Þjóðviljinn - 07.09.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 07.09.1985, Síða 15
Niðurskurður á sviði heilbrigðismála hefur verið eitt af helstu hitamálum kosn- ingabaráttunnar í Noregi. Hérá myndinni sést forsagtisráðherrann, Káre Will- och, í heimsókn á sjúkrahúsi í Bergen. HEIMURINN gagnrýnin á þessa þætti stjórnar- stefnunnar hafa fengið góðan hljómgrunn meðal kjósenda því félags- og heilbrigðismál hafa verið höfuðmál kosningabarátt- unnar. Loftbólur í utanríkismálum Öryggis- og utanríkismál hafa á hinn bóginn verið mun minna á dagskrá. Að vísu hefur Hægri- flokkurinn, dyggilega studdur tveim stærstu blöðum landsins, Aftenposten og Verdens Gang, reynt að fæla miðjukjósendur frá Verkamannaflokknum með því að gera stefnu hans í utanríkis- málum róttækari en hún er í raun og veru. Þannig hafa hægrimenn reynt að blása það út að ef Gro Harlem Brundtland formaður Verka- mannaflokksins verði forsætis- ráðherra muni hún skipa varafor- mann sinn, Einar Förde, í emb- ætti utanríkisráðherra. Förde til- heyrir vinstriarmi flokksins og er yfirlýstur andstæðingur aðildar Noregs að Nató. Gro Harlem hefur svarað þessum fullyrðing- um hægrimanna á þann veg að ef flokkur hennar kemst til valda Noregur En Gro Harlem hefur vaxið með erfiðleíkum sínum. Hún hef- ur lært að bregðast við kímnigáfu Kára og það sem þó hefur vænt- anlega reynt enn meira á hana: nenni hefur tekist að koma á ein- ingu í flokki sínum sem um tíma ieit út fyrir að vera að leysast upp í ótal parta. Það kom upp mikill ágreiningur milli þingflokksins annars vegar og grasrótarinnar í flokknum hins vegar um stefnuna í öryggismálum. Eins og í mörg- um öðrum krataflokkum álfunn- ar óx vinstrisinnum í flokknum mjög ásmegin samfara vexti frið- arhreyfinganna. Róttækari krat- ar kröfðust þess að flokkurinn beitti sér af fullri hörku gegn staðsetningu nýrra kjarnorku- vopna Nató í Vestur-Evrópu og gengju jafnvel úr bandalaginu ef ekki yrði hætt við hana. Þessar öldur hefur nú að mestu lægt og þótt Willoch hafi reynt hvað hann gat til að berja í brestina hefur honum ekki tekist að æsa til ó- friðar um öryggismálin. Eini flokkurinn sem hefur úr- sögn Noregs úr Nató á kosninga- stefnuskrá sinni er Sósíalíski vinstriflokkurinn, SV. Hann hef- ur valið sér það hlutverk að toga um toga. Þeir eru fulltrúar dreifbýlisfólks og eiga sín höfuð- vígi á Suðvesturlandinu þar sem trúarhiti er mestur og mikil hrifn- ing ríkjandi á hvers kyns boðum og bönnum. Kristilegir sjá því rautt þegar Willoch talar um að hleypa unglingunum í áfengið og Miðflokkurinn heldur dauða- haldi í þá stefnu að það verði að varðveita byggð í afskekktum sveitum og veita fjármagni frá nkari svæðum landsins til hinna fátækari. En þessir þrír flokkar snúa þó bökum saman gegn Framfara- flokki Anders Lange sem dregur mjög dám af flokki Glistrups í Danmörku. Hann gengur á flest- um sviðum svo langt til hægri að hinir borgaraflokkarnir vilja ekk- ert við hann kannast, hvað þá starfa með honum. Til dæmis á Miðflokkurinn afar erfitt með að fyrirgefa Lange þau ummæli að réttast væri að selja Sovétríkjun- um norðurhéruð landsins, það borgaði sig engan veginn að standa undir eilífum taprekstri af þeim. Samt sem áður hefur Hægriflokkurinn þurft að reiða sig á stuðning Framfaraflokksins af og til þegar liðhlaup hafa kom- ið upp í samstarfsflokkunum. Tvisynar kosningar Vinstriflokkarnirhafa verið í sókn og gœtu veit hœgristjórn Willochs úrsessi. Þóttþaðgerðister ekki mikilla breytinga að vœnta í norskri pólitík. Á mánudaginn ganga norskir kjósendur að kjörborðinu og á- kveða hvort framlengja eigi líf- daga ríkisstjórnar borgaraflokk- anna eða hleypa hinum sósíal- demókratíska Verkamannaflokki að kjötkötlunum. I upphafí kosn- ingabaráttunnar leit allt út fyrir öruggan sigur stjórnarflokkanna þriggja - Hægriflokksins, Mið- flokksins og Kristilega þjóðar- flokksins - en á siðustu vikum og dögum hafa vinstri flokkarnir - Verkamannaflokkurinn og þó sérflagi Sósíalíski vinstriflokkur- inn, SV - mjög sótt í sig veðrið. Það er því útlit fyrir spennandi kosninganótt hjá frændum vor- um. Staðan á norska þinginu er sú að stjórnarflokkarnir þrír hafa 79 af 155 þingsætum. Hægriflokkur- inn er langstærstur með 53 þing- menn, Miðflokkurinn hefur 11 og þeir kristilegu eru 15. Stærsti n _ i i_:_ ' ' ■ • . . - , , nOKKuinii) a pingi er po verKa- mannaflokkurinn með 66 þing- sæti. Auk þess eiga þrír smá- flokkar menn á þingi: Framfar- aflokkurinn sem er yst til hægri hefur 4, SV sem er lengst til vinstri á þingi hefur sömuleiðis 4 og miðflokkurinn Vinstri hefur 2 þingmenn. Blómlegur efnahagur Því verður ekki móti mælt að á þeim fjórum árum serh stjórn Káre Willochs hefur Verið við völd hefur efnahagslíf Noregs dafnað vel. Olían hefur malað gull, vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd verið hagstæður, verð- bólgan minnkað og kaupmáttur mjakast upp á við. Fyrir bfagðið eiga norðmenn nú digran gjald- eyrisvarasjóð: 90 miljarða doll- ara á erlendum bönkum. Eini bletturinn á þessari glæsilegu mynd er atvinnuleysið sem hefur ekki minnkað neitt að ráði þótt það sé talsvert undir því sem gengur og gerist í öðrum löndum Evrópu. Um þetta er í sjálfu sér ekki deilt þótt stjórnarandstaðan segi að þetta sé ekki Willoch og hans liði að þakka heldur hagstæðum vindum og uppsveiflum í við- skiptalífi Vesturlanda. Kosninga- baráttan hefur snúist um hluti sem ættu að vera orðnir okkur íslendingum kunnugir: hvort stjórnin stefni að því að grafa undan því velferðarkerfi sem komið hefur verið á í Noregi. Þar eins og hér hefur hægri- stjórnin fylgt þeirri stefnu að draga úr samneyslu og auka einkaneyslu. Þó ekki með því að draga úr skattheimtu því tekju- skattur hefur sáralítið verið lækk- aður ef undan eru skilin efstu skattþrepin; af þeim hefur verið tekinn mesti brattinn. Á móti hefur komið hækkun neyslu- skatta sem leggst jafnt á alla. Langir biðlistar En það hefur verið dregið úr félagslegri þjónustu af ýmsu tagi en einkum og sérflagi þjónustu við börn og gamalmenni, svo og þjónustu sjúkrahúsa. Stórlega hefur dregið úr byggingum dag- vistarstofnana með þeim afleið- ingum að biðlistar hafa lengst; er talið að 155 þúsund börn bíði eftir plássi á slíkum stofnunum. Svip- aða sögu er að segja af elliheimil- um. Biðraðir eftir leguplássi á sjúkrahúsum eru lengri en nokkru sinni fyrr og bíða 50 þús- und manns eftir að geta lagst inn. Á sama tíma standa 2.500 sjúkra- rúm ónotuð vegna þess að yfir- völd hafa skorið niður fjár- veitingar og fækkað starfsliði á sjúkrahúsum. Það segir svo sína sögu um framtíðarsýn stjórnar- innar að í Osló er búið að opna fyrsta einkasjúkrahús landsins. Þá geta þeir sem ráð hafa á keypt sig framhjá biðröðunum. Það geta þó áreiðanlega ekki þeir 200 þúsund norðmenn sem sagðir eru lifa af tekjum sem eru undir því lágmarki sem þarf til mannsæm- andi framfærslu. Það er því ekki undarlegt að stjórnarandstaðan skuli spyrja hvort ekki megi nota eitthvað af miljörðunum sem liggja og safna vöxtum á erlendum bönkum til að stytta biðraðirnar. Virðist muni Noregur örugglega halda áfram að vera í Nató og þar að auki standi alls ekkert til að gera Förde að utanríkisráðherra. Flokkurinn eigi ágætan mann, Knut Frydenlund, sem hafi gegnt þessu embætti áður og verði skip- aður í það aftur ef svo ber undir. Önnur tilraun hægrimanna til þess að afflytja stefnu Verka- mannaflokksins í öryggismálum var heldur misheppnaðri þótt Morgunblaðið hafi reynt að gera sér mat úr henni á forsíðu. Síð- degisblaðið Verdens Gang birti þá bréf sem njósnarinn Arne Tre- holt ritaði þáverandi umhverf- ismálaráðherra, Jens Evensen, fyrir mörgum árum og innihélt ýmsar ábendingar og ráðlegging- ar á sviði utanríkismála. Þetta taldi blaðið vera sönnun þess að Treholt væri í raun og veru höf- undur öryggismálastefnu Verka- mannaflokksins. Þessi loftbóla Gro Harlem Brundtland á fundi með helstu leiðtogum Verkamannaflokksins, í forgrunni sjást þeir á tali Einar Förde varaformaður flokksins (t.h.) og Tor Halvorsen formaður norska alþýðusambandsins, LO. ÞRÖSTUR HARALDSSON sprakk eftir tvo daga og hefur Treholt að öðru leyti verið haldið utan við kosningabaráttuna. Einvígi Gróu og Kára Kosningabaráttan hefur öðru fremur einkennst af einvígi þeirra Gro Harlem Brundtland og Káre Willoch. Það er eðlilegt því ann- að hvort þeirra verður forsætis- ráðherra að loknum kosningum. Fyrst eftir að Gro Harlem tók við forystu í flokki sínum átti hún í erfiðleikum með að hafa stjórn á skapi sínu í návist Kára. Kímni- gáfa Kára er sögð vera fremur þurrleg útgáfa af kaldhæðni sem fór endalaust í taugarnar á Gróu og espaði hana upp. Verkamannaflokkinn til vinstri og halda honum við efnið. í kosn- ingabaráttunni hefur flokkurinn þó reynt að sveigja hjá beinum árekstrum við Verkamanna- flokkinn og það sama hefur verið uppi á teningnum hjá Gro Harl- ---1------ fw* Cm Og iClO^Uiii iiCliiiai. rdu w-i eins og flokkarnir hafi gert með sér þegjandi samkomulag um að einbeita sér að baráttunni gegn höfuðóvininum, Hægriflokkn- um. Seljum Norður-Noreg! Þótt stjórnarflokkarnir þrír hafi borið gæfu til að standa sam- an um stjórnarsamstarfið er ekki þar með sagt að þeir séu sammála í einu og öllu. Þvert á móti eru þeir um margt ólíkir og á sumum sviðum algerar andstæður. í Hægri flokknum gætir mjög þeirrar frjálshyggju sem farið hefur sem eldur um sinu á Vest- urlöndum undanfarin ár. Þar á bæ er talið sjálfsagt að öll höft á frelsi manna séu afnumin og er þá yfirleitt sett samasemmerki milli manna og atvinnurekstrar. Will- och státar af því að hafa rýmkað mjög opnunartíma verslana og vill reyndar afnema allar reglur þar um. Eins vill hann lækka aldurstakmarkið sem gildir um kaup á áfengi og hefur illan bifur á byggðastefnu. Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn eru áf allt öðr- Hefur það einkum gerst í örygg- ismálunum. Engin bylting í aðsigi Eins og fram kom í frétt hér í hlaninu Ó fimmturlnoinn rt* rtlrlri L..uv>mu U uiiliiuuuugmtl Ll CKKl við því að búast að iriynduð verði samsteypustjórn þótt vinstri- flokkarnir nái meirihluta á þingi. Gro Harlem mun þá mynda minnihlutastjórn sem verður að reiða sig á stuðning SV og Vinstri. Síðarnefndi flokkurinn hefur heitið Gro stuðningi á þingi, svo fremi hann eigi þar nokkra fulltrúa að kosningum loknum sem er alls ekki víst. Sama máli gegnir um SV sem hef- ur verið í mikilli sókn að undan- förnu og bætir örugglega við sig 2-3 mönnum. En þótt stjórnarskipti yrðu eftir kosningar er þess ekki að vænta að stórvægilegar breyting- ar verði í pólitísku lífi Noregs. Eins og kosningabaráttan hefur þróast verður engin meiriháttar breyting á utanríkisstefnunni og Noregur mun áfram verða í Nató. Á innanlandsvettvangi má búast við því að samneysla verði aukin og áhrif hægristefnunnar á félags- og heilbrigðismálin þurrkuð út. Norski Verkamannaflokkurinn hefur aldrei talist ti! róttækari flokka álfunnar og SV er of lítill til þess að hann geti neytt Gro Harlem til einhverra sósíalískrar tilraunastarfsemi. - ÞH Laugardagur 7. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.