Þjóðviljinn - 08.09.1985, Page 7

Þjóðviljinn - 08.09.1985, Page 7
VIÐTAUÐ dr. Rcett við Wolfgang Edelsteín Kennarar verða að afla sér virðingar Dr. Wolfgang Edelstein stjórnar rannsóknum við Max Plank Institut f iir Bild- ungsforschung í Vestur- Berlín. Wolfgang er hér- lendis um þessar mundir á vegum Kennarasamtak- anna. Hann hélt m.a. fyrir- lesturá ráðstefnu um skólastefnu fyrir viku og var spurður hvað hann hefði veriðaðfjalla um. „Þetta var hugvekja til kenn- ara um faglega framvindu í starfi, og í vitund kennara. Hin við- tekna skoðun á kennslu er að kennarinn miðli hefðbundnu inn- taki. Á íslandi var megin nám- sefnið lengi vel ein bók hverju sinni. Kennarinn miðlar inntaki hennar. Hann sá um að nemend- urnir tileinkuðu sér efni bókar- innar.“ „En þróunin síðustu 30-50 árin í hugvísindum, sérstaklega sál- fræði hefur leitt til þess að þetta námsmódel er orðið úrelt. Bæði er svokallað „inntak námsins - þekkingarfræði greinanna - orð- ið margfalt flóknara en einnig er farið að skilgreina hlutverk námsins á annan hátt. Nú er markmiðið frekar að nemendur læri að hugsa sjálfstætt, taka af- stöðu, takast á við veruleikann. Sem sagt, virkt starf í stað utan- bókarþulna og jákvæðari viðhorf til námsins sem vinnu, - skynsamlegrar vinnu.“ „Það leiðir svo af þessum breyttu viðhorfum til námsins að gera verður aðrar kröfur til kenn- ara. Kennarinn verður að skilja eðli slíkra vinnubragða og geta beitt þeim sjálfur. Hann verður að þekkja t.d. sálfræðilegar for- sendur þess að börn geti tileinkað sér þessi vinnubrögð. Kennarinn þarf að geta aðlagað ólíkar for- sendur margra nemenda á ólíku þroskastigi, með sundurleitan bakgrunn, áhugamál og viðhorf þessu ferli og gera það innan ram- ma ólíkra faga þar sem nemendur læra að beita þessum vinnu- brögðum. Við tölum um almenna og um faglega kennslufræði. Kennarinn verður að tengja fag- lega og almenna kennslufræði saman, með þroskasjónarmið að leiðarljósi. Það gefur auga leið að þetta er allt önnur skilgreining á starfi en fyrri inntaksmiðlunin." Nýjunga- bröltið „í framhaldi af þessu gætir þú spurt hvort öll þessi sálfræði og allt þetta nýjungabrölt sé til nokkurs gagns. Þetta sé allt í lagi þegar nógir peningar séu til en varla á mögrum árum. Og þú gæt- ir sagt að ýmsir erfiðleikar séu til staðar í skólunum þrátt fyrir þess- ar nýjungar". „Því er þá til að svara að vissu- lega eru erfiðleikar til staðar en þeir stafa ekki af nýjungum í skólastarfi. Meginvandinn er til- kominn vegna þess að það hefur ekki tekist, með nýjungum á námsefni - og skipan skólans, að mæta róttækri þörf fyrir endur- nýjun námsins sjálfs. Við verðum að átta okkur á því að barnshug- urinn er breyttur frá því sem áður var, líf nemendanna er gjörbreytt frá því sem var fyrir t.d. hálfri öld. Þjóðfélagshættir eru allt aðr- ir og þeir hafa djúpstæð áhrif á forsendur skólanna.“ „Fyrir 50 árum voru nemendur skólanna mótaðir af sterkri fjöl- skylduhefð og stöðugri umgengni við báða foreldra, svo eitthvað sé nefnt. Það hefur orðið atvinnu- bylting á íslandi og í kjölfar henn- ar gífurlega aukin verkaskipting milli manna og aukin atvinnu- þátttaka kvenna. Þetta hefur með öðru leitt til þess að þjálfun- argeta heimilisins á uppeldissvið- inu hefur minnkað verulega. Börnin og unglingarnir verða fyrir stöðugri skothríð ýmissa á- reita og dulinna uppalenda s.s. popps, vídeós og alls þess sent myndar það sem kalla mætti tán- ingakúltúr. Um leið búa þau við nýtt öryggisleysi sem skapast af ástandinu í heiminum, útbreidd- um ótta barna við tortímingu - no future. Nemandinn kemur inn í skólann með óróa sem þekktist ekki áður. Kennarinn er óviðbú- inn þessu. Hann hefur lært að bú- ast við nemanda sem einbeitir sér að námi og vill ná árangri. í starfi sínu uppgötvar hann oft að það er öðru nær. Hann þarf að ná tökum á hópi barna eða unglinga sem eru með allt annað í huga. Oft fær hann iitla hjálp frá foreldrum sem hafa öðrum hnöppum að hneppa. Þetta gerir skólunum oft ákaflega örðugt fyrir.“ „Jafnframt þessu hafa skól- ^rnir fengið aukið hlutverk, menn ætlast til þess að þeir taki að sér fjölmörg vandamál sem voru þeim óviðkomandi. En það tekur langan tíma að aðlagast þessu nýja og viðamikla hlut- verki, sem skapast hefur af hin- um nýju skilyrðum. Þetta kallar á nýtt verksvið kennara. Til sam- anburðar má benda á ný hlutverk lækna sem hafa orðið til vegna nýrra sjúkdóma í tengslum við nýja lifnaðarhætti við ný félags- leg skilyrði. Þeir hafa brugðist við þessu eins og fagmenn og tekið sér skilgreiningarvald á sínu hlut- verki. Það verða kennarar líka að gera og læra ákveðin fag- mennskusjónarmið líkt og lækn- ar. Læknarnir segja: Við erum ábyrgir fyrir heilsu einstakling- anna og heilbrigðisháttum sam- félagsins. Kennarar verða að skil- greina sitt ábyrgðarhlutverk, sem er að koma ungu kynslóðinni til manns, í samvinnu við heimilin og við ríkjandi samfélagsleg skil- yrði, hver sem þau eru.“ Kennara- náminu áfátt „Kennarar hafa ekki aflað sér virðingar sem fagmenn. Þeir hafa heldur ekki litið á sjálfa sig sem fagmenn náms og vitsmuna- uppeldis. En þar sem þeim er treyst til þess að taka að sér fjör- egg þjóðarinnar, æskuna, þá ætti vitanlega að fylgja því samsvar- andi virðing. A sama hátt og læknar sjá um heilsuna og hljóta af því virðingu sem fagmenn, þá eiga kennarar að sjá um vits- munalegt uppeldi, kunna fagur- mannlega til verka við þetta starf og eiga skilið virðingu almenn- ings vegna þess.“ Hvernig standa íslenskir kenn- arar í faglegurn samanburði við kollega sína í öðrum löndum, að þínu mati? ,,Með tilliti til hins kennslu- fræðilega hlutverks standa þeir dálítið höllum fæti í samanburði við þau lönd sem standa best að vígi í Evrópu og Ameríku. Þar eru kennarar betur búnir undir þetta hlutverk og grunnmenntun þeirra er mun markvissari. Kenn- aranáminu hér er enn í mörgu áf- átt þrátt fyrir mikilvæg spor fram á við. Það var vissulega stórt spor stigið með viðurkenningu á því að kennaramenntun væri fag- menntun á háskólastigi. Samt virðist mér námið hvorki nógu breitt né nógu djúpt." „Ytri rammi menntunar á ís- landi er töluvert fullkominn. Við höfum ágæta grunnskólalöggjöf o.s.frv. Hugvitsamlegar stofnan- ir eins og Námsgagnastofnun koma á nýjungum í námsefni og vinna að sífelldum umbótum. En nú þarf að fylla þennan þjála ramma með hugviti kennara og þar reynir á þá sjálfa. Þeir verða að vinna eins og fagmenn og verða líka að fá að endurmennta sig í sífellu eins og aðrar fagstétt- ir. Það þarf símenntun til þess að endurnýja starfshæfni sína í þessu erfiða og flókna hlutverki. Hug- vitið þarf að fá að þróast. En kennarar þurfa að taka málin meira í eigin hendur. Þeir hafa vanist því nokkuð að láta öðrum eftir frumkvæðið." Kennarar skilgreini sig sem fagmenn - En er þetta ekki allt saman tilkomið vegna lágra launa kenn- ara? „Þetta er nú dálítið í anda um- ræðunnar um hvort var á undan hænan eða eggið. Kennarar verða að afla sér þeirrar virðingar almennings að ekki sé hægt að neita sanngjörnum kröfum þeirra. Þeir verða að vinna að því að afla sér viðurkenndrar stöðu í samfélaginu. Fagstéttir eins og t.d. verkfræðingar, arkitektar og læknar, njóta annarra viðbragða í þjóðfélaginu en kennarar. Fagleg sjálfsvitund kennara þarf að byg- gjast á verksviti sem geri þeim kleift að skilgreina sig sem fag- menn fyrir þjóðinni. Ef hún skilur mikilvægi kennarastarfsins verður launabaráttan auðveld- ari.“ „Kennarastarfið er ákaflega lýjandi og erfitt starf, og það er hlálegt að kalla það auðvelt starf eins og rnenn gera sem hafa enga reynslu af því. Kennarar vinna við skilyrði sem fæstir gera sér ljós: Þeir þurfa að hugsa um heilan hóp nemenda samtúnis, sjá um að hver og einn læri við hæfi, og beita til þess aðferðum sem eiga við hvern einstakling. Starfsvitund kennara verður að vera vakandi hverja einustu mín- útu - og góður kennari kemur að jafnaði búinn úr tíma. Þetta er álagsmikil herstjórnarlist. Kenn- arar eiga heimtingu á viðurkenn- ingu, en fólkið á líka heimtingu á að þeir séu verðir þessarar viður- kenningar.“ „Staða kennara nú kallar á vit- undarvakningu. Sumirgefast upp en aðrir tvíeflast. Þeir finna til hvatningar. Ég held að kennara- stéttin standi á þröskuldi. Við tekur annaðhvort uppgjöf eða vaxandi skilningur. Þeir sem halda áfram að afla sér dýpri skilnings á starfi sínu og vinna í samræmi við þennan skilning leggja mikið á sig fyrir lítinn pen- ing. En mér finnst líka eins og skilningurinn sé að verða meiri. Ég lít á þessar umræður nú sem merki þess að eitthvað sé að breytast hjá kennurum." -pv Sunnudagur 8. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.