og varð tónskáldið þá að flytja atburðarásina til Boston í Bandaríkjunum. Það var svo ekki fyrr en á þessari öld að farið var að sýna upphaflegu leikgerð- ina og sú gerð liggur til grundvall- ar uppfærslu Þjóðleikhússins. Önnur áskriftarverkefni eru: Með vífið í lúkunum sem er nýr breskur farsi eftir Ray Cooney sem Þjóðleikhúsið sýndi í leikför um Norður- og Austurland á liðnu sumri. Þýðandi er Árni Ibsen, leikstjóri Benedikt Árna- son og leikmynd er eftir Sigríði Haraldsdóttur. Villihunang eftir Anton Tsjék- hov. Þýðing er eftir Árna Berg- mann, leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og leikmynd eftir Alexander Vassilev. Villihunang er leikgerð breska leikritahöfundarins Michael BÍLASÖLUDEILDIN er opin í dag frá kl. 1-4 DYRASTI ALVÖRUJEPPINN IbQíEwwort varð í þriðja sæti í torfærukeppni Stakks Verð frá 362.000 Getum nú afgreitt læst drif í allar tegundir Lada Grayns á æskuverki Tsjékhov, verki sem jafnan hefur gengið undir nafninu Platonov. Verkið er talið samið 1881. Frayn leit á handritið sem hálfkarað uppkast að leikriti og samdi upp úr því gamanleik um ástina og ábyrgð eða ábyrgðarleysi elskenda. I deiglunni eftir Arthur Miller. Þýðing dr. Jakobs Benedikts- sonar, leikstjóri verður Gísli Al- freðsson. Nú eru rösk 30 ár síðan þetta verk kom fyrst fram, en Þjóðleikhúsið sýndi verkið fyrst hér á landi árið 1955. Síðan hefur þetta magnaða leikrit verið sýnt nánast linnulaust í heimalandi höfundar og um allan heim. Þó þeirri tvöfeldni sem bæði eigin- maður og eiginkona beita til að verða ekki undir í samskiptun- um. Verkefni frá síðasta leikári sem tekin verða til sýninga að nýju eru: íslandsklukkan eftir Halldór Laxness í leikstjórn Sveins Ein- arssonar kemur aftur á fjalirnar nú í haust. Kardemommubær- inn, barnaleikrit Thorbjörns Egners sem naut gífurlegra vin- sælda í fyrra. Sýningar hefjast að nýju í haust. Chicago, söng- leikurinn um bannárin, eftir Bob Fosse, Fred Ebb og John Kander í þýðingu Flosa Ölafssonar og leikstjórn Benedikts Árnasonar Galvaskt starfslið Þjóðleikhússins lætur hendur standa fram úr ermunum í vetur með 8 áskriftarverkefnum. Fyrst á dagskrá er Grímudansleikur eftir Verdi sem verður frumsýndur 21. september. atburðir leiksins gerist árið 1692, í tengslum við nornaréttarhöldin í Salem í Massachusetts, þá er hér á ferðinni dæmisaga um nútím- ann, enda verkið beinlínis tengt pólitískum viðburðum vestur í Bandaríkjunum á sjötta áratug þessarar aldar, McCarthyisman- um, viðburðum sem höfðu mót- andi áhrif á þankagang í stjórnmálum allt fram til dagsins í dag. í deiglunni verður jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár. Upphitun sem er nýtt leikrit eftir Birgi Engilberts. Leikstjóri verður Þórhallur Sigurðsson. Verkið lýsir því hvernig uppeldi og kröfur sem gerðar eru til ung- lings brjóta hann smám saman niður og gera hann loks óhæfan til að þroskast og lifa eðlilegu lífi. Það að verða undir í lífinu verður loks skilgreint sem veikindi, jafnvel alvarlegur sjúkdómur. Magnað leikrit sem höfundur hefur samið fyrir tíu konur. Ballett eftir Marjo Kuusela. Einn fremsti danshöfundur Norðurlanda Marjo Kuusela frá Finnlandi, sem hér er kunn af Tófuskinninu, Sölku Völku og fleiri verkum, mun semja og stjórna ballett fyrir íslenska dansflokkinn í marsmánuði. Ríkharður III eftir William Shakespeare. Þýðinguna gerði Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri verður John Burgess frá Breska Þjóðleikhúsinu. Ríkharður III er fyrsta söguleikrit Shakespeares sem sýnt er hér á landi og jafn- framt eitt mest leikna verk meist- arans. Passion Play - Ástríðuleikur eftir Peter Nicholls. Leikstjórn og þýðing Benedikt Ámason. Nicholls hefur verið meðal fremstu leikskálda Breta undan- farin 20 ár og verður þetta í fyrsta skipti sem íslenskir leikhúsgestir fá að kynnast þessum forvitnilega höfundi. Passion Play er fimm ára gamalt verk og talið með allra bestu leikritum höfundarins. Þetta er hnyttin og vel samin út- tekt á nútímahjónabandinu og einkum er athyglinni beint að og Kenn Oldfield. Þetta verk kom á fjalirnar seint í vor og verður tekið til sýninga að nýju í janúar. Valborg og bekkurinn, eftir Finn Metling naut gífurlegra vinsælda á Litla sviðinu í fyrra og verður tekið upp að nýju í haust. Áskriftarkort verður hægt að kaupa á átta fyrstu sýningarnar á hverju verkefni, en verkefni í áskrift eru átta að þessu sinni. Verð áskriftarkorta er kr. 2.600, en kr. 5.325 á frumsýningar. Alþýðuleikhúsið Alþýðuleikhúsið hefur nú haf- ið vetrarstarfið af krafti. Þrjár sýningar eru nú þegar í undirbún- ingi. I september verður frum- sýnt á Hótel Borg nýtt breskt verk undir leikstjórn Kristbjarg- ar Kjeld. í október verður frum- flutt nýtt íslenskt verk eftir Val- garð Egilsson undir leikstjórn Svanhildar Jóhannesdóttur. Það verk er farandsýning sem frum- sýnd verður í Kramhúsinu. Þriðja verkefnið er nú þegar í æfingu, þó gjörsamlega húslaust sé og æfa þar 17 manns „á götunni." Verk það sem hér um ræðir er Rómeó og Júlía eftir Shakespeare og er leikstjóri Bríet Héðinsdóttir. Vonast er til að sú sýning verði frumsýnd um miðjan mars. Spurningin er: hvar? Svarið er einhversstaðar. Hitt leikhúsið Á komandi hausti hefjast sýn- ingar á Litlu hryllingsbúðinni á ný með sömu meginkröftum. Eru áætlaðar um tuttugu sýningar og hefjast þær í lok september. Hafa tekist samningar við íslensku óp- eruna um leigu á Gamla bíó fram eftir hausti. Má því búast við að auk þeirra ríflega þrjátíu og sjö þúsunda sem sótt hafa sýningar og hljómleika Hins leikhússins á fyrsta árshelmingi þessa unga fyr- irtækis komi nokkur þúsund til á næstu mánuðum. Skipulag næsta starfsárs er þegar langt komið og smærri verkefni eru í undirbún- ingi fyrir áramót. 8 SlÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 7. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.