Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 2
FLOSI \iiku skammtur af kvennarannsóknum Jæja, þá er kvennaáratugur Sameinuöu þjóöanna loksins aö klárast. Hlaut svosem aö koma aö því og fór óneitanlega vel á aö slá botninn í þetta litskrúðuga tímabil mannkyns- sögunnar meö einhverjum viöeigandi hætti. A Íslandí var stofnað til ráðstefnu um íslensk- ar kvennarannsóknir. Þar báru menntakonur saman bækur sínar um rannsóknir kvenna á konum, sem hafa verið að rannsaka konur fyrir konur. Ég held mér sé óhætt aö segja aö ég hafi veriö meö konur á heilanum frá því ég man eftir mér. Níu ára gamall féll ég fyrir kaupakonu í Borgarfirðinum. Sú var fimmtán árum eldri en ég, og gaf mér svona líka heiftarlega undir fót- inn á sveitaballi. Ég man það einsog þaö hafi skeö í gær, aö hún bauð mér uppí dans og ég sveif meö hana fram á dansgólfiö í lostafullum tangó. Ég var þá enn fremur lágvaxinn og náöi þess vegna ekki aö halda hægri hendinni um mitti dömunnar, eins og ég sá að hinir herrarnir gerðu, heldur hékk ég í aftanverðu læri kaupa- konunnar rétt fyrir ofan hnésbótina. Ég elskaði þessa konu ofboöslega af slíkri platónskri ástríðu hugans aö mér lá viö sturlun, en hún gerðist mér seinna fráhverf, þ.e.a.s. þegar líða fór á ballið. Ég var lamaöur af ástar- sorg allt þaö sumar..En tíminn læknar víst flest sár, jafnvel þær holundir sem skapast af plat- ónskri ást og nú er ég kominn yfir þetta allt saman, en eftir stendur brennandi áhugi á kon- um yfirleitt, þessu dásamlegastasköpunarverki tilverunnar. Og útaf þessu öllu saman hef ég verið ólatur aö helga konum eitt og annað sem ég hef haft fram aö færa í ræðu og riti síðasta áratug. Mér er satt að segja nær að halda aö ekkert hafi verið tekið fyrir á kvennaráöstefnunni um síð- ustu helgi, sem ég hef ekki meö einhverjum hætti fjallaö um bæöi í Ijóðum og lausu máli. í febrúar 1977 reit ég til dæmis afbragðs góða grein um afbrotahneigð kvenna og lagði þar til grundvallar útvarpserindi eins virtasta fræöi- manns þjóöarinnar í afbrotum yfirleitt. í erindinu komst prófessorinn aö því að glæpahneigð kvenna væri tíu sinnum minni en karla. Stuðst var við rannsóknir vísindamann- anna Lambroso og Ferrero, sem komist höfðu að þeirri niðurstöðu að vissar tegundir afbrota væru tíðari meðal kvenna en karla, til dæmis fóstureyðingarog vændi. Vændi sagði prófess- orinn (svo vitnað sé í hann orðrétt)..stunda ungar stúlkur í fátækrahverfum til að afla sér skjótfengins gróða, en karlar stunda fremur innbrot í sama skyni“. Þá benti prófessorinn á að Lambroso og Ferr- aro hefðu bent á að vöðvaafl karla gerði þeim frekar kleift að vinna ofbeldisverk en konum, en þetta taldi prófessorinn haldlítil rök þar sem konur gætu yfirbugað karlmenn til dæmis með bareflum. Fyrir hartnær áratug stóð kvenþjóðinni mikill uggur af mönnum sem hringdu og önduðu dónalega í símann. Um þetta efni spunnust tals- verðar blaðadeilur bæði með og á móti. Auðvit- að er það ekkert grín fyrir heiðarlegar húsfrúr, eða raunar hvaða konu sem er, að fá andardrátt ókunnugs manns beint í eyrað, hvað þá ef hann er dónalegur úr hófi. í þessari ritdeilu tók ég virkan þátt og á móti dónalegri öndun í síma. Ég beitti mér meira að segja fyrir því að þessi leiðbeining var sett í símaskrána: Ef þú stendur einhvern tímann ein með tólið seimagná og þú heyrir andað í símann áttu bara að leggja á. Og ekki lét ég á mér standa þegar nafngiftir voru annars vegar og að vísu til andmæla, þeg- ar Silja Aðalsteinsdóttir lýsti því yfir að hún væri vön að kalla „reðurhúfuna" „kóng“. Þá fannst mér harkalega vegið að móðurmálinu. Ég taldi til dæmis fráleitt að tala um Kristján reðurhúfu tíunda, eða kalla Ijónið „reðurhúfu" dýranna, nú, eða segja í sálminum: Víst ert þú Jesús „reðurhúfa" klár. Ég tók líka virkan þátt í umræðunni um kvennabókmenntir og þegar Helga Kress sagði í gagnmerkri grein að samkvæmt Njálu hefðu sex sinnum fleiri karlar verið hérlendis en konur til forna, vegna þess að af 650 persónum verks- ins væri aðeins 100 kvenna getið, fagnaði ég þessari nýju kenningu og benti á það í leiðinni að ef hún stæðist hefði engin kona verið í landinu þegar Bakkabræður voru skrifaðir. Hér hefur aðeins verið drepið á brot af öllu því sem ég hef sett fram um málefni kvenna síðasta áratug bæði í ræðu og riti, Ijóðum og lausu máli. Þess vegna er það nú að mér finnst mér misboðið að hafa ekki vera boðið að halda fyrir- lestur á ráðstefnu menntakvenna um konur og rannsóknir kvenna á konum sem hafa verið að rannsaka konur. Minn fyrirlestur hefði heitið: Rannsóknir manna á ráðstefnum kvenna um konur og rannsóknir kvenna á konum sem hafa verið að rannsaka konur fyrir menn. En eins og áður segir í þessari hugleiðingu: Tíminn græðir flest sár, og enn er í fullu gildi það sem segir í Völuspá: Ljót kona er löstur á manni en fögur kona fengur í ranni. Bubbi á Holmenkollen. Bubbi með nýtt Kapítal? Bubbi Morthens verður með hljómleika í Austurbæjarbíói 11. október þar sem hann kemur fram bæði aleinn og með hljómsveit. Eigi vitum vér hverjir verða útvaldir í hana né hvort hún erfir nafnið Das Kapital, sem var nafnið á síð- ustu sveit Bubba. Hins vegar hefur Bubbi gert það gott einn síðan og kom t.d. fram þannig á friðarhátíð mikilli í Osló 9. ágúst, sem Samtök um kjarn- orkuvoþnalaus Norðurlönd stóðu fyrir. Stórtónleikar voru haldnir viö stökkpallin fræga í Holmenkollen þar sem fram komu auk Bubba, sem opnaði tónleikana, t.d. Arja Sajon- maa, Björn Afzelius & Glo- betrotters, Birgitte Grimstad, Petros Pandis og Nanna hin danska. Norska sjónvarpið tók upp helstu atriðin, þ.á m. okkar manns. Forsætisráð- herrum Norðurlandanna var sérstaklega boðið til Holm- enkollen, „en allir heiðruðu þeir samkomuna úr þögulli fjarlægð”, eins og segir í frétt- atilkynningu, nema hvað sá rússneski sendi huggulegt skeyti á staðinn. Annars fá þeir annað tækifæri, Bubbi mun nefnilega á leið til Svíþjóðar...B Vídeórokk í LA Sigurjón Sighvatsson, ann- I ar af aðstandendum Hins I leikhússins, er með annan fótinn í Los Angeles, þar sem hann nam kvikmyndalist á sínum tíma við góðan orðstír. Nýjustu fréttir af Sigurjóni eru þær að hann er önnum kafinn við að vinna rokkvídeó með bandarískum poppsveitum. Sumar eru ekki af verri end- anum, þannig er Sigurjón aö vinna að einni með hinni frægu sveit, Tears for Fears, og jafnframt mun einn hinna gömlu skallapoppara úr Eag- les hafa fengið kappann til liðs við sig. Greinilega er því garpurinn talinn efnilegur. Héðan af klakanum fréttist það, að verið geti að Sigurjón muni vinna að kvikmynd, sem Ólafur Haukur Símonarson, góðskáld og Ijóðskáld með meiru, mun gera handrit að. Enn er þó ekki fullákveðið hvernig fyrirtækið verður fjármagnað, en íslensk kvik- myndun er ævintýri sem virð- ist hvort eð er alltaf reddast. Eða þannig...B Ljóðakasettur Skáldin fylgjast gjarnan grannt með tímanum. Nú hef- ur það frést að vasadiskó- tækin verði brátt skáldunum að bráð því hópur þeirra ætlar að fara að gefa út kasettur með Ijóðum. Grammið mun líklega gefa hinar tvær Ijóð- akasettur út og meðal skálda sem á þeim lesa sín Ijóð eru Sjón, Þór Eldon, Dagur Sig- urðarson, Sigfús Bjart- marsson, Jóhamar og Gyrðir Elíasson. ■ Ritstjóri til Þýskalands Mikið líf hefur verið í hesta- mönnum á þessum sumri og þess hefur ekki síst séð staði í tímariti hestamanna, Eið- faxa, sem undir góðri stjórn Hjalta Jóns Sveinssonar hef- ur vaxið með hverju tölublaði. En mörgum ber saman um að Eiðfaxi sé nú eitt vandaðasta sértímarit sem gefið er út á íslandi, og þakka margir góðri ritstjórn Hjalta. Nú er Hjalti hins vegar á förum til Þýska- lands að stunda þar fræði- störf. En auk þess að vera góðkunnur útvarpsmaður frá árum áður er Hjalti líka ís- lenskuhestur og er um þessar mundir að Ijúka cand. mag. prófi í íslenskum fræðum, og hyggst nota Þýskalandsd’völ- ina til að skrifa lokaritgerðina. Meðan honum dvelst í Þýska- landi munu þeir Guðmundur Birkir Þorkelsson í Miðdal og Þorgeir Guðlaugsson úr Kóþ- avogi skipta á milli sín ritstjórn Eiðfaxa. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.