Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 10
Ragnheiður Davíðsdóttir lögreglukona og dagskrórgerðarmaður íviðtali við Þjóðviljann ,,Ég er jafnrettiskerling í mér“ Ragnheiður Davíðsdóttir er mörgum að góðu kunn. Þessi unga og hressilega kona hef- urvakiðathygli bæði fyrirdag- skrárgerð hjá Ríkisútvarpinu, svo og fyrir það að vera ein af fáum konum ílögregluliði Reykjavíkurborgar. Þjóðvilj- inn hafði við hana viðtal á dögunum og ræddi við hana um þessi tvö ólíku störf og baráttu hennarfyrir jafnrétti á ýmsumsviðum. Ragnheiður býr í gömlu húsi í miðbænum ásamt manni sínum og tveimur sonum, og þau hjónin glíma nú við það eilífðarverkefni, að eigin sögn, að gera það upp. „Þetta hús er frá 1920, held ég,“ sagði Ragnheiður „og mestur frítími okkar beggja fer í það að vinna við það. En það er mjög gaman að gera þetta sjálfur, því verður ekki neitað.“ Og þegar við höfum komið okkur notalega fyrir í litlu stofunni þeirra yfir kaffibolla þá berst talið fljótlega að vinnu Ragnheiðar við útvarp- ið og hún byrjar að segja frá til- drögum þess að hún hóf störf þar. „Óla H. Þórðar að kenna" „Þetta var hálfgerð tilviljun og eiginlega Óla H. Þórðar að kenna. Hann bað mig að sjá um stuttan umferðarþátt á umferðar- öryggisárinu 1983. Ég man að þetta kom til tals rétt fyrir jólin ’82 og ég var í miklum vafa hvort ég ætti að taka þessu. Ég missti alla matarlyst af stressi og öll jól- in fóru í að hugsa málið. Nú, svo ákvað ég að slá til og mætti niður í útvarp með allt niðurskrifað, ég þorði ekki annað. Ég hafði að vísu verið með tvo stutta umferð- arþætti áður fyrir Gunnvöru Braga, ög umferðarmálin hafa alltaf viljað loða við mig, senni- lega vegna þess að ég hef starfað að þeim í lögreglunni og verið með fræðslu í skólunum. En þetta gekk nú allt saman ágætlega, maður fékk að vísu ekki mikla kennslu en samstarfs- mennirnir og sérstaklega tækni- menn voru og hafa alltaf verið ótrúlega liðlegir og hjálpsamir við mig. Þetta er einvalalið sem á miklar þakkir skilið fyrir starf sitt, góður tæknimaður hefur alltaf tilfinningu fyrir því sem dagskrárgerðarmaðurinn er að gera. Það var Ástvaldur Kristins- son sem var með mér fyrst og hann stappaði í mig stálinu með- an lögin rúlluðu. Þetta var bein útsending og mér fannst ég missa andann í kynningum og ég veit ekki hvað og hvað. En núna finnst mér miklu betra að vera í beinni útsendingu, það á betur við mig. Laug mig út af sjúkrahúsinu Þetta sumar var ég orðin ófrísk að yngri syni mínum og þurfti að liggja á sjúkrahúsi síðast á með- göngutímanum. En svo byrjaði Rás 2 í desember og ég gat ekki hugsað mér að missa af því svo ég laug mig hálfpartinn út af sjúkra- húsinu til þess að vera með. Þá stjórnuðum við' Helgi Már Barðason 4 tíma prógrammi í beinni útsendingu og tæknimenn- irnir grínuðust með að nú kynni að draga til tíðinda og töluðu um að hafa bók um skyndihjálp á borðinu hjá sér til öryggis. En þetta gekk nú allt áfallalaust, að vísu átti ég svolítið erfitt með andardráttinn en við höfðum kynningarnar bara stuttar og laggóðar. Það var óskaplega gaman að taka þátt í þessu, þarna var ungt fólk og áhugasamt að gera eitthvað nýtt og þetta var mjög spennandi tími. Síðan átti ég litla sólargeislann minn, Jökul, í janúar en skömmu seinna var ég komin í útsendingar aftur og var þá með Júlíusi Ein- arssyni með þáttinn „Asatíma", sem var líka blandað umferðar- efni. Það var einmitt í einum slík- um þætti sem ég hlaut eldskírn mína sem útvarpsmaður. Það var þannig að ákveðinn söngvari átti að mæta í þáttinn og við ætluðum að spila lögin hans og spjalla við hann á milli. Hann átti að koma inn svona 10 mínútum eftir að þátturinn hófst en svo líður og bíður og ekki kemur gesturinn. Við urðum að bjarga málunum einhvern veginn og spiluðum fleiri lög á meðan við biðum en alltaf leið á þáttinn. Við reyndum að senda honum skammir undir rós á milli þess sem við spiluðum lögin hans en það dugði ekkert, hann kom aldrei. Seinna kom svo í ljós að hann hafði bara hrein- lega gleymt þessu og fannst þetta ægilega leitt. Ég held að ég gleymi þessu aldrei. Þetta var hroðaleg reynsla! Gamla góða gufuradíóið Það versta sem getur komið fyrir útvarpsmann er að „frjósa“ í miðri útsendingu og ég hef alltaf farið eftir heilræði sem Stefán Jón Hafstein, sá góði útvarps- maður, gaf mér einu sinni. „Ragnheiður,“ sagði hann, „treystu aldrei á andagiftina í beinni útsendingu“. Það er alveg nauðsynlegt að vera alltaf vel undirbúinn og ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu gífurleg vinna liggur á bak við klukkutíma útvarpsþátt. Það þarf að velja lög, hlusta á þau öll og tímamæla, semja kynningar og gera ráð fyrir auglýsingum og ótal margt fleira.“ Nú hafa þœttirnir Gestagangur notið mikilla vinsælda, hvernig vinnurðu þá? ,,„Gestagangur“ er unninn dá- lítið öðruvísi, maður spjallar við fólkið og það velur sjálft lög og umræðuefnið ræðst mest af því sjálfu, en ég hef alltaf einhverja punkta til að styðjast við. Þessir viðmælendur mínir eru oftast þekkt fólk sem hefur verið áber- andi í þjóðlífinu og ég hef kynnst fjölda af alveg frábæru fólki í gegnum þennan þátt. Ég lít varla á þetta sem vinnu, það er svo skemmtilegt að kynnast „hinni hliðinni“ á þessu fólki, lífsvið- horfum þess og áhugamálum. Ég er mjög ánægð með hversu breiður hlustendahópurinn er, ég hef reyndar frétt að einn dyggasti hópurinn séu vistmenn á einu af dvalarheimilum aldraðra í borg- inni, og mig langar til þess að taka það fram að vinsældir þessa þátt- ar byggjast fyrst og fremst á gest- unum sjálfum, það eru þeir sem eiga mestan heiður skilið. Þó ég sé farin að vinna á Rás- inni þá verð ég að segja að ég mun alltaf hafa sérstakar taugar til gamla góða Gufuradíósins. Það ríkir alveg sérstakur heimilisandi á Skúlagötunni og þarna hlaut ég mína starfsþjálfun. Þrátt fyrir það að ég sé núna að mestu leyti á Rásinni þá þarf maður alltaf að skreppa á Skúlagötuna öðru hverju og þar fær maður alltaf góðar móttökur. Og nú þegar við horfum fram á breytingar í út- varpsmálum og svokallað „frjálst útvarp", að þá held ég að Ríkisút- varpið eigi alltaf eftir að standa upp úr. Þó vil ég fá að sjá hvernig aðrar útvarpsstöðvar standa sig í samkeppninni áður en ég legg endanlegan dóm á þær. En ég held að Ríkisútvarpið haldi fullri reisn þrátt fyrir samkeppni og mér mun alltaf þykja sérstaklega vænt um þessa stofnun." Jafnréttiskelling í mér En þú hefur líka unnið í mörg ár í lögreglunni, Ragnheiður? „Já, þar hef ég starfað í ein níu ár. Ég er reyndar að hætta þar um mánaðamótin, en það er ein- göngu vegna þess að ný áhugamál eru að taka völdin hjá mér og mér bauðst spennandi starf sem blaðamaður hjá Frjálsu Fram- taki. Ég byrjaði í lögreglunni 1976 fyrir áeggjan kunningja- konu minar Arnþrúðar Karls og móðurbróður míns, Bjarna heitins Helgasonar. Þau hvöttu mig bæði til þess að sækja um og þar sem ég hef alltaf verið jafnréttiskelling í mér þá fannst mér alveg vera kominn tími til að konur hösluðu sér völl í þessu hefðbundna karlastarfi sem og öðrum. Ég hafði lengi fylgst með konum í „karlastörfum" og sá að þær voru ekkert síðri en karlarnir sem þær unnu með. Ég byrjaði í kvenlögreglunni sálugu sem þá var, við vorum þama sex konur og unnum á tví- skipum vöktum. Það verður að segjast eins og er að oft urðum við að finna okkur verkefni sjálf- ar fyrst og við fundum til ákveð- ins vantrausts í okkar garð lengi vel. Við vorum mjög duglegar við að stöðva ölvaða ökumenn og fylgjast með hvort umferðarlög væru brotin. Það vakti alveg heil- mikla athygli á þessum tíma að sjá konu undir stýri á lögreglubíl og að löggæslustörfum yfirleitt og það var algengt að bílstjórar sném sér við til þess að glápa á okkur. En það var stundum erfitt að vera kona í þessu starfi, við feng- um oft að kenna á fordómunum og þegar ég var í slysarann- sóknadeildinni þá bar sérstaklega á þessu. Þegar ég var til dæmis að mæla upp fjarlægðir á slysstað þar sem árekstur hafði átt sér stað þá kom oft fyrir að bflstjórarnir spyrðu hvort ég ætti virkilega að gera þetta. „Ætlar þú ekki að mæla líka?“ spurðu þeir karlkyns kollega minn sem sat inni í bfl og skrifaði skýrslu um atburði. Og stundum var jafnvel spurt að því hvort enginn lögreglumaður ætl- aði að koma, og hvar karlmenn í lögreglunni væru! Og þegar við vomm að flytja fatlaða neitaði fólkið okkur stundum um að lyfta stólunum, treysti ekki á krafta okkar, en það var þó frekar unda- ntekning en regla. Annars er það starf eitt af því þakklátasta sem ég hef unnið hjá lögreglunni og auðvitað umferðarfræðslan í skólunum. Það vill oft gleymast í umræðunni um lögregluna að við erum alltaf að aðstoða hinn al- menna borgara við ýmislegt og á veturna eru þau útköll ótalin sem fara í aðstoð við bflstjóra í vand- ræðum og annað slíkt. Það neikvæða vill oft verða meira áberandi og það líkar mér ekki.“ Ekki í lögreglunni upp á punt Þú hefur barist mikið fyrir jafnrétti og þín er líklega víða minnstfyrirframgöngu í ákveðnu máli sem kom fyrir jafnréttisráð á sínum tíma, geturðu sagt mér af því? „Já, ég hef alltaf getað flækt mér í félagsmál hvar sem ég kem og strax á fyrsta ári í lögreglunni var ég komin í stjórn Lögreglufé- lags Reykjavíkur og síðan í stjórn Landssambands lögreglumanna. Ég er víst eina konan sem þar hefur setið. Góður vinur minn í lögreglunni, Björn Sigurðsson, trúði mér fyrir því síðar að ég hafi upprunalega verið sett á uppstill- ingarlistann upp á punt en það var ekki mín meining og ég sýndi þeim það. Það var reyndar í Landssambandinu sem fyrst fór að reyna á það hversu mikilvægt það er að kona eigi sæti í stjórn. Það sem gerist er það að vorið 1984 leitar lögreglukona úr öðru umdæmi réttar síns vegna þess að hún var hlunnfarin í launum. Hún hafði verið í sjö ár í starfi þegar hún varð barnshafandi og er þá sett í dagvinnu sem veldur því að hún missir bæði vaktaálag og aukavinnu sem er helmingur launa í þessu starfi, þannig að þetta er geysileg Iaunaskerðing. Við kröfðumst þess að þetta yrði leiðrétt þegar í stað og að það er sjálfsögð krafa að kona þurfi ekki að gjalda þess að hún þarf að ganga með barn í lögreglustarfi. Það er ekki okkar sök þótt starfið sé þannig vaxið að það henti ekki að öllu leyti barnshafandi konu. Við erum ráðnar til þessa starfs á þeim aldri að gera má ráð fyrir því að við komum til með að eiga börn á starfstímanum og það má vel framkvæma tilfærslur á annan hátt en þann að kona missi bróð- urpart launa sinna við það. Nú, við lögðum þetta fyrir jafnréttisráð og niðurstaða þess var að þama hefðu verið brotin jafnréttislög. Með það í poka- hominu hófum við langa píslar- göngu á milli embættismanna í dómskerfinu og í fjármálaráðu- neytinu. En þeir rýndu í það eitt að síðustu 6 mánuði hafði konan eingöngu unnið í dagvinnu og gleymdu alltaf sérstöðu málsins. Þetta er svolítið flókið mál, en núna liggur sem sagt fyrir krafa hjá lögfræðingi að þetta verði leiðrétt í eitt skipti fyrir öll og ef ekkert hefur gerst áður en barn viðkomandi konu á tveggja ára afmæli í desember, þá munum við hiklaust fara út í málaferli og fara með þetta fyrir dómstóla. Við sættum okkur ekki við það að vera metnar sem annars flokks lögreglumenn, við höfum sömu menntun og vinnum sömu vinnu og karlar í þessu starfi. Ég sjálf mætti miklum skilningi þegar ég gekk með mitt barn og var færð á fjarskiptamiðstöð, þannig að ég gat unnið fullar vaktir allan með- göngutímann fram á síðasta dag. Það sýnir að þetta á ekki að vera neitt mál og það eru dæmi um þetta víðar.“ Er eitthvað annað sem þér finnst ábótavant innan lögregl- unnar? „Já, það er nú ýmislegt sem betur mætti fara. Til dæmis má ég til með að gagnrýna það, að af öllum þeim fjölda sem starfa í lögreglunni, þá er aðeins tveimur mönnum ætlað að sinna umferð- arfræðslu. Og fíkniefnadeildin er líka alltof fáliðuð, hún gerir varla meira en að klóra í bakkann, svo fáliðuð sem hún er núna. Eitur- lyfin flæða inn í landið og það eru mál sem þarf að huga betur að í framtíðinni. Og ég vil ekki láta hjá líða að minnast á hversu nauðsynlegt er til dæmis í nauðgunarmálum, að konur séu í lögreglunni, það get- ur skipt sköpum um það hvort konur kæra eða ekki. Það er al- veg furðulegt að aðeins ein kona gegnir slíku starfi hjá R.L.R., og ég minnist fjölda tilvika þar sem beinlínis er beðið um konu til að yfirheyra þolanda í nauðgunar- máli. Þá er undir hælinn lagt hvort hún er til staðar eða ekki. Og í því sambandi: alveg finnst mér forkastanlegt að það skuli skipta máli hvort kona sem verð- ur fyrir nauðgunarárás er ölvuð eða ekki og hvort hún er í stuttum eða síðum kjól! Þetta er eitt af alvarlegustu brotum hegningar- laganna og þetta á ekki að skipta neinu máli, brotið er alltaf jafn alvarlegt." Stend og fell með mínum skoðunum í lokin Ragnheiður, áttu þér eitthvert „lífsmottó", einhverja reglu sem hefur reynst þér vel í, gegnum tíðina? „Mitt mottó er að standa og falla með mínum skoðunum án tillits til þess hvort þær henta öðr- um í það og það skiptið. Maður hefur eðlilega mætt andstöðu og fengið á sig „óæskilega stimpla“, en slíkt hef ég aldrei látið á mig fá. Ég er mikill friðarsinni og bar- áttumanneskja fyrir málefnum kvenna og held áfram að vera það hvað sem á dynur. Ef einhver vill draga mig í pólitískan dilk þá er það ekki mitt mál, ég reyni bara að lifa eftir sannfæringu minni.“ 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.